Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 A UGUST Strindberg (1844– 1909) samdi um 60 leikrit og 30 bækur aðrar sem innhalda skáldsögur, sjálfsævisögur, pólitísk barátturit og sagnfræði. Höfundarferill hans er ein- stakur, viðfangsefni hans fjölbreytt og snilld hans óumdeild. Það er erfitt fyrir okkur nútímamenn að skilja til fullnustu hversu gríðarlega mikilvægu hlutverki Strindberg gegndi í þróun leikritun- ar á ofanverðri 19. öld og í byrjun þeirrar 20. Áhrif hans eru svo víðtæk að erfitt getur reynst að benda á einstaka þætti þeirra. Samtöl kvalinnar sálar Strindberg sagði hefðbundinni leikritun 19. aldarinnar stríð á hendur og barðist eins og ljón til æviloka fyrir því að samtímamenn hans viðurkenndu að í leikritun gæti falist leið til að lýsa innri átökum sálarinnar, með því að per- sónugera hugmyndir og tilfinningalega afstöðu einstaklingsins til sjálfs sín og annarra og til þess mætti nota leikara. Með fyrri leikritum sínum sem gjarnan eru kennd við natúralisma, Faðirinn, Fröken Júlía og Lánardrottnar, barðist Strindberg ekki síður við sjálfan sig en umhverfið; átök hans voru fólgin í því að koma byltingarkenndum hugmyndum sínum um leikritun fyrir í því formi sem til var. Sjálfur lýsti hann þessu þannig að nýja vínið væri að sprengja af sér hina gömlu belgi. Í þessum „natúralísku“ leikritum eru samtölin einsleit og átökin snúast um andstæðar hugmyndir; hugmyndir Strindbergs sjálfs, þetta eru sam- töl einnar kvalinnar sálar þar sem persónu- legur sársauki skáldsins og vanmáttur gagn- vart umhverfinu fær útrás í texta hlöðnum árásarhneigð og ofbeldiskenndum athöfnum. Vandi þeirra sem fengist hafa við uppsetningar þessara leikrita hefur birst í því að þegar búið er að klæða leikara í búninga að þeirra tíma hætti, fylla sviðið af húsmunum og loka því af á þrjá vegu með skreyttum veggjum borgara- legs heimilis og þar með skapa hina hefð- bundnu umgjörð natúralískrar eftirmyndar raunveruleikans eru leikritin nær marklaus. Leikrit Strindbergs eru ekki bergmál þess raunverulega, ekki tilraun höfundar til að end- urskapa aðstæður sem gætu hugsanlega átt sér fyrirmynd annars staðar á öðrum tíma. Viðfangsefni hans var ekki að skapa trúverð- uga eftirmynd hins ytri veruleika. Hann fékkst við að koma sínum persónulega innri veruleika í leikhæft form sem gerir ekki tilkall til annars raunveruleika en þess sem á sér stað á leik- sviðinu hér og nú. Þessi sýn Strindbergs á möguleika leikhúss- ins mætti takmörkuðum skilningi og varð ekki almenn fyrir en áratugum eftir andlát hans. Þau verk Strindbergs sem hér voru nefnd hafa engu að síður orðið sígild þrátt fyrir þá form- fjötra sem á þau eru lögð, og má hafa það til marks um styrk Strindbergs sem skálds að textinn hefur komist af þrátt fyrir erfiða sam- búð við dramatískt form sem hentar þeim illa. Ný mynstur úr reynslu og órum Ferill Strindbergs sem leikskálds einkennd- ist öðru fremur af leit að formi sem hentaði sýn hans á leikhúsið. Vegurinn til Damaskus (1898), Draumleikur (1903) og Draugasónatan (1907) eru þau verk sem halda nafni hans á lofti sem eins af upphafsmönnum expressjónism- ans í leikritun og föður nýrrar sýnar á mögu- leika leikhússins. Orð Strindbergs sjálfs í for- mála að Draumleiknum styðja þessi stóru orð. „Í þessum Draumleik, eins og í fyrra verki Til Damaskus, hefur höfundurinn reynt að herma eftir hinu sundurlausa en að því er virð- ist rökrétta formi draumsins. Allt getur gerst; allt er hugsanlegt og mögulegt. Tími og rúm eru ekki til; en ímyndunaraflið hvílir á lítilfjör- legum raunveruleikabeði og spinnur sífellt ný mynstur úr minningum, reynslu, óheftum ór- um, fáránleika og fantasíum. Persónurnar eru klofnar, tvöfaldar og margfaldaðar, þær gufa upp og þéttast á víxl, eru ógreinilegar og skarpar. En þeim er öllum haldið til haga af einni og sömu meðvitund – þess er dreymir.“ Sviðsleiðbeiningar Strindbergs í Draum- leiknum og Til Damaskus sýna einnig glöggt hversu fullkomlega frjáls hann var frá öllum praktískum áhyggjum af því hvað væri hægt að framkvæma í leikhúsinu. „Umbreyting. Landslagið breytist frá vetri yfir í sumar; ísinn á læknum hverfur og vatnið rennur milli stein- anna; sólin skín um allt.“ (Til Damaskus. 