Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001 9
Hver kallar?
Ein hryðjan er sneggri
en önnur
hljómar eins og her sæki fram
undir lúðraþyt.
Hver æpir?
Hvert hljóð eins og grátstafir þess
sem staðinn er að verki.
Hver hrópar?
Vindhviðurnar sterkar og kraftmiklar
eins og krafizt sé réttlætis af himni.
Það er íslenzkur vindur,
íslenzkt rok.
Í köldum vindi
gamalt fólk
teinrétt í baki,
glaðlegir drengir
og áhyggjulausir
í sterkum vindi
og stúlkurnar finna falleg strá
og sterkleg.
Vindurinn öskrar
rekur óvættir á flótta,
draugar og forynjur hlaupa undan,
vindurinn öskrar
og sópar rykinu burt.
Hvort sem fólki líkar betur eða ver
verður furan aldrei gömul
í vindinum
og í vindinum verða fjallablómin einkar fögur.
En að vori verður jörðin
jafnvel enn fegurri en áður.
ÍSLENZKT REGN
Þegar ég upplifði þig
í fyrsta sinn
ásakaði ég þig og hataði,
ástæðan:
þú skyggðir á bláan himin
þú huldir fallega sólina
og ég varð þunglyndur.
Hægt
hvarf hatur mitt á þér
en mér gramdist þó við þig,
þú ert regn án þrumunnar,
án eldingarinnar.
Ávallt mjúkmál, syngur aldrei glaðlega,
grætur ekki. Ég veit ekki einu sinni
hvenær þú dembist yfir
og styttir aftur upp.
Mér féll betur við þig
þegar þú misstir stjórn á skapi þínu.
Þú barðir á dyr mínar og glugga
ásamt þjáningarbróður þínum íslenzka
vindinum.
Eins og þú vildir segja
að þú gætir einnig verið æsandi og kraftmikil,
að þú gætir einnig unnið sigra,
að gleðin væri einnig í fylgd með þér.
Nú
hef ég allt í einu tekið eftir því
að þú hefur farið með dropaköstum
í þrjá daga samfleytt
og ég er ekki einu sinni óánægður.
Hvers vegna?
spyr ég sjálfan mig.
Ég sá glitrandi dropa þína
þvo tré og hús
þú nærðir blóm og grös
og gerðir loftið rakt,
ég sá þig
hverfa í jörðina, sá
að þú gazt verið þögult regn
sem hverfur djúpt í jörðina
og leysir af ákefð upp
bundin steinefni.
Og þegar þú flæðir á yfirborðinu
glitrarðu af sjálfsánægju,
af því þú ert orðin flekklaus og tær.
Þegar þú snýrð þér að mannslíkamanum,
þegar þú snertir hörund okkar
er árangurinn augljós.
Hörund stúlknanna hvítt og silkimjúkt
vegna þín.
Konurnar svo grannar
vegna þín.
Augu drengjanna svo björt
og hendur mannanna svo fjölhæfar,
allt vegna þín.
Og gamlir menn stöðugir í spori,
gamlar konur aðlaðandi eins og dansmeyjar.
Mér er orðið vel við þig,
íslenzka regn.
Þú ert óeigingjarnt regn,
þú ert viðkvæmt regn,
þú ert dýrmætt regn.
Mér er ekki lengur í nöp við þig, ég get ekki
lengur verið án þín.
Íslenzka regn!
Matthías Johannessen þýddi.
WANG RONGHUA
Höfundur er sendiherra Kína í Reykjavík. Hann birti fyrr á þessu ári Íslandsljóð í kínversku tímariti um samtímabókmenntir.
VINDURINN ÍSLENZKI
m
n-
í
n-
og
m
u.
g-
ið
ar
og
r-
ke
og
nt
a.
ið
d-
ur
st
m
og
ar
t-
ú-
og
ns
fi-
m
m
ni
al-
ísk ljósaverk sem flóknar kraðak-innsetningar og
auðvitað ljósmyndir af öllum gerðum. Frekar lítið
fer fyrir málverkum þó að ástæðulaust sé að gefa
út margumbeðið dánarvottorð þess. Nýja mál-
verkið er orðið gamalt og í staðinn hefur komið
framtíðarmálvekið, sem lítur oft út eins og teiknað
og málað í tölvu. Sýningin leggur áherslu á mynd-
list gerða í Berlín frá 1989 til 1999. Hamburger
Bahnhof er eitt af nýju nútímalistasöfnunum í
borginni og þar er stöðug sýning á verkum úr
safni stórtækasta safnara Berlínar, Erichs Marx.
Komin inn á listasafn virkar neðanjarðarmyndlist
ungu kynslóðarinnar oft steríl og leiðinleg því það
vantar einfaldlega stemmninguna sem er í kring-
um kjallararýmið, íbúðina, klúbbinn eða hústöku-
gengið. Fyrir sum verkin er þetta allt í lagi en önn-
ur virka bara tilgerðarleg og sviðsett.
Það er mikið rót á menningarlífinu í Berlín,
ótrúleg framkvæmdagleði og svo samdráttur í öll-
um fjárveitingum til menningarmála hefur ef til
vill gert myndlistarheiminn enn harðari í borginni.
Fjöldi listamanna þarf að bítast um smáan markað
en það hefur sennilega leitt til þess að myndlistin í
Berlín er ekki eins háð markaðslögmálum og víða
annars staðar. Listamennirnir hafa lært að bjarga
sér í gegnum tíðina og það er reynsla sem þeir
munu búa að. Þungaviktin í myndlist Evrópu hef-
ur verið að flytjast í mismiklum stökkum til borg-
arinnar og sú þróun mun að öllum líkindum halda
áfram. Allt þetta gerir borgina að spennandi vett-
vangi fyrir þá sem hafa áhuga á framsækinni nú-
tímamyndlist.
rlin-Mitte.
Morgunblaðið/Hlynur Hallsson
stir ganga yfir gipsplötur sem brotna undan manni.
Höfundur er myndlistarmaður.