Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Síða 8
S
ÝNINGAR á hönnun og arkitekt-
úr hafa verið áberandi í helstu
listasöfnum heims að undan-
förnu. Á þessu ári voru settar
upp samtímis í New York tvær
yfirgripsmiklar sýningar um
byggingarlist og hönnun arki-
tektsins Mies van der Rohe á
vegum Nútímalistasafnsins og Whitney-lista-
safnsins. Á sama tíma var í aðalbyggingu Gugg-
enheim-safnsins sýning á teikningum og líkönum
bandaríska arkitektsins Franks Gehry. Aukinn
áhuga listastofnana á hönnun og arkitektúr má
skoða sem vísbendingu um að hefðbundin skil
milli nytjalistar og hreinnar myndlistar séu á
undanhaldi. Viðfangsefni safnsýninga er í vax-
andi mæli sjónmenntir í víðasta skilningi þess
orðs, samspil og tengsl ólíkra greina. Sýningar
um hönnun eru vel til þess fallnar að vekja áhuga
fólks á sjónlistum. Margt af því sem þar ber fyrir
augu er kunnuglegt úr daglegu umhverfi, svo
sem heimilistæki, húsgögn, skrautmunir og
nytjahlutir. Líf fólks mótast í vaxandi mæli af
hönnun í víðasta skilningi þess orðs. Það á ekki
aðeins við um búsáhöld, tæki, húsgögn, bíla,
byggingar og annað manngert umhverfi heldur
einnig ímyndir fyrirtækja og einstaklinga, ásýnd
skjámiðla og framsetningu hugmynda og upplýs-
inga í rafrænu formi.
Hönnun er að því leyti ólík myndlist að sýning
á frumgerð verks er ekki hið endanlega takmark,
heldur einn liður í löngu þróunarferli sem miðar
að því að framleiða og selja tiltekna vöru eða
þjónustu í hagnýtum tilgangi. Leiðin frá fyrstu
hugmynd að söluhæfri framleiðsluvöru er lengri
en flesta grunar. Þá eldskírn þurfa hönnunar-
verk að ganga í gegnum áður en þau hljóta heið-
urssæti á söfnum heimsins. Sú var raunin með þá
hluti sem nefndir hafa verið til sögunnar sem
klassísk hönnun 20. aldar, svo sem stóla Arne
Jacobsen, Moka Express-könnu Bialettis eða
Volkswagen-bjöllu Ferdinands Porsche.
Það að markaðurinn er mótandi þáttur í allri
hönnun hefur áhrif á framgang og kynningu
nýrra hugmynda. Sýningar á hönnun geti bæði
tekið á sig form listsýningar og vörukynningar.
Áhugaverðasta framsetningin er þó oft hæfileg
blanda af þessu tvennu. Nærtækt íslenskt dæmi
er brautryðjandastarf húsgagnahönnuðarins og
kaupmannsins Eyjólfs Pálssonar í Epal, sem í
mörg ár hefur beitt sér fyrir framgangi hönn-
unar hér á landi samhliða rekstri eigin fyrirtæk-
is. Fyrr á þessu ári hlaut Eyjólfur virtustu hús-
gagnaverðlaun Danmerkur, Møbelprisen, sem
sjóður danska húsgagnaiðnaðarins veitir. Í
greinargerð með verðlaunum segir að með þeim
hljóti „einn fremsti og áhugasamasti kynnir
danskrar húsgagnalistar erlendis verðskuldaða
viðurkenningu fyrir óþreytandi starf sitt við að
kynna dönsk gæðahúsgögn í heimalandi sínu um
árabil. Eyjólfur hefur í meira en aldarfjórðung
unnið ómetanlegt starf á Íslandi við að kynna
framleiðslu danskra gæðahúsgagna og hönnun
af staðfestu og áhuga sem jafnvel tímabundinn
samdráttur í efnahagslífinu hefur ekki megnað
að draga úr“. Annað dæmi þar sem nýsköpun og
markaðssetning er fléttuð saman á farsælan hátt
er hönnunarsýningin 100% Design í London sem
haldin hefur verið á hverju hausti síðan árið 1995.
Hún er nú af mörgum talin meðal helstu við-
burða ársins í alþjóðlegum hönnunarheimi.
Skipuleggjendum hennar hefur tekist að feta
hinn vandrataða veg á milli sölumennsku og þess
að stuðla að framgangi góðrar hönnunar. Lykill-
inn að þessari farsælu blöndu er að stærð sýning-
arinnar hefur frá upphafi verið takmörkuð og því
unnt að gera strangar gæðakröfur til þeirra fyr-
irtækja sem þátttöku óska. Þess hefur jafnframt
verið gætt að jafnvægi sé milli virtra alþjóðlegra
fyrirtækja og lítt þekktra grasrótarfyrirtækja.
Ákveðinn hundraðshluti sýnenda á hverju hausti
kynnir vöru sína í fyrsta sinn. Eitt dæmi um slíkt
fyrirtæki er Propagandist Company Limited,
sem kynnti framleiðslu sína í bás á 100% Design í
fyrra. Það var stofnað árið 1994 Bangkok, Taí-
landi, eftir að eigendur þess höfðu uppgötvað
markað fyrir óhefðbundna nytjahluti og gjafa-
vörur í heimalandi sínu. Síðan þá hefur fyrirtæk-
ið vaxið úr engu og framleiðsluvörur þess eru nú í
sölu og kynningu víða um heim. Hönnun fyrir-
tækisins einkennist af hugarflugi og sköpunar-
gleði, hvort sem um er að ræða glervörur, postu-
lín, púða, baðvörur, glervörur eða bréfsefni.
Sú hugmynd að listræn gæði, notagildi og
söluhæfni séu óaðskiljanlegir þættir góðrar
hönnunar hefur lengi verið leiðarljós í norrænni
hönnun. Færri tengja slíka hugsun við Bretland,
sem hefur mjög styrkt stöðu sína sem hönnunar-
land á undanförnum árum. Bretar hafa lengi átt
framúrskarandi menntastofnanir á þessu sviði,
svo sem Royal College of Art og Architecture
Association School of Architecture. Breskur
„sköpunariðnaður“ hefur vaxið að umsvifum á
undanförnum árum og er nú hampað af þarlend-
ALÞJÓÐLEGUR SKÖ
Sýningarbás fyrir efnafyrirtækið DuPont Corian á 100% Desig
Stóllinn „Skyseat“ eftir Sigurð Gústafsson arkitekt. Sigurður hlaut nýverið sænsku Bruno Maths-
son-verðlaunin fyrir verk sín á sviði húsgagnahönnunar.
Útskorin diskamotta úr svörtu gúmmíi eftir Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuð, framleidd á Indlandi
fyrir norska fyrirtækið Casabel.
e f t i r P É T U R H . Á R M A N N S S O N
Líf fólks mótast í vaxandi mæli af hönnun í víðasta skiln-
ingi þess orðs. Með nýrri samskiptatækni hefur hönnun
sem atvinnugrein rofið tengsl sín við staðbundna fram-
leiðslu og þróast yfir í alþjóðlegan sköpunariðnað.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001