Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001 13
ÖLDUGANGUR, eldtungur, jarð-hræringar. Allt er þetta partur aftónheimi Jóns Leifs. Það er eins ogmaðurinn hafi fangað sjálfan frum-
kraftinn. Hleypt honum síðan út í skömmtum
fyrir milligöngu hljómsveitar, stórrar, kraft-
mikillar. Að manni sækja hljóð úr öllum áttum.
En Jón átti aðra rödd, smærri, hógværari.
Hana má heyra í sönglögum hans sem Finnur
Bjarnason tenórsöngvari og Örn Magnússon
píanóleikari senda frá sér eftir helgi í formi
geislaplötu, Söngva.
32 lög eru á plötunni, öll sönglög Jóns Leifs
fyrir rödd og píanó, að því er Örn og Finnur
komast næst, og spanna þau allan tónsmíðafer-
il hans. „Elsta verkið, ópus 4, eða fjórða út-
gefna verk Jóns, er samið rétt eftir 1920 og
yngsta verkið er samið 1959. Þannig að í þessu
er mikil breidd,“ segir Örn og Finnur bætir við
að elstu lögin séu mörg hver tilraunakennd í
tónmáli en þau yngri „ekta Jón Leifs“.
Jón er þekktastur fyrir stærri verk, einkum
og sérílagi hljómsveitarverk, en Örn og Finnur
benda á að hann hafi alla tíð gripið í sönglagið
með stærri tónsmíðum.
Tók ástfóstri við
hina fornu kappa
Jón var, sem kunnugt er, mikill áhugamaður
um fornbókmenntir og sótti iðulega innblástur
í sögur af kempum, eins og í Eddu og Sögu-
sinfóníunni. Þess sér líka glöggt merki í söng-
lögunum. „Yfirgripsmikil þekking Jóns á bók-
menntaarfinum kemur vel í ljós við val á
textum. Hann tók ástfóstri við hina fornu
kappa. Fann í þeim fyrirmynd,“ segir Finnur
og bætir við að þegar hann velji ljóð seinni
tíma skálda, svo sem Jónasar og Einars Ben.,
séu þar oftar en ekki hetjuminni á ferðinni
líka.
Annars er mikil breidd í ljóðavali tónskálds-
ins. „Þetta er allt frá hetjunum Agli, Skarp-
héðni og Njáli að Halldóri Laxness – og allt
þar á milli,“ segir Örn.
Að áliti Finns eru lögin engin lömb að leika
sér við. „Þau eru mjög krefjandi – eins og að
klífa þrítugan hljómhamarinn. Lögin eru líka
ólík að gerð, allt frá hugljúfum vögguljóðum
yfir í æsilega hetjubardaga. Ég var lafhræddur
við þetta í fyrstu, það viðurkenni ég fúslega.
„Þetta er ekki hægt!“ hugsaði ég með mér. En
auðvitað snýst þetta, eins og allt annað, fyrst
og fremst um æfingu – ég bara söng og söng
þangað til ég fann leið.“
Söngvarinn er ekki á villigötum ef marka má
orð Arnar. „Finnur hefur staðið sig eins og
hetja.“
Lögin bera líka öll merki góðrar tónlistar, að
mati píanóleikarans. „Það er einhver kynngi-
kraftur í þessari músík. Lögin líta mörg hver
sakleysislega út en vaxa í höndunum á manni –
fylla mann ofurkrafti. Það verður til ný vídd
við kynnin. Það er einkenni góðrar tónlistar.
Þetta hefur verið afskaplega gefandi glíma.“
Platan Söngvar á sér ríflega þriggja ára að-
draganda. „Ég er búinn að eiga þessar nótur í
mörg ár en lagði lengi vel ekki í þetta. Þetta er
svo mikið! Það var svo fyrir um þremur árum
að ég fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri
tími til kominn að ráðast í verkið enda var
hundrað ára fæðingarafmæli Jóns þá á næstu
grösum. Þá fór ég að huga að söngvara og
hringdi í Finn. Við höfðum aldrei unnið saman
þegar þarna var komið sögu en mér fannst
þetta einhvern veginn henta honum,“ segir
Örn.
„30 lög?“ sagði röddin í símanum. „Ekkert
mál!“
Þar með var það ákveðið.
Í góðum höndum
hjá Smekkleysu
Í ársbyrjun 1999 efndu Örn og Finnur til
tónleika, þar sem þeir fluttu megnið af lög-
unum, frumfluttu þar af um helming. Fimm lög
komu ekki við sögu á tónleikunum, þar af hafa
fjögur aldrei verið flutt opinberlega.
Félagarnir héldu áfram að slípa efnið og vor-
ið 1999 komu þeir fram á listahátíðinni í Björg-
vin. Á þeim tímapunkti voru þeir búnir að
ákveða að hljóðrita lögin.
Upptökur fóru síðan fram í árslok 2000, auk
þess sem einum degi var bætt við í september
síðastliðnum.
Smekkleysa gefur plötuna út og segjast þeir
félagar vera í góðum höndum þar. „Smekk-
leysu ber hæst hvað menningarlegan metnað
varðar í plötuútgáfu hér á landi. Þeir hafa gef-
ið út margar góðar plötur á liðnum árum. Við
erum í góðum félagsskap,“ segir Finnur.
