Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Side 7
og sjómennsku og þorpslífi, sem hann gerir að meginviðfangsefni í myndum sínum,“ segir Ólafur. Í sal á vinstri hönd við safninnganginn gefur að líta verk frá upphafsárum ferils Gunnlaugs, þ.e. milli 1930 og 1940. Þar má m.a. greina hina sálfræðilegu túlkun hans á manneskjunni og expressionísk áhrif. Í sal á efri hæð safnsins hefur „Grindavíkurmynd- um“ Gunnlaugs verið komið fyrir, en þau verk segir Ólafur sérstaklega hafa markað straumhvörf í hinni hugmyndalegu og myndefnislegu nýsköpun Gunnlaugs. „Upp úr 1940 dvaldi Gunnlaugur í Grindavík og skráðsetti þorpið og mannlíf þess frá öllum hliðum í myndum sínum. Þannig málaði hann húsin í þorpinu, fólkið sem býr þar og sjósóknina, en hann fór með í sjóferðir og málaði sjómennina að störfum. Þannig varð þetta litla sjávarþorp honum mikil upp- spretta myndefnis, og var alveg nýtt í ís- lenskri listasögu að málari nálgaðist við- fangsefni sitt með þessum hætti.“ Ólafur bendir á að á þessi tími hafi orðið upphafið að hinum stóru sjávarmyndum sem Gunn- laugur vann síðar á ferlinum, þar komi jafn- framt fram hin sérstæða, harða birta sem einkennir margar myndir hans og þróun hans í átt til formrænnar samþjöppunar. Gildi hinnar formrænu framsetningar Ólafur segir mikilvægt að hafa í huga þegar maður nálgast verk Gunnlaugs Schev- ing, að þrátt fyrir að hann vinni með frá- sagnarkennt myndefni hafi hann staðið traustum fótum í módernismanum, sem hafði grundvallaráhrif á myndlist þess tíma. „Gunnlaugur var á þessum tíma, þ.e. í kringum 1945, í nánum félagsskap við Sept- emberhópinn, hóp myndlistarmanna sem færði hugmyndir módernismans inn í ís- lenska myndlistarhefð. Hann sýndi til dæm- is á öllum sýningunum sem haldnar voru á þeirra vegum. Gunnlaugur deildi nefnilega þeirri skoðun með Septembermönnum að það væri hin formræna framsetning sem skipti máli um gildi listaverksins en ekki framsögnin ein og sér. Þetta var sú list- skoðun sem var öðru fremur samnefnari fyrir þennan hóp og þess vegna átti Gunn- laugur heima með þeim.“ Ólafur bendir jafnframt á að í umræddum sal megi greina annað grundvallarþema í myndum Gunnlaugs sem markaði mikilvæg skil í myndefnislegri nálgun í íslenskri myndlist, þ.e. sveitalífsmyndirnar. „Hér sjáum við myndefni sem varð mjög áberandi hjá Gunnlaugi og birtist í myndum á borð við Haustkvöld, sem einnig hefur verið nefnd Engjafólk frá 1958. Með því að færa mannlega nálægð inn í náttúruna braut Gunnlaugur upp þá rómantísku, ósnortnu náttúrusýn sem ráðandi hafði verið í ís- lenskri málalist,“ segir Ólafur. „En í stað þess að upphefja náttúruna sem slíka, upp- hefur Gunnlaugur lífið í sveitinni í þessum myndum. Ákveðin afstaða er til dæmis fólg- in í þeim augnablikum sem hann velur úr sveitalífinu, en það eru augnablik ánægju og vellíðunar, til dæmis í hvíld bæjarfólks á engjum úti á fögrum sumarkvöldum.“ Mjög stutt er úr sveitalífsmyndunum yfir í þjóð- sögur og ævintýri í málverkum Gunnlaugs en sjá má hvernig sá heimur fléttast inn í málarlist hans í þeim myndum sem eru til sýnis á 2. hæð. Sjávarmyndir Gunnlaugs Frysting og upphafning Gunnlaugs á völdum augnablikum í sveitalífsmyndunum, birtist jafnframt með sterkum hætti í öðrum myndum listamannsins, en líklegast hvergi með jafn fáguðum hætti og í stóru sjáv- armyndunum sem Gunnlaugur vann á síðari hluta ferils síns. Úrval þeirra mynda gefur að líta í stóra sal listasafnsins. „Myndirnar eru framhald af Grindavíkurmyndunum, en hér hefur listamaðurinn tileinkað sér tækni og myndskurð sem er alveg nýr í hans ferli. Í myndskurði og myndbyggingu sinni tekst hann á við mjög ögrandi formræn vandamál og í myndunum sjáum við hversu marg- breytilegar lausnirnar voru. Meginþema á sýningunni hér í safninu árið 1997 var ein- mitt að gefa innsýn í hvernig Gunnlaugur vann með hin formrænu vandamál og hvern- ig niðurstaðan er fengin. Hann notaði óspart skissur og undirbúningsmyndir, og málaði hinar endanlegu myndir mjög þunnt.