Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 6
landi fyrr og síðar. Hún heitir Elling og hafa yfir 700,000 manns séð hana í heimalandinu. Ísland er fyrsta landið utan Noregs, sem tek- ur myndina til almennra sýninga, en hún er framlag Noregs til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Elling er önnur mynd Petters Næss í fullri lengd. Sú fyrri var gamanmyndin Algjörir timburmenn sem vann leikaraverðlaunin á Amandahátíðinni 1999. Næss hefur þar fyrir utan mest fengist við leikhús og revíur sem höfundur, leikstjóri og leikari, og er nú leik- hússtjóri Nýja leikhússins í Osló. Þar setti hann Elling fyrst á svið en frumverkið er met- sölubókin Brödre i blodet eftir Ingvar Arn- björnsen. Aðalhlutverkin leika tveir af vinsæl- ustu leikurum Norðmanna, Per Christian Ellefsen og Sven Nordin. Elling er aðalpersóna sögunnar, sem lengi hefur verið vistmaður á hæli fyrir þroska- hefta. Þegar honum og enn treggáfaðri félaga hans, Kjell Bjarne, er hleypt út í lífið, svokall- aða „félagslega íbúð“, verða þeir að takast á við að vera einstaklingar í óvernduðu um- hverfi. Þar standa þeir fyrst á brauðfótum en finna þeim forráð smátt og smátt. Elling er hlý og húmorísk lýsing á glímu smælingja við kröfur samfélagsins og leitina að lífsgleðinni, afar skemmtilega skrifuð og leikin. Þeir Ell- ing og Kjell Bjarne eru eins konar Laurel og Hardy á tímum félagslegrar meðvitundar. Ekki kæmi mér á óvart ef Elling yrði jafn vin- sæl hér og í Noregi. Rofnar bannhelgar Á Kvikmyndahátíð í Reykjavík eru að þessu sinni myndir eftir leikstjóra frá tíu löndum, G ESTIR Kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík að þessu sinni eru þrír. Í gær- kvöldi var sýnd opnun- armyndin, sem er sigur- vegarinn frá Feneyjahátíðinni í haust, Monsoon Wedd- ing eða Stormasamt brúðkaup eftir indverska leikstjórann Mira Nair og kynntu hana fram- leiðandinn Caroline Baron og handritshöfund- urinn Sabrina Dhawan. Litrík saga af indverskum ástum Þótt Mira Nair sé fædd á Indlandi hefur ferill hennar borið hana til Bandaríkjanna, en nám sitt stundaði hún í háskólunum í Delhi og Harvard. Fyrstu myndir hennar voru heim- ildamyndir og áhrif af aðferðum þeirra voru sýnileg í frumrauninni í gerð leikinna bíó- mynda, Salaam Bombay! Sú mynd var Ósk- arstilnefnd 1988, hreppti alls yfir 25 alþjóðleg verðlaun og var á sínum tíma sýnd hér á kvik- myndahátíð. Næstu myndir voru gerðar í Bandaríkjunum, Mississippi Masala (1991) fjallaði um erfiðar ástir fólks af ólíkum menn- ingaruppruna, þ.á m. indverskum, og The Pe- rez Family (1995). Nair sneri aftur heim til Indlands við gerð Kama Sutra: A Tale of Love (1996), feminískrar sögu af kynferðismálum á 16. öld, sem því miður er ósýnd hérlendis. Monsoon Wedding gerist í indverskum nú- tíma, nánar tiltekið á stormasömu regntíma- bili í Punjabihéraði, þar sem Nair á sjálf ræt- ur. Verma-fjölskyldan kemur saman héðan og þaðan úr heiminum til að vera viðstödd skyndibrúðkaup í Nýju Delhi. Brúðurin er á bömmer eftir ástarsamband við fyrrverandi vinnuveitanda sinn en hefur fallist á að giftast verkfræðingi, búsettum í Texas. Á síðustu stundu renna á hana tvær grímur með drama- tískum afleiðingum. Nair og Dhawan hand- ritshöfundur þykja í þessu litríka fjölskyldu- drama tefla saman fornum hefðum og nýjum lífsstíl, sakleysi og kynhvöt og segja fimm sögur, sem skarast, þar sem ástin birtist í ólíkum myndum. Monsoon Wedding er einnig eins konar ástaróður til Delhiborgar. Í aðal- hlutverkum eru ýmsir af þekktustu leikurum Indverja úr kvikmyndum og leikhúsi, og hin fjölskrúðugasta tónlist prýðir hljóðrásina, allt frá gömlum afmorsvísum til indversks nú- tímapopps, djass og þjóðlagatónlistar. Norskur smellur um lífsgleðina Þriðji gestur Kvikmyndahátíðar í Reykja- vík kemur seinni sýningarhelgina. Hann heitir Petter Næss, er frá Noregi og leikstjóri vin- sælustu myndar sem sýnd hefur verið þar í þar af eru 12 frá Bandaríkjunum, 2 breskir og 2 norskir, og svo eiga Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir, Spánverjar, Indverjar, Ástralir og Mexíkanar sinn fulltrúann hver. Fjölbreytni hefur því oft verið meiri enda eru titlar nokkru færri en áður. Hins vegar er úrvalið sem næst allt hið forvitnilegasta, yfirbragðið létt og aðgengilegt. Þjóðerni leikstjóra er að vísu ekki alltaf það sama og framleiðslulandið en ljóst má vera að bandarísk kvikmyndagerð á óvenju stóran þátt í hátíðinni að þessu sinni. Bandarísku myndirnar eru þó af afar ólíkum toga. Fyrst skal telja nýjustu mynd Todds Sol- ondz, Storytelling eða Sögur, en