Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 11
Þ
AÐ er talað um hann sem fyrsta
hippann í Harðangri. Uppreisn-
argjarnan, síðhærðan ungling
sem fór að heiman 15 ára með
ljóð í annarri hendinni og rokk-
gítar í hinni og sagði sig svo hik-
laust úr norsku þjóðkirkjunni
eins og aðalpersóna í fyrstu
skáldsögu hans, Rautt og svart. Jon Fosse
skynjaði sig sem listamann, einhvers konar
listamann, ólíkan, einstakan. Skáldkonan
Björg Vik og leikkonan Lise Fjeldstad eru
núna meðal þeirra fjölmörgu sem tala um
hann sem hinn nýja Ibsen.
Á 18 árum hefur Fosse gefið út a.m.k. tólf
skáldsögur, sextán leikrit, fjórar ljóðabækur
og nokkrar barnabækur. Honum hafa verið
veitt ótal verðlaun, m.a. Ibsen-verðlaunin,
Gyldendal-verðlaunin og Norrænu leikrita-
verðlaunin árið 2000. Á örfáum árum hefur
hann skrifað sig inn í norska bókmenntasögu,
inn í hjörtu gagnrýnenda, inn í Det Norske
Samlaget og inn í hugi leikhúsfólksins sem
mest áhrif hefur í höfuðborginni. Hann hefur
skrifað sig yfir landamærin, yfir til nágranna-
ríkjanna, yfir hafið til London og niður til
meginlands Evrópu, Parísar, Berlínar, Laus-
anne, Búdapest … Leikrit hans hafa verið
þýdd á um tólf tungumál og hann er vegsam-
aður sem þekktasta norska leikritaskáldið eft-
ir daga Ibsens.
Hver er þessi 42 ára gamli Norðmaður sem
vekur stolt landa sinna og athygli erlendis?
Jon Fosse er fæddur 1959 við Haugasund á
vesturströnd Noregs en ólst upp í Strandeb-
arm á Harðangri. Hann býr nú í litlu húsi í ná-
grenni Bergen með útsýni út á fjörðinn en þar
hefur hann allt sem hann þarf, segir hann, til
að geta skrifað. Í verkum hans er vestur-
ströndin alltaf nálæg, hafið, firðirnir, fjöllin,
en líka rigningin, kuldinn, rokið og sérstak-
lega myrkrið, því það vorar sjaldnast í hinum
dramatíska heimi Jon Fosse. En þrátt fyrir
sólarleysið og birtuleysið fer Jon Fosse langt
út fyrir sérhver staðbundin landamæri, hann
skapar annan tíma og rúm sem við fáum að
móta að vild.
Minimalismi
Jon Fosse var vel þekktur skáldsagnahöf-
undur og ljóðskáld þegar hann hóf að skrifa
fyrir leikhús. Þrátt fyrir að hafa stúderað
meistarana, Shakespeare, Ibsen, Tjekhov,
Beckett … heillaði leikhúsið hann ekki sem
slíkt. Það var því ákveðin sjálfsögrun þegar
hann tók boði Tom Remlovs, leikhússtjóra
Den Nationale Scene í Bergen, um að skrifa
leikrit. Úr varð þríhyrnings- og afbrýðidram-
að Og aldrei skulum við skilja sem Kai John-
sen setti upp í sama leikhúsi árið 1994. Það
markaði upphafið að afar skapandi samstarfi
Jon Fosse og Kai Johnsen sem hefur sviðsett
flest hans leikrit. Það varð einnig upphaf mik-
illar velgengni Jon Fosse sem óx jafn hratt og
verkin urðu til en hann hefur síðan skrifað tvö
leikrit á ári að jafnaði.
Jon Fosse komst strax að raun um að leik-
ritaformið hentaði honum vel. Það var eig-
inlega framhald af þessum sérkennilega stíl
sem þróast hafði með honum í skáldsögum
hans og ljóðum, þessum minimalíska stíl þar
sem allt er skorið við nögl um leið og allt er
látið opið. Það er þetta persónulega drama-
tíska mál sem hann hefur tileinkað sér sem
hefur skipað honum á bekk með þeim evr-
ópsku leikskáldum sem hvað hæst rísa um
þessar mundir, þeim sem fleyta leikritun
áfram, viðhalda þróuninni, ganga lengra.
