Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Blaðsíða 15
vitrænna marka. Þótt hvergi sé grafið djúpt í söguefnið er lesandinn snöggtum fróðari um þessar slóðir þá hann leggur bókina frá sér og hugsar trúlega með sér; svona ættu allar kennslubækur í sögu- og landafræði að vera skrifaðar! Enginn kafli of langur, sumir hrein- ar örsögur, en flestir eiga þeir sameiginlegt að kveikja í lesandanum svo honum hugnast að fræðast meira. Í það heila borðleggjandi stað- reyndir á léttu nótunum og í búningi blóðríks ferlis. Þannig á að skapa áhuga og læða fróð- leik að fólki frá vöggu til grafar; með brögðum listar. Kaflaheitin gefa góða hugmynd um innihald- ið og skulu nokkur talin upp hér: „Sérkenni Skánar, Leiðin yfir sundið, Borgarstjórinn í Landskrona, Sérviska skánska aðalsins, Um djánkan í Kågeröd … og prestinn á sama stað. Landið milli sléttu og skógar. Um Absalon og Stenhag. Klaustrið á miðdepli Skánar. Gleði jómfrú Maríu í Brönnestad. Guðsmóðirin bros- andi í Ignaberga, Skánski skæruhernaður- inn“… Gríp aðeins í einn kaflann: „Vä, hin brenn- andi borg“ í lauslegri þýðingu. … Eins dauði er annars brauð og spakmælið getur ef svo ber undir einnig átt við um borgir. Þegar lagður var grunnur að Kristianstad voru ríkishlunnindin fyrir Vä afnumin, en hún var rúma hálfa mílu frá þessari nýsköpun Krist- jáns fjórða. Hin forna verslunarborg mest- megins í rústum, eftir að Svíar undir forustu Gústavs II Adolfs höfðu rænt, ruplað og lagt eld að henni. Íbúar Vä voru skikkaðir til að flytja til Kristianstad og landrýminu skipt á milli bænda héraðsins, sem til endurgjalds gáfu eftir engjalöndin sem Kristianstad var reist á. Vä var ein af elstu borgum Skánar. Skammt frá henni hafði fyrrum verið búið frá járnöld og mögulegt að greina búsetuna allt fram til tíundu aldar. Fyrsta borgin var byggð við vað í ánni Vä, sem á þeim árum hefur verið til muna mikilfenglegri, en seinna hefur byggðin flust til svæðisins kringum kirkjuna sem byggð var um 1170, svo og helgiklaustrið sem þar var einnig til staðar. Nánasta hlið- stæða borgarskipulagsins í Vä er Næstved á Sjálandi. Vä mun aldrei hafa verið rík og velmegandi verslunarborg. Eins og Lundur hefur hún ver- ið staðbundin miðja og viðskiptin bundin við þetta takmarkaða landsvæði. Kannski hefur myllurekstur verið tekjulind borgaranna. Borgarinnsiglið með mylluhjóli gæti rennt stoðum undir þá tilgátu. Staðsetningin hins vegar opin og óvarin, þannig að hvað eftir ann- að leið borgin fyrir eyðileggingu og bruna. Af herforingjum sem skrifuðu sig á blöð þjáning- arsögu Vä finnum við í sænskum sögubókum jafn virt nöfn og Karl Knutsson (1442), Svante Nilson Sture (1509), Karl hertoga (1569) og Gústav II Adolf (1612). Algerust var eyðilegg- ing hins síðastnefnda og óræk sönnun þess eru ríkulegar brunaleifar sem fundist hafa við upp- gröft. Á yfirborði jarðar er þannig ekki mikið eftir af gamalli dýrð nema gamla helgiklaustr- ið, sem heldur áfram að hrífa fyrir bygging- arstílinn og kalkmálverkin. Lítið meira eftir af kapellu heilagrar Geirþrúðar frá síðmiðöldum en gaflarnir, en hún var reist þar sem leiðin frá Åsum sker þjóðveginn. En í iðrum jarðar vitna nokkrir þunnhvolfir kjallarar um, að á staðn- um hefur verið eitthvað sem líkist borgar- kjarna. Hlutskipti borgara Vä þannig lengstum sí- endurteknar eyðileggingar og erfið endurupp- bygging. Ef til vill mögulegt fyrir þá að standa enn á fæturna eftir hremmilega árás Gústavs II Adolfs. Hins vegar sparaði Kristján fjórði þeim ómakið … Valdi þennan kafla vegna þess að hann bregður upp skilvirkri mynd af hlutskipti Skánverja um aldir áður en svæðið samein- aðist Svíþjóð. En Skánn hefur alla tíð og er enn alveg sérstakur hluti landsins með sín einkenni og sérstakt málfar íbúanna. Þannig eimir af þeim löngu horfna tíma er héraðið var sjálf- stætt svæði innan Danaveldis með eigin lög og þing, ennfremur sér í rústir af borgum og kirkjum misvel varðveittum, allt frá elleftu öld. Þótt einhverjum þyki það langsótt staðhæfing er ýmislegt sameiginlegt í sögu Skánverja og Íslendinga. Í báðum tilvikum um aldir undir danskri krúnu og íbúarnir sóttu meira og minna æðri menntun til Kaupmannahafnar, Ís- lendingar þó öllu meira vegna einangrunar- innar og lengstum ekki um annað að ræða. Frá Skáni hefur komið margt af afreksfólki sænsku þjóðarinnar og þá ekki síst í listum og sumt, einkum á suðuroddanum, sótt listmennt- un sína til Kaupmannahafnar frekar en Stokk- hólms. Þegar skrifari var við nám á listaka- demíunni í Kaupmannahöfn fyrir hálfri öld voru til að mynda nokkrir Skánverjar hjá sama prófessor og hann. Gerðu sér ferð með bátnum yfir sundið á hverjum morgni og til baka síð- degis til þess eins að teikna og mála fyrirsætur og -sáta allan liðlangan daginn. Má næstum líkja því við að ferðast með áætlunarbíl milli Eyjafjalla og Reykjavíkur og til baka dags daglega til að stunda nám í Listaháskóla Ís- lands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 15 Í NÝJU verkunum sínum heldur Roni Horn áfram að velta fyrir sér mótsögn- um í skynjun okkar þegar við upplifum ýmislegt sem annað en það sem það er og eins þegar við skynjum það sama á mismunandi hátt. Um kyrrstöðu og hreyfingu, hins fasta forms og þess sí- breytilega, allt frá almennum fyrir- brigðum náttúrunnar, s.s. straumi vatns og skýjafari, til hins sértæka í svipbrigðum mann- eskjunnar. Á sýningunni er að finna þrjár ljós- myndaseríur og tvo skúlptúra auk hljóðverks. Þetta er fyrri hluti tveggja sýninga Roni Horn sem Dia gengst fyrir fram á mitt næsta ár í sýningarsölum sínum í Chelsea-hverfi í New York. Dia er vel þekkt sjálfstætt starf- andi listastofnun í borginni sem býður lista- mönnum að vinna sýningar sem fá að standa uppi í nokkra mánuði í senn. Fyrri hluti sýn- ingar Roni Horn lýkur 27. febrúar á næsta ári en þá tekur seinni hlutinn við fram á mitt sum- ar. Hvað er hvað? Ljósmyndaverkið „Þetta er ég, þetta ert þú“ (This is Me, This is You) er frá 1999–2000. Titillinn er tilvitnun í orð fyrirsætu verkanna, ungrar stúlku, sem svaraði svohljóð- andi spurningunni um það hver hún væri og hverjir aðrir væru. Einlæg og grípandi svip- brigði hennar koma fyrir á 96 ljósmyndum, sem skipt er upp í tvo flokka. Myndirnar eru teknar við