Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001
NÝ bók eftir bandaríska mynd-
listarmanninn David Hockney
hefur vakið mikið umtal í list-
heiminum, en þar viðrar Hock-
ney kenningar sínar og annarra
um málaratækni gömlu meist-
aranna. Í bókinni sem ber heitið
Secret Knowledge: Rediscover-
ing the Lost Techniques of the
Old Masters (Leynd þekking:
Enduruppgötvun glataðrar
tækni gömlu meistaranna), þykir
Hockney ganga lengra en marg-
ur listfræðingurinn hefur gert í
kenningum um að málarar á
borð við da Vinci, Velázquez og
Van Eyck hafi stuðst við frum-
stæðaljósmyndunartækni við
gerð verka sinna.
Í bókinni, sem inniheldur m.a.
skýringarteikningar eftir Hock-
ney sjálfan, vekur listamaðurinn
upp áleitnar spurningar um
listina og er meginþunginn á
spurningunni um hvort hægt sé
að „svindla“ við gerð listaverks.
Margir listfræðingar hafi tekið
kenningum Hockneys svo að þar
sé dregið úr gildi meistaraverk-
anna en hann telur þvert á móti
að snilldin málaranna sé engu
minni, þó svo að þeir hafi notast
við ýmis hjálpartæki.
Upphaf nútímadansins
ISADORA: A Sensational Life
(Isadora: Tilkomumikil tilvera)
heitir ný ævisaga Peters Kurth
um líf og list bandaríska list-
dansarans Isadora Duncan.
Duncan (1877–1927) er af
mörgum talin upphafsmaður nú-
tímadansins, en hún fór mjög
óhefðbundnar og framsæknar
leiðir í danstjáningu sinni.
En líkt og ævisagan leitast við
að varpa ljósi á var Duncan ekki
eingöngu merkur dansari, held-
ur eftirminnileg persóna sem
var hvarvetna í sviðsljósinu.
Lífsstíll hennar var frjálslegur
og róttækur og bendir höfundur
ævisögunnar m.a. á að Duncan
hafi öðru fremur skilgreint
ímynd listamannsins sem stór-
stjörnu. Sviplegt fráfall listakon-
unnar er atburður sem er mörg-
um jafn eftirminnilegur og ævi
hennar en hún lést af slysförum
er löng hálsslæða hennar flækt-
ist í afturhjóli opins blæjubíls
sem hún var farþegi í.
Skörungur Wittgensteins
SAGT er að heimspekingurinn
Ludwig Wittgenstein hafi veifað
glóandi skörungi framan í
starfsbróður sinn
Karl Popper í
frægum, hávær-
um rökræðum
þeirra í opinni
málstofu við
Cambridge-
háskóla. Rökræð-
urnar stóðu í tíu
mínútur og æ síð-
an hefur farið
tvennum sögum
um hvað nákvæmlega átti sér
þar stað.
Þessi frægi viðburður í heim-
spekisögunni er útgangspunktur
nýrrar bókar BBC-fjölmiðla-
mannanna Davids Edmonds og
John Eidinows, Wittgenstein’s
Poker: The Story of a Ten-
Minute Argument Between Two
Great Philosophers (Skörungur
Wittgensteins: Sagan af rökræð-
um tveggja merkra heimspek-
inga) sem fengið hefur frábærar
viðtökur gagnrýnenda. Rýna
höfundar bókarinnar þar í bak-
grunn og hugmyndir heimspek-
inganna, og í þau andstæðu við-
horf sem skullu saman á svo
táknrænan hátt í rökræðunum
frægu.
ERLENDAR
BÆKUR
Hockney og
gömlu meist-
ararnir
Ludwig
Wittgenstein
IMenning okkar er að stórum hluta þýðing-armenning. Bókmenntir eru ekki aðeins þýddar
heldur er stór hluti þess efnis sem birtist í fjöl-
miðlum þýddur, bæði í blöðum og ljósvakamiðlum.
Í öllum þessum þýðingum á sér stað samræða og
miðlun milli ólíkra menningarheima. Án þessara
samskipta væri íslensk menning einangruð og ein-
tóna. Hún hefur hins vegar allt frá öndverðu sótt
styrk sinn í þessi samskipti. Elstu íslensku þýðing-
arnar af erlendum tungum eru meðal elstu rita ís-
lenskrar bókmenntasögu. Sagt er að Guðbrands-
biblía, sem prentuð var árið 1584, hafi endurnýjað
íslenska tungu, jafnvel bjargað henni frá því að
hverfa algerlega úr munni landsmanna.
IIEitt megineinkenni þýðingarmenningarinnarer hversu lítið ber á höfundum hennar, það er að
segja þýðendunum. Þetta er undarlegt í ljósi þess
hversu mikil áhersla hefur verið á höfundinn í bók-
menntum og listum síðastliðnar aldir. Á meðan
höfundar skáldverka hafa verið í miðdepli allrar
bókmenntaumræðu hafa þýðendur þeirra horfið í
skuggann. Ein af ástæðunum er kannski einmitt
þessi mikla áhersla á (frum)höfundinn í bók-
menntaumræðunni sem birtist einna skýrast í per-
sónudýrkun á skáldum. Ævi skálda er líka álitin
eins konar lykill að merkingarheimi skáldverka. Af
umræðunni að dæma virðast þýðendur fæstir hafa
átt áhugaverða ævi, að minnsta kosti hefur fáum
dottið í hug að skoða verk þeirra í ljósi lífshlaups
þeirra.