Því skal engan undra að það skuli vera evr-
ópskir framúrstefnuleikstjórar sem sýnt hafa
verkum Jon Fosse mestan áhuga. Fyrstur til
að kynna Jon Fosse í Frakklandi var Claude
Régy sem unga leikara- og leikstjórakynslóð-
in gjarnan kallar síðasta postulann. Þessi 78
ára síungi leikstjóri, sem heldur þeirri skoðun
á lofti að 90% af öllum leiksýningum í dag lík-
ist sjónvarpsmyndum, vakti mikla athygli og
hrifningu með uppsetningu sinni á Einhver
mun koma í París á síðastliðnu ári. Jaques
Lassalle, fyrrverandi leikhússtjóri La Com-
édie Française með meiru, setti Sumardag á
svið í Lausanne í Sviss. Og rétt er að geta þess
að sjálfur Thomas Ostermeier, leikhússtjóri
Schaubühne í Berlín, hefur nýlega sett upp
Nafnið.
En í hverju felst sérstaða Jon Fosse?
Hrynjandi orðanna
Jon Fosse segir að formið sé mikilvægara
en sagan. Hann leitar að nýju tungumáli til að
tjá það sem er almennast og algildast í heim-
inum, spurninguna um lífið og dauðann. Hann
skrifar um hversu erfitt er að vera saman en
líka í sundur, um þunga fortíðarinnar, ástina,
afbrýðisemina, Guð og framhjáhöld, óttann og
óöryggið, einsemdina og einangrunina, en líka
um tengsl foreldra og barna og það sam-
bandsleysi sem þar er oft að finna … Jon
Fosse talar um allt þetta og miklu meir undir
því stranga minimalíska formi sem hann hefur
sniðið sér. Þar leyfir hann sér engar málamiðl-
anir.
Í verkum sínum notar Jon Fosse fá orð og
hversdagsleg. Orðaforðinn er skorinn niður í
það allra nauðsynlegasta og setningarnar eru
stuttar og oft hálfkláraðar. Meira að segja
punktasetningin fær að fjúka. Textarnir eru
settir upp eins og ljóð og sömu orðin og orð-
svörin eru endurtekin eins og stef í ljóðabálki.
Jon Fosse skrifar eins og tónskáld. Orðin/
tónarnir þurfa að stemma fullkomlega við
hrynjandina, við músíkina sem hefur verið
samin. Hjá Jon Fosse er ekkert tilviljunar-
kennt, engar feilnótur. Þrátt fyrir að sömu
orðin komi fyrir aftur og aftur, frá einum texta
til annars, þá eru verkin alltaf ólík því hljóð-
fallið er alltaf öðruvísi. „Eit ord betyr aldrig
det samme,“ segir hann í einu ljóða sinna,
hvert verk hefur sína eigin músík, sitt eigið
mynstur. Mikilvægi hrynjandans er því ekki
undarlegt, setningar byrja og eru óðara rofn-
ar á ákveðnum hljómi, þagnir, hik og end-
urtekningar eru eitt af sérkennum Jon Fosse.
Ég, þú – og því miður aðrir
En ef orðfærið er minamalískt þá eru per-
sónurnar það einnig. Þær eru einfaldar að
uppbyggingu og næstum rúnar öllum sér-
kennum. Alveg eins og orðin sem þær nota til
að tjá sig með. Jon Fosse hristir burt allt það
sem hægt er að losa sig við, allar lýsingar á út-
liti, aldri og þjóðfélagsstöðu. Jafnvel eigin-
nöfn. Persónurnar eru aðeins Hann, Hún,
Faðirinn, Móðirin o.s.frv.
Dramatískar aðstæður og spennu skapar
Jon Fosse með því að innleiða þriðju per-
sónuna. Úr verður eins konar þríhyrnings-
drama. Persónurnar dreymir gjarnan um að
geta lifað óhultar í ástinni, bara „meg og deg“,
en alltaf skal einhver koma og trufla, oft ást-
menn eða ástkonur, gamlir kærastar eða jafn-
vel boðflennur. Angistin er alltaf fyrir hendi,
afbrýðisemin tilbúin að gjósa, yfir vomar ótt-
inn um að missa og óöryggið um að vera ekki
sá eini.
Í verkum Jon Fosse sjáum við persónurnar
frá öðrum sjónarhóli en við eigum að venjast.
Við sjáum þær aldrei performera, við sjáum
þær eins og þær eru þegar þær bara eru. Jon
Fosse hvorki dæmir þær né dregur í dilka.
Hann stillir sér ávallt upp við hlið þeirra og
sýnir þeim þannig stuðning og djúpa sam-
kennd. Og sagt er að í verkum hans finnist
ekki eitt einasta illmenni.
Hægt er að líta á þetta sem vissa siðferði-
lega vídd í verkum Jon Fosse. Þó predikar
hann aldrei ákveðnar skoðanir, pólitík eða sið-
ferðileg vandamál. „Þegar ég skrifa leitast ég
við að setja mig inn í aðra manneskju, skilja
heiminn með augum hennar. Og það er þannig
sem maður snýr sér að hinum og gefur honum
pláss í sínum heimi,“ segir hann.
Stefnumót við mannkyn
Það eru hinar eilífu, óleysanlegu tilvistar-
spurningar mannsins sem eiga allan hug Jon
Fosse. Hann dregur upp mynd, ímyndaða og
sanna mynd af manneskjunni, sambandi henn-
ar við umheiminn, annað fólk og hana sjálfa.
Jon Fosse varpar ekki fram lausnum því þær
verðum við sjálf að finna. Hann kemst að raun
um. Hann leiðir okkur inn á ókannaða, leynda
staði í sjálfum okkur, hann egnir okkur, hreyf-
ir við okkur. Hann talar til okkar í gegnum
eyðurnar, með hinu ósagða, í gegnum þagn-
irnar og brotakenndar setningarnar, í gegn-
um hina þöglu rödd textans, hið orðlausa orð.
Og það er þannig sem hann gefur lesandanum/
áhorfandum rými og frelsi til að bregðast við,
svara því sem hann ekki svarar, leysa það sem
hann ekki leysir, hverjum samkvæmt eigin
persónulega heimi.
En til þess að neistinn kvikni þarf allt að
haldast í hendur, form við efni, stíll við sögu.
Nafnið fjallar um sambandsleysi fólks og
það ómælishaf sem skilur mann frá manni.
Ungt par á von á barni og vegna húsnæð-
isskorts neyðist það til að flytja inn til foreldra
hennar. Í þrúgandi andrúmslofti mettuðu af
þögn og innri spennu persónanna er það að-
eins nafnið á ófæddu barninu sem skapar eitt-
hvað í ætt við samræður. Í þessu verki hefur
Jon Fosse vart komist lengra í að lýsa firringu
fólks og erfiðleikum þess við að tjá sig. Þetta
er vafalaust kuldalegasta verk Jon Fosse, sem
er þó alls ekki laust við ákveðinn húmor frem-
ur en mörg önnur leikrita hans, því mann-
eskjan í allri sinni smæð er brosleg, í allri sinni
nekt er hún tragikómísk, og eins og Beckett
sagði er óhamingjan ekki laus við fyndni.
Í leikritinu Barnið hittast þrjár einmana
sálir í strætisvagnaskýli. Ein drekkur bjór,
önnur safnar flöskum og sú þriðja, konan,
spyr í sífellu hvað klukkan sé til að finna síður
fyrir einmanakenndinni. Konan og annar mað-
urinn fara inn í kirkju og elskast. Hún verður
ófrísk og þau flytja saman. Lífið fær loksins
einhvern tilgang en barnið fæðist langt fyrir
tímann og deyr. Leikritið, sem hefst í rigningu
þar sem gráminn vofir yfir alla atburðarásina,
endar í skærri birtu. Eftir standa Hún og
Hann aldrei nánari hvort öðru. Stundum er
það lífið sem tengir fólk, stundum dauðinn.
