Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001
Á
RIÐ 1939 sneri heim til Ís-
lands íslenskur rithöfund-
ur. Sá hafði dvalið erlendis
í 15 ár og heldur betur
slegið í gegn. Bækur hans
höfðu selst fádæma vel í
útlöndum. Honum hafði
verið hælt af fremstu
gagnrýnendum á Norðurlöndum, þar á meðal
fyrir góð tök á norsku máli. Slík velgengni Ís-
lendings á erlendri grund var fáheyrð og æv-
intýri líkust. Á Íslandi var honum þó ekki tekið
sem höfuðskáldi, þvert á móti sýndu menn
honum fálæti eða fjandskap þó að síðar eign-
aðist hann velunnara. Hann er þó sjaldan tal-
inn til fremstu rithöfunda Íslendinga á 20. öld
og bókmenntafræðingar hafa sýnt verkum
hans lítinn sem engan áhuga. Saga Kristmanns
Guðmundssonar er þó einstök í íslenskri bók-
menntasögu.
Kristmann (Borgfjörð) Guðmundsson fædd-
ist á Þverfelli í Lundarreykjadal 23. október
1901. Foreldrar hans höfðu slitið samvistir áð-
ur en hann fæddist og móðir hans flutti í annan
landsfjórðung skömmu eftir fæðingu drengs-
ins. Hann var alinn upp hjá ömmu sinni og afa
á Þverfelli en flutti átta ára til Snæfellsness og
ólst þar upp. Hann fór þrettán ára að heiman
að vinna fyrir sér og var síðan á margs konar
flakki næstu ár, við vinnu og að afla sér mennt-
unar.
Í fyrsta bindi ævisögu sinnar, Ísold hinni
svörtu (1959), segir Kristmann að fjarvera for-
eldranna hafi valdið „nokkurri angurværð og
duldum biturleika“ og ljóst er að hún sat í hon-
um. Fimmtán ára að aldri hittir hann móður
sína fyrst en „við koss hennar og faðmlög fór
um mig kaldur ímugustur“ og „við sjálft lá, að
ég fengi óbeit á henni“ (Ísold hin svarta, bls.
174) og þetta situr í honum fram á fullorðinsár.
Árið 1935 er hann orðinn frægur rithöfundur
og sækir hana heim (Loginn hvíti, 1961, bls.
146) en enn fer um hann „gusturinn kaldi“ og
hann furðar sig á „hvað það væri, er vekti slíka
andúð gegn henni í taugum mínum“ enda tek-
ur hann fram að hún hafi verið aðlaðandi kona
og viljað honum vel. Samband Kristmanns við
móður sína varð honum síðar efni í ýmsar sál-
fræðilegar skáldsögur og kann að hafa mótað
líf hans allt.
Kristmann var einkanlega sjálfmenntað
skáld og í ævisögu sinni í fjórum bindum fer
hann mörgum orðum um lestur sinn á hvers
kyns bókmenntum og fræðum. Lýsir hann þar
setum sínum dögum saman við lestur á söfnum
og hvernig hann hirti ekki um neitt annað á
meðan fróðleiksþorstinn greip hann. Lang-
skólanám bauðst honum ekki en einn vetur var
hann í Samvinnuskólanum í Reykjavík hjá
Jónasi Jónssyni frá Hriflu.
Kristmann var snemma fullur metnaðar og
sjálfstrausts sem reyndist honum bæði vel og
illa í lífinu. Hann ákvað snemma að verða skáld
og sendi ungur frá sér ljóðabókina Rökkur-
söngva (1922). Á æskuárunum fékk hann
berkla en var rekinn af berklahælinu fyrir
ósvífni við yfirvöld þar. Hann barðist með Ólafi
Friðrikssyni í hvíta stríðinu og varð snemma
var við að hann væri lítt vinsæll af „yfirstétt-
inni“. Þótti hann greinilega bera sig vel og vera
of stoltur og leið því stundum sáran sult án
þess að vera hjálpað (Ísold hin svarta, bls. 311–
12).Trú Kristmanns á að hann hefði miklu hlut-
verki að gegna rakst greinilega á við mat sam-
félags sem ekki skildi hvers vegna þessi fá-
tæki, lítt menntaði, hálfpartinn munaðarlausi
æskumaður leit svona stórt á sig.
Kristmann hafði því ekki frá miklu að hverfa
þegar hann yfirgaf Ísland vorið 1924. Þá sner-
ist gæfan honum snögglega í vil. Eins og hann
orðar það sjálfur (Dægrin blá, 1960, bls. 133):
„Og nú uppgötvaði ég mér til mikillar undr-
unar, að flest það í fari mínu, sem á Íslandi
hafði staðið mér fyrir þrifum og orðið þess
valdandi, að fólk lagði fæð á mig, varð mér til
góðs í Noregi.“ Þar náði hann fyrir-
hafnarlitlum frama og var innan örfárra ára
orðinn metsöluhöfundur. Líf Kristmanns
skálds varð nú ævintýri líkast. Einkalífið var
þó stormasamt: á sjö árum náði hann að giftast
og skilja tvisvar sinnum.
