Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001 5 þar í kring, er líka kirfilega sviðsettur í veru- leikanum. Sá sem fer um þennan stað mun sjá að þessi þorp eru til, þau eru þarna, en þau virð- ast ekki vera af þessum heimi. Þú stígur heldur ekki þarna inn með einhverjar jarðneskar kröf- ur,“ segir Vigdís og hlær. „Þar er fólk sem lifir í allt öðrum veruleika og það er bara gott á mann að uppgötva að ævintýrin eru til. Þau eru raun- veruleg. Ég var þarna í fjóra mánuði í fyrra og þá uppgötvaði ég þetta. Þær persónur sem búa í þorpunum eru einnig meira og minna byggðar á raunverulegu fólki. Maríurnar tvær sem vinna á bar í einu þorpinu eru til. Marían yngri býr annars staðar, en ekur á hverjum degi langa leið til þessa litla þorps til þess að vera hjá móð- ur sinni sem hræðist svo myrkrið. Þetta fólk er þarna allt og hundarnir líka. Skiltin sem Lenni, faðir Rósu, vinnur við að búa til í bókinni, eru mörg þarna við hraðbrautina. Og þar er oft aug- lýst er eftir fólki sem hefur horfið. Við megum ekki gleyma því að ævintýrin eru svo víða. Og það þarf heldur ekki að fara alla leið til Ameríku til að finna þau. Við finnum slík ævintýri einnig í mörgum þorpum á Íslandi. Seyðisfjörður, að vetri til, með allri sinni kyrrð, er ævintýri.“ Vig- dís bætir því við að kannski skynjum við þorp á borð við Cerrillos í Nýju-Mexíkó sem ævintýri, vegna þess að þar er hægt að finna þá kyrrð sem við höfum ekki. „Þetta er kannski nokkurs konar kyrrðarrómantík. En kyrrðin er ævin- týraleg, því við þráum hana og þurfum á henni að halda. En ég finn þessa kyrrð á stöðum eins Seyðisfirði, Vopnafirði og Raufarhöfn. Mér finnst að við ættum endilega að varðveita þessi þorp og þessa kyrrð.“ – Er sagan þá kannski bara hversdagsleg? „Lífið getur aldrei orðið hversdagslegt, hvað sem maður annars reynir. Það sem er svo frá- bært við lífið er að maður getur aldrei vitað hvað á eftir að gerast. Á næsta klukkutímanum getur allt breyst. Það er um þetta sem listin snýst í raun. Hún er ekki eitthvert háalvarlegt, einkennilegt og dularfullt fyrirbæri. Listin er bara lífið. Menn mættu gá að sér þegar þeir tala um „list“ og „listamenn“, innan einhverra fjar- lægra, upphafinna formerkja. Fólk dettur inn í alls konar klisjur og vont samhengi þegar það hugsar um það sem er bara partur af lífinu og gefur því svo yndislegt samhengi. Ég sagði áð- an að líf mitt snerist um það að finna út hvað aðrir eru að hugsa. Þetta er það sem öllu máli skiptir, því það þarf að leita að listinni í lífinu þótt hún sé alls staðar. Það býr saga í hverri manneskju og söguefnið er því óþrjótandi. Ég er að lesa alveg yndislega bók sem heitir Ljóð- tímaleit eftir Sigurð Pálsson. Í fyrsta ljóðinu fjallar hann um augnablik hugsana þegar þú ert að vakna, sem ekki er hægt að skrá. Það er aldrei neitt blað við höndina, til þess að skrá þetta sem á sér stað á milli draums og vöku, á þessum tíma sem er í raun ekki til, sem svo fáum tekst að næla í – kannski engum. Það er ljóðtími í öllu fólki, voðalega spennandi tími, sem ekki er hægt að ná, en allir eiga sam- eiginlegan. Hann kallar þetta bil ljóðtíma. Það er þessi ljóðtími sem við erum stöðugt að reyna að nálgast, í lífinu og í skáldskapnum. En það sem menn flaska oft á er að draga einhverja línu á milli lífsins og skáldskaparins.“ – Nú skipar listin og listsköpunin iðulega mikilvægan sess í þínum sögum. Kristín Viðars- dóttir orðar það svo að í verkum þínum sé í raun sífellt verið að glíma við spurningar um list og samband hennar við veruleikann, auk spurn- inga um stöðu listamannsins gagnvart þessum veruleika í list sinni. Liggur hér beint við að vísa til listamannsins Gríms í Kaldaljósi. Kristín tengir þessar spurningar um list beint við um- fjöllun þína um stöðu manneskjunnar í ótrygg- um heimi og mismunandi aðferðir hennar við að „lifa lífinu“. Er Lúna, vinkona Rósu, kannski nokkurs konar lykilpersóna í sögunni? Hún sækir listrænan efnivið málverka sinna í frá- sagnir og reynslu Rósu vinkonu sinnar. „Jú, Lúna túlkar, hún túlkar til dæmis sögu- lokin í málverki. En við verðum að athuga að það er hennar málverk – og hennar túlkun. Það verður hver og einn lesandi að búa til sitt mál- verk um söguna.“ Tilvera rithöfundarins – Í sögum þínum er svo oft glímt við hluti sem enginn talar um, og sem helst má ekki tala um. Hefur þú kynnst þeim myndum sem lesendur mála af sögum þínum, hefurðu fengið bein við- brögð frá þeim? „Ég hef alla tíð fengið mjög mikil viðbrögð frá lesendum mínum. Þar fæ ég hrós, og heyri frá fólki sem er ánægt, en aðrir eru óánægðir. Ólík viðbrögð eiga auðvitað rétt á sér, og stundum sjá lesendur eitthvað í text- anum sem ég hef ekki gert mér grein fyrir. Um daginn fékk ég tölvupóst frá lesanda, sem benti mér á túlkunarleið á lokum sögunnar í Frá ljósi til ljóss sem ég hafði ekki séð fyrr en þá. En um- fram allt bregst fólk við sögum mínum og það þykir mér vænt um. Það er gott að vita að það er mikið lesið hérna á Íslandi og það skyldi ekki vanmeta.“ – Eru jákvæð viðbrögð lesenda mikilvæg þér sem rithöfundi? „Þau eru auðvitað mjög mikilvæg, en ég hugsa að þótt ég fengi ekkert annað en skamm- ir myndi ég samt skrifa. Það að skrifa er eitt- hvað sem ég geri af innri þörf, og eitthvað sem ég verð að gera. Börnin mín tvö hafa líklega kynnst þessu best, því ég hef svo oft lofað þeim að hætta eftir „þessa“ bók. En áður en þau vita af er ég byrjuð aftur. Og alltaf hafa þau sagt, „já en mamma þú lofaðir að hætta eftir þessa“, en nú hafa þau sætt sig við þetta. Þetta eru líka góð börn.“ – Þarftu að berjast við skáldskaparþörfina? „Nei, skrifin sjálf eru mér engin átök, þau eru það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef aldrei fundið fyrir neinni baráttu við pennann, eins og það er oft orðað. Það eru mér miklu meiri átök að muna eftir því að hengja upp úr þvottavélinni. Það eru hins vegar mikil átök í því að svíkja börnin sín, en með tímanum hef ég – og þau líka – lært að það þýðir ekkert að lofa einu eða neinu hvað skrifin varðar.“ – Ég minntist áðan á það að sagan þín nýja virðist bera með sér nokkurs konar andblæ töfraraunsæis. Mig langar að lokum að spyrja þig hvort þú getir nefnt einhverja áhrifavalda á þig sem rithöfund. „Áhrif annarra eru örugglega mikil og mörg, nokkurs konar samsafn alls þess sem ég hef les- ið frá því að ég var barn. Ég hef alla tíð lesið mjög mikið, bæði af íslenskum og erlendum bókum. Sem rithöfundur er ég alltaf að reyna að átta mig á því hvernig aðrir hugsa, og hvað býr í öðrum. Ég veit um mig, en hvað eru aðrir að hugsa? Til þess að komast að því verð ég bara að vera leitandi og forvitin út í eitt. Þannig að ef ég á að nefna eitthvað sérstakt, þá les ég mikið ævisögur. Mér finnst sögur af ævi fólks mjög áhugaverðar, en um leið er ævisagan spennandi form sem mikið er að gerast í. Í tengslum við ævisögur vakna einnig margar spurningar um bókmenntir yfirleitt. Í raun eru kannski allar bækur ævisögur á sinn hátt, og sérstaklega þær bækur sem ætla sér alls ekki að vera það,“ segir Vigdís og hlær að þessari uppgötvun sinni. – Eru þínar bækur þá líka ævisögur? „Já, núna þegar ég er farin að tala um þetta, þá finnst mér það. Ég hef líklega alltaf verið að segja nýja og nýja ævisögu. Ævisögur sem eru að gerast núna, gerðust í gær, og eiga eftir að eiga sér stað. En ég hef satt að segja aldrei hugsað út í þetta áður. „En það er nú alltaf best þegar maður er að byrja að hugsa ...“ segir hún og mátar saman hugtökin „ævi manns“ og „æv- intýri“. „Hérna erum við búnar að þurrka út enn eitt bilið! “ Samtali okkar Vigdísar um söguheima henn- ar, ævintýrin, og tilveru rithöfundarins er senn að ljúka, enda sólin komin hátt á loft og tími til kominn fyrir höfundinn að snúa sér að öðrum verkefnum. En hvað liggur svo fyrir eftir jóla- bókatíðina? Þeirri spurningu segist hún ekki geta svarað, en þó veit hún að leiðin liggur á endanum til þorpanna í kringum Santa Fe. „Ég er að hugsa um að fylgja þessu fólki eitthvað eftir þar,“ segir Vigdís að lokum og ævintýrið heldur áfram. Morgunblaðið/Einar Falur „Hjá mér hefur skáldskap- urinn kannski fyrst og fremst snúist um það að skilja hvern- ig fólk hugsar, hvaða leið það velur sér við þær aðstæður sem því eru gefnar. Til að komast nær þeim skilningi, getur maður þurft að hugsa ákveðna hluti alveg upp á nýtt.“ heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.