Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 O MDÚRMAN: Marg- miðlaður Megas í Nýló er yfirskrift sýningar eða listþings Nýlista- safnsins helgað Meg- asi, Magnúsi Þór Jóns- syni. Þingið hefst í dag klukkan fimm, og stendur út nóvember. Þinginu er ætlað að gefa innsýn í heim Meg- asar, vinnubrögð og höfundarverk – „þaulunn- ið, frjótt, djarft, heiðarlegt, beitt og óvægið“ eins og segir í fréttatilkynningu Nýlistasafns- ins. Megas hefur um árabil verið einn sérsta- kasti listamaður landsins – ekki alltaf viður- kenndur að verðleikum, en sannur hvort sem hann hefur dregið upp ásýnd tónlistarmanns- ins, rithöfundarins eða myndlistarmannsins. Á Degi íslenskrar tungu á síðasta ári hlaut hann verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og þar með opinbera viðurkenningu á list sinni og framlagi til tungumálsins. Listþingið um Megas verður lifandi og sprækt allan sýningartímann, með tónleikum, málþingi, hljómorðakvöldi, kvikmyndasýning- um og spjallkvöldum. Þátttakendur í þinginu verða fjölmargir og koma úr ýmsum greinum lista. Í SÚM-salnum verður sýning á verkum listamanna sem hafa haft áhrif á Megas, en það er Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, sem sér um þá sýningu. Í forsal miðhæðar verða myndverk og textar Megasar til sýnis, en í Gryfju verður ýmislegt annað úr handraða Megasar dregið fram í dagsljósið. Jóhann Ludwig Torfason og Hall- dór Baldursson myndlistarmenn sjá um þá sýningu. Í kaffistofu Nýlistasafnsins verður starfrækt netkaffi, þar sem hægt verður að skoða efni um Megas. Þar verður til sýnis ým- islegt úr fórum listamannsins og stiklur frá ferli hans. Lifandi list í tali og tónum meðan á þinginu stendur Meðal þeirra viðburða sem efnt verður til verða tvennir stærri tónleikar og nokkur minni tónlistarkvöld. 31. október verður hljómorða- kvöldið, þar sem bandarískir gestir og Íslend- ingar flytja texta, ljóð og tónlist eftir Megas. Málþing um höfundarverk skáldsins verður haldið 10. nóvember. Megas mun að sjálfsögðu taka þátt í uppákomum á listþinginu og koma fram meðal annars á tónleikum og á rabb- kvöldi. Fjöldi annarra lifandi viðburða verður á list- þinginu um Megas, og verða þeir auglýstir nánar þegar nær þeim dregur. Nýlistasafnið er sem fyrr segir vettvangur Megasarþings- ins, en samstarfsaðili þess er vefritið Kistan, en Menningarborgarsjóður og menntamála- ráðuneytið styrkja verkefnið. Framkvæmda- nefnd listþingsins skipa Geir Svansson, Hjálm- ar Sveinsson, Eiríkur Guðmundsson, Jón Hallur Stefánsson, Stefán Ingólfsson, Guð- mundur Oddur Magnússon og Ósk Vilhjálms- dóttir. Í tilefni listþingsins gefur Edda – miðl- un út bók um Megas í ritstjórn Hjálmars Sveinssonar og Geirs Svanssonar, en Nýlista- safnið og Kistan standa einnig að útgáfu bók- arinnar. Megas segist hafa verið sýningargripur meira og minna alla ævi en að honum hafi alltaf þótt það tvíbent að vera í sviðsljósinu. „Ég vil helst ekki vera til sýnis nema þegar ég er að vinna. En þeir sem standa að þessu eru búnir að tína til ansi margt sem ég hef verið að gera um dagana og er búinn að gleyma, og það verð- ur gott fyrir mig að rifja það upp. Maður hefur verið að dunda sér við ýmislegt sem annað- hvort leiddi eitthvert eða ekkert, og þarna er þessu öllu safnað saman.“ Megas segist sjálfur hafa verið nokkuð laus við undirbúning þingins að öðru leyti en því að láta af hendi efni til sýn- ingarinnar. „Sumt af þessu áleit ég reyndar ekki til sýningar, en þeir verða að vega það og meta. Jú, þetta er í sjálfu sér sýning á mér – ekki endilega á verkum vegna gæða þeirra – þetta er púsluspil.“ Megas tekur dræmt undir að sýningin sýni á honum margar hliðar. „Þetta er nú kannski frekar sönnun þess að á mér er bara ein hlið og hún er náttúrulega 360 gráður.“ Og þar með er það orðið hálfkjánalegt að spyrja Megas að því hverja af hliðum sínum hann kunni best við. „Ætli maður sé ekki alltaf að leita að hliðinni sem maður vill sjá, en er ekki til, en maður er nú bara eins og maður er.“ Megas er nýbúinn að ljúka við upptökur á plötu sem kemur út á næstu dögum. Með hon- um leika þar Kristinn Árnason og Guðlaugur Óttarsson gítarleikarar, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Kjartan Hákonarson trompetleikari úr Jagúar. „Þetta er bara „rock ’n’ roll“, tekið upp í september 2001. Svo er þarna með mér líka Sara Guðmundsdóttir, firnamikil söngkona – miklu betri en hún taldi sig vera – og svo eru þarna líka Hilmar Örn Hilmarsson og Valgeir Sigurðsson. Valgeir er framleiðslustjóri og pródúsent og hann sá um að halda þessum hópi saman, og samstarfið gekk eins og hugur manns og gott betur.