Strax árið 1926 kom á prent smásagnasafnið
Islandsk kjærlighet. Því var vel tekið og hon-
um opnuðust allar dyr. Árið eftir kom út fyrsta
skáldsaga hans, Brudekjolen. Hún hlaut góða
dóma í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og var
þýdd á þýsku á undan íslensku. Árið 1928 kom
út Ármann og Vildís og hún varð fyrsta „met-
sölubók“ Kristmanns. Þegar fyrir jól hafði hún
verið prentuð í fjögur þúsund eintökum og
þótti það góð sala hjá ungum höfundi. Krist-
mann gladdist yfir að vera hælt fyrir norskan
stíl en var sjálfur gagnrýninn á bókina (Dægr-
in blá, 1960, bls. 169 og 174) sem er þroskasaga
ungs manns og gerist á berklahæli.
Strax árið eftir kom út sú bók Kristmanns
sem vinsælust varð, Livets morgen (1929) eða
Morgunn lífsins. Kristmann ætlaði sér að
METSÖLUHÖF-
UNDUR SNÝR HEIM
100 ÁR FRÁ FÆÐINGU SAGNASKÁLDS-
INS KRISTMANNS GUÐMUNDSSONAR
E F T I R Á R M A N N J A K O B S S O N
„Íslenskir bókmenntafræðingar hafa sýnt
Kristmanni tómlæti. Saga hans er þó sérstæð og
merkileg. Velgengni Kristmanns Guðmundssonar
erlendis var einstök og þó harmræn þar sem hann
kastaði henni hálfpartinn á glæ. Um hann hefur
nú allt of lengi verið hljótt.“
NEI, blessaður vertu, hlífðu mér viðsamtali.“„En þetta verður svo stutt.“„Stutt. Jæja, hafðu það sem allra
stytzt. Ég fékk frægð mína ungur og varð
snemma mettur – já, við skulum endilega hafa
þetta stutt. Blaðaviðtöl hafa ekki áhrif á neinn –
nema skattayfirvöldin, a.m.k. ekki til lang-
frama.“
„Ja, við skulum þá vona, að allir lesi þetta
viðtal aðrir en skattstjórinn í Hveragerði. En á
hverju eigum við annars að byrja?“
„Ja, þarna sérðu, lagsmaður! Við skulum
bara sleppa þessu.“
„Nei, alls ekki. Hvernig líst þér t.a.m. á upp-
lýsingar eins dagblaðanna um bókasöfnin í
landinu?“
„Hef bara alls ekkert séð um það. Ég les yf-
irleitt engin blöð á sumrin nema þá helzt Morg-
unblaðið. En hvað segja þeir um bókasöfnin?“
„Skýrslur sýna víst, að Guðrún frá Lundi er
mest lesni rithöfundur þjóðarinnar.“
„Já, einmitt, hún er ágætiskerling – “
„og ljóðalestur ku hafa minnkað með þjóð-
inni“.
„Það er leiðinlegt. Það er nauðsynlegt að
auka lestur góðra ljóða. Sl. tvo vetur hef ég haft
á hendi eins konar umferðarkennslu í skólum
landsins, þeim kennurum til aðstoðar, sem sjá
eiga um bókmenntakennsluna. Ég hef aðallega
lesið upp kvæði 19. aldar skáldanna frá Jóni
Thor. til Einars Ben. Og hvað heldurðu, mað-
ur? Börnin og unglingarnir hlustuðu á með
miklum ágætum, þvert á móti því sem ég bjóst
við; a.m.k. ¾ hlustuðu með óskiptri athygli – og
hin viðhöfðu engar óspektir. Það kalla ég gott í
skólatíma.“
„Já, það má nú segja.“
„Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik
sem kom fyrir í stórum skóla hér í nágrenni
bæjarins. Ég var að lesa kvæði fyrir krakkana,
þar á meðal eitthvað eftir Einar Benediktsson.
