Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 15 350 á hverja einstaka. Íbúum hefur að vísu fjölgað upp í 7.500 er svo er komið, en eyja- skeggjar mjög blandaðir evrópsku blóði, þannig að saga Kanakanna er öll. Mannæturnar leituðu að vísu hver aðra uppi í hinum djúpu frjósömu dölum, fyrirkomu og grilluðu, en hvíti maðurinn reyndist margfalt grimmari og óheflaðari, leyfði rétt spón af sínu stóra gljúpa íláti, þurfti hvorki ættflokkavíg né hráefni í jarðofna til. - Bókin Nóa Nóa, sem Gauguin skrifaði og myndlýsti 1892, fjarlægar óraunverulegar draumsýnir um Thaití. Draumsýnir sem mál- aranum opinberuðust vakandi, skrásetti og yf- irfærði á dúka sína. Sagði eina muninn á draum- um í svefni og vöku, að í svefninum væru þeir skýrari. Greindi þannig af þrám sínum og hill- ingum um Tahití, en ekki raunveruleikanum. Sú upprunalega paradís sem hann hugðist höndla, horfin á vit fortíðar og gleymsku löngu áður að hann teygði sig eftir ávöxtum hennar. Að Gauguin leitaði á þessar fjarlægu slóðir var engin rómantísk tilviljun né augnabliks- ákvörðun, í æðum hans rann blóð óskyldustu kynstofna. Faðirinn franskur blaðamaður frá Orléans, móðuramman frá Perú, komin af tign- um spönskum aðli í aðra ættina, í hina af aröb- um og Afríkumönnum, gat einnig rakið ættir til Montezuma aztekakonungs. Bar hið sérstæða nafn Flora Tristan og hafði til dundurs að skrifa fjarstæðukennda rómana á færibandi en magn- ið til muna frjórra gæðunum. Við valdarán Lou- is Bónaparte 1851, missti Clovis faðir hans, sem var hollur byltingunni, stöðu sína og hraðaði sér til Perú með konuna og börnin tvö, Marie og Paul, en varð bráðkvaddur á hafi úti. Í Lima ólst drengurinn upp innan upp auðugt og spillt há- stéttarfólk, samlagaðist spönskum málheimi ásamt suðrænu litrófi sem fylgdi honum æ síð- an, brúnt á móti frumlitunum, rauðu, gulu og bláu. Að fjórum árum liðnum sneri Aline móðir hans aftur til Orléans vegna erfðamála, en ár frumbernskunnar blunduðu í undirvitundinni eins og framhaldið má vera til vitnis um. Einnig hafði Gauguin slegist í för með málaranum Charles Laval til Karíbahafsins og Martinique- eyjanna í apríl árið 1887, þar hugðust þeir lifa að hætti villimanna þ.e. frumbyggja. En komnir til hinna meintu unaðseyja reyndist dvölin í meira lagi endaslepp. Leiðin lá fyrst til Panama og þar varð Gauguin að strita í sveita síns andlits við að stinga upp skurðinn mikla til að þeir ættu til lífs- viðurværis, um leið og gulusótt tók að herja á Laval. Þeim tókst þó að komast til nálægrar, unaðseyju, í júnímánuði, reistu sér kofa í ná- grenni strandarinnar, en þá tók ekki betra við því fljótlega veiktist Gauguin af blóðkreppusótt og malaríu, þannig að það var loks í ágúst að hann fór að geta hantérað pensil. Í nóvember snýr Gauguin til baka með tvo tugi málverka og sagði, að þrátt fyrir að draumar þeirra um upp- runalegt og óspillt líf reyndust hillingar er til kom, og hann lengstum lasburða hefði hann aldrei verið sáttari við sig sem málara, né hugs- unin kristalstærri. Gefur auga leið að Gauguin fann sig á þessum slóðum, þrátt fyrir að von- brigði og röð óhappa hefði verið helstur fylgi- nautur þeirra félaga. Það má líka auðveldlega ráða af