ólíkar aðstæður og við sjáum sama andlitið þreytt og glatt, ygglt og íhugult, með uppsett og vel greitt hárið eða blautt af sundi. Hvert portrett er öðru ólíkara en þegar verkin á veggnum andspænis eru skoðuð verða þessar fjölbreytilegu svipmyndir að smærri blæbrigð- um hinna verkanna. Myndaraðirnar tvær reynast næstum eins en þó ekki alveg. Síbreytileg andlit Thames-ár birtast í röð 32 ljósmynda Roni Horn af rennsli árinnar í verk- inu „Nokkrar Thames-ár“ (Some Thames) frá síðasta ári. Þar má sjá litaskala vatnsins, allt frá því hálfgegnsæja til þess djúpsvarta, og þar á milli fínleg blæbrigð þess gráa, bláa, græna, brúna og gula. Verkin eru hluti stærri myndaraðar sem Horn hefur áður sýnt með öðrum hætti í Whitney-safninu ásamt hugleið- ingum sínum í textaformi um eðli árinnar og hvað það sé við vatnið sem í senn heilli okkur svo mjög og hræði. Þarna standa ljósmyndirnar einar og sér og áherslan er á hin ólíku litbrigði sem kölluð eru fram í þessari frystingu hverfuls augnabliks sem í raun er andsnúið eðli vatnsins. Andstæðar öfgar þess gegnsæja við það djúpsvarta eru dregnar fram í skúlptúrunum tveimur „Án titils (Já)“ frá þessu ári. Í sitt hvoru herberginu standa stórir ferhyrningar með ávölum hornum. Annar er úr næstum gegnsæju, þykku gleri en hinn úr gegnheilum svörtum lit sama efnis. Á meðan gegnsætt og fljótandi yfirborð glersins varpar frá sér um- hverfinu í öðrum salnum, sogar þungi svörtu andstæðu spegilmyndarinnar það til sín. Í verkinu „Clowd og Cloun (Grátt)“ frá þessu ári, leikur Horn sér að samruna tveggja auðkennanlegra ímynda, trúðsins og skýsins. Tvö fyrirbrigði sem við teljum okkur þekkja jafn vel, en þó vill svo til að eitt þeirra á sér ekkert fast form, er síbreytilegt, á meðan hitt er ekki annað en táknmynd, yfirborðskennt gervi svipt persónulegum einkennum. Í röð 28 ljósmynda hefur Horn endaskipti á ímyndun- um með því að gefa síbreytilegu skýjafari fast form í röð 14 ljósmynda en leitast að sama skapi við að leysa upp alþekkta táknmynd trúðsins, í jafnmörgum myndum, sem reynast hreyfðar og þokukenndar. Máttur ímyndar- innar er þó slíkur að augað er ekki í vafa um hvað það er sem það nemur, hvort sem um er að ræða hálfuppleysta trúðsmynd eða fast form grárra skýja sem það stendur svo stað- fastlega frammi fyrir, og þó er ekki. Í bókabúð Dia er svo að finna hljóðverkið Segjandi vatn (Saying Water), 75 mínútna langa einræðu listakonunnar, verk frá þessu ári ásamt fjölmörgum bókverkum hennar, þar á meðal verkunum frá Íslandi. Framsetning þessara í senn ljóðrænu og rökrænu hugmynda er einbeitt og ríkuleg að tilbrigðum. Leikur sýningin á allan skala skynjunar okkar, allt frá augljósum breyting- um ákveðinna fasta til smæstu blæbrigða sem felast innan hvers þeirra. Eitt par verka úr myndaröðinni Þetta er ég, þetta ert þú eftir Roni Horn, frá 1999–2000. LEIKIÐ Á SKALA SKYNJUNAR Sýning á verkum Roni Horn hefur verið opnuð í Dia- listamiðstöðinni í New York. HULDA STEFÁNSDÓTTIR skoðaði þessi nýju verk listakonunnar sem hér á landi er kunnust fyrir ljósmyndir sínar og texta frá fjölmörgum ferðum sínum um Ísland. MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin þri.