Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. DESEMBER 2001
E
F TIL vill mætti segja að lestur
nýjustu bókar Vigdísar Gríms-
dóttur, Frá ljósi til ljóss, væri
eins og að ganga inn í kunn-
uglegan heim sem er í senn ljúf-
ur og sár – a.m.k. þeim sem
þekkja bækur höfundarins. Þar
segir frá bernsku- og unglings-
árum móðurleysingjans Rósu. Hún á ástríkan
föður, en þegar stúlkan verður tíu ára gömul
heldur hann til draumaborgarinnar Santa Fe í
Ameríku og felur Rósu í umsjá náinna vina. Allt
frá upphafi ritferils síns hefur Vigdís skapað sér
skýr höfundareinkenni með kraftmiklum og
siðferðilega margræðum sögum sínum. Þannig
hefur Vigdís frá fyrstu smásagnasöfnum sínum
sem út komu 1983 og ’85 og skáldsögunni
Kaldaljós sem út kom árið 1987, fjallað um þá
vitundarlegu afstöðu sem einstaklingurinn tek-
ur til ótryggs veruleika síns, um samband
skáldverks og lesanda; og samband listamanns-
ins og þess veruleika sem verður efniviður list-
sköpunar hans. Kristín Viðarsdóttir bók-
menntafræðingur hefur bent á sífellda og
breytilega úrvinnslu Vigdísar á þessum við-
fangsefnum í sagnaskáldskap sínum. Sögur
hennar fjalla um persónur sem eru einstæðing-
ar eða utangarðs í samfélaginu af einhverjