Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 13
TILNEFNINGAR til Ars Fenn-
ica-listaverðlaunanna fyrir árið
2002 voru tilkynntar nú í vik-
unni og er það ellefta verð-
launatilnefningin. Fjórir nor-
rænir listamenn eru tilnefndir
að þessu sinni og eru það Jacob
Dahlgren frá Svíþjóð, Saara
Ekström frá Finnlandi, Tal R
frá Danmörku og Heli Rekula
frá Finnlandi. Vonar dóm-
nefndin að athyglin dreifist
jafnt meðal kandídatanna að
þessu sinni, þar sem þeir séu
allir vel að verðlaununum
komnir. Verk þeirra fjögurra
verða til sýnis á Ars Fennica
2002-sýningunum sem haldnar
verða í Södra-Karelens-
listasafninu í Villmanstrand í
Finnlandi næsta sumar og í
Tavastehus-listasafinu í Finn-
landi næsta haust.
Verðlaunaféð nemur 34.000
evrum, eða um 3,2 milljónum
króna. Tilkynnt verður um
verðlaunahafann í október á
næsta ári, en almenningur jafnt
sem listfræðingar sjá um valið.
Horft til fortíðar
GALLERÍ Courtauld Institute í
London hýsir þessa dagana sýn-
ingu á verkum breskra lista-
manna frá seinni hluta 18. aldar
og fyrri hluta þeirrar 19. Sýn-
ingin er þó frábrugðin öðrum
samtímasýningum að því leyti
að verkin eru hengd upp á sama
máta og tíðkaðist á sýningum
Konunglegu bresku listaka-
demíunnar á þessum tíma.
Verkin hanga þannig í marg-
földum röðum á veggjum safns-
ins, hver fyrir ofan aðra, allt
upp að lofti sýningarsalanna.
Með þessu móti vilja aðstand-
endur sýningarinnar sýna fram
á hve mikil áhrif sýningar
listakademíunnar höfðu á list-
sköpun síns tíma. Sá mikli fjöldi
verka sem safnað var saman á
hverja sýningu hafi hvatt lista-
menn til að grípa til marg-
víslegra ráða til að draga at-
hygli sýningargesta að sínu
verki s.s. í efnisvali, litavali og
uppstillingum. Var nefnilega
stórum myndum venjulega
komið fyrir ofarlega á veggjum
salarins á meðan minni myndir
héngu neðarlega svo hægt væri
að virða þær fyrir sér í návígi.
Verk breska listamannsins
Joshua Reynolds eru þannig til
að mynda máluð með það í huga
að þeim sé stillt upp ofarlega á
veggjunum á meðan myndir
Thomas Gainsboroughs eru það
fínlegar að þær verða að hanga
neðarlega.
Sýningin nefnist Art on the
Line og fá sýningargestir, að
sögn breska dagblaðsins Daily
Telegraph, útdeilt leik-
húskíkjum, líkt og áhorfendur
fyrri alda hefðu borið með sér,
til að fullkomna upplifunina.
Nýbúahátíð
BOÐIÐ verður til nýbúahátíðar
í Wiesbaden í Þýskalandi á
sunnudag að því er greint var
frá í þýska dagblaðinu Frank-
furter Allgemeine. Hátíðin fer
fram í Kurhaus Colonnade, en
með henni vilja stjórnendur há-
tíðarinnar bjóða erlenda íbúa á
Rínarsvæðinu, sem taldir eru
vera um 50.000, velkomna.
Japanskir dansar, bardaga-
listir, spænskir flamenco dans-
ar, kórsöngur og djasstónlist
eru meðal þess sem boðið verð-
ur upp á, en hátt í 70 sýning-
araðilar og fyrirtæki taka þátt í
hátíðinni.
Ars Fennica-
þátttakendur
kynntir
ERLENT
FJÓRIR listamenn opna þrjár myndlist-
arsýningar í Listasafni Kópavogs í dag kl.
15.
Í austursal sýna hjónin Margrét Jóels-
dóttir og Stephen Fairbairn nýleg þrívídd-
arverk á sýningu sem nefnist Sjónarhorn.
Verk þeirra fjalla um hinn síbreytilega,
afstæða heim þar sem maðurinn reynir að
skapa sér eitthvert öryggi og stöðugleika.
Í Vestursal safnsins sýnir Aðalheiður Val-
geirsdóttir málverk. Sýningin ber yfirskrift-
ina Lífsmynstur sem vísar til þess að hug-
myndir að verkunum eru sóttar í heim
lífvísinda í bland við smásæjar myndir úr
náttúrunni. Myndirnar á sýningunni eru
unnar á síðustu tveimur árum með olíu á
striga. Þetta er sjöunda einkasýning Að-
alheiðar en hún hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér á landi og erlendis.
Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir lágmynd-
ir á neðri hæð safnsins og kallar sýningu
sína Skoðun. Myndirnar eru unnar með
blandaðri tækni í ýmis efni og eru gerðar á
árunum 1999–2001.
Sýningin stendur fram til 2. desember og
er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl.
12–17.
Sjónarhorn, Lífs-
mynstur og Skoðun Eitt olíuverka Aðalheiðar Valgeirsdóttur.
Verk eftir Stephen Fairbairn.
Ein lágmynda Hrafnhildar Sigurðardóttur.