IIIÞýðendur má með réttu kalla höfunda verkasinna. Starf þeirra byggir á túlkun eins og ann-
arra höfunda. Munurinn er hins vegar sá að við-
fangsefni þeirra er höfundarverk, tiltekið verk eftir
annan höfund sem markmiðið er að flytja yfir á
annað tungumál eins nákvæmlega og hægt er. Þýð-
ing getur hins vegar aldrei orðið svo nákvæm end-
urgerð á frumtextanum að óþarft sé að þýða hann
aftur. Öfugt við mörg frumsamin skáldverk úreldast
þýðingar eins og reynslan sýnir. Fræðimenn eru
ekki sammála um ástæður þess en bent hefur verið
á að þýðingar séu frekar en frumsamin verk skrif-
aðar með samtímalesendur í huga og þeim sé held-
ur ekki haldið jafnvel við í bókmenntalegri og
menningarlegri umræðu og frumsömdum verkum.
Er þá aftur komið að því skeytingarleysi sem þýð-
endur og störf þeirra mæta allajafna í menningar-
umræðunni.
IVMenningarleg gagnmiðlun eða samræða ereinn af grunnþáttum samtímamenningar.
Eins og áður sagði hafa slík samskipti ætíð skipt
miklu fyrir íslenska menningu og ólíklegt að hér
hefði mótast jafn rík bókmenntahefð í öndverðu og
raun ber vitni ef ekki hefði verið fyrir áhrif að utan.
Á samskiptaöld hefur þessi samræða hins vegar
orðið enn stærri þáttur í íslenskri menningu og þar
gegna hvers konar þýðingar meginhlutverki. Ekki
er ólíklegt að hún verði eitt af aðalrannsóknar-
efnum fræðimanna um þetta tímaskeið í framtíð-
inni.
NEÐANMÁLS
A
FBROTAMENN og prakkar-
ar geta verið svo óhóflega
snjallir í bragðvísi sinni, að
hvunndagslegum og ósnotr-
um áhorfanda verður orðfall,
en ætla má að snilligáfa sé
ævinlega í vondum fé-
lagsskap ef hún hefur ekki
gott siðferði sér við hlið. Hugmyndin um ávís-
unina sem var signeruð með einhvers konar sjón-
hverfingarbleki og greint var frá í fréttum í vik-
unni lætur mig ekki í friði. Svona uppákomur eru
efni í reyfara. Hugmyndinni um ósýnilegt blek
brá að minnsta kosti fyrir í lygilegum njósnasög-
um sjöunda áratugarins, en ég man ekki til þess
að hafa áður heyrt um notkun bleks sem máist út
í raunveruleikanum.
Heimurinn á gnótt af unaðslegum skemmti-
sögum um prakkara eins og Ugluspegil og lyga-
laupa eins og Munchausen. Slíkir paurar skjótast
fram í sviðsljósið annað veifið okkur til ómældrar
ánægju, þ.e.a.s. ef við verðum ekki sjálf fyrir
barðinu á þeim en getum kjamsað á sögunum í
hæfilegri fjarlægð. Bestar eru sögurnar ef tekst
að blekkja heilu samfélögin. Þannig er t.d. sagan
af ungum mönnum sem komu til smábæjar í mið-
vesturríkjum Bandaríkjanna og létu sem þeir
væru að taka kvikmynd. Þeir réðu alla bæjarbúa
sem aukaleikara og fengu þá til að hlaupa ofan
aðalgötu bæjarins með bæjarstjórann í broddi
fylkingar og æpa: „Kartöflur! Kartöflur!“ Þetta
gerðu íbúarnir samviskusamlega, aftur og aftur,
því einhverra hluta vegna þurfti alltaf að gera
aðra töku. Seint og um síðir virtust kvikmynda-
mennirnir ánægðir, pökkuðu saman og fóru.
Spurðist aldrei framar til þeirra eða kvikmynd-
arinnar, en ærin var þeirra skemmtun á kostnað
trúgjarnra bæjarbúa.
Gaman af þessum toga kárnar skjótt ef til-
gangurinn er að plata peninga út úr fólki. Slíkt
þykir engum fyndið og síst þeim sem láta blekkj-
ast.
Snilld mannsins sem lét eftir sig ósýnilega
uppáskrift kom enn betur í ljós nú í vikunni þeg-
ar hann fékk hundruð manna til að kaupa loftið
tómt.
Einhvern tíma var stungið upp á því að sam-
félagið gerði best í því að nýta svona menn í stað
þess að kefla anda þeirra með sakfellingu. Sá
sem afrekar að selja loft, fá fólk til að borga fyrir
ekkert, hlýtur að vera mikið athafnaskáld, því
slíkt viðskiptaafrek er naumast síðra en ef hann
hefði selt norðurljósin. Ef þetta hefði tekist. En
það tókst ekki, þótt litlu munaði, og engum var
skemmt.