málverkunum að hitabeltisumhverfið, hið fjölþætta litróf og sterku ljósbrigði ristu djúpt. Skólaganga Gauguins var endaslepp, piltur- inn sérvitur og innhverfur, og átti til að fá reiði- köst, samt tóku kennararnir eftir því að þar fór óvenjulegur persónuleiki. Þannig á einn þeirra að hafa sagt að annað tveggja væri hér á ferð efni í aulabárð eða snilling. Sautján ára var hann fullsaddur af skólalærdómi og munstraði sig á skip sem sigldi frá Le Havre til Rio de Jan- eiro, hvar hann varð bergnuminn af fegurð inn- siglingarinnar, fékk um leið allt hið fjarræna og framandi í æð. Árið eftir byrjaði hann að af- plána herskyldu sína í sjóhernum, var í sigl- ingum í fimm ár í viðbót og fór víða, fregnir and- lát móður sinnar er hann sté á land í Indlandi 1867. Á beitisnekkjunni, Jerôme Napoléon, sigldi hann um Miðjarðar- og Svarthaf, og var með í rannsóknarleiðangri er krossaði suður- pólinn. En 1871 er hann búinn að fá nóg af sigl- ingum, yfirgefur sjóherinn bitur og vonsvikinn. Kominn aftur til Frakklands heldur Gauguin til Parísar, leitar uppi vin fjölskyldunnnar Gust- ave Arosa, sem móðirin hafði fyrir andlát sitt valið fjárhaldsmann sonarins og var samstarfs- maður kauphallarmiðlara nokkurs. Arosa fær miðlarann til að ráða Gauguin sem erindreka við fyrirtækið og á ótrúlega skömmum tíma vinnur hinn ungi maður, sem hafði glatað svein- dóminum á hóruhúsi einhverrar hafnarinnar og siðferðinu í Ríó, sig upp í raðir góðborgaranna. Bein lína lá upp á við í kauphallarviðskiptum, fjárhagurinn blómstrar og hann tekur að klæða sig að hætti oddborgara og lífsstíllinn eftir því. Gauguin er á réttum stað á réttum tíma, kring- umstæðurnar leysa óvænta hæfileika úr læð- ingi, óraóa- og nautnaseggurinn róast um stund, fjarlægist aulabárðarspádóminn og nú fer að bjarma af sviptimiklum tímum. Viðkynningin af Arosa-fjölskyldunni átti í fleiru tilliti eftir að skipta sköpum í lífi Gaugu- ins, einkum fyrir þá sök að Gustave Arosa svo og Achille bróðir hans voru ástríðufullir listunn- endur og listaverkasafnarar. Á heimili Gustave Arosa voru myndverk eftir Delacroix, Corot, Daumier, Jonkind og Courbet, safnaði einnig postulíni og Fayance-glerungi, keypti ljósprent- unarverkstæði í því augnamiði að myndlýsa listaverkabækur m.a. eina um Trajans-súluna. Marguerite dóttir Gustave, sem hugðist verða listmálari leiðbeindi Gauguin í grunnfræðum myndlistarinnar. Fyrstu tilraunirnar, lands- lagsmyndir í stíl Corots litu dagsins ljós. En vart mun hinni ungu metnaðarfullu snót þá hafa dottið í hug að um leið var hún að losa um stíflu og leggja kím að snillingi. Á Hivahoa skrifaði Gauguin aðra bók, nokk- urs konar dagbók sem hann færði í flest annað en venjan er um slíkar bókmenntir. Nefndi hana: Avant et aprés, Fyrir og eftir, sem vísar til þess að hann festir á blað atburði sem gerð- ust áður og eftir að hann kom til Tahíti og Marquesas-eyjanna. Þar kemur í ljós að mál- arinn, sem með pentskúf sínum brá upp mynd- um af blóðríkum dásemdum Pólýnesíu, óspilltum náttúrubörnum og dulúð í bland við hið yfirskilvitlega, hafði í raun samasamast þeim hráa og spillta veruleika sem hann hrærð- ist í. Langt frá því að vera sá rómantíker sem heimurinn hélt hann