1898) Leiðbeiningin beinir sjónum lesandans fremur að kvikmynd en leikhúsi og þá er rétt að hafa í huga að árið er 1898 og kvikmynd- irnar rétt aðskríða úr egginu og nokkrir ára- tugir þar til kvikmyndatæknin réði við hug- myndir á borð við þær sem hér er lýst. Djöflar úr víti eða venjulegt fólk Á árunum á milli Til Damaskus og Draum- leik skrifar Strindberg Dauðadansinn. Þar kveður á vissan hátt við eldri tón og sumpart er um að ræða endurvinnslu á Föðurnum og Lán- ardrottnum, bæði hvað varðar persónusköpun og viðfangsefni. Karl og kona eru innilokuð í hjónabandi sem þau eru ófær um slíta í sundur. Hatur, beiskja og vonbrigði liggja á yfirborðinu en undir krauma grundvallarátök á milli kynjanna, og tilvistarspurningar um hvort einsemdin og þjáningin sé manninum ásköpuð eða áunnin. Aðalpersónur verksins eru hjónin Alice og Edgar. Þau eru búsett á fámennri eyju þar sem hann er kafteinn yfir setuliði. Þau hafa einangrað sig frá öðrum íbúum og hafa engin samskipti við aðra. Þau hata hvort annað og kvelja stöðugt en þó er þráður væntumþykju á milli þeirra og grátbrosleg kaldhæðnin í sam- tölunum gerir leikritið að dágóðri skemmtan fyrir áhorfendur. Þriðja persónan, heimilisvin- urinn Kurt, sogast inn í átök þeirra og Alice vefur honum um fingur sér og sýgur úr honum allan kraft með blekkingum og daðri eins og kvenpersónum Strindbergs er einum lagið. Vampýruþemað, sem svo oft er nefnt í tengslum við leikrit Strindbergs, er hér ský- laust til staðar. Þrátt fyrir að vera skrifað svo löngu eftir að Strindberg barðist við natúralismann í Föð- urnum og Fröken Júlíu er Dauðadansinn á margan hátt natúralískara verk en þau bæði. Meginástæðan er að hér er ekki sams konar togstreita milli efnis og forms og má leiða líkur að því að Strindberg hafi skrifað Dauðadans- inn nokkuð áreynslulaust, hann var búinn að skrifa Til Damaskus, hann var búinn að finna sinn farveg og gat samið Dauðadansinn án þess að finnast formið þrengja að sér. Um leið leyfir hann sér að fara í aðrar áttir, hann nýtir sér uppgötvanir sínar í dramatúrgískri bygg- ingu, á köflum fetar verkið dulúðugt einstigi milli martraðarkennds draums og raunveru- legrar skynjunar, áhorfandinn veit ekki alltaf hvort persónurnar eru raunverulegar mann- eskjur eða djöflar úr víti sem tekið hafa á sig þetta manneskjulega útlit. Natúralisminn verður að eins konar hálfgagnsærri blæju sem breidd er yfir skelfingu mannssálarinnar við áskapaða einsemd og eigin dauðleika sem blas- ir við þegar horft er ofan í hyldýpi eilífðarinn- ar. Þannig verður viðfangsefnið áhorfandanum bærilegt. Dauðadansinn er því miklu meira en ein- göngu nöpur lýsing á ástlausu hjónabandi, þar blasir við skynjun kvalinnar og leitandi sálar á hlutskipti mannsins, skynjun sem fékk á sig allt annað og myndrænna form í Draumleikn- um þremur árum síðar. Dauðadansinn er eitt merkasta leikrit 20. aldarinnar og sannarlega eitt hið besta sem natúralisminn í leikritun gat af sér. Leiklestrar í nóvember Því er svo við að bæta að Strindberghóp- urinn mun í nóvember standa fyrir leiklestrum á þremur leikrita Strindbergs, Föðurnum, Fröken Júlíu og Lánardrottum og gefst þannig gott tækifæri til að kynnast þeim og bera sam- an við Dauðadansinn. Það er á hinn bóginn um- hugsunarefni að þessi fjögur leikrit skuli vera þau einu sem sviðsett hafa verið hérlendis af þeim nær 60 leikritum sem August Strindberg skildi eftir sig. Þar mætti gjarnan bæta úr. DJÖFLAR EÐA VENJULEGT FÓLK Strindberghópurinn frumsýnir í kvöld á Litlasviði Borgarleikhússins í samvinnu við Leikfélag Reykjavík- ur eitt af höfuðverkum Augusts Strindbergs, Dauða- dans. HÁVAR SIGURJÓNSSON rifjar upp feril og verk þessa höfuðskálds norrænna leikbókmennta. Morgunblaðið/Golli Alice, Kurt og Edgar. Helga Jónsdóttir, Sigurður Karlsson og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Golli Alice og Edgar stytta sér stundir með því að grípa í spil. eftir August Strindberg í þýðingu Einars Braga. Leikarar: Erlingur Gíslason, Helga E. Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Jóna Guð- rún Jónsdóttir. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jó- hannsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Aðstoðarleikstjóri: Gunnar Gunnsteins- son. Dauðadansinn havar@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.