Vitaskuld er óskandi að sá sem skáskaut sér
inn í athygli fjölmiðla í nafni CostGo sé ærlegur
og orða sinna virði, þótt ekki væri nema sjálfs
hans vegna, en furðufljótt eftir að málið komst í
hámæli varð það raun fyrir almennan borgara að
fylgjast með fákænum undanbrögðum hans.
Ógæfa mannsins vakti samúð.
Óhjákvæmilega vekur þessi uppákoma marg-
víslega þanka um stórfelldar blekkingar gagn-
vart almenningi, hina ósýnilegu uppáskrift sem
þorri manna tekur góða og gilda. Ósjálfrátt koma
stjórnmál í hugann. Því hvað er blekking annað
en dægilegt stjórntæki? Það hafa klókir stjórn-
málamenn alltaf vitað. Munurinn er bara sá að
aðferðir þeirra eru fágaðri en þær sem maðurinn
með hið óheflaða viðskiptahugvit sýndi í vikunni.
Hrekklaus almenningur lætur gjarnan blekkj-
ast í góðmennsku sinni og fortakslausri trú á
heilindi náungans. Það er göfug trú, en hefur
ekki reynst að sama skapi skynsamleg, því að sú
uppgötvun að menn séu ekki trausts verðir er
eins og að fá þungt högg. „Þó að veröldin sé blöff,
þá eru kjaftshöggin ekta,“ sagði Ljóna Ólfer í
Strompleiknum.
FJÖLMIÐLAR
ÓSÝNILEG UPPÁSKRIFT
Því hvað er blekking annað
en dægilegt stjórntæki? Það
hafa klókir stjórnmálamenn
alltaf vitað. Munurinn er
bara sá að aðferðir þeirra eru
fágaðri en þær sem maðurinn
með hið óheflaða viðskipta-
hugvit sýndi í vikunni.
Á R N I I B S E N
EN vonir standa til að myndirnar verði
ekki aðeins miklar að vöxtum heldur einnig
góðar. Þeir örfáu sem hafa fengið að sjá
brot úr Hringadrottinssögu lofa myndina
og prísa og leikstjórinn Peter Jackson hefur
látið svo um mælt að nördarnir þurfi ekki
að hafa áhyggjur, myndin sjálf sé gerð af
Tolkiennördum. Potterliðið hefur á móti lát-
ið berast út að Rowling hafi sjálf meira og
minna verið viðstödd tökur og að hún sé
hæstánægð. Hvers vegna bendir flest til
þess að árið 2001 verði ár tveggja stór-
mynda úr þeirri listgrein sem menn hafa
talið að væri fyrst og fremst fyrir nörda og
aldraða hippa? Þess ber þó að geta að lík-
indin milli Harry Potter og Hringadrott-
inssögu eru einkum á yfirborðinu. Harry
Potter er þannig af meiði ádeilubókmennta
(satíru), skólasagna og leynilögreglusagna
með göldrum hrært við. Hringadrottins-
saga er hins vegar grafalvarleg og há-
pólitísk bók sem hefur verið tekið sem bibl-
íu jafnt af fasistum, græningjum og
kommum og aðeins forpokuðustu módern-
istar vilja hafna því að hún teljist til fag-
urbókmennta. Það sem þessar bækur eiga
sameiginlegt er að þar er í grunninn byggt
á gömlum og einföldum sögumynstrum
sem hafa reynst vera sígild. Þess vegna
hafa báðir höfundar verið gagnrýndir sem
afturhaldsseggir og popúlistar. En eitthvað
hlýtur það að vera sem veldur þvílíkum
vinsældum og þó að skrumið í kringum
jólamyndirnar tvær verði eflaust klígju-
kennt á köflum mun það ekki stöðva hina
fjölmörgu aðdáendur hobbita og Harry
Potters á leið í bíó.
Ármann Jakobsson
Múrinn
www.murinn.is
Stærðin skiptir ekki máli,
segja Færeyingar
Þegar ég spurði Karl Johan hvort sjálf-
stæðis-sinnaðir Færeyingar væru ekki
smeykir við smæð samfélagsins minnti
hann mig á að við Íslendingar hefðum ekki
verið mikið fleiri þegar okkar sjálfstæð-
isbarátta hófst. Á Grikklandi hefði ekki
verið fjölmennt samfélag þegar Grikkir
lögðu grunninn að vestrænni menningu.
Stærðin skipti ekki máli. Þessa galdraþulu
fara Færeyingar á frelsisvængnum með
um þessar mundir til að styrkja sjálfsvitund
sína. En sambandsmenn hrista hausinn yfir
svona tali og telja dönsk áhrif svo inngróin
með þjóðinni að henni sé best komið í var-
anlegu sambandi við Dani.
Þórunn Valdimarsdóttir
Kistan
www.kistan.is
Morgunblaðið/Ásdís
Á tali.
HOBBIT
OG HARRY POTTER