Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 H IÐ óhlutbundna málverk mun setja mark sitt á inn- viði Listasafnsins á Akur- eyri næstu vikur, en í dag kl. 15 verður opnuð í safn- inu stærsta einkasýning Óla G. Jóhannsson fram til þessa. Þar sýnir hann 37 myndir í mið- og austursal safnsins, en í vest- ursal safnsins er haldin hliðarsýning á völdum verkum eftir Kristján Davíðsson í eigu Lista- safns Reykjavíkur. Óli segir það ánægjulegt að Kristján Dav- íðsson hafi viljað fylgja þessari einkasýningu sinni úr hlaði með þessum hætti, enda um að ræða listamann af þeirri kynslóð afstraktmál- ara á Íslandi sem hann hefur litið mjög til. „Hugmyndin um hið alþekjandi málverk er líklega nokkuð sem ég deili með Kristjáni, auk þess sem það hittist svo skemmtilega á að hann er borgarlistamaður Reykjavíkur, með- an ég er bæjarlistamaður á Akureyri.“ Óli seg- ist hafa sýnt með Kristjáni fyrir mörgum ár- um og var það í Gallerí Háhóli sem Óli rak á þeim tíma. „Á þessum sýningum voru einnig listamenn eins og Kjartan Guðjónsson, Jó- hannes Geir, Eiríkur Smith og Alfreð Flóki, og eru þau kynni sem ég átti af þessum mönnum nokkuð sem hefur verið mér mikilvægt vega- nesti. Þessir menn hafa sýnt mér velvilja og hvatningu. Það eitt að fylgjast með þeim og vinnubrögðum þeirra hefur fyllt mig ákveðnum faglegum metnaði,“ segir hann. Málverkið tekur völdin Einkasýning Óla er haldin í tengslum við áð- urnefnda útnefningu hans sem bæjarlistamað- ur á Akureyri en í tengslum við sýninguna hef- ur Listasafnið á Akureyri gefið út litprentaða sýningarskrá sem Aðalsteinn Ingólfsson og Hannes Sigurðsson listfræðingar hafa ritað greinar í. Myndirnar á sýningunni eru allar mjög nýjar og segir Óli að líklegast megi greina talsverðan mun milli myndanna á sýn- ingunni og þess sem hann var að vinna í síð- asta sumar, enda gangi hann enn lengra en fyrr í að brjóta upp myndflöt verkanna. Óli hefur unnið markvisst með afstraktmál- verkið á síðustu árum, og segist hann smám saman hafa fundið sig í því myndformi. Í fyrstu sótti hann þó viðfangsefni mynda sinna til nánasta umhverfis. „Ég málaði smábáta- höfnina, fiskveiðar á Pollinum, hús og tilfall- andi hluti,“ segir Óli. „En eftir því sem árin liðu tóku menn upp á því að fara að taka til í kringum sig og með því hurfu þeir hlutir sem intresseruðu mig. Þá fór ég að leita meira inn í sjálfan mig, og vinna á þann máta sem ég hef fengist við undanfarin sjö til átta ár. Það má kannski skilja málverkin sem ég er að sýna nú sem nokkurs konar minningarbrot, þar sem kveikjan er minning eða skynjun á landinu og umhverfinu og eftir það tekur málverkið sjálft völdin.“ Nýr heimur Óli er að miklu leyti sjálfmenntaður á sviði myndlistar, og helgaði hann sig fyrst málverk- inu eftir að börnin voru vaxin úr grasi. Hafði hann þá m.a. sótt sjóinn til margra ára og segir hann að slys sem hann varð fyrir norður í Barentshafi hafi átt sinn þátt í þeirri ákvörðun hans, að snúa sér alfarið að málverkinu. „Ég lenti í sjónum og fór illa við það í öxl og hálsi, og varð fyrir því skömmu síðar að fá vægt hjarta- áfall. Svona atburðir fá mann til að hugsa ráð sitt, og þá ákvað ég að nú skyldi ég verja þeim tíma sem ég átti eftir til að helga mig því sem ég hafði í raun alla tíð stefnt að,“ segir hann. Óli hefur unnið af mikilli elju að myndlistinni síðustu átta árin og segist hann nú vera að upp- skera árangur þeirrar vinnu. Hann hefur undanfarin tvö ár haft fastan umboðsmann hjá galleríum í Danmörku og segir hann það samstarf hafa gengið mjög vel. „Verkum mínum hefur verið ákaflega vel tekið í Dan- mörku, og má ef til vill tengja það hinni sterku hefð afstrakt expressjónisma sem Danir eiga. Það að kynnast listheiminum í Danmörku hefur styrkt mig enn- fremur í því sem ég er að gera, ekki aðeins vegna þess hversu móttækilegur hann er fyrir af- straktmálverkinu, heldur er um- hverfið þar almennt svo hvetj- andi í garð listastarfsemi, bæði