Hamingjan – hin hverfula ljósskíma
Birtan heyrir þó fremur til undantekninga í
verkum Jon Fosse. Í leikritinu Sonurinn er
myrkrið eitt höfuðviðfangsefnið.
Eldri hjón horfa upp á sveitina sína tæmast
af fólki. Enginn vill búa þar lengur. Unga fólk-
ið flyst burt. Og haustkvöldin verða svo dimm
að þau verða næstum því svört. Aðeins einn
nágranni er eftir og hann er veikur fyrir
hjarta. Hjónin fylgjast grannt með honum,
enda stafar eina ljósskíman, sem berst þeim
að utan, frá glugganum hans. Nágranninn fer í
bæjarferð og kemur drukkinn til baka með
syni þeirra sem þau hafa ekkert frétt af í
marga mánuði. Sonurinn er vel við skál og
tuktar nágrannann til sem hafði ýjað að því við
foreldra hans að hann hefði setið inni. Ná-
granninn fær hjartaslag og deyr á stofugólf-
inu hjá hjónunum. Sonurinn lætur sig hverfa
með næstu rútu og skilur foreldra sína eftir
aleina og ráðvillta með líkið af nágrannanum.
Einmanakenndin hvolfist yfir enn sterkari,
síðasta vígið er fallið og úti er almyrkur. „Nei
dette mørkret/ Mørkt og svart/ Aldri skikkelig
lyst/ Der kjem bussen/ No går han inn i buss-
en/ No kjører han.“
Með leikritinu Einhver mun koma (1996)
gengur Jon Fosse einna lengst í að skrifa mús-
ík, búa til rytma. Með aðeins hnefafylli af orð-
um sem lúta ströngum reglum tónlistarinnar
býr hann til seiðandi tónverk með sefjandi
hrynjandi. Eins og mörg önnur verk Jon
Fosse fjallar það um afbrýðisemina, þríhyrn-
inginn, örvæntinguna – og svo er þar hafið og
gamalt hús. Fátt vantar af því sem Jon Fosse
er kærast.
Hann og Hún flytja inn í gamalt hús við haf-
ið „Langt borte frå alle dei andre, [til þess að]
Kvile i kvarandre/ Aleine saman/ i kvar-
andre,“ en þau eru ekki fyrr komin að húsinu
en hún fær það á tilfinninguna að „nokon kjem
til å komme/ det er så audt her/ at nokon kjem
til å komme“. Og auðvitað kemur einhver.
Dulin löngun hennar? Maðurinn sem seldi
þeim húsið bankar á dyrnar og hann á eftir að
koma aftur … friðsældin er úti. Hamingjan og
öryggið sem einangrunin átti að færa þeim er
ómöguleg. Bara „meg og deg“ er tálsýn og
fæðir aðeins af sér ótta, grunsemdir, afbrýði-
semi og geggjun.
Upplausn tíma og veruleika
Dauðinn er sjaldnast langt undan hjá Jon
Fosse. Hann tekur á sig hinar ýmsu myndir.
Ef enginn deyr í verkunum þá svífur andi
hinna látnu yfir vötnunum eins og í gamla hús-
inu sem Hann og Hún eru búin að festa kaup á
í Einhver mun koma. Gamlar ljósmyndir
hanga uppi á veggjum, svefnherbergið angar
enn af hlandlykt frá koppnum undir rúminu
og rúmfatnaður látinnar konunnar sem þarna
bjó liggur óþveginn. Hinir dauðu halda áfram
að vera til staðar.
