Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 15
um sjálfar sig, sveigjanleiki, flexibilitet, það
sem gildir.
Annað sem er einkennandi fyrir Norman
Foster er sú áhersla, sem hann leggur á lit-
inn, enda hefur hann að kjörorði; litur er tjá-
skipti, á þetta jafnvel við í hinum minnstu
blæbrigðum grátónaskalans (sagði ekki Céz-
anne, að enginn væri málari nema að hann
gæti málað í hvítu gráu og svörtu!). Danski
málarinn og litafræðingurinn Per Arnoldi er
hér helstur samstarfsmaður Fosters og ráð-
gefandi og kröfuharkan slík um rannsóknir á
minnstu blæbrigðum, að hann hefur látið hafa
það eftir sér að eftir þrjá fundi sama daginn
sé hann að niðurlotum kominn.
Hér er ekki á ferðinni uppskrúfaður hraði
og vinnuþrældómur, heldur eldmóður og
ósýnilegur járnagi er svífur yfir vötnum hjá
yfir sex hundruð manna lúsiðnu starfsliði,
sem þekkir sínar leikreglur í bak og fyrir, og
iðulega vinnur að hundrað verkefnum sam-
tímis. Rýmið er sextíu metra löng teiknistofa,
Foster and Partners, þar sem átta metrar eru
til lofts og fólk vinnur í smáhópum við níu
löng skrifborð. Að sjálfsögðu hefur Norman
Foster sjálfur teiknað húsið sem er á nokkr-
um hæðum, með útsýni yfir Thames-fljót, býr
yfir vinnustaðnum og hefur ræktað birkiskóg
á þeirri fjórðu.
Það var einstök og lærdómsrík lifun að
blanda sér í hóp hins mikla mannfjölda, sem
af áhuga íhygli og opnum huga fikraði sig
áfram um þessa frábærilega vel upp settu
verkstæðissýningu á vinnuferli hins sextíu og
fimm ára gamla arkitekts, sir Normans Fost-
ers, félaga hans og samstarfsfólks.
Stóraldarturninn í Tókýó, 1989.
Viðskiptabankinn í Frankfurt, 1994–96.Stóraldarturninn í London, 1996.
Skrifstofubygging í Singapúr, Malasíu, 1997.
Hluti hvolfþaksins á ríkisþinghúsinu í Berlín, 1995–-99.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001 15
MYNDLIST
Árnastofnun: Handritasýning opin
þri.–fös. 14–16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Gjörn-
ingaklúbburinn. Til 6.1.
Gallerí Reykjavík: Jónína Guðnadótt-
ir. Til 17. des. Benedikt F. Lafleur.
Til 30. des.
Gallerí Skuggi: Jón Sæmundur Auð-
arson og Páll Banine. Til 23. des.
Gallerí Sævars Karls: 27 nemendur
LHÍ. Til 14. des.
Gerðarsafn: Fjórir listamenn. Til 20.
des.
Gerðuberg: Þórunn Sveinsdóttir. Til
16. des.
Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til
20.2.
Handverk og hönnun, Aðalstræti 12:
Jólasýning. Til 19. des.
i8: Roni Horn. Til 12.1.
Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Sýning
félagsmanna. Til 16. des.
Listasafn Akureyrar: Óli G. Jóhanns-
son og Kristján Davíðsson. Til 16.
des.
Listasafn ASÍ: Jólakort Hrings Jó-
hannessonar og Þorra Hringssonar.
Til 16. des.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Gunnlaugur Schev-
ing. Til 9. des.
Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró.
Til 1.1. Guðmundur R. Lúðvíksson.
Til 20.1.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Tékk-
nesk glerlist. Til 13.1.
Listhús Ófeigs: Samsýning fimm
listamanna. Til 12. des.
Ljósmyndasafn Rvíkur, Grófarhúsi:
Samsýning 17 ljósmyndara. Til 9. des.
Norræna húsið: Ævintýrasýning. Til
9. des. Vefjarlist.Til 13.1.
Skálholtskirkja: Anna Torfad. og
Þorgerður Sigurðard. Til 31. des.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Hallgrímskirkja: Jóhann Friðgeir og
Mótettukórinn. Kl. 17.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Cap-
ut: Kolbeinn og Vala. Kl. 14. Guð-
mundur Kristmundsson. Kl. 16.
Sunnudagur
Hallgrímskirkja: Kvennakór Reykja-
víkur. Kl. 17.
Hjallakirkja, Kópavogi: Ólafur Kjart-
an Sigurðarson, Guðrún Birgisdóttir,
Lenka Máatéová og Kór Hjallakirkju.
Kl. 20:30.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Cap-
ut: Aðventutónleikar. Kl. 17.
Langholtskirkja: Söngsveitin Fíl-
harmónía og Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Kl. 20:30.
Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna. Kl. 17.
Seltjarnarneskirkja: Gerður Bolla-
dóttir sópran, Berglind María Tóm-
asdóttir flauta og Júlíanna Rún Indr-
iðadóttir, píanó. Kl. 20.
Mánudagur
Neskirkja: Aðventut. Íslandsdeildar
Amnesty Intern. Kl. 20.
Þriðjudagur
Hallgrímskirkja: Kvennakór Reykja-
íkur Kl. 20.
Mosfellskirkja: Diddú og drengirnir.
Kl. 20:30.
Fimmtudagur
Mosfellskirkja: Diddú og drengirnir.
Kl. 20:30.
Víðistaðakirkja, Hafnarfirði:
Kvennakór Hafnarfjarðar, Karlakór-
inn Þrestir og kór eldri Þrasta. Kl.
20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Hver er hræddur við
Virginíu Woolf?, 8., 9. des. Karíus og
Baktus, 8., 9. des.
Borgarleikhúsið: Fjandmaður fólks-
ins, 9. des. Blíðfinnur, 8., 9. des. Með
vífið í lúkunum, 8. des. Beðið eftir
Godot, 8. des.
Íslenska óperan: Skuggaleikhús Ófel-
íu, 9. des.
Möguleikhúsið: Jólarósir Snuðru og
Tuðru, sýningar alla vikuna.
Kaffileikhúsið: Missa Solemnis, 9.
des.
Leikfélag Akureyrar: Blessað barna-
lán, 8. des.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U