Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 15 FRAMKVÆMDIR við sjóminjasafnið áHúsavík hófust 1990 og nú sér fyrirendann á þeim þótt veruleg vinna séenn eftir við textagerð og fleira. Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safnahússins, segist stefna að því að opna sjóminjasafnið í vetur; öðrum hvorum megin við áramótin. Gengið er til sjóminjasafnsins úr Safnahús- inu um tengigang. Á aðalhæð sjóminjasafnsins eru fimm bátar, þ.á m. Hrafninn, annað víkingaskipið, sem Norðmenn gáfu okkur 1974 til minningar um ellefu hundrað ára byggð í landinu. Hinir bátarnir og aðrir fjórir úti voru smíðaðir af helztu bátasmiðum á Húsavík; Júlíusi Sigfús- syni, Jóhanni Sigvaldasyni, Baldri Pálssyni og Hilmari Valdimarssyni. Úti er líka beit- ingaskúr og þar hjá hvalbein til minja um rekhvalinn. Á aðalhæð sjóminjasafnsins má líka lesa kort af fiskimiðum á Skjálfanda og annað, sem sýnir nytjar af reka, sel og fugli. Sýndar eru myndir frá fiskvinnslu og verk- un á ýmsum tímum og af húsvískum bátum og skipum frá 20. öld. Meiningin er að koma upp tölvuvæddri skipaskrá, þar sem gestir geta kallað fram myndir og upplýsingar af bátum og skipum. Loks er þarna lítill salur til fyrirlestrahalds og fjölmiðlunar. Á efri hæðinni, sem aðeins nær yfir hluta hússins, eru minjar um veiðiskap, sem stund- aður var við Skjálfanda. Þarna eru veiðarfæri og sýning brotin upp með bátamódelum. Stefnuskrá sjóminjasafnsins blasir við gest- um, þegar gengið er inn og út: „að safna, skrá, varðveita og sýna muni, myndir og gögn, sem tengjast sjósókn og sjávarnytjum við Skjálfanda og á nærliggjandi svæðum. Tilgangurinn er að fólk nú og síðar skilji bet- ur, hvernig forfeðurnir lifðu af því sem sjór- inn gaf og hversu stóran þátt sjávarnytjar hér um slóðir hafa átt í því að tryggja afkomu fólks.“ Nauðsynlegt að halda forskotinu „Ég er núna að endurbyggja gamla slát- urhús Kaupfélags Þingeyinga og draumurinn er að opna þar næsta vor,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðv- arinnar. Safnið er núna á efri hæð Verbúða- hússins, þar sem það hefur verið síðan 1998, en árið þar áður byrjaði það á hótelinu. Auk upplýsinga um hvali í máli og myndum hanga þrjár beinagrindur uppi í Hvala- miðstöðinni; hrefnugrind, háhyrningsgrind og grind úr norðsnjáldra, sem strandaði við Ólafsvíkurenni 1999. Safnið á nú þrjár beinagrindur til viðbótar, sem eru komnar í hús og verða settar saman í haust. Þetta eru búrhvalsgrind úr Stein- grímsfirði, af hval, sem nefndur var Kjálk- arýr, hnúfubakskálfur, sem var dreginn í land úr Grímsey, og hrefnukálfur. Svo á safnið höfrung, sem er „í hreinsun inni í sveit“. Þá er ónefnt kjálkabeinið, sem fannst í Keflavík í Fjörðum. Öskulagasérfræðingar gizka á að mannvistarleifar, sem beinið fannst í, séu frá 11 til 12. öld. Ásbjörn segir menn sammála um að beinið sé úr skíðishval. Sumir vilja meina að það sé úr íslandssléttbak, en aðrir gæla við þá hugmynd að það sé úr grá- hval eða sandlægju og yrði það þá öðru sinni, sem minjar um sandlægju finnast í Atlants- hafi. Áður hafa fundizt slík bein í Hollandi. Þess má geta að Jón Guðmundsson lærði teiknaði 1640 sandlægju við Ísland. Ásbjörn segir að það sé mikilvægt fyrir byggðarlagið að menn haldi því forskoti sem þeir hafa í hvalaskoðun á Íslandi. Sjálfur er hann á förum til Brasilíu, en þangað er hann boðinn á alþjóðlega ráðstefnu um hvala- skoðun á 21. öldinni. Þetta er fjórða hvala- skoðunarráðstefnan, sem hann sækir, en hann segir menn í útlöndum forvitna um gang mála á Íslandi, þar sem vöxturinn í hvala- skoðun sé mestur í heiminum meðan stjórn- völd slái úr og í um áframhald hvalveiða. Bátar húsvískra skipasmiða á gólfi sjóminjasafnsins. Guðni Halldórsson á veiðarfæralofti sjóminjasafnsins. Morgunblaðið/Hafþór Ásbjörn Björgvinsson við gamla sláturhúsið sem nú er verið að breyta fyrir hvalasafnið. Á sýningunni í hvalamiðstöðinni. SÖFNIN Á HÚSAVÍK STÆKKA VIÐ SIG Komandi vetur verður viðburða- ríkur í safnamálum á Húsavík. Þá verður opnað sjóminjasafn við Safnahúsið og undir vorið flytur Hvalamiðstöðin vænt- anlega í nýtt húsnæði. MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin þri.