Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 14
Á N NOKKURS vafa er sir Norman Foster, sem leið- ir vinnuhópinn Foster and Partners (Foster og fé- lagar), einn athyglisverð- asti arkitekt tímanna. Slá má föstu að á undan- gengnum árum hafi sýn- ingar á arkitektúr verið með því áhugaverð- asta og mest spennandi sem sýningarhallir og söfn hafa upp á að bjóða, um það er að- streymi leikra sem lærðra órækust sönnun. Uppgötvaði þetta fyrir þó nokkrum árum, er ég fór víða að rekast á framúrskarandi vel upp settar sýningar á vinnubrögðum arki- tekta, öllum þáttum þeirra; rissum, frum- dráttum, vinnubókum og módelum. Hið síð- astnefnda var einkum yfirmáta fullkomið á fyrstu sumarsýningu Royal Academy í Lond- on, sem ég heimsótti um dagana, skeði svo seint sem á síðasta áratug. Hafði ómæld áhrif á mig og sýn mína á þýðingu og eðli samsýn- inga af þeirri gerð og stærðargráðu. Nú er hátæknin komin til sögunnar með margfalt meiri möguleikum til að bregða upp sannferð- ugri mynd af heila ferlinu í vinnu arkitekta. Hátæknin hefur einnig gert að verkum, að nokkurn veginn er mögulegt að endurgera á sjónrænan hátt ytra sem innra rými ein- stakra fornra bygginga. Varð hreint agndofa er ég með aðstoð tölvu og risaskjás, í eins konar sýndarveruleika, gekk um sali einnar elstu og sögufrægustu byggingar Parísar- borgar, Cluny-klaustursins, og skoðaði það hátt og lágt í sinni upprunalegu mynd. Skeði á ótrúlegri sýningu á fyrirbærum veraldar og tækniþróuninni í Martin Gropius byggingunni í Berlín á síðasta ári, sem ég var svo upp- numin af að ég gleymdi tímanum, ruglaðist og missti af næturlest og svefnklefa til Vínar- borgar þá um kvöldið. Ennfremur virðist þró- unin stefna í þá átt, að hátæknin og hin stór- aukna þekking á byggingararfleiðinni, sem hún hefur fært arkitektum upp í hendurnar, hafi opnað augu margra þeirra fyrir mik- ilvægi náttúruskapa og umhverfisins í hönnun bygginga. Til viðbótar vel að merkja, að ferskar nýjungar afsaka ekki lengur ósmekk- leg stílbrot og árekstra við eldri hefðir, sam- ræmi og tenging hins liðna við nútímann þannig í fullu gildi. Fyrri tíma húsameistarar virtust hér með innbyggða ratsjá, sem ófrjótt stagl að fulltingi stjórnmálamanna og skóla, þjóðfélagsleg umræða, miðstýring, forsjár- hyggja og reglustrikufræði tuttugustu aldar valtaði yfir með skelfilegum afleiðingum. Undantekningar voru þó til og í nokkrum af- gerandi tilvikum hjá sjálflærðum og þó há- menntuðum einstaklingum. Mestir afburða- menn á sviðinu áttu það sameiginlegt að vera gæddir ríkri eðlisgreind og halda sig við líf- ræna mótun, organic architecture, í tengslum við náttúrusköpin, plöntur, lífverur og mól- ekúl. Lærdómsríkt dæmi um norræna arki- tekta í þeim hópi eru þeir Eliel Saarinen (1873-1950) er stofnaði arkitektamiðstöð í Ann Arbor, Michigan, og gerðist mikill áhrifavaldur um þróunina í Bandaríkjunum og Jörn Utzon (f. 1918), sem hannaði óp- eruhúsið í Sydney. Saarinen leitaði í plöntu- ríki næsta nágrennis að hugmyndum, en lík- ast var sem Utzon væri með innbyggða tölvu, því hann framkvæmdi til þess tíma hið ófram- kvæmanlega. Einmitt það sem menn eru nú uppteknir af, svo sem Frank. M. Gehry og nefndur Norman Foster. Skilningurinn á stórhug Utzons var ekki meiri en svo, að 1966 neyddist hann bálreiður til að flýja Ástralíu undan embættis- og stjórnmálamönnum, sem fannst arkitektinn hafa farið glæpsamlega langt fram úr kostnaðaráætlun og mun þar hurð hafa skollið nærri hælum. Lokið var á endanum við bygginguna í fjarveru Utzons 1973, en þó með allnokkrum breytingum í sparnaðarskyni. Er fram liðu tímar sáu Ástr- alir að sér og reyndu hvað eftir annað að lokka Utzon til að snúa aftur og færa meist- araverk sitt í einu og öllu til upprunalegrar hugmyndar, sem hann hafnaði jafnharðan staðfastlega. Árið 1998, heilum 32 árum eftir flóttann, er Utzon stóð á áttræðu samþykkti borgarráð Sydney í einu hljóði að heiðra meistarann með æðstu viðurkenningu sinni í formi lykla borgarinnar og vonuðu ráðamenn að hann bryti odd af oflæti sínu, kæmi aftur og tæki við þeim í eigin persónu. Heiðurinn kom í kjölfar heiftarlegra mótmæla borg- arbúa vegna háhýsis sem fyrirhugað var að reisa í nágrenninu og þeim þótti skyggja á óperuhúsið, eitt helsta þjóðartákn Ástrala er svo var komið. Kem með þennan lærdómsríka útúrdúr hér, sem ég hef að hluta vísað til áður vegna þess að tölvutæknin hefur gert arkitektum mögulegt að útfæra fyrrum (nær) ófram- kvæmanlega hluti, sem verður stöðugt merkj- anlegra um risaframkvæmdir í faginu. Lærðir arkitektar endurreisnar hefðu þannig auð- veldlega með tölvutækni nútímans fundið lausnina varðandi