Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Blaðsíða 7
í Reykjavík árið eftir og er ákaflega svört
kómedía með laustengdum söguþráðum um
leit nokkurra persóna að lífshamingjunni, sem
leiðir sumar þeirra á afar vafasamar brautir.
Happiness hefur m.a. verið kölluð „fordóma-
laus mynd um barnaníðinga“. Svo mikið er
víst að Todd Solondz veigrar sér ekki við að
rjúfa bannhelgar. Nýja myndin, Sögur, er
myrkt drama, sem skiptist í tvo kafla, Skáld-
skap og Staðreyndir (Fiction og Non-Fiction).
Í þeim fyrri leikur Selma Blair háskólanema
sem á í ástarsambandi við prófessorinn sinn
og í þeim seinni leikur Paul Giamatti kvik-
myndagerðarmann sem gerir viðkvæman
ungling að viðfangsefni sínu.
Svarthvítur krimmi frá Coenbræðrum
Ný mynd frá bræðrunum Joel og Ethan
Coen sætir ævinlega tíðindum. Allt frá fyrstu
mynd sinni, krimmanum góða Blood Simple
(1984), hafa þeir staðið fyrir það ferskasta og
besta í bandarískri kvikmyndagerð, einhvers
staðar mitt á milli óháða geirans og Holly-
wood. Í raun taka Coenbræður Holly-
woodhefðirnar, krimmann, ærsla- og gaman-
leikinn, glæponamyndina, nýjum og
persónulegum tökum, sýna þeim einlæga virð-
ingu um leið og þeir nálgast þær með bros á
vör, nútímalegum ofbeldislýsingum og krít-
ískri endurskoðun, að ekki sé minnst á yf-
irburða fag- og tæknikunnáttu. Stundum
rjúfa þeir hefðirnar með myndum eins og
Barton Fink og Brother Where Art Thou? en
yfirleitt vinna þeir með þær. Þeir bræður eru
nú að nálgast fimmtugt og er nýja myndin,
sem Kvikmyndahátíð í Reykjavík sýnir nú,
The Man Who Wasn’t There eða Ósýnilegi
maðurinn, sú níunda sem þeir gera saman,
Joel Coen leikstjóri, Ethan sem framleiðandi
en saman skrifa þeir handritin.
Ósýnilegi maðurinn leiðir Coenbræður á
eftirlætisslóðir þeirra, til rökkurkrimmans,
„film noir“ hefðarinnar, sem Blood Simple og
jafnvel Fargo að hluta tilheyra, þar sem
græðgi, framhjáhöld og spilling leiða til
morða. Billy Bob Thornton leikur ólukkuleg-
an hárskera í Kaliforníu 5. áratugarins. Þegar
hann uppgötvar að eiginkona hans (Frances
McDormand, sem prýðir flestar myndir
bræðranna, enda ekki aðeins afburða leikkona
heldur eiginkona Joels) heldur fram hjá hon-
um setur hann af stað háskalegt ráðabrugg til
að veita henni ráðningu. Auðvitað fer ráða-
bruggið úr böndunum með verstu afleiðing-
um. Myndin er í svart-hvítu og sækir efni sitt í
verk eins og Double Idemnity og The Post-
man Always Rings Twice.
Orson Welles í erfiðum málum
Sá fjölhæfi leikari, leikstjóri og handrits-
höfundur Tim Robbins drottnar yfir glæsi-
legum leikhópi í mynd sinni Cradle Will Rock
eða Hriktir í stoðum, sem byggist á atburðum
úr listalífi New Yorkborgar á fjórða áratug
síðustu aldar. Kreppan mikla er að baki og
róttækni ríkir í menningargeiranum. Orson
Welles er 22 ára 1936 þegar hann, ásamt
framleiðanda sínum John Houseman, setur
upp byltingarkenndan söngleik eftir Marc
Blitzstein, sem heitir The Cradle Will Rock og
veldur slíku fjaðrafoki að sýningunni er lokað
frumsýningardaginn. Þennan atburð notar
Robbins sem grunn fyrir breiða, samsetta
umfjöllun um tjáningarfrelsið, listina, hags-
munina og stjórnmálin. Hann fléttar saman
nokkrum sögum og persónum; auk Welles og
Houseman (Angus MacFayden og Cary Elw-
es) koma til leiksins Nelson Rockefeller (John
Cusack), mexíkóski listamaðurinn Diego Ri-
vera (Ruben Blades) og fleiri, en meðal ann-
arra leikara eru Bill Murray, sem leikur
drykkfelldan búktalara, Susan Sarandon sem
ítölsk baráttukona, Hank Azaria, Joan Cus-
ack, Vanessa Redgrave, Philip Baker Hall,
John Turturro og Emily Watson. Alls eru um
20 stór hlutverk í myndinni, flest byggð á
sögufrægu fólki og gerði Robbins ítarlegar
sagnfræðirannsóknir við handritsgerðina og
undirbúning á tökum, þótt hann taki sér
skáldaleyfi á stöku stað.