–fös. 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Hildur Bjarna- dóttir. Til 4. nóv. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Elín G. Jó- hannsdóttir. Til 18. nóv. Gallerí Reykjavík: Guðmundur Björg- vinsson. Til 21. nóv. Helga Unnarsdótt- ir leirkerasmiður. Til 10. nóv. Gallerí Skugga: Sara Björnsdóttir. Til 25. nóv. Gerðarsafn: Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrím- ur Eyfjörð. Til 4. nóv. Gerðuberg: Þórunn Sveinsdóttir. Til 17. nóv. Hafnarborg: Jónína Guðnadóttir, Kristján Pétur Guðnason. Til 12. nóv. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Ljóslifandi. Til 4. nóv. i8, Klapparstíg 33: Roni Horn. Til 12.1. Listasafn Akureyrar: Frumherjar í byrjun 20. aldar. Til 4. nóv. Listasafn ASÍ: Anna Eyjólfsdóttir. Til 4. nóv. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Gunnlaugur Schev- ing. Til 9. des. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Til 1.1. Einar Már Guðvarðarson og Bjarne Lönnroos. Til 25. nóv. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Jó- hannes S. Kjarval. Til 31.5. Kristján Guðmundsson. Til 16. nóv. Listasalurinn Man: Guðbjörg Hákonar- dóttir, Gugga. Til 11. nóv. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Dýrfinna Torfadóttir. Til 11. nóv. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Þrjár skólasystur. Til 21. nóv. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Samsýn- ing 17 ljósmyndara. Til 13. des. Norræna húsið: Ævintýrasýning. Til 9. des. Nýlistasafnið: Listþingið Omdúrman: Margmiðlaður Megas. Til 30. nóv. Skaftfell, Seyðisfirði: Haustsýning Skaftfells. Til 18. nóv. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor- gerður Sigurðard. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Kristinn E. Hrafnsson. Til 18. nóv. Snegla, listhús: Samsýning Sneglu- hópsins. Til 10. nóv. Stöðlakot: Dominique Ambroise. Til 18. nóv. Þjóðarbókhlaða: Kristín Reynisdóttir. Til 3. nóv. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Þjóðskjalasafn Íslands: Skjöl Einars Laxness. Til 1. des. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Dómkirkjan: Marteinn H. Friðriksson orgelleikari. Kl. 17. Háskólabíó: Karlakórinn Heimir og Álftagerðisbræður. Kl. 16. Sunnudagur Dómkirkjan: Tónlistarfólk úr nágrenni kirkjunnar. Kl. 20.30. Hjallakirkja, Kópavogi: Minningatón- leikar. Kl. 17. Langholtskirkja: Kammerkór Suður- lands. Kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Vatn lífsins, 3., 4., 8. nóv. Blái hnötturinn, 4. nóv. Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf? 3., 4., 8., 9. nóv. Borgarleikhúsið: Blíðfinnur, 3., 4., nóv. Með vífið í lúkunum, 3. nóv. Dauða- dansinn, 3., 8. nóv. Beðið eftir Godot, 4. nóv. Íslenski dansflokkurinn: Da, Plan B, Milli heima, 3., 9. nóv. Íslenska óperan: Töfraflautan, 3., 9. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn, 9. nóv. Kaffileikhúsið: Veröldin er vasaklútur, 3., 6. nóv. Möguleikhúsið: Skuggaleikur, 6. nóv. Lóma, 3., 7. nóv. Nemendaleikhúsið: Túskildingsóper- an, 3., 5., 7., 8. nóv. Leikfélag Akureyrar: Blessað barna- lán, 3., 8., 9. nóv. Leikfélag Mosfellsbæjar: Brúðkaup Tony og Tinu, 3. nóv. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.