“ Tíminn er allur í einum punkti Megas segir að lögin á plötunni séu bæði ný og gömul. „Ég er nú á því að ef ævafornt lag passar inn í konseptið sem farið er að myndast, þá eigi það að vera með. Tíminn er allur í ein- um punkti eins og þú veist.“ Megas segir að konseptið eða hugmyndin að plötunni eigi sér rætur í tveimur fyrri plötum. „Ég hugsa mér að platan Til hamingju með fallið sé fyrsti hlut- inn af trílógíu; platan Fláa veröld sé annar hlutinn og þessi sá þriðji.“ Það er ekki komið nafn á plötuna, og segir Megas að hefðarinnar vegna verði enn um sinn launung á því. Megas segist ekki vita mikið um bókina um hann sem kemur út í tengslum við þingið í Ný- listasafninu. „Jú, hún er þó að einhverju leyti byggð á ansi löngu og viðamiklu spjalli okkar Jóns Halls Stefánssonar sem hann notaði að nokkru leyti í þáttaröð í Útvarpinu. Ætli ég sé ekki jafnspenntur og þú að sjá þessa bók. Bók- in er hönnuð af Harra, sem hannaði bókina hennar Rósku fyrir tveimur árum, þannig að það eru horfur á að hún verði að minnsta kosti meistarastykki í hönnun.“ Sívinnandi og sískrifandi Sem fyrr segir stendur þingið í Nýlistasafn- inu til nóvemberloka. Þeir sem vilja öðlast nán- ari kynni af Megasi og verkum hans geta leitað á heimasíðu Kistunnar, www.kistan.is, en þar er að finna nánari upplýsingar um þingið og dagskrá þess. Á síðunni er einnig að finna texta eftir Megas, meðal annars eina af smá- sögum Plaisir d’Amour, og umfjöllun annarra um verk hans og sýninguna í Nýlistasafninu. Í umfjöllun um þingið segir penni Kistunnar: „Þegar verk Megasar er skoðað, hvort sem er í bundnu eða lausu máli eða myndlist, hlýtur magnið að vekja athygli; maðurinn er sívinn- andi, sískrifandi. Það væri í sjálfu sér ekki saga til næsta bæjar, nema vegna þess hvað gæðin eru mikil. Þetta á auðvitað einkum við í söng- textunum, hans aðal list, þar sem ekki er hægt að jafna honum við nokkurn annan en Bob Dyl- an. Á höfundarverki beggja er ekki snöggan blett að finna, ekki þegar á heildina er litið - allt er á sínum stað í einstakri lífslistarmósaík. Prósi og myndlist Megasar eru minna þekktir, kannski nær óþekktir, þættir í höf- undarverkinu. Þegar grannt er skoðað eru báðir ómissandi þræðir í listaverkinu Megas, þótt hvorugur hafa fengið viðurkenningu en yfrið af óvæginni gagnrýni. Enda eflaust hægt að benda á hnökkra og galla út frá fínum og góðum stöðlum. Hér er á ferðinni ekta pönk, sögulega meðvitað (ef það er ekki mótsögn), persónulegt, ófjötrað og andfasískt.“ „MAÐUR ER NÚ BARA EINS OG MAÐUR ER“ Nýlistasafnið og vefritið Kistan efna til sýningar og þings um Megas. Nýlistasafnið efnir til marg- víslegra viðburða meðan á þinginu stendur. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR segir frá þinginu og ræðir við Megas um það hvernig það er að vera til sýnis, um nýja plötu og bók. Morgunblaðið/Einar Falur Megasi verður margmiðlað í Nýlistasafninu næsta mánuðinn. begga@mbl.is LISTAMENNIRNIR Jónína Guðnadóttir og Kristján Pétur Guðnason opna sýningarnar Hringrás vatnsins og Speglar í neðri sölum Hafnarborgar, Apótekinu og Sverrissal í dag kl. 15. Jónína sýnir í Apótekinu og heitir sýn- ingin Hringrás vatnsins. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og verið virkur þátt- takandi í íslensku myndlistarlífi undafarna áratugi. Á sýningunni eru myndverk unnin í leir, steinsteypu, gler og önnur þau efni sem listformið krefst. Sýningin er unnin útfrá þeim hugleiðingum að allt sem við látum frá okkur skili sér til baka og hafni í viðkvæmri og brothættri hringrás. Kristján Pétur sýnir ljósmyndir í Sverr- issal á sýningunni Speglum. Þetta er fyrsta einkasýning Kristjáns en hann hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á sýn- ingunni eru rúmlega tuttugu ljósmyndir sem sýna spegilmyndir úr náttúru og um- hverfi, teknar á sl. 14 mánuðum. Kristján hefur starfað við ljósmyndun í 30 ár og fengist talsvert við listaverkatökur fyrir einstaklinga og söfn auk þess að starf- rækja ljósmyndavinnustofu og skyldan rekstur. Sýningarnar standa til 5. nóvember og eru opnar alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17. Vatn og speglar Úr seríunni Hringrás.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.