STEINUNNI Sigurðardóttur þarf vart að kynna
fyrir íslenskum lesendum. Hún hefur sent frá sér
á annan tug ritverka, sem mörg hver hafa komið
út í erlendum þýðingum. Á ritþinginu í Gerðu-
bergi, sem hefst kl. 13.30 í dag, verður fjallað um
feril skáldkonunnar frá ýmsum hliðum í gegnum
samræður skálds og spyrla. Stjórnandi á þinginu
verður Kristján B. Jónasson bókmenntafræðing-
ur, en spyrlar verða að þessu sinni Vigdís Finn-
bogadóttir og Sjón. Auk þess að hlýða á og taka
þátt í umræðum gefst þinggestum kostur á að
skoða „ljóðmyndasýningu“ eftir Steinunni Sigurð-
ardóttur og Pál Stefánsson ljósmyndara, sem sett
hefur verið upp í tilefni af ritþinginu. Þá mun
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lesa upp úr nýút-
kominni skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur,
Jöklaleikhúsinu.
Ljóð og sagnbeygingar
Kátt er á hjalla í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi þegar blaðamaður sest niður með ritþing-
mönnum yfir kaffibolla, og ljóst er að eiga má von
á líflegum umræðum á þingdag. Sjón byrjar á því
að benda á að Vigdís Finnbogadóttir sé líklega sá
þátttakandi þingsins sem hefur þekkt skáldið hvað
lengst og verði því forvitnilegt að hlýða á þeirra
samræður. Vigdís vill lítið láta uppi um spurning-
arnar sem hún hefur í fórum sínum en segir hún
margar þeirra mótaðar af þeirri endurnýjuðu sýn
sem hún hafi fengið á verk Steinunnar, eftir að
hafa varið síðustu vikum við að lesa bækurnar
hennar. „Ég hef þekkt Steinunni í fjölmörg ár, eða
allt frá því að hún sótti til mín frönskutíma átján
ára gömul. Ég sá strax að þarna var á ferð alveg
hreint einstök ung kona, og hef ég fylgst með
skáldskap hennar og tilveru af athygli allt frá því
að hún gaf út sína fyrstu ljóðabók fljótlega eftir að
ég kynntist henni. Í gegnum árin hafa leiðir okkar
einnig legið saman á ólíkum tímum og stöðum. Ég
varð því ákaflega ánægð þegar ég var beðin um að
verða spyrill á þessu ritþingi helgað verkum Stein-
unnar,“ segir Vigdís.
Sjálf minnist Steinunn frönskutímanna sæl í
bragði. „Vigdís er einstakur kennari. Ég hefði til
dæmis aldrei trúað að það gæti verið svona
skemmtilega að beygja franskar sagnir,“ segir
Steinunn og hlær dátt.
Vigdís segir eitt af því sem hún hafi skynjað
mjög sterkt við endurlestur verka Steinunnar, sé
hversu ljóðræn skrif hennar séu. Ljóðskáldið Sjón
er þessu sammála og segist upplifa skáldsögur
Steinunnar sem nokkurs konar ljóð í dulargervi.
Sjálfur segist Sjón snemma hafa farið að fylgjast
með verkum Steinunnar, allt frá því að hann
keypti ljóðabók hennar Verksummerki, 17 eða 18
ára gamall.
Að fá fram ólík sjónarhorn
Aðspurð segir Steinunn að ekki sé eingöngu
ánægjulegt fyrir sig sem rithöfund að efnt sé til
ritþings með svo góðum þátttakendum um verk
sín, heldur sé um að ræða mjög lifandi nálgunar-
leið við bókmenntir sem hún þekki hvergi annars
staðar frá. Sjón tekur undir þessa athugasemd og
segir þar um að ræða mjög sterka leið til að fá
fram sjónarhorn á viðfangsefnið sem erfitt væri að
fá fram ella. Með þingunum sé smám saman verið
að draga upp nokkurs konar mósaíkmynd af ís-
lenskri listasögu.
Þegar Kristján B. Jónasson er spurður hvert sé
hans álit á þessari óvenjulegu bókmenntafræði
segir hann að ritþingin hafi mikið gildi fyrir ís-
lenska bókmenntaumræðu, þar sem þau veiti oft á
tíðum mjög breiða sýn á bókmenntirnar sem um
ræðir, og fylli þannig upp í mörg þeirra gata sem
fyrir eru varðandi skráningu á íslenskum nútíma-
bókmenntum. „Rit- og sjónþingin hafa verið gefin
út á bók, og hafa þeir sem vinna að bókmennta-
fræðum sótt mikið í þessi rit og fundið þar upplýs-
ingar sem hvergi annars staðar er að finna. Ef við
lítum á rithöfund á borð við Steinunni Sigurðar-
dóttur, þá eru gríðarlega margir fletir á hennar
verkum sem hvergi hafa verið teknir til umfjöll-
unar með skipulegum hætti. Með þessum þingum
má segja að smám saman sé verið að vinna að
nokkurs konar bókmenntasögu, sem verður til á
mjög óvæntan og óvenjulegan hátt. Þannig get ég
sem stjórnandi ekki vitað hvernig umfjöllunin ná-
kvæmlega verður, henni má í raun lýsa sem nokk-
urs konar bókmenntafræðilegu leikhúsi,“ segir
Kristján að lokum.
Brot í mósaíkmyndina
Ritþing um Steinunni Sig-
urðardóttur verður haldið í
Gerðubergi í dag. HEIÐA
JÓHANNSDÓTTIR spjall-
aði við skáldið, spyrla og
stjórnanda þingsins.
Morgunblaðið/Golli
Sjón, Kristján B. Jónasson, Steinunn Sigurðardóttir og Vigdís Finnbogadóttir voru kát í bragði þegar
blaðamaður hitti þau í Gerðubergi fyrir ritþingið.
heida@mbl.is