byggingu hvolfþaksins mikla á Péturskirkjuna í Róm. En það var myndhöggvarinn Michaelangelo, sem leysti á endanum gátuna með fulltingi eðlisgáfunnar eins og frægt er. Hvolfþakið á Péturskirkj- unni og fleiri stórvirki byggingarlistasögunn- ar hafa einmitt fært Foster innblástur í fræg- ar byggingar. Þá má koma fram að sterkur svipur er með Óperuhúsinu í Sydney og skrif- stofubyggingu sem Foster hannaði í Singapúr 1997. Vísa hér til eðlisgáfunnar fyrir þá sök, að augljóst má vera að Norman Foster og sam- starfsmenn hafa ekki einasta til að bera viða- mikla þekkingu á faginu og hátækninni, held- ur einnig ríka tilfinningu fyrir grunnformunum, sem þeir hagnýta sér til fullnustu. Hér skiptir öllu að kunna að lesa í frumformin, en tæknin meðal sem opnar reynsluheimi þeirra nýjar víddir og það er öðru fremur þetta afturhvarf til skapandi og skynrænna kennda sem gerir nútíma-arki- tektúr svo spennandi. Jafnframt hefur hinn mikli metnaður og óhefta samkeppni milli stórborga heimsins gert það að verkum, að menn horfa ekki sem fyrr á kostnaðinn, þar sem reynslan segir þeim að langtímasjón- armið skili sér mikið best. Að auk sparar tölv- an mikla undirbúningsvinnu sem gefur ger- endum um leið tækifæri til að leggja meiri áherslu á skapandi atriði og fagurfræði. Þetta hefur komið öllu á hreyfingu og opnað ný svið og sjónhringi, jafnframt því að hin fagur- fræðilegu atriði hafa þrengt sér fram í öllu sínu veldi, burt frá hinni köldu og einhæfu hagnýtistefnu, sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar fyrir ofnotkun endurtekningar og andleysi sporgöngumanna frumherjanna. Það jaðrar við að vera dásamlegt að upplifa hvernig hópurinn, Foster and Partners, nýtir sér hátæknina og hefur að leiðarljós að virkja hið lífræna. Foster sjálfur hefur að kjörorði að færa arkitektúrinn út til fólksins og í þeim tilgangi leitast hann við að skapa verkum sín- um aðdráttarafl með sem ríkustu manneskju- legu yfirbragði, formfegurð birtusköpun og mýkt. Þannig er neðsta hæð sumra skýja- kljúfa hans og annarra umfangsmikilla stór- bygginga nokkurs konar menningarlegur al- menningur, þar sem fólk getur komið, lesið blöð og notið veitinga og hann kappkostar að almenningur hafi aðgengi að þeim. Hér er ekki um neitt nákalt færiband beint að lyft- unum og upp á skrifstofuhæðirnar að ræða, heldur tekið á móti öllum, starfsfólki, gestum og gangandi með hlýju handtaki, eins og orða má það. Menn nefna þetta vistvænan, ecolog- ical, arkitektúr og meðal annars er lögð rík áhersla á birtuflæðið inn um gluggana og að mögulegt sé að opna einhverja þeirra í hverju einstöku rými til að hleypa náttúrulofti að, sem einmitt var í tísku áður að loka með öllu fyrir með miklum og digrum rörabúnaði. Foster heyrir til þeirrar greinar í arkitektúr sem kennd er við Le Corbusier og líkt arki- tektunum Renzo Piano og Richard Rogers telur hann sig módernista, hátækni-módern- ista. Þegar Foster á yngri árum vann með Buchminister Fuller, sem var einn af stóru áhrifavöldunum á ferli hans, uppgötvaði hann í lærimeistaranum arkitekt sem ekki var vígður fluginu, öllu heldur geimferðunum! Flugið skapaði nýjar víddir í arkitektúr strax í lok fyrsta áratugs síðustu aldar, og hér voru málarar í fararbroddi um skilning á þeirri þróun, sbr. stefnuyfirlýsingu fútúristans Mar- inettis 1909. Sama ár lýsti listsögufræðing- urinn Fritz Wichert því yfir í greininni Loft- skipaferðir og byggingarlist; að sú reynsla og lærdómur sem menn ættu eftir að draga af fluginu ætti bókstaflega talað fullkomlega eft- ir að umbylta arkitektúrnum. Wichert var nemandi hins mikla áhrifavalds Heinrichs Wölfflin (1864-1945), sem þróaði stílsögulega greiningu á myndmáli í byggingarlist og gaf út ritið Kunstgeschichtliche Grundbegriffe, (Listsöguleg frumhugtök) 1915. Flugið losaði um hugmyndir í arkitektúr, ei heldur má sjást yfir myndheim málarans March Chagall, sem var í mótun á líkum tíma. Á þennan hátt héldust tækni, myndlist og arkitektúr í hend- ur alla öldina, þróuðust hlið við hlið og allar tilraunir öfgamanna að koma hér upp algild- um stórasannleik í einhverju atriðanna, af- mörkuðum trúarbrögðum, dæmdar til að falla Norman Foster (krjúpandi) skoðar ögrandi verkefni með félögum sínum. ARKITEKTÚR HÁTÆKNINNAR Sir Norman Foster sem ótvírætt er einn af stjörnu- arkitektum heimsins í dag vinnur í hátækni á mann- eskjulegu nótunum. Ekk- ert verkefni Fosters er svo stórt um sig að hið líf- ræna sé ekki í fyrirrúmi. BRAGI ÁSGEIRSSON skoðaði frábæra úttekt á ýmsum verkefnum hans sem fram til 9. desember liggja frammi á Louisiana í Humlebæk. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.