Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001 HROTTAFENGIN ógnarstjórn Rafaels Trujillos einræðisherra í Dómeníska lyðveldinu er um- fjöllunarefni nýjustu skáldsögu perúska rit- höfundarins Marios Vargas Llosa, The Feast of the Goat (Veisla geitarinnar). Hið illa hefur sjaldan brugð- ist skáld- sagnahöf- undum, segir gagnrýnandi The New York Times Book Review en hann gefur bókinni sína bestu dóma. Titill bókarinnar vísar til „gælunafns“ Trujillos sem ríkti í Dóminíska lýðveldinu í þrjá- tíu ár eða þar til hann var tek- inn af lífi árið 1961. Bókin hefst er einræðisherrann er kominn á efri ár en lítur þó enn á sig sem kyntákn enda veit hann af langri reynslu að völd fást ekki aðeins með því að skaka hervopnunum einum. Vargas Llosa varð frægur með skáldsögunni La Ciudad y los Perros (Borgin og rakk- arnir) sem lýsir lífi unglings- stráka í herskóla. Hann hefur einnig samið smásögur, leikrit og þykir með allra beittustu greinahöfundum. Vargas Llosa bauð sig fram til forsetaemb- ættis í Perú árið 1990 en náði ekki kjöri. Konan bak við skáldið Út er komin í Bretlandi áhuga- verð ævisöga um Vivienne Eliot, eiginkonu bandaríska skáldsins T.S. Eliot. Bókin, sem er eftir Carole Seymour- Jones, heitir Painted Shadow. A life of Vivienne Eliot (Mál- aður skuggi. Ævi Vivienne Eliot) og er þar kafað ofan í hið umdeilda samband hjónanna. Þegar Vivienne Haigh-Wood giftist hinu stórhuga og upp- rennandi skáldi, sem var einn þeirra er mörkuðu upphafið að módernismanum í Bandaríkj- unum, hafði hún átt við heilsu- leysi að stríða allt frá barn- æsku. Giftist hún Eliot í nokkurs konar uppreisn gegn þrúgandi foreldrum. Áhrif Vivienne á skáldferil T.S. Eliot hefur verið umdeilt umræðu- efni. Mun hún hafa verið skáld- inu mikil uppspretta innblást- urs, nokkurs konar „músa“, eins og svo margar eiginkonur á undan henni. Beinn þáttur Vivienne við mótun skáld- skapar Eliot, er hins vegar um- ræðuefni. Sumir hafa haldið því fram að án þáttar eiginkon- unnar hefðu hinn frægi ljóða- bálkur The Waste Land (Eyði- landið), aldrei orðið til. Í ævisögunni, sem hlýtur veglega umfjöllun í nýjasta hefti bókmenntablaðsins, The Times Literary Supplement, veitir Seymour-Jones innsýn í líf og persónu hinnar andlega og líkamlega hrjáðu Vivienne enhún endaði ævi sína á geð- sjúkrahæli í Lundúnum eftir skilnað við skáldið níu árum fyrr. Þá er veitt innsýn í þann bókmenntaheim sem hjónin lifðu og hrærðust í, bóhemísk einkalíf þeirra, þar sem heim- spekingurinn Bertram Russel kom m.a. við sögu. ERLENDAR BÆKUR Geitar- veisla Vargas Llosa Mario Vargas Llosa V EIÐIÞJÓÐIN fyllir tómið milli slátrunar og jóla með bókaver- tíð og nú er mokafli ef marka má útgáfufregnir. Þetta er óvenju- snörp ásókn að þessu sinni – mikið og þétt skáldsagnaflóð – og minnir á leifturárás. Haustið hófst með fágætri veðurblíðu og undarlegu bókaleysi, ískyggileg þögn á bókamarkaði líkt og fugl hafi lent í ketti. Svo kom nóvember með snjó- og bókahríð. Það varð ókyrrð í loftinu, hraði og hasar, líkt og menn væru á hlaupum undan gjaldheimtunni. Þessi hamagangur gefur lítið næði til ígrundunar, bæk- urnar fá varla eðlilegan umþóttunartíma á mark- aði áður en jólin bresta á og ætla má að einhverjar þeirra úreldist sem söluvara. Atið hefur varla staðið nema fáeinar vikur og áreiðanlega tæpt um að fjölmiðlar geti sinnt þessu öllu í tæka tíð. Afreksmenn haustsins eru gagnrýnendur, því glöggur smekkur þeirra og hraðlestrartækni hef- ur fangað hvert bókmenntaafrekið af öðru og beint athygli að því, en samúð eiga þeir höfundar sem einungis sendu frá sér góð verk, þokkaleg eða fullboðleg, en engin snilldarverk „af fyrstu skúffu“, eins og þar stóð. Ef marka má bókadóma er ótrúlegur fjöldi snilldarverka uppistaða flóðs- ins í ár. Vonandi er það rétt mat, en tíminn einn mun skera úr um það. Síðast liðinn miðvikudag voru tíu titlar nefndir til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna á sam- komu bókafólks sem var sjónvarpað beint í Kast- ljósi. Fyrir tveimur árum varð eigi alllítið fár vegna tilnefninga til þessara verðlauna, að því er virtist vegna þess að barnabók komst á listann. Við al- ræði skáldsögunnar eiga aðrar bókmenntateg- undir að halda sig á mottunni og ástunda hnéföll í markaðstengdri tilbeiðslu. Síðan var ákveðið að leysa verkefnið á annan hátt til þess að komast hjá tilfinningalegu uppnámi vegna verðlaunanna. Dómnefndir svo og svo margra lesenda voru af- lagðar, en valdið fengið einstaklingi sem útgef- endur leggja varlega undir feld með allan staflann sér við hlið. Það má teljast snjallræði að fá einum lesanda alræðisvald til að útnefna bækur til verðlauna. Það er líkt og tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að heiðra einn góðan lesanda ár hvert með því að gefa honum kost á að nefna sínar eftirlætisbækur. Enginn er óskeikull eins og allir vita, og af þeirri ástæðu verður gagnrýni á valið marklaus og skoð- anaskipti minni en ella. Þetta er virðingarvert lof skeikulleikans, en hið nýja fyrirkomulag hefur skapað svo dæmalausa sátt um niðurstöðuna að umræða um hana og deil- ur heyra sögunni til. Mér dettur ekki annað í hug en þeir Torfi Túl- iníus og Jón Ólafsson hafi unnið sitt verk af trú- mennsku og víðtæk þekking á bókmenningu hafi komið þeim að notum. Ég efast heldur ekki um að hinir tilnefndu höfundar hljóti að vera vel að veg- semdinni komnir, þetta eru allt flottir höfundar, þó að gagnrýnendur sem tjá sig um bækur á þessu hausti vilji ugglaust sjá einhverjar aðrar bækur á listanum. Hvað sem því líður þá er fyr- irkomulagið ögn kostulegt og ekki vænlegt til að vekja þá athygli á bókmenntunum sem til er ætl- ast. Þarna býr reyndar fleira að baki því fyrirkomu- lagið má skoða sem tímanna tákn. Eftir árangurs- ríka þjóðarsátt og í efnahagsuppsveiflu seinustu ára höfum við æ oftar hneigst til að ýta hverskyns ágreiningsefnum til hliðar til að rugga ekki skút- unni. Þar af leiðandi þykir það nú ámælisverður dónaskapur að viðhafa aðrar en ríkjandi skoðanir. Sú ráðstöfun að upphefja einvald, eins konar bók- menntapáfa og véfengja ekki dóm hans er í stíl við skoðanafælni samfélagsins. FJÖLMIÐLAR LOF SKEIKULLEIKANS Á R N I I B S E N IFlestir virðast sammála um að þetta séu ein-staklega góð bókajól, eins og sagt er, þau bestu í ára- raðir. En er það eðlilegt ástand sem nú ríkir í íslensk- um bókmenntaheimi og kallað er flóð? Er það hollt og gott fyrir íslenskar bókmenntir að þær skulu nán- ast allar koma út á fjögurra til sex vikna tímabili fyr- ir jól ár hvert? Um það eru ekki nærri eins margir sammála. IIEkki verður tekin afstaða til þess hér hvort þaðeigi að lyfta íslenskum bókamarkaði upp úr jóla- farinu. Áhrifin sem þessi skipan mála hefur á um- ræðu um bókmenntir er hins vegar áhugavert um- hugsunarefni. Íslensk bókmenntaumræða fer aðallega fram í kringum jólin og það hefur orðið til þess að athyglin beinist mest að bókunum sem þá eru að koma út, eldri bækur liggja svo gott sem óbættar hjá garði. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur bendir á það í viðtali sem birtist í Lesbók í dag að skortur á umræðu um bókmenntir hafi gert Íslendinga einsýna á bókmenntir sínar, enn séu uppi gömul viðhorf, jafn- vel ættuð úr kaldastríðinu, sem blindi mönnum sýn á góðar bækur. Bendir Jón á klassíska höfunda tutt- ugustu aldar, svo sem Þórberg Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, þessu til sönnunar en vart verður sagt að þeir hafi hlotið þá umfjöllun sem þarf til þess að halda nafni þeirra og verkum í lifandi tengslum við samtímann. Jón Kalman segir hugsanlega sinnuleysi um að kenna, hugsanlega vettvangsleysi íslenskrar bókmenntaumræðu. IIIRaunar verður varla sagt að hin skamma orða-hríð sem jólabækurnar lenda í sé til þess fallin að vekja lifandi umræðu um þær. Flest er þar sagt í flýti. Umsagnir eru frekar skynhrif en tilraunir til al- varlegrar og ýtarlegrar greiningar, enda eru þær flestar gleymdar áður en árið er liðið. Klisjurnar og frasarnir ganga þó aftur ár eftir ár og hafa margar gert allt frá því á þarsíðustu öld, orðnar merkingar- lausar með öllu en vekja gamalkunnugar kenndir í sálardjúpunum. Fæstar bókanna lifa þessa skömmu en hörðu hríð. Á nýju ári fellur allt í dúnalogn. Engir tala um bækur, nema einstaka sérvitringar sem rotta sig saman í veislum og á vafasömum krám. Enn færri skrifa um bækur. Og þannig silast tíminn áfram í ellefu mánuði er annað flóð brestur á með annarri hríð og bókabéusar leggjast í var. IVÍslensk bókmenntaumræða einkennist öðrufremur af þessum löngu og endurteknu rofum ár hvert. Fyrir vikið verður hún staglsöm. Hugtaka- forði endurnýjast ekki með eðlilegum hætti vegna þess að hann er ekki í stöðugri notkun. Mörg jól tekur að innleiða ný hugtök í hina almennu bókmennta- umræðu þótt þau séu ef til vill viðurkennd í sértækari umræðu sem fram fer í sérfræðiritum og stofnunum. Í fjölmiðlum er sama stríðið háð ár eftir ár og alltaf sigra klisjufræðingarnir. VEn kannski býr stærri og óviðráðanlegri vandi aðbaki þessari stöðnuðu orðræðu um bókmenntir samtímans. Stóru hugtökin í bókmenntafræðinni, verkið, höfundurinn og bókmenntahugtakið sjálft ef því er að skipta, eru flest ættuð aftur úr nítjándu öld- inni, hlaðin rómantískum farangri um snilld og frumleika og innsæi og innblástur og samhengi og arf. Undan því fargi verður seint skriðið. NEÐANMÁLS ÞJÓÐERNISHYGGJA Íslendinga þykir sérstaklega varhugaverð og haldlítil í fjölmenningarlegu samfélagi eins og við erum að kynnast dálítið síðustu ár þegar innflytjendum úr fjarlægum löndum fjölgar í landinu. Það felur í sér margs konar félags- og menningarleg áraun fyrir þjóðfélög Vesturlanda, og því meiri sem þau eru fámennari. Við henni verð- um við að bregðast. En hvernig getur þjóðfélagið best lagað sig að hinni breyttu heimsmynd? Sú víðtæka miðstýring efnahagslífsins sem kommúnistaríkin byggðu á beið skipbrot sem alkunnugt er. Frelsi mark- aðarins varð kjörorðið, samhliða því að trú á ríkisrekstur beið hnekki en trú á einkavæðingu sem hið æskilegasta rekstrarform efldist til muna. Ekki er vafi á að einkarekstur er oft mun skilvirkari og hagkvæmari í atvinnulífinu en op- inber rekstur; það er gömul og ný saga að menn fara að jafnaði betur með eigið fé en það sem þeim er trúað fyrir úr sam- eiginlegum sjóðum. En þetta lögmál gildir ekki alls staðar. Það verður fráleitt þegar kemur að mik- ilvægum samfélagsstofnunum sem rekn- ar eru fyrir alla landsmenn og mynda undirstöðu eða bindiefni í menningarlífi þjóðarinnar. Þar er einkum átt við al- menningsskóla og útvarp allra lands- manna, Ríkisútvarpið. Um þá stofnun hefur löngum verið allgóð sátt, menn hafa verið á einu máli um að miklu skipt- ir að þjóðin eigi slíkan fjölmiðil í almenn- ingsþjónustu sem hún getur jafnan treyst og ekki er rekin með hagnaðarvonir að leiðarljósi. Nú er uppi ágreiningur um rekstrarform Ríkisútvarpsins sem hefur staðið viðgangi þess fyrir þrifum á síð- ustu árum og sett rekstur þess í úlfa- kreppu. Mál er að þeirri óvissu linni. Gunnar Stefánsson Andvari Snilld á hverri síðu „Í mörgum bókum er snilld á hverri síðu, mikið er af tímamóta- og snilld- arverkum og margar bækur eru skrif- aðar af þeirri leiftrandi stílfimi sem hæfir höfundunum einkar vel. Frásagnargáfa margra þeirra fær að njóta sín til fulls í varhugaverðum gimsteinum þessara rómuðu höfunda sem hlotið hafa fá- dæma viðtökur gagnrýnenda og farið sigurför um heiminn erlendis sem hér- lendis. Litrík persónusköpun er víða, kostulegur húmor, æsispennandi at- burðarás sem heldur lesandanum hug- föngnum í greipum sér, margslungin, hver bók er margvísleg, ísmeygileg, meistaralega skrifuð og nýstárleg perla sem tekst á við áleitnar spurningar þar sem púlsinn er tekinn á samtímanum og djúpt og frumlegt skáldverk skapað úr sögu þessa lands í senn,“ segir V. Berg- mann. Kistan www.kistan.is Morgunblaðið/Sverrir Kuldar. RÚV Í BREYTTUM HEIMI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.