“ Ólafur bendir jafnframt á hveru sérstakt sjónarhornið á myndefnið sé í sjáv- armyndunum, því megi jafnvel líkja við myndavélarauga sem sveimar í kringum myndefnið. Safngesturinn virkjaður Sýningin í listasafninu er byggð upp í tengslum við ákveðið ferli og samhengi, en hin rafræni hluti sýningarinnar gefur því yf- irliti sem fyrir er aukna vídd. Sýningargest- urinn getur þannig staldrað við ákveðið þema eðð tímabil í ferli myndlistarmannsins og leitað sér nánari upplýsinga um þau í hinum stafræna gagnagrunni sem aðgengi- legur verður samhliða sýningunni, bæði á netstofu og göngum safnsins. Ólafur segir að þessi nýi þáttur í starfsemi safnins miðist ekki síst að því að auka þjónustu við hinn al- menna safngest, og virkja hann í upplif- uninni á myndlistinni og myndlistarsögunni. „Með þessu móti fær sýningargesturinn mun dýpri og breiðari innsýn í feril lista- mannsins og getur kynnt sér nánar það sem vekur helst athygli hans. Það er til dæmis hægt að skoða fleiri myndir eftir listamann- inn af ákveðinni tegund. Verkin eru flokkuð eftir myndefni og tækni og getur gesturinn t.d. valið að skoða sjávarmyndir eða sveita- lífsmyndir, en einnig valið milli að skoða teikningar, vatnslitamyndir eða olíumálverk. Þannig sköpum við aðstæður og forsendur fyrir hinn virka sýningargest, sem getur nálgast sýninguna á ólíkum stigum, og farið sína eigin rannsóknarferð um safnið,“ segir Ólafur og ítrekar að gagnagrunnurinn hafi verið unninn sérstaklega með það í huga að safngestir án sérstakrar tölvukunnáttu geti auðveldlega nýtt sér hann. „Þessi sýning markar mikil tímamót hvað varðar það hlut- verk safnsins að miðla íslenskri listasögu til almennings, því nú er Gagnagrunnur Lista- safns Íslands opnaðurformlega. Að sýningu lokinni verður hægt að nálgast gagnagrunn- inn um Scheving á bókasafni Listasafns Ís- lands, sem er jafnframt stærsta heimildar- bókasafn um myndlist hér á landi. Markmið okkur er jafnframt að gefa gestum kost á slíku ítarefni í sérunnum gagnagrunni um allar þær sýningar sem settar eru upp í listasafninu. Í framhaldinu bíður okkar jafn- framt gífurlegt verk við öflun upplýsinga, ljósmyndun og skráningu á hinni miklu safneign Listasafns Íslands,“ segir Ólafur að lokum. Listasafn Íslands er opið frá 11 til 17 alla daga nema mánudaga. „Maður að innbyrða fisk“, 1964–66. Ein af hinum frægu sjávarmyndum sem Gunnlaugur vann á síðari hluta ferils síns, en þar tókst hann á við ögrandi formræn vandamál. „Fóstra“, 1935, er ein af expressionískum myndum Gunnlaugs frá upphafi ferils hans. „Haustkvöld“ (Engjafólk), 1958. Sveitalífsmyndir Gunnlaugs upphófu augnablik ánægju í ís- lensku sveitalífi. Þær mörkuðu skil í myndefnislegri nýsköpun listamannsins. „Hákarlinn tekinn inn“, 1965. Ein af þekktustu sjávarmyndum Gunnlaugs Scheving. heida@mbl.is Þessar tvær sýningar og sú miðlunar- og út- gáfustarfsemi sem henni tengist eru þannig eitt viðamesta rannsóknarverkefni á íslenskri myndlist sem Listasafn Íslands hafur staðið að. „Sýningin markar mikil tímamót í starfi og sögu listasafnsins. Með því að nýta okkur tölvutæknina á þennan hátt tekst okkur að auka aðgengi almennings og fræðimanna að safneigninni, en hér er um að ræða áfanga í umfangsmiklu þróunarverkefni sem fer fram í safninu við að skrá allar tiltækar upplýsingar um safneignina.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.