vera, öllu frekar nautna- seggur og lifimaður út og í gegn, í ofanálag skapstyggur og einþykkur. Hataði hina spilltu embættismenn, ágjörnu laganna verði og mis- vitru trúboða eins og pestina og lenti iðulega upp á kant við þá, sjálfir gáfu þeir honum við- urnefnið villimaðurinn og báru vægast sagt tak- markaða virðingu fyrir málaranum. Fyrirlitn- ing á þvermóðsku reglufestu og smásmygli fulltrúa hins opinbera var Gauguin eðlislæg, eft- ir fyrri reynslu af þeim í Frakklandi. Segir táknrænar dæmisögur af þeim í dagbókinni, ein þeirra af neyðarlegu atviki er hann fór í ráð- húsið í París til að skrá nýfæddan son sinn. Út- skýrði þar fyrir háæruverðugum fulltrúa, að ný- burðurinn ætti að heita Emil, að fornafni án e (þ.e. ekki Emile), en fulltrúin skráði hann um- svifalaust Emil Áne í bækurnar. Það tók hann stundarfjórðung og hávaða- rifrildi að fá fulltrúann til að leiðrétta mistökin. „Ég var að hans áliti misindismaður sem leyfði sér að gera grín að opinberum embættismanni í starfi og við lá að hljóta sekt.“ Riss, Hivahoa. Snegla, listhús: Samsýning Snegluhópsins. Til 10. nóv. Stöðlakot: Margrét Margeirsdóttir, ljós- myndir. Til 28. okt. Þjóðarbókhlaða: Kristín Reynisdóttir. Til 3. nóv. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Þjóðskjalasafn Íslands: Skjöl Einars Lax- ness. Til 1. des. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hjallakirkja, Kópavogi: Sjö kirkjukórar. Kl. 17. Sunnudagur Dómkirkjan: Setning Tónlistardaga. Kl. 17. Hásalir, Hafnarfirði: Sigurgeir Agnarsson selló og Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí- anó. Kl. 16. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Einleikari Steef van Oost- erhout. Stj. Hermann Bäumer. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigningunni, 27.10. 1., 2.11. Blái hnötturinn, 28.10. Hver er hræddur við Virginíu Woolf, 28.10. Vilji Emmu, 27.10. Borgarleikhúsið: Blíðfinnur, 27., 28.10. Kristnihald u. Jökli, 27., 28. 10.1., 2.11. Píkusögur, 27., 28. 10.1., 2.11. Beðið eftir Godot, 27., 28.10. Dauðadansinn, frums. 27.10., 1.11. Íslenski dansflokkurinn: Haust 2001, 2.11. Íslenska óperan: Töfraflautan, 28.10., 2.11. Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn, 27.10., 2.11. Nemendaleikhúsið: Túskildingsóperan. 28.10. 1., 2. 11. Möguleikhúsið: Lóma, 28., 29., 31.10. Völu- spá, 28.10. Kaffileikhúsið: Veröldin er vasaklútur, 30.10., 1.11. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblað- ið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning- @mbl.is. MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin þri.- fös. 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Hildur Bjarnadóttir. Til 4. nóv. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorfinnur Sig- urgeirsson. Til 28. okt. Gallerí List, Skipholti 50: Elísabet Ásberg. Til 27. okt. Gallerí Reykjavík: Vera Sörensen. Til 27. okt. Gallerí Skugga: Hver með sínu nefi. Til 28. okt. Gerðarsafn: Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð. Til 4. nóv. Gerðuberg: Þórunn Sveinsdóttir. Til 17. nóv. Hafnarborg: Jónína Guðnad., Kristján Pét- ur Guðnas. Til 12. nóv. i8, Klapparstíg 33: Kristján Davíðs. Rósa Sigrún Jónsd. Til 27. okt. Listasafn Akureyrar: Frumherjar í byrjun 20. aldar. Til 4. nóv. Listasafn ASÍ: Anna Eyjólfsdóttir. Til 4. nóv. Listasafn Borgarness: Sigrid Østerby. Til 2. nóv. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Gunnlaugur Scheving. Til 9. des. Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Einar Már Guðvarðarson og Bjarne Lönnroos. Til 25. nóv. Erró. Til 1.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Krist- ján Guðmundsson. Til 16. nóv. Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Helgi Gíslason. Til 28. okt. Listasalurinn Man: Guðbjörg Hákonar- dóttir, Gugga. Til 11. nóv. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Dýr- finna Torfadóttir. Til 11. nóv. Nýlistasafnið: Omdúrman: Margmiðlaður Megas í Nýló. Til 30. nóv. Skaftfell, Seyðisfirði: Haustsýning Skaft- fells. Til 18. nóv. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þorgerð- ur Sigurðard. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Vignir Jóhannsson. Til 28. okt. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar í Reykjavík hefjast á morgun. Þetta er í 20. sinn sem tónlistarmenn Dómkirkjunnar efna til tón- listardaga. Þórunn Þórarinsdóttir er formaður Dómkórsins. „Tónlistardagar Dómkirkjunnar voru fyrst haldnir árið 1982 og hafa alltaf borið yfirskriftina Soli deo gloria, Guði einum til dýrð- ar. Meginmarkmið með tónlistardögunum er að efna til nýsköpunar í tónlist. Á hverju ári höfum við fengið tónskáld til að semja fyrir okkur tón- verk. Tónlistardagarnir eru líka tónlistarhátíð, þeir standa frá 28. október til 14. nóvember. Dómkórinn skipuleggur tónlistardagana, undir forystu stjórnandans okkar, Marteins H. Frið- rikssonar.“ Syngja með tölvu Nýja verkið sem samið hefur verið fyrir tón- listardagana í ár heitir Rauður hringur og er eftir Þuríði Jónsdóttur tónskáld, sem búið hefur á Ítalíu um árabil. Verk hennar er samið fyrir kór, einsöngvara og tölvu og verður frumflutt á opnunartónleikum tónlistardaganna á morgun. Einsöngvarar verða Magnea Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Guðlaugur Vikt- orsson. Fernir aðrir tónleikar eru á dagskrá næstu vikur. „3. nóvember verða orgeltónleikar þar sem Marteinn H. Friðriksson leikur, daginn eftir verða tvennir tónleikar, aðrir með leik tón- listarfólks sem býr í nágrenni við Dómkirkjuna, en hinir eins konar ljóðakvöld, þar sem tónlist og ljóðlist verður fléttað saman. Þórarinn Eld- járn les og Ragnheiður Haraldsdóttir leikur á blokkflautu og Marteinn Hunger á orgel. Loka- tónleikarnir verða svo í Kristskirkju, og þar verða flutt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Knut Nystedt, Britten og Bach. Þar syngur Dómkórinn með einsöngvurum og kammersveit og Marteinn stjórnar.“ Einsöngvarar á lokatón- leikum tónlistardaga Dómkirkjunnar verða Marta Halldórsdóttir, Anna Sigríður Helga- dóttir, Finnur Bjarnason og Ólafur Kjartan Sig- urðarson. Hátíðarmessa verður í Dómkirkjunni í fyrramálið en þar flytja Dómkórinn, Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona og hljóð- færaleikarar Litla orgelmessu eftir Haydn. Dómkórinn í Reykjavík. GUÐI EINUM TIL DÝRÐAR Tónlistardagar Dómkirkjunnar hefjast á morgun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.