Á fremsta bekk sat ákaflega fallegur strákur,
13 ára gamall, og átti heldur bágt með að sitja
kyrr, hann var logandi af lífsfjöri og augsýni-
lega mikill fjörkálfur. En samt sem áður hélt
hann nú út tímann, já og hlustaði bara ágæt-
lega. – Þegar lestrinum var lokið og við vorum
komnir út sá ég að hann gaf mér auga, svo að ég
vatt mér að honum og spurði hvort hann hefði
skilið nokkuð í Útsæ. – „Skildi,“ sagði strákur
og var snöggur upp á lagið, „ég skildi bara einn
heilan helvítis helling.“ Líkaði mér svarið vel
og varð harla ánægður með árangurinn.“
„Já, það er ennþá mikil lýrikk í æskunni.“
„Já, ég sannfærðist um það á þessum upp-
lestrarferðum mínum, mikil lýrikk, blessaður
vertu, og krakkarnir eru móttækilegir fyrir
góðan skáldskap. Og það á að leggja áherzlu á,
að þeir fái að njóta hans.“
„Við minntumst á Guðrúnu frá Lundi áðan.“
„Já þetta er ágætiskona og merkilegt, hvað
henni hefur tekizt að gera í erfiðri baráttu
sveitakonunnar fyrir norðan. Dalalíf er ágæt
þjóðlífssaga. Ég hef alltaf borið mikla virðingu
fyrir Guðrúnu síðan ég las hana. Sagan er
spennandi og vel sögð og persónulýsingar lif-
andi, þó að þær séu ekki djúpar. – Síðari bækur
hennar hef ég ekki lesið, en mér er sagt að þær
séu lélegri. Guðrún frá Lundi hefði orðið stór-
skáld, ef hún hefði fengið tækifæri til að læra
fagið betur. Skáldsagnahöfundar þurfa nefni-
lega líka að læra sitt fag, ekki síður en annað
fólk. En samt, ég hef alltaf dáðst að Guðrúnu,
ég get ekki neitað því.“
„En segðu mér, Kristmann, ertu ánægður
með það sæti sem þú skipar, ég held að það sé
5. eða 6. sætið?“
„Já, ég get ekki sagt annað. Annars mætti
vel segja mér að bækur mínar séu ekki til í all-
mörgum bókasöfnum. Í mörgum bókasöfnum
ráða meira og minna dulbúnir kommúnistar –
og eins og þú veizt á ég ekki upp á pallborðið
hjá þeim.“
„Er það nema gott?“
„Tsj – nei.“
„En hvað um ungu skáldin?“
„Ungu skáldin? Jú, þau eru mörg efnileg.
Mér þykir Gunnar Dal beztur. Hannes Sigfús-
son er gífurlega mikið „talent“. Annars eru
þessi strákagrey alltaf á kafi í brauðstriti. Þeir
eiga ekki allra kosta völ, skal ég segja þér, og
það verður að grípa í taumana og hjálpa þeim.
Ungu skáldin eiga heimtingu á því að þeim sé
hjálpað meira en gert er. Þetta er óttalegt basl
hjá þeim, óttalegt basl. Það er ekkert gaman að
sjá þá fara í hundana – og mér er alveg sama,
hvort þeir lenda í saltfiskvinnu eða brennivíni.
Þó er brennivínið líklega skárra.“
„Að lokum, Kristmann, hvað ertu að sýsla
um þessar mundir?“
„Ég er að ljúka við bókmenntasöguna mína.“
„Já, einmitt. Þeir voru heldur óskemmtilegir
sumir dómarnir sem þú fékkst um fyrra bind-
ið.“
„Já, ég hafði ósköp gaman af þeim. Samnefn-
ari fyrir flesta þeirra var nú eiginlega pistill
nokkur, sem piltur ofan úr Svínadal skrifaði;
hann réðst aðallega á verkið vegna þess að það
hefði enginn formáli verið fyrir því. „Allar bæk-
ur eiga að hafa formála,“ sagði hann.“
„Og þú ert ekki sammála?“
„Rithöfundum ætti að vera í sjálfsvald sett,
hvort þeir vilja hafa formála, eftirmála – eða
engan mála. Finnst þér það ekki?“
„Jú, auðvitað, en í þessu viðtali skulum við
hafa svolítinn eftirmála.“
„Nú?“
„Já – og nú skulum við byrja á honum. Þú ert
að skrifa stóra skáldsögu?“
„Já.“
„Og auðvitað um kvenfólkið og ástina?“
„Heyrðu karl minn, hvernig er hægt að tala
um lífið án þess að minnast á kvenfólkið? Sá
maður, sem ætlar sér að skrifa skáldsögu án
þess að minnast á samdrátt karls og konu, hlýt-
ur að vera eitthvað undarlegur. Ég mundi ráð-
leggja honum að leita sér læknis fyrst. En það
er auðvitað ekki sama, hvernig skrifað er um
samband kynjanna, og það er mikill vandi að
gera það skikkanlega. Já, eiginlega er það bölv-
að púl. Og svo fylgir því mikil ábyrgð. Það
ALLT SEM
MANN
LANGAR TIL
ER SYND
SAMTÖL VIÐ KRISTMANN GUÐMUNDSSON
E F T I R M AT T H Í A S J O H A N N E S S E N