þessi rúm- lega fertugi Bandaríkjamaður hefur með örfá- um myndum sínum skapað sér orðstír, sem einn athyglisverðasti, frumlegasti og mest ögrandi kvikmyndahöfundur samtímans. Solondz fjallar í myndum sínum um rang- hverfuna á hversdagslífi einstaklinga og fjöl- skyldna í bandarísku borgarsamfélagi og ger- ir það með einkennilegri blöndu af vægðarlausri kaldhæðni og umburðarlyndu hlutleysi sem nálgast væntumþykju. Að loknu kvikmyndanámi við New Yorkháskóla buðu tvö kvikmyndaver í Hollywood honum þriggja mynda samning en frumraunin, Fear, Anxiety and Depression (1989) kolféll með þeim afleið- ingum að Solondz dró sig í hlé um hríð og tók til við enskukennslu fyrir rússneska innflytj- endur. Sjö árum síðar sneri hann aftur með Welcome To the Dollhouse (1996), sem hér hefur verið sýnd og snýst um viðbrögð óvenju- legrar unglingsstúlku við kynþroska og ást- lausu umhverfi. Enn eftirminnilegri er Happ- iness (1998), sem sló í gegn á Kvikmyndahátíð DRAMATÍK OG RÓMANTÍK, PÓLI- TÍK, ERÓTÍK OG... Á þriðja tug kvikmynda eftir leikstjóra frá tíu lönd- um er á dagskrá 18. Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem hófst í gærkvöldi og lýkur sunnudaginn 18. nóvember. ÁRNI ÞÓRARINSSON segir frá höfundum og viðfangsefnum. Síamstvíburarnir: Óvenjulegur þríhyrningur. Pollock: Glíma listamanns við sjálfan sig. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 GÖLDRÓTT kvöld haustið 1999 var eitt fegursta og sögufrægasta torg veraldar, Concorde-torgið í París, flutt um 60 ár aftur í tímann. Þetta gerðist á fyrsta töku- degi Mannsins sem grét, kvikmyndar Sally Potter. Torginu var lokað, bílar, strætisvagnar og bifhjól gufuðu upp og inn á það héldu þrír reiðmenn og ung stúlka í humátt á eftir á reiðhjólinu sínu. Leyfið fyrir þessari lokun var ekki auð- fengið. Það kostaði margra vikna samn- ingaviðræður við borgaryfirvöld í París og leyfið gilti aðeins frá miðnætti til klukkan átta næsta morgun. Um 20 manns stóðu vaktina á hinum fjölmörgu hornum torgsins og tvær sveitir lögreglu- manna stýrðu umferðinni framhjá. Seint um nóttina féll kyrrð yfir torgið og tökur gátu hafist. Fyrsti tökudagurinn er ekki alltaf sá auðveldasti. Fyrsti tökudagurinn „ÞEGAR ég fór fyrst að hugsa um söguna,“ segir Dominik Moll, leikstjóri um Harry kemur til hjálpar, „vor- um við kærastan mín nýorðin foreldrar. Hversdagslíf okkar var í stöðugu uppnámi vegna litlu dætranna okkar. Endalaus hagnýt vandamál kröfðust lausna; svefnleysi, tímaskortur, skapvonska og þreyta. Það kemur alltaf að því maður þolir ekki meira og spyr upphátt: Hvernig í ósköpunum kom ég mér í þetta klúður? Þá rann upp fyrir mér að flestir vinir mínir, sem áttu börn, voru í sömu sporum. Brúnin á mér léttist og ég fór að velta fyrir mér hvað myndi gerast ef skyndilega birtist í lífi mínu manneskja sem hleypti út öllum efasemdum mínum og örvæntingu og leiddi málið til rök- réttra lykta.“ Hvernig í ósköpunum ...? „VAMPÍRUR voru upphaflega myndhvörf fyrir smitsjúkdóma, eins og til dæmis sýfílis,“ segir Steve Katz, hand- ritshöfundur Skugga vampírunnar. „Ég tel að margt bendi til að skáldsaga Brams Stoker, Drac- ula, fjalli um sýfílis og útbreiðslu sjúkdóma með kynmökum. Hún einkennist líka af sjúklegum ótta við innrás að utan; vampíran kemur frá útlöndum til Englands, smitar konur og drepur. Vampírumyndir síðustu ára eru greinilega undir áhrifum frá alnæm- isfárinu … Ég held að vampíruminnið snúist um hætturnar, sektarkenndina og hið for- boðna sem einkennir kynlífið.“ Táknmerking vampírunnar MARK WHITE, höfundur handritsins að Chuck & Buck, fer sjálfur með annað að- alhlutverkið, hinn vanþroskaða Buck. Það var ekki hans hugmynd, heldur leikstjór- ans, Miguels Arteta. „Ég held að enginn annar hefði getað fundið haus eða sporð á þessari persónu,“ segir Arteta. „Undir lok myndarinnar er áhorfandinn farinn að sjá atburðina frá sjónarhóli Bucks og það held ég takist vegna hæfileika Mikes sem leikara ekki síður en handritshöfundar.“ Höfundur gerist leikari „ÉG ákvað í upphafi að ráða ekki þekkta leikara í Þögnin eftir skotið,“ segir Volk- er Schlöndorff leikstjóri, „að hluta til af virðingu fyrir raunverulegum fyr- irmyndum persónanna. Klisjan um hermdarverkamenn er svo yfirþyrmandi ímynd. Sumir eru látnir en aðrir lifa enn og þeir gera það í afbakaðri mynd. Þetta vandamál leysir maður ekki með frægum leikurum. Ég taldi hins vegar að ung, óþekkt andlit myndu auðvelda okkur að enduruppgötva þessa hermdarverka- menn.“ Gildi óþekktra andlita

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.