Við lifum meðal þeirra og „Hótel Jörð“ hýs-
ir okkur aðeins um stundarsakir eða þar til við
verðum ein af þeim „uendelig mange menne-
sker/ som er døde.“ Í Draumi um haust hittast
gamlir elskendur í kirkjugarði. Þau byrja að
fantasera um kynlíf foreldra hinna látnu,
hvernig þessi eða hinn sem þarna liggur kom
undir. Það kveikir þeim losta. En Hann á
stefnumót við dauðann og kemst því aldrei í
jarðarför ömmu sinnar sem hann var á leiðinni
til. Í þessu leikriti, eins og í Sumardegi og Og
aldrei skulum við skilja, skiptast á draumur og
veruleiki, nútíð, fortíð og framtíð; tíminn er af-
stæður.
Sársaukinn að vera mennskur
Dauðinn er stundum írónískur, stundum
velkominn, stundum absúrd en oft tragískur. Í
Nóttin syngur söngva sína hefur Jon Fosse
sorgarleikinn á loft. Sjaldan eða aldrei hefur
hann komist lengra í að kynda undir trage-
díuna. Hér er enginn húmor, engin von, aðeins
sú niðurstaða að hamingjan er fallvölt.
Leikritið fjallar um ungt par með lítið barn.
Hann reynir að skrifa en fær ekkert útgefið,
hún er enn í barneignarfríi. Hana langar að
skemmta sér, hitta fólk, en hann lokar sig inni.
Eitt kvöldið fer hún út og kemur til baka um
miðja nótt með elskhuga sínum. Hún tilkynnir
honum að hún ætli að yfirgefa hann. Hann
lætur sig hverfa inn í herbergi. Byssuskot.
Okkur verður hugsað til Heddu Gabler.
Mennirnir gráta ekki. Aðeins litla barnið, lif-
andi líkami, öskrar út í nóttina.
Sársauki mannsins er Jon Fosse ofar í huga
en gleði hans. Aðstæður þar sem maðurinn
þarf að heyja baráttu við sjálfan sig, glíma við
sitt eigið svartnætti og aðstæður þar sem ör-
lögin grimm gripa inn í og berjast þarf við Gol-
íata sem draga kross yfir götu okkar. Kannski
vegna þess að það er á þessum augnablikum
sem manneskjan stendur ein andspænis
sjálfri sér. Það er þá sem hún tekur niður
grímuna til að geta fikrað sig betur áfram í
myrkrinu.
Mótsagnir – driffjöður lífsins
Ekki er hægt að segja að Jon Fosse slái á
létta strengi, hvorki hjá persónum sínum né
lesandanum. Hann er hins vegar ósvikinn
listamaður og ósvikin list hefur mann alltaf á
loft hversu svört sem hún er.
„Det er eit mørke som ikkje er dødt, men
som lyser.“ Andstæðurnar skapa spennuna í
verkum Jon Fosse. Hann segir að hafi setning
einhverja merkingu, þá beri hún einnig and-
stæðuna í sér, mótsögn sem inniheldur dýpri
sannleik: „Eg vil vere åleine/ så derfor må han
komme“ segir Hún í Og aldrei skulum við
skilja.
Heimur Jon Fosse er einn stór leikvöllur
heimsku og harms, visku og gleði þar sem
andstæðurnar vega salt án afláts eins og lífið
við dauðann. Mótsagnirnar eru driffjöður lífs-
ins, þær koma fram í allri uppbyggingu leik-
rita hans. Jon Fosse lýsir aldrei persónum sín-
um en samt sjáum við þær. Þær segja eitt en
samt heyrum við annað. Þær öskra ekki en
samt heyrir maður öskrin. Hann sýnir okkur
eyðurnar en samt er allt fullt. Persónur hans
eru sjaldnast hugsuðir eða heimspekingar en
samt fást þær við grundvallarheimspeki. Það
er ekkert taumleysi, sprell eða æsingur í skrif-
um Jon Fosse. Samt hefur hann lesandann á
flug, á flug í sjálfum sér.
Þetta er snilld Jon Fosse. Hans sérstaða.
Hans aðal.
ALLT FULLT
AF ENGU
UM NORSKA FRAMÚRSTEFNULEIKSKÁLDIÐ
JON FOSSE
Jon Fosse
E F T I R R A G N H E I Ð I Á S G E I R S D Ó T T U R
Höfundur er leikhúsfræðingur og stundar
doktorsnám í París.