Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Síða 9
Framleiðsluvörur taílenska fyrirtækisins Propagandist hafa vakið athygli á alþjóðlegum hönn-
unarsýningum fyrir hugmyndaflug og sköpunargleði.
um stjórnvöldum sem umtalsverðri stærð í hag-
kerfinu.
Ársvelta greinarinnar er talin vera um 50
milljarðar punda og hún veitir um 1,5 milljónum
manns atvinnu. Í þessum tölum vegur auglýs-
ingahönnun þyngst.
Sambærilegar tölur fyrir breskan stáliðnað
eru 3,6 milljarðar punda og 34.000 störf og í
skipasmíðum 300 milljón pund og 20.000 störf
(heimild: Blueprint, september 2000, bls. 53).
Sköpunariðnaðurinn í Bretlandi hefur vaxið á
sama tíma og hefðbundinn framleiðsluiðnaður
landsins hefur dregist saman. Mörg hinna
bresku hönnunarfyrirtækja sækja verkefni sín
að miklu leyti til annarra landa. Vörur hannaðar
af breskum hönnuðum eru oftar en ekki fram-
leiddar í öðrum löndum Evrópu eða í fjarlægum
heimshlutum. Nokkrar af þekktustu arkitekta-
stofum Bretlands hafa lengi byggt afkomu sína á
verkefnum í öðrum löndum. Ný samskiptatækni
hefur skapað áður óþekkta möguleika í þessu
sambandi. Senda má teikningar, þrívíddar-
grunna og önnur tölvutæk hönnunargögn á
augabragði til viðskiptamanna og verksmiðja í
öðrum heimshlutum. Nálægð við framleiðendur,
handverksmenn og markað er ekki lengur for-
senda fyrir rekstri hönnunarfyrirtækja á tiltekn-
um stað. Þannig getur hönnuður búsettur á Ís-
landi unnið að verkefni þar sem verkkaupinn býr
í Japan og framleiðandinn rekur fyrirtæki sitt á
Ítalíu. Þó að þessi vinnuaðferð komi ekki í stað
beinna samskipta í hönnunarferli fækkar hún
fundum og ferðalögum sem getur skipt máli í
fjárhagslegu tilliti.
Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þró-
un, þótt enn sé vart litið á hönnun sem alvöruat-
vinnugrein hér á landi. Það hefur þótt standa
hönnun hér á landi fyrir þrifum að heimamark-
aður er stopull og framleiðsluiðnaður of veik-
burða til að standa undir sjálfstæðri vöruhönnun.
Sú staðreynd að markaður fyrir vinnu hönn-
uða er í vaxandi mæli alþjóðlegur skapar sókn-
arfæri hér á landi sem hönnuðir búsettir hér eru
þegar farnir að nýta sér.
Michael Young, fæddur árið 1966 í Bretlandi,
er í hópi eftirsóttustu hönnuða sinnar kynslóðar.
Á námsárunum vann hann hjá hönnuðinum Tom
Dixon og 1994 kynnti hann fyrstu húsgagnalínu
sína, Smarty Furniture, í París og Tókýó. Ári síð-
ar stofnaði hann eigið hönnunarfyrirtæki,
MY-022, í London og hlaut um líkt leyti þýsk
hönnunarverðlaun, Talente 95. Síðan þá hefur
vegur hans vaxið með hverju ári. Í hópi við-
skiptamanna hans eru heimsþekkt fyrirtæki á
borð við Cappellini, Magis, Rosenthal, Laurent
Perrier Champagna, Sawaya & Moroni, E&Y,
Eurolounge, Ritzenhoff og Christopher Farr.
Michael Young hefur um nokkurra ára skeið ver-
ið búsettur í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni,
Katrínu Pétursdóttur iðnhönnuði. Saman hafa
þau unnið að ýmsum verkefnum, m.a. skart-
gripalínunni S.M.A.K. Iceland, sem kynnt var á
sýningunni 100% Design í fyrra á vegum fyr-
irtækisins Twenty/TwentyOne. Hugmyndin fólst
í að fá efnilega hönnuði af yngri kynslóðinni til
þess að hanna skartgripi í nafni sameiginlegs ís-
lensks vörumerkis. Á sýningunni í ár voru þau
fengin til að hanna sýningarbás plastefnafyrir-
tækisins DuPont Corian. Hugmyndin byggist á
lýsandi veggeiningum gerðum úr framleiðsluefni
Corian, sem lengi hefur verið notað í gegnheilar
borðplötur og aðrar innréttingar. Eiginleiki
Corian-efnisins til að hleypa í gegnum sig mis-
munandi ljósmagni í hlutfalli við þykkt þess er
dreginn fram með því að grafa mynstur í eining-
arnar með aðstoð tölvuskurðartækni.
Sigurður Gústafsson arkitekt hóf árið 1995 að
þróa eigin hugmyndir um húsgagnahönnun sam-
hliða rekstri eigin arkitektastofu í Reykjavík.
