Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 Hvað eru erfðabreytt matvæli? Hvaða áhrif hafa þau á daglegt líf okkar og eru þau með einhverjum hætti skaðleg? SVAR: Erfðabreytt kallast matvæli framleidd úr lífverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meiri- hluti þeirra er nytjaplöntur og afurðir þeirra. Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Mest er framleitt af erfðabreyttum sojabaunum, maís, olíufræjum, kartöflum, tómötum, baðmull og tóbaki. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfða- breyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kan- ada og Kína en minnst er framleiðslan í Evr- ópu. Á alþjóðavettvangi hafa erfðabreytt matvæli verið mikið til umræðu og ekki eru allir á eitt sáttir um áhrif þeirra. Umræðan hefur snúist um hugsanleg skaðleg áhrif slíkra matvæla bæði á heilsu manna en einnig á umhverfið og lífríkið í heild. Hvað sem þessari umræðu líður eru erfða- breytt matvæli komin á markað víða um heim. Nærri víst má telja að afurðir erfðabreyttra plantna séu einnig á boðstólum hérlendis í ein- hverjum mæli. Helst er þá um að ræða afurðir sem innihalda sojamjöl, maís og tómata. Veruleg aukning hefur orðið í matvælafram- leiðslu undanfarna áratugi fyrir tilstilli hefð- bundinna kynbóta. Í fljótu bragði virðist mun- urinn á hefðbundnum kynbótum og erfðatækninni, sem notuð er til framleiðslu erfðabreyttra matvæla, ekki ýkja mikill. Með hefðbundnum kynbótum eru mörg gen flutt milli skyldra lífvera en með erfðatækninni eru eitt eða örfá gen flutt milli lífvera óháð skyld- leika þeirra. Þannig er til dæmis unnt að flytja gen úr bakteríum eða dýrum í plöntur, sem ekki er hægt með hefðbundnum kynbótum. Spurningarnar sem við stöndum frammi fyr- ir varðandi hollustu og öryggi erfðabreyttra matvæla eru síður en svo einfaldar. Hversu vel sem við treystum vísindunum eru svörin hvorki augljós né einhlít. Þannig er vandasamt að meta hvort muni vega þyngra, kostir eða gallar erfðabreyttra matvæla þegar til lengdar lætur. Kostir Ef við lítum fyrst á kostina er ljóst að með þessari tækni er mögulegt að framleiða hraust- ari plöntur sem þola plágur, illgresiseyða, þurrka og kulda betur. Auk þess er stefnt að framleiðslu plantna sem geta nýtt betur sólar- ljós og næringarefni, sem þýðir að þær gætu vaxið hraðar en óbreyttar plöntur. Þetta mun hafa í för með sér nýtingu áður óræktanlegra landsvæða. Miklar vonir eru þannig bundnar við að með beitingu erfðatækninnar í landbún- aði verði hægt að brauðfæða heiminn. Þá verður einnig hægt að auka næring- argildi matvæla í fátækari hlutum heimsins þar sem fæðan er oft einhæf. Samkvæmt spá FAO þarf að tvöfalda uppskeruna til að mæta fæðuþörfinni í heiminum á næstu 30 árum en það verður varla mögulegt nema til komi ný tækni í landbúnaði. Hagur matvælaiðnaðarins af erfðabreyttum matvælum getur orðið margvíslegur. Búast má við fjölbreyttari matvælum með aukið geymslu- og flutningsþol, bætta vinnslueig- inleika, meira næringargildi og bragðgæði. Í raun virðist ímyndunaraflið eitt takmarka möguleika okkar í þessum efnum. Erfðabreyttar nytjaplöntur voru fram- leiddar á um 40 milljónum hektara lands í heiminum árið 1999. Mælanlegur árangur af framleiðslu þeirra er einkum sá að notkun eit- urefna í landbúnaði hefur minnkað um 20– 40%. Minnkun á notkun eiturefna um 10% þýð- ir um 200 milljón Bandaríkjadala sparnað fyrir bændur. Einnig ber að líta á heilsufarslegan ávinning og minnkaða umhverfismengun vegna minni notkunar eiturefna í landbúnaði. Útflutnings- tekjur