Tim Robbins er einhver metnaðarfyllsti
listamaður Hollywood og er Hriktir í stoðum
þriðja leikstjórnarverkefni hans. Þau fyrri,
pólitíska satíran Bob Roberts (1992), þar sem
hann lék jafnframt titilhlutverkið, og Dead
Man Walking (1995), fengu fyrirtaks viðtökur;
sú síðarnefnda færði m.a. Óskarsverðlaun til
handa eiginkonu hans, leikkonunni Susan
Sarandon. Hann er jafnframt eftirminnilegur
sem leikari í myndum á borð við The Player,
The Shawshank Redemption, The Hudsucker
Proxy og Arlington Road.
Ný martröð frá Aronofsky
Á Kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir tveim-
ur árum vakti mikla athygli fyrsta mynd ungs
Bandaríkjamanns, Darrens Aronofsky, sem
dróg titil sinn af tákninu Pí. Hún var hræódýr
en afar hugvitssamlegur og óvenjulegur sam-
særistryllir, martraðarkennt ferðalag á mörk-
um raunveruleika og óraunveruleika. Önnur
mynd Aronofskys er á ekki ósvipuðum miðum,
þar sem ferðalagið liggur inn í helvíti eitur-
lyfjafíknar. Aronofsky byggir handrit sitt á
sögu eftir Hubert Selby jr. og lýsir þar hvern-
ig vaxandi fíkn étur upp líf persónanna, Harr-
ys, sem hyggst auðgast á dópbraski, m.a. á
kostnað móður sinnar, vinkonu hans Marion
og vinarins Tyrone. Afleiðingarnar eru skelfi-
legar, geðveiki og vændi.
Aronofsky hafði aukið fé umleikis við gerð
nýju myndarinnar, sem heitir Requiem For a
Dream eða Sálumessa draums, og nýtur leik-
ara eins og Jared Leto, Jennifer Connelly,
Marlon Wayans og ekki síst Ellen Burstyn
sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik
sinn í myndinni.
Hinsegin vampírumynd
Hin expressjóníska vampýrumynd Þjóð-
verjans F. W. Murnau, Nosferatu frá 1921, er
ein sú fyrsta og áhrifamesta sinnar tegundar,
full af eftirminnilegum atriðum: Skuggi vamp-
írunnar, Orlocks greifa, mjakast upp stiga,
hann gufar upp í reykjarmekki, hann starir ís-
köldum augum, fullum af grimmd, örvænt-
ingu og þjáningu, inni í ljósopið, túlkaður af
undarlegum leikara með hið viðeigandi nafn
Max Schreck, eyrun oddhvöss, hendurnar
eins og klær, neglurnar eins og rýtingar. En
hvað ef Schreck var ekki að leika vampíru,
heldur var vampíra í raun og veru? Og Murn-
au léti þess ógetið við aðra leikara og starfs-
menn við tökur Nosferatu? Og starfsfólkið
færi að fá ókennileg bit á hálsinn og þjást af
ókennilegum slappleika?
Svona er efnislegur grundvöllur Shadow Of
the Vampire eða Skuggi vampírunnar, eins og
handritshöfundurinn Steve Katz skrifar hana.
Þessi mynd hefur vakið mikla athygli fyrir
óvenjulegt efni og efnistök.
Leikstjórinn E. Elias Merhige er af líb-
önskum uppruna en menntaður og búsettur í
New York, þar sem hann setti upp fjölmargar
leiksýningar m.a. á verkum Shakespeares,
Becketts og Strindbergs. Frumraun hans í
kvikmyndagerð, Begotten (1991), er fáséð til-
raun með hrollvekjuformið, þar sem guð
fremur sjálfsvíg, móðir jörð tekur sæði hans
og fæðir afkvæmi þeirra með skringilegum af-
leiðingum. Begotten vakti athygli kvikmynda-
áhugamanna, Time valdi hana eina af bestu
myndum ársins, en hún fékk litla dreifingu.
Merhige varð hins vegar eftirsóttur leikstjóri
auglýsinga og rokkmyndbanda, m.a. fyrir
Marilyn Manson (Anti-Christ Superstar). Um
Skugga vampírunnar segir hann: „Hún er
ekki hylling til Murnau eða þöglu myndanna.