- fös. 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Hildur Bjarna- dóttir. Til 4. nóv. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorfinnur Sigurgeirsson. Til 28. okt. Gallerí List, Skipholti 50: Elísabet Ás- berg. Til 27. okt. Gallerí Reykjavík: Vera Sörensen. Til 27. okt. Gallerí Skugga: Hver með sínu nefi. Til 28. okt. Gerðarsafn: Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrím- ur Eyfjörð. Til 4. nóv. Hafnarborg: Jónína Guðnadóttir, Kristján Pétur Guðnason. ListVerkun. Til 12. nóv. Hallgrímskirkja: Detel Aurand. Til 26. okt. i8, Klapparstíg 33: Kristján Davíðsson. Rósa Sigrún Jónsdóttir. Til 27. okt. Listasafn Akureyrar: Frumherjar í byrjun 20. aldar. Til 4. nóv. Listasafn ASÍ: Anna Eyjólfsdóttir. Til 4. nóv. Listasafn Borgarness: Sigrid Østerby. Til 2. nóv. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Til 1.1. Einar M. Guðvarðarson og Bjarne Lönnroos. Til 25. nóv. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Kristján Guðmundsson. Til 16. nóv. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Helgi Gíslason. Til 28. okt. Listasalurinn Man: Fríða S. Kristins- dóttir. Til 20. nóv. Listhús Ófeigs: Bubbi, Guðbjörn Gunn- arsson. Til 20. okt. Nýlistasafnið: Listþingið Omdúrman. Margmiðlaður Megas. Til 30. nóv. Skaftfell, Seyðisfirði: Haustsýning Skaftfells. Til 18. nóv. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor- gerður Sigurðard. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Vignir Jóhanns- son. Til 28. okt. Snegla listhús: Samsýning á verkum Snegluhópsins. Til 10. nóv. Stöðlakot: Margrét Margeirsdóttir. Til 28. okt. Þjóðarbókhlaða: Kristín Reynisdóttir. Til 3. nóv. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Þjóðskjalasafn Íslands: Skjöl Einars Laxness. Til 1. des. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Salurinn: Samkórs Kópavogs. Kl. 16. Sunnudagur Hjallakirkja: Lenka Mátéová og Mar- grét Bóasdóttir. Kl. 17. Salurinn: Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, og Peter Máté, píanó. Kl. 20. Dómkirkjan: Karlakórarnir Marie- hamns Kvartetten (MK) og Nio sång- are (NS). Kl. 20.30. Miðvikudagur Salurinn: Kvenleg skemmtidagskrá. Kl. 20. Föstudagur Langholtskirkja: Karlakórinn Fóst- bræður, karlakórarnir MK og NS. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigningunni, 20., 26. okt. Blái hnötturinn, 21. okt. Með fulla vasa af grjóti, 21. okt. Vatn lífsins, 25. okt. Hver er hræddur við Virginíu Woolf? 21., 25. okt. Borgarleikhúsið: Blíðfinnur, frums. 20. okt. 21. okt. Með vífið í lúkunum, 20., 26. okt. Píkusögur, 25., 26. okt. Íslenski dansflokkurinn: Ný íslensk verk, frums. 25. okt. 26. okt. Íslenska óperan: Töfraflautan, 20., 21., 26. okt. Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn, 20. okt. Kaffileikhúsið: Veröldin er vasaklútur, 20., 23., 26. okt. Leikfélag Mosfellsbæjar: Brúðkaup Tony og Tinu. 21., 25. okt. Möguleikhúsið: Skuggaleikur, 21., 22., 26. okt. Lóma, 25. okt. Leikfélag Akureyrar: Blessað barna- lán, 20. okt. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.