Sem fyrr segir eru 32 lög á plötunni. Örn og
Finnur vita ekki til þess að Jón hafi samið
fleiri um dagana. Það sé þó alls ekki útilokað.
„Þetta er allt sem fundist hefur. Eflaust á þó
eitt og annað eftir að koma upp á yfirborðið.
Kannski stuðlar þessi plata að því? Þegar ég
var að taka upp píanóverk Jóns um árið frétti
ég til dæmis af lagi sem hann hafði samið þeg-
ar hann var fjórtán ára gamall og gefið konu
nokkurri í Reykjavík. Það hafði varðveist hjá
fjölskyldu konunnar. Það getur því leynst víða
efnið,“ segir Örn og Finnur bætir við:
„Kannski á einhver eftir að hringja í okkur
þegar platan er komin út og vekja athygli á því
að þarna sé ekki öll sönglög Jóns að finna.“
Félagarnir vita þá hvað til síns friðar heyrir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Finnur Bjarnason og Örn Magnússon rýna í nótur Jóns Leifs við hljóðritun plötunnar í Salnum.
AÐ KLÍFA ÞRÍTUGAN
HLJÓMHAMARINN
Söngvar er yfirskrift nýrrar
geislaplötu þar sem Finnur
Bjarnason tenórsöngvari
og Örn Magnússon píanó-
leikari flytja sönglög Jóns
Leifs, 32 að tölu. ORRI
PÁLL ORMARSSON hitti
þá félaga að máli.
orri@mbl.is
ÍTALSKA ríkisstjórnin vinnur
nú að frumvarpi til laga sem ger-
ir ráð fyrir að stjórn listasafna
verði boðin út til einkaaðila að
því er bandaríska dagblaðið
New York Times greindi frá í
vikunni. Rekstur safnanna yrði
þar með leigður út til hæstbjóð-
anda, þótt ýmsar hæfniskröfur
muni einnig verða gerðar.
Stjórnendur listasafna í öðr-
um ríkjum Evrópu og Bandaríkj-
unum hafa látið í ljós áhyggjur
af þessari fyrirætlan. Óttast
menn að hugtök á borð við fram-
boð, vinsældir og eftirspurn
muni með þessu móti ryðja úr
vegi menningarlegra viðhorfi til
lista. Stjórnendur ítalskra safna
hafa þó látið í ljós efasemdir um
að áætlun stjórnarinnar geti
gengið eftir. „Þetta getur ekki
gengið af því að það eru aðeins
nokkrar stofnanir, á borð við
Colosseum í Róm og Uffizi-
safnið í Flórens, sem skila ein-
hverjum arði,“ sagði Giovanna
Melandri, sem gegndi hlutverki
menningarmálaráðherra hjá síð-
ustu vinstrisinnuðu stjórninni.
Ekki er búist við að frum-
varpið mæti miklum mótmælum
í ítalska þinginu. „Þetta er þegar
gengið í gegn,“ sagði Daniel
Berger, ráðgjafi hjá menningar-
málaráðuneytinu.
V&A í nýjan
búning
VICTORIA- og Albert-safnið í
London, einnig þekkt sem V&A,
getur státað af einu stærsta safni
listmuna og skrautmuna. Þykir
safnið endurspegla þá miklu
grósku sem einkennt hefur
breska hönnun og listmunagerð
í gegnum aldirnar. Langt var
hins vegar síðan nokkrar end-
urbætur voru gerðar á safninu
og var þetta farið að hafa áhrif á
fjölda gesta sem fækkaði ár frá
ári.
Í lok nóvembermánaðar voru
síðan opnaðir nýir salir í V&A,
sem hafa hlotið nafnið Bresku
galleríin, og hafa þeir hlotið ein-
muna lof gagnrýnenda.
Bresku galleríin geyma list-
muni frá tímabilinu 1500–1900
og má þar finna allt frá keramik-
og silfurmunum til textílverka
og húsgagna. Má nefna sem
dæmi að salirnir geyma skrif-
borð Hinriks VIII, giftingarföt
James II og 16. aldar rúm sem
var svo frægt fyrir stærð sína að
þess er getið í 13. kvöldi Shake-
speares.
Sotheby’s í sölu?
DÓMURINN yfir yfirmanni
Sotheby’s uppboðsskrifstof-
unnar, A. Alfred Taubman, sem
á miðvikudag var dæmdur sekur
um að hafa haft ólöglegt samráð
við Christie’s, helsta keppinaut
fyrirtæksins, er talinn auka enn
á slæma markaðsstöðu fyr-
irtækjanna og hefur New York
Times eftir heimildarmönnum
sínum að stærsti hluthafi Sothe-
by’s hyggist selja hlut sinn á
næsta ári. Er fyrirtækið Phillips
de Pury & Luxemburg, keppi-
nautur Christie’s og Sotheby’s
talinn líklegasti fjárfestirinn, en
fjármálaspekúlantar telja upp-
boðsfyrirtækin að öllu jöfnu
slæma fjárfestingu þessa dag-
ana.
„Vandinn felst í hagnaðarvon
þeirra,“ sagði James M. Meyer
hjá fjármálafyrirtækinu Tower
Bridge. „Uppboðshúsin eru
sýndarkaup.“
ERLENT
Ítölsk söfn
í einka-
rekstur