Þessi aukabúgrein Sigurðar hefur nýlega borið
ríkulegan ávöxt. Í seinasta mánuði hlaut hann
eina æðstu viðurkenningu sem norrænum hönn-
uði getur hlotnast, sænsku Bruno Mathsson
verðlaunin, sem veitt eru einu sinni á ári. Stóllinn
„Rauði baróninn“ sem Sigurður hannaði árið
1997 markaði upphaf að farsælu samstarfi hans
og Sven Lundh hjá sænska húsgagnafyrirtækinu
Källemo AB í Värnamo, sem framleitt hefur
nokkra stóla Sigurðar. Meðal verka Sigurðar
sem vakið hafa athygli eru stólarnir „Tango“,
„Skyseat“, „Keflavík“ og „Take Off“, hillurnar
„Skyscraper“ og „Window“ og lampinn „Take
away“.
Sigurður er fæddur og uppalinn á Akureyri og
komst snemma í kynni við smíðar og handverk á
verkstæði föður síns. Sjálfur segir hann form-
skyn sitt og efniskennd hafa mótast í uppvexti,
ekki síst vegna umhverfisins en bernskuheimilið
var í næsta nágrenni skipasmíðastöðvar þar sem
nóg var um brotajárn og leifar af gömlum bátum.
Hér heima hefur Sigurður vakið athygli fyrir
góðan árangur í samkeppnum arkitekta. Hann
var einn þriggja verðlaunahafa í samkeppni
Reykjavíkurborgar um hönnun skólabygginga í
Borgarholtshverfum Grafarvogs árið 1995. Í
framhaldi af keppninni var Sigurði falið að hanna
Víkurskóla á grundvelli verðlaunatillögunnar og
er byggingin á lokastigi.
Tinna Gunnarsdóttir stundaði nám í þrívíðri
hönnun í Bretlandi og framhaldsnám í iðnhönn-
un í Mílanó. Hún hefur um skeið unnið að hönnun
á diskamottum úr svörtu gúmmíi með útskorn-
um mynstrum. Motturnar byggjast að nokkru
leyti á gömlum íslenskum menningararfi þó að
hráefnið sé nútímalegt.
Þær fyrstu voru handskornar með mynstrum
sem sótt voru í íslenskan laufabrauðsútskurð.
Hugmyndin hefur síðan verið þróuð með fjölda-
framleiðslu í huga í samvinnu við norska fyr-
irtækið Casabel sem lætur framleiða motturnar
á Indlandi. Aðlögunin að fjöldaframleiðslu hafði í
för með sér frávik frá upphaflegri hugmynd,
t.a.m. reyndist nauðsynlegt að einfalda mynstrið
og vinna með kringlóttan skurð í stað beinna lína.
Diskamotturnar eru væntanlegar á markað í
haust.
Þau þrjú dæmi sem hér hafa verið nefnd eru
aðeins sýnishorn af þeirri grósku sem einkennir
hönnun hér á landi um þessar mundir. Sá árang-
ur sem náðst hefur að undanförnu vekur vonir
um að sköpunariðnaður geti með tímanum orðið
mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Staða lands-
ins býður upp á kjöraðstæður í þessu tilliti.
Menningartengslin við hin Norðurlöndin gefa Ís-
lendingum færi á að skilgreina verk sín í sam-
hengi við skandinavíska hönnunarhefð sem við-
urkennd er um allan heim.
Ísland hefur það fram yfir hin Norðurlöndin
að vera í greiðari tengslum við mikilvægustu
miðstöðvar nútímans á sviði alþjóðaviðskipta,
dægurmenningar og sköpunariðnaðar í London
og New York. Umhverfið hér, óheft náttúruöflin,
síbreytileg birtan og tengslin við upprunann í
fornri verkmenningu þjóðarinnar höfðar sterkt
til skapandi fólks sem hingað leitar í vaxandi
mæli til skemmri eða lengri dvalar. Mjór er mik-
ils vísir, alla slíka vaxtarsprota þarf að rækta og
sjá til þess að fleiri líti dagsins ljós.
Mikilvægt skref hefur verið stigið með stofnun
hönnunardeildar við Listaháskóla Íslands. Öflug
menntastofnun er mikilvæg forsenda fyrir vöxt
og viðgang hönnunargreina sem vettvangur
frjórrar fagumræðu, rannsókna og tilrauna.
Annað brýnt verkefni er uppbygging Hönnunar-
safns Íslands, sem auk þess að sinna skráningu
og varðveislu á sviði íslenskrar hönnunarsögu
getur gegnt lykilhlutverki í að kynna íslenskum
almenningi og skólafólki það besta í hönnun
heimsins, sem svo sannarlega er ekki vanþörf á.
Hér á landi þyrfti sem fyrst að koma upp góðu
safni alþjóðlegrar hönnunar. Það er unnt að gera
fyrir lítið brot þeirrar upphæðar sem safn alþjóð-
legrar myndlistar myndi kosta.
ÖPUNARIÐNAÐUR
gn 2001, hannaður af Michael Young og Katrínu Pétursdóttur.
Höfundur er arkitekt og deildarstjóri byggingar-
listardeildar Listasafns Reykjavíkur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 9