hvað varðar opinberan stuðning og þátttöku atvinnulífsins. Þetta er alveg nýr heimur fyrir mér,“ segir Óli. Umboðsaðili Óla er Galleri Toros í Óðinsvéum en áður var hann hjá Galleri Marius Vrontos og sýndi m.a. á þeirra vegum á listakaupstefnunni Copenhagen Art 2000. Hann mun einnig taka þátt í kaupstefnunni næsta sum- ar, auk fleiri sýningarverkefna. „Ég er með bókaðar sýningar á ýmsum stöðum í Danmörku allt næsta ár, og mun ég hafa í nógu að snúast við sýningahald í Dan- mörku og Evrópu næstu fjögur árin. Nú er svo komið að ég get valið úr sýn- ingartilboðum og eru því mjög spennandi tímar framundan. Á sama tíma er umhverfið í mínum heimabæ alltaf að verða jákvæðara. Það er mikið að gerast í myndlist á Akureyri og allt á réttri leið hér heima,“ segir Óli að lok- um. Óli G. Jóhannsson: „Föstudagur með feigðartaut“, 2001. Akrýl á striga, 90 x 90 cm. „MÁLVERKIN MÍN ERU MINN- INGABROT“ Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður sér fram á bjarta tíð í myndlistinni, en verk hans hafa hlotið góðar við- tökur í dönskum myndlistarheimi. Í dag opnar Óli stóra einkasýningu í Listasafninu á Akureyri og ræddi HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR við hann af því tilefni. heida@mbl.is Óli G. Jóhannsson: „Á svona degi“, 2001. Akrýl á striga, 145 x 145 cm. SÝNING á völdum verkum eftir Kristján Dav- íðsson verður haldin í Listasafninu á Akureyri, samhliða einkasýningu Óla G. Jóhannssonar. Verður hún einnig opnuð í dag. Sex olíuverk eft- ir Kristján verða sýnd í vestursal safnsins og er þar um að ræða úrval verka í eigu Listasafns Reykjavíkur, frá ólíkum tímum í ferli lista- mannsins. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, segir að efnt hafi verið til sýningarinnar af nokkrum ástæðum. „Óhætt er að telja Kristján Davíðsson til eins af okkar helstu myndlistarmönnum á sviði afstrakt ex- pressionisma. Verk hans hafa hins vegar aldrei verið sýnd í listasafninu hér og þótti okkur sýn- ing Óla mjög gott tilefni til að fara þess á leit við Kristján að úr því yrði bætt.“ Hannes segir að tekinn hafi verið sá póll í hæðina að sýna úrval verka frá ferli Kristjáns og hafi Listasafn Reykjavíkur góðfúslega lánað myndir úr sinni eigu til sýningarinnar. „Um er að ræða sex olíumyndir eftir Kristján frá tíma- bilinu 1967 til 1995 og er þannig leitast við að gefa safngestum hér á Akureyri dálitla nasasjón af þróun listferils Kristjáns, en eitt af hans sér- kennum er hversu heilstæður hann hefur verið í afstraktlistinni í gegnum árin,“ segir Hannes. Sýningarnar á verkum Óla G. Jóhannssonar og Kristjáns Davíðssonar í Listasafninu á Ak- ureyri standa til 15. desember. VALIN VERK EFTIR KRISTJÁN DAVÍÐS- SON Kristján Davíðsson: „Án titils“, 1991. Olía á striga, 200 x 180 cm. LESBÓK Morgunblaðsins, Hugvísindastofn- un og Þýðingasetur Háskóla Íslands efna til ljóðaþýðingasamkeppni sem er öllum opin en í henni verða veitt vegleg verðlaun fyrir íslensk- ar þýðingar á erlendum ljóðum og þýðingu ís- lensks ljóðs á erlenda tungu. Samkeppnin er haldin í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu um ljóðaþýðingar sem fram fer hér á landi dagana 14. til 16. desem- ber nk. á vegum Hugvísindastofnunar og Þýð- ingaseturs Háskóla Íslands. Verðlaun í sam- keppninni verða afhent á lokahátíð ráð- stefnunnar 16. desember og verðlaunaljóðin birt í Lesbók. Skilafrestur er 5. desember. Skila skal þýð- ingum ásamt frumtextum til Lesbókar Morg- unblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík, merkt Ljóðaþýðingasamkeppni. Höfundar skulu merkja þýðingarnar með dulnefni en láta nafn sitt fylgja í lokuðu umslagi merktu dul- nefninu. Í dómnefnd samkeppninnar sitja Kristján Árnason, dósent við Háskóla Íslands, skáld og þýðandi, Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, og Þröstur Helgason, umsjónarmaður Lesbók- ar. LJÓÐA- ÞÝÐINGA- SAM- KEPPNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.