Hún er ekki einu sinni kórrétt sagnfræði. Ég
nota Murnau til að velta fyrir mér hugmynd-
inni um sköpunarsnilld á 20. öldinni ... En um-
fram allt er myndin hrollvekjandi og fyndin
saga um kvikmyndagerð, fáránlegt, lífrænt og
gagntakandi eðli hennar.“
Hvað sem slíkri speki líður er Skuggi vamp-
írunnar með þeim forvitnilegustu á hátíðinni.
John Malkovich leikur Murnau og Willem
Dafoe er hinn dularfulli Max Schreck.
Fastur í æskunni
Forvitnileg er einnig ný mynd úr óháða
bandaríska geiranum, Chuck & Buck, gerð af
leikstjóranum Miguel Arteta, sem er frá
Puerto Rico og hefur áður getið sér gott orð
fyrir frumraunina Star Maps. Handritshöf-
undur myndarinnar, Mark White, leikur jafn-
framt annað aðalhlutverkið, Buck O’Brien, 27
ára gamlan mann, sem enn hugsar og lifir eins
og 11 ára drengur; hann býr hjá móður sinni,
hefur aldrei unnið eða stundað framhaldsnám,
hlustar aftur og aftur á gömlu plöturnar sínar,
leikur sér með bílana sína og nartar í sleiki-
brjóstsykra. Æskuvinur hans, Chuck eða
Charlie Sitter, hefur hins vegar fullorðnast
með eðlilegum hætti, er metnaðarfullur tón-
listarfrömuður á uppleið í Hollywood og býr
við vellystingar. Þegar móðir Bucks deyr leit-
ar hann Chuck uppi og býður honum í jarð-
arförina. Þeir hafa ekki sést í 15 ár en fyrir
Buck er Chuck enn besti vinur hans. Chuck
deilir ekki þeirri hugsun og þegar Buck flyst
til Los Angeles og hyggst setjast upp hjá vini
sínum vandast málið.
Mark White segist hafa verið orðinn leiður
á bíómyndum um fullkomið fólk sem lifir full-
komnu lífi. Buck er andstæða Chucks, sem
býr í paradís hinna fullkomnu, Los Angeles,
en handan við þá framhlið er óöryggi og ótti.
Miguel Arteta leikstjóri segir: „Ef ég ætti að
lýsa því í einu orði um hvað myndin fjallar frá
mínum sjónarhóli þá er það „fyrirgefning“.
Maður fyrirgefur því fólki sem hefur valdið
manni vandræðum og þá getur maður fyr-
irgefið sjálfum sér og fullorðnast.“
Auk Whites eru í aðalhlutverkum bræðurn-
ir Chris Weitz, sem leikur Chuck, og Paul
Weitz, en þeir eru þekktastir sem leikstjórar
grínsmellsins American Pie.
Einkalíf síamstvíbura
Önnur hnýsileg bandarísk mynd um sam-
skipti tveggja manna er Twin Falls Idaho eða
Síamstvíburarnir, sem gerð er af eineggja tví-
burum og fjallar um síamstvíbura sem þeir
leika sjálfir. Í upphafi myndarinnar kemur
falleg ung vændiskona inn í niðurnítt gamalt
hótel og bankar á herbergisdyr. Um leið og
hún gengur inn segir hún við myndarlegan
ungan mann sem kemur út úr baðherberginu:
„Hér er allt fullt af afstyrmum“ og bætir við
að hann líti þó út eins og venjulegur maður.
Hún hefur varla sleppt orðinu þegar hún sér
að þessi ungi maður er samtengdur öðrum
eins. Þessir menn eru semsagt óaðskiljanleg-
ir; þar af leiðandi eiga þeir ekkert einkalíf.
Kynni þeirra af ungu vændiskonunni raska
því heldur betur grónum samskiptum síams-
tvíburanna.
Síamstvíburarnir er frumraun tvíburanna
Michaels og Marks Polish; Michael leikstýrir,
þeir Mark skrifa handritið saman og fara með
aðalhlutverkin. Þeir eru 27 ára gamlir og hafa
alla tíð verið afar samrýndir. „Að vissu leyti,“
segir Mark, „fjallar Twin Falls Idaho um til-
finningar okkar hvors til annars.“ Þar fyrir
utan hafa þeir lengi haft óstöðvandi áhuga á
síamstvíburum, allt frá því þeir sáu mynd af
hinum frægu Chang og Eng Bunker sem
Skuggi vampírunnar: Vágestur herjar á tökustað.
Sögur: Forboðnar ástir
og forboðin kvikmyndagerð.
Skuldbindingin: Rannsóknarlögga sem getur ekki hætt.
Brauð og túlípanar: Húsmóðir finnur lífshamingjuna í Feneyjum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 7
Hriktir í stoðum: Leikhússtríð í New York.