Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001 3
Á
tuttugustu öld var það al-
mennt haft fyrir satt að
erfðabreytingar gerðust
með tilviljanakenndum
stökkbreytingum sem
náttúrulegt úrval síðar
léti aftur hverfa eða
standast ef aðstæður
leyfðu. Stökkbreytingar eru breytingar á
forriti genanna. Það eru þess vegna genin
sem þróast, ekki tegundirnar í sjálfu sér,
þær eru aðeins afleiðing af þróun genanna.
Og menn hljóta að spyrja: Er það þá bar-
átta tegundanna – The Survival of the Fitt-
est – sem stjórnar framþróuninni? Er það
ekki fremur barátta genanna?
Og það vekur aftur spurningu: Hvers
vegna breytast genin? Og hér stöndum við í
byrjun þriðja árþúsundsins í svipaðri að-
stöðu og hópur genafræðinga sem villtist í
Alpafjöllun. Leiðtoginn grúfði sig lengi yfir
landabréf, tók sólarhæðina og athugaði
kompásinn og hópurinn beið eftir svari.
Loks leit fræðimaðurinn upp og benti á
hátt fjall framundan.
Sjáið þið þetta fjall þarna?
Já, við sjáum það.
Það horfðu allir á hann vongóðir.
Sjáið þið til. Þetta kort sýnir að við erum
staddir uppi á tindi þess.
Við vitum að tegundir verða útdauðar
vegna breytinga sem gerast í náttúrunni.
Náttúruhamfarir geta útrýmt fjölda teg-
unda. Miklir frumskógar á stærð við
Sahara geta breyst í eyðimörk. Það eru
ekki alltaf þeir sterkustu sem eru hæfastir
til að bjarga sér. Og hverjir reynast hinir
hæfustu vita menn aldrei fyrr en eftir á.
Á þriðja árþúsundið eftir að breyta hug-
myndum okkar um þetta? Á það eftir að
rannsaka hvernig gen læra, hvernig ytri
aðstæður breyta þeim? Tekst þriðja árþús-
undinu að sýna fram á hvernig þetta gerist
nákvæmlega? Eða breytast genin af öðrum
innri orsökum? Menn hafa í byrjun þessa
árþúsunds kortlagt genin sem bók lífsins.
Munurinn er sá að í venjulegri bók stendur
hvert orð óbreytt á sínum stað en í þessari
bók lífsins breytast orðin, mjög lítið, mjög
hægt, en þessar litlu breytingar breyta öllu
þegar tímar líða. venjuleg bók er flat-
armálsfræðileg, bók lífsins er dynamísk.
Þar er allt á hreyfingu og allt breytingum
háð. Góðar breytingar eru komnar til að
vera og slæmar breytingar, til dæmis af
slysni eða af manna völdum, hverfa. Stund-
um gerast að því er virðist mjög miklar
breytingar á tegund án þess að genin séu
þar að verki. Villisvín til dæmis sem eru
tekin og gerð að stríðöldum húsdýrum geta
margfaldast að stærð eftir tiltölulega fáar
kynslóðir. Við þekkjum öll að langömmur
okkar og afar og þeir sem lifðu af ísöld hina
minni á Íslandi voru orðin um það bil einn
metri og sextíu sentimetrar á hæð. Fáum
kynslóðum síðar eru Íslendingar orðnir yf-
ir tveir metrar á hæð. Þetta og fjölmargt
annað eru vistfræðilegar breytingar. Ef
svínin eru flutt aftur af bújörðinni og lifa
við þröngan kost tekur það aðeins fáar kyn-
slóðir að breytast aftur í hina upphaflegu
stærð. Ef Íslendingar þyrftu að lifa í ein-
angrun við sams konar kjör og á sautjándu
og átjándu öld yrði mannfólkið brátt næst-
um því óþekkjanlegt miðað við það sem nú
er. En allar hinar varanlegu breytingar
gerast aðeins í genunum.
Ég á von á því að þriðja árþúsundið leggi
meiri áherslu á að tengja saman ytri og
innri orsakir í eina skiljanlega heild.