Bandaríkjanna af landbúnaðarafurðum námu árið 1999 um 50 milljörðum dala en vax- andi hluti útflutningsins er erfðabreyttar afurð- ir. Þeir sem hagnast mest á framleiðslu erfða- breyttra nytjaplantna eru líftæknifyrirtæki og bændur. Ókostir Málin vandast talsvert þegar fjallað er um gallana sem fylgja framleiðslu erfðabreyttra líf- vera. Þeir eru af allt öðrum toga, tengjast meira tilfinningum og valda áhyggjum vegna þess að mun minna er vitað um þá en kostina. Tor- tryggni og ótti við óvissuna um hugsanlegan heilsu- og umhverfisskaða auk trúarlegra og siðferðilegra spurninga einkenna þá umræðu. Ávinningur neytenda af erfðabreyttum mat- vælum er heldur ekki merkjanlegur og hafa neytendasamtök víða um heim barist hatramm- lega gegn þeim. Einnig hafa umhverfissamtök víða mælt gegn ræktun erfðabreyttra lífvera á þeim forsendum að hún valdi breytingum á náttúrulegum gróðri með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir allt lífríkið. Varnaraðgerðir Árið 1998 gekk í gildi reglugerð Evrópusam- bandsins um sérstakar merkingar á afurðum úr erfðabreyttum maís. Árið 2000 gaf ESB út aðra reglugerð þar sem kveðið er á um að merkja beri einnig erfðabreytt aukefni og bragðefni. Þannig er nú skylt að merkja slíkar afurðir með óyggjandi hætti. Ennfremur eru í gildi sérstök lög um markaðssetningu erfðabreyttra lífvera og afurða þeirra. Neytendur í Evrópu hafa þannig raunhæft val um það hvort þeir kaupa erfðabreytt matvæli eða ekki. Lokaorð Ljóst er að miklar rannsóknir liggja að baki þeim erfðabreyttu matvælum sem þegar eru komin á markaðinn. Þótt ekkert bendi til þess í dag að þau séu hættuleg heilsu manna er ekki unnt að útiloka skaðsemi þeirra um alla framtíð. Svipaða sögu er reyndar hægt að segja um fleiri hefðbundin matvæli. Mikil óvissa ríkir einnig um langtímaáhrif erfðabreyttra nytjaplantna á umhverfið. Ágústa Guðmundsdóttir. Má ég segja „Farðu út í búð og keyptu fyrir mig...“ eða á að segja kauptu? SVAR: Boðháttur sagna er myndaður af stofni. Hann er ýmist stýfður, eins og far af fara, gef af gefa, eða viðskeyttur, farðu (úr far þú) gefðu (úr gef þú). Stofn sagnarinnar að kaupa er kaup og því er boðhátturinn annaðhvort kaup eða kauptu. Oft heyrist boðháttarmyndin keyptu en hún er ekki rétt mynduð. Þar hefur þátíðin keypti lík- legast haft áhrif. Framburðarmyndirnar smurja og spurja í stað smyrja og spyrja kalla fram boðháttarmyndirnar smurðu og spurðu í stað smyrðu og spyrðu og hefur þátíðin á sama hátt haft áhrif þar. Guðrún Kvaran. HVAÐ ERU ERFÐABREYTT MATVÆLI? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um siglingar Íslendinga á land- námsöld, hvort nagladekk væru öruggasti kosturinn í vetrarumferðinni, hvers vegna sjávarhljóð heyrðist í stórum kuðungum og hver Immanuel Kant hefði verið. VÍSINDI síðustu ástkonu sinni, Leocadia Zorrilla de Weiss, og tekur til við að segja dóttur sinni Rosario frá helstu viðburðum langrar og stormasamrar ævi. Hann rifjar upp hvernig hann, sem ungur metnaðarfullur maður brýst til áhrifa við hirð Karls IV, hittir einu sönnu ást sína, greifynjuna af Alba, sem breytti bæði honum og samtíð sinni en varð samsærisöflum að bráð og smátt og smátt afhjúpar myndin listamanninn, sál hans og snilligáfu. Carlos Saura hefur safnað að sér einvalaliði til að koma þessari margbrotnu sögu á tjaldið. Aðalhlutverkið leikur fremsti leikari Spán- verja, Francisco Rabal, takan er í höndum eins mesta meistara kvikmyndalýsingar á okkar tímum, Vittorio Storaro og um listræna stjórn sér Óskarsverðlaunahafinn PierreLouis Thévenet. Tökur fóru að mestu fram í risavax- inni leikmynd. Táp og fjör og frískir menn Nyrst í Noregi, andspænis úfnu Barentshaf- inu, þar sem Norðurpóllinn blasir við, hímir fiskimannaþorpið Berlevåg. Þetta pláss gerði Karen Blixen ódauðlegt sem vettvang sögunn- ar Gestaboð Babettu. Nú hefur Berlevåg eign- ast annan samastað í eilífðinni – kvikmyndina Heftig & begeistret, sem á íslensku er nefnd Svalir og galnir, eins konar Buena Vista Social Club með kvefi og grýlukertum. Eins og smellurinn sá er Svalir og galnir í senn heim- ildar- og tónlistarmynd. Hún fjallar um 30 manna karlakór þorpsins, líf þessara fjöl- skrúðugu söngvara, vonir og vonbrigði, þar sem skammt er á milli hláturs og gráts og í bakgrunni eru óblíð náttúruöfl og stórbrotið landslag. Kórstjórinn er fýlupoki í hjólastól, sem gleymir hlutskipti sínu þegar hann leiðir félaga sína í söngnum; þeir eru á aldrinum 20- 90 ára, allt frá fyrrverandi dópista til fiski- manna og opinberra skriffinna. Undir lok myndarinnar fer kórinn í söngferðalag til Rússlands. Fjarri fjölskyldum sínum og heimaslóðum snúast kórfélagar um stund hver gegn öðrum en sameinast á ný í þróttmiklum söngtónleikum. Svalir og galnir er einstakt fyrirbrigði í norskri kvikmyndagerð. Myndin ætlaði sér ekki stóran hlut á markaði, fékk takmarkaða dreifingu í upphafi en sló svo rækilega í gegn og er nú meðal fimm þeirra mest sóttu í norskri kvikmyndasögu, auk þess að hafa selst víða um lönd. Karlakórinn í Berlevåg er nú meðal eftirsóttustu skemmtikrafta Noregs, fé- lagar hans orðnir stjörnur, geisladiskur þeirra nær metsölu og eitt laganna á topp tíu-listan- um. Höfundur myndarinnar, Knut Erik Jensen, er sjálfur fæddur í Norður-Noregi, þorpinu Honningsvåg. Hann hefur gert nokkrar heim- ildamyndir og leiknar myndir, sem hlotið hafa góðar viðtökur. Vinur í raun, vinur og raun Fulltrúi Frakklands á Kvikmyndahátíð í Reykjavík er Harry kemur til hjálpar, svört kómedía eftir Dominik Moll. Þar segir frá hjónunum Michel og Claire sem eru að leggja af stað í sumarfrí í mikilli hitabylgju ásamt þremur dætrum. Í bílnum er óbærilega heitt, dæturnar emja og foreldrarnir verða pirraðir. Sveitabýlið, sem þau hafa verið að lagfæra í fimm ár, er allt of stórt og veldur hjónunum ómældum höfuðverk. Sem sagt: Michel og Claire eru að deyja úr stressi í fríinu sínu. En þá birtist Harry, sannur vinur í raun, sem einskis svífst til að gera Michel hamingjusam- an, og verður kannski meiri raun en vinur... „Harry grípur til lausna, sem eru ógnvekj- andi en líka skemmtilegar,“ segir höfundur- inn, Dominik Moll. „Þær eru ógnvekjandi vegna þess að þær eru glæpsamlegar, en skemmtilegar vegna þess að þær eru eins kon- ar frelsun. Michel er jarðbundinn og léttlynd- ur. Harry á lausn við öllum vanda og honum mislíkar að sjá sinn gamla bekkjarbróður, Michel, koðna niður í hversdagsbasli. Harry er ekki maður málamiðlana. Kannski er hann Mr. Hyde og Michel Dr. Jekyll.“ Sergi Lopez, sem leikur Harry, segir um persónuna: „Harry hefur enga sektarkennd, ber ekkert skyn á rétt og rangt. Hann er eins og dýr og þrífst á sjálfsbjargarhvötinni.“ Harry kemur til hjálpar er önnur bíómynd Dominiks Moll, sem er tæplega fertugur að aldri og lærði fagið í New York. Myndin hefur hlotið tilnefningar til Cesarverðlaunanna frönsku og tók þátt í keppninni í Cannes. Táningarnir, ástin og kynlífið Frá Mexíkó kemur myndin Y tu mama tambien eða Og mamma þín líka, sem þyrlaði upp nokkru moldviðri í framleiðslulandinu vegna djarfra kynlífsatriða. Julio og Tenoch eru 17 ára og bestu vinir. Þeir eru líka að springa af hormónum og hugsa umfram allt um að fá ’ða. Þeir félagar leggja af stað í sumarfrí sem á að slá út öll önn- ur sumarfrí þeirra til þessa. Saman halda þeir til baðstrandar, sem nefnist Boca del Cielo eða Munnur himinsins, ásamt fagurri „eldri“ konu, Luisa. Hún er 28 ára og gift óskemmtilegum rithöfundi og strákarnir verða báðir óðir í hana. Þessi ástarþríhyrningur byrjar að þreifa fyrir sér í kynlífsrannsóknum, sem ekki aðeins stofnar vináttu Julio og Tenoch í hættu heldur leiðir í ljós að Luisa er ekki öll þar sem hún er séð. Og mamma þín líka fékk geysilega aðsókn í Mexíkó en vakti jafnframt deilur, sem fyrr segir, vegna kynlífsatriða, sem sumum þótti óþarflega fyrirferðarmikil. Leikstjóri er Alf- onso Cuarón og hann samdi handritið í félagi við Carlos, bróður sinn. Handrit þeirra var valið það besta á Feneyjahátíðinni og aðalleik- ararnir, Gael Garcia Bernal og Diego Luna, verðlaunaðir sem bestu nýgræðingarnir. Frelsi með íslenskum sambýlismanni! Pane e tulipane eða Brauð og túlípanar er einn af helstu vinsældasmellum ítalskrar kvik- myndagerðar seinni árin og hefur jafnframt unnið til fjölda verðlauna, tilnefnd til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og verið sýnd víða um lönd við góða aðsókn. Brauð og túlípanar þykir fislétt og fjörug gamanmynd með kostulegum persónum. Hún segir frá Rosalba, (Licia Maglietta), sem lengi hefur þraukað þögul og þolinmóð sem hús- móðir og móðir og glatað sjálfri sér um leið. Vendipunkturinn verður á einu, óvæntu augnabliki þegar Rosalba stendur yfirgefin við vegarkant og horfir á eftir rútunni, þar sem eiginmaður hennar og tvö börn hafa ekki einu sinni tekið eftir því að hana vantar. En þar með opnast henni dyr inn í ævintýraheiminn sem lífið getur verið. Hún húkkar far til Fen- eyja, sem hana hafði alltaf dreymt um að fara til. Einn dagur þar verður að mörgum, vika verður að vikum, þegar Rosalba nýtur frels- isins í þessum galna og fjölskrúðuga heimi sem býður henni vináttu, skemmtun og jafnvel ást. Hún fær starf í blómabúð, sem stjórnleys- ingi rekur, fer að búa með dularfullum manni frá Íslandi, já, Íslandi, sem talar í epískum ljóðum (leiknum af Íslandsvininum Bruno Ganz), kynnist nuddheilara og uppgötvar á ný ást sína á harmonikkutónlist. Brauð og túlípanar er fjórða bíómynd Silv- ios Soldini, sem er fæddur í Mílanó en lærði kvikmyndagerð í New York. Hann segist hafa valið sögunni vettvang í Feneyjum vegna þess að þær séu „borg byggð á vatni, einstök í heiminum, þar sem tíminn er uppnuminn, þögnin ríkir og fólk fer fótgangandi vegna þess að þar eru engir bílar. Feneyjar eru því upplagður staður til að byrja nýtt líf.“ Það kennir því ýmissa og skrautlegra grasa á Kvikmyndahátíð í Reykjavík 2001. Og ef ein- hverjir rauðir þræðir leynast í úrvalinu eru þeir í fyrsta lagi að náin sambönd tveggja karl- manna eru viðfangsefni þriggja mynda (Chuck og Buck, Síamstvíburarnir og Harry kemur til hjálpar), í öðru lagi rýna tvær í líf og list sann- sögulegra listmálara (Goya og Pollock) og í þriðja lagi eru tvær kenndar við brauð og blóm (Brauð og rósir og Brauð og túlípanar), hvað sem við gerum nú með það. Hátíðin rúmar rómantík og erótík, dramatík og pólitík og flestar þær tíkur, sem hugurinn girnist. Þar fyrir utan er boðið upp á kómík og því engin ástæða til að vera með hundshaus. Ósýnilegi maðurinn: Ráðabrugg hárskera. DRAMATÍK OG RÓMANTÍK, PÓLI- TÍK, ERÓTÍK OG...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.