Darwin hefur ekki alls staðar rétt fyrir
sér. Á tímum mestu náttúruhamfara af
völdum stórra loftsteina ellegar ofurgosa
sem hafa komið á ármilljóna fresti gefst
enginn tími til aðlögunar. Þar gildir eitt
lögmál. Hinir heppnu lifa.
BÓK LÍFSINS
RABB
G u n n a r D a l
gunnardal@torg.is
STEINN STEINARR
AFMÆLISKVÆÐI TIL
GUÐMUNDAR
SIGURÐSSONAR
Afmælis- ég -óðinn dikta
undir góu daufri sól.
Leiðist mér við ljóð að fikta,
lítið fékk ég af því hól.
Fáa léttar veit ég vigta
vegligum uppi Bragastól.
Sína skyldu samt má gera.
Sit þú heill að hverri skál!
Gakk á snið við frost og frera,
freisti þín hvorki synd né tál.
Ódrykk skal þér enginn bera,
ölvaður sértu í bæði mál!
Leggi gæfan langan planka
lækinn yfir hvar þú fer,
svo þú hvorki sál né skanka
svínir út í veröld hér.
Sérhver skuld við sjóð og banka
sjálfkvitt brosi móti þér.
Blessist æ þitt hús og hagur
Herrans undir fingurgóm,
allur sé þinn ævidagur
uppdubbaður og laus við gróm.
Þú sért hvorki þurr né magur.
Þín sé Bókin aldrei tóm!
Þetta ljóð Steins birtist fyrst í öðru bindi nýrrar ævisögu hans eftir Gylfa Gröndal
en Steinn orti það á þrítugsafmæli Guðmundar 27. febrúar 1942, að því er
fram kemur í bókinni. Bókin sem nefnd er í síðustu hendingu með stórum staf er,
að sögn Gylfa, skömmtunarbók fyrir áfengi sem tíðkaðist á hernámsárunum
þegar flestar vörur voru af skornum skammti. Í ævisögunni eru einnig birtar slitr-
ur sem varðveittar eru úr afmæliskvæði Steins um Þórberg Þórðarson en það
ljóð lauk skáldið sennilega aldrei við.
Ýmislegt um risa-
furur og tímann
nefnist ný skáldsaga eftir Jón Kalman Stef-
ánsson. Þröstur Helgason ræddi við Jón um
verkið en það er byggt á æskudvöl höfundar
hjá afa sínum og ömmu í Stafangri í Noregi.
Jón segir um uppsprettu verksins: „Ástæðan
fyrir því að bernskan heillar sem söguupp-
spretta er held ég sú að fjarlægðin gefur
manni ótakmarkað frelsi til að umskapa at-
burði. Minnið er brenglað, atburðir eru óljós-
ir – eða það sem þú manst gerðist aldrei.“
Berlín
er miðja þýsks menningarlífs, segir Hlynur
Hallsson sem skrifar um myndlistarlífið í
borginni eftir að múrinn féll og vestur- og
austurhlutinn sameinuðust. „Þungaviktin í
myndlist Evrópu hefur verið að flytjast í mis-
miklum stökkum til borgarinnar og sú þróun
mun að öllum líkindum halda áfram. Allt
þetta gerir borgina að spennandi vettvangi
fyrir þá sem hafa áhuga á framsækinni nú-
tímamyndlist,“ segir Hlynur.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
Frá ljósi til ljóss
nefnist nýjasta skáldsaga Vigdísar Gríms-
dóttur. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við hana
um verkið sem segir frá Lenna, Róberti, Rósu
og fleiri sögupersónum sem eiga sér ótal
leyndarmál og heitar óskir.
Sir Norman Foster
sem ótvírætt er einn af stjörnuarkitektum
heimsins í dag vinnur í hátækni á mann-
eskjulegu nótunum. Ekkert verkefni Fosters
er svo stórt um sig að hið lífræna sé ekki í
fyrirrúmi. Bragi Ásgeirsson skoðaði frábæra
sýningu á ýmsum verkefnum hans sem fram
til 9. desember liggja frammi á Lousiana í
Humlebæk.
FORSÍÐUMYNDIN
er tekin í prentsmiðjunni Odda. Ljósmyndari: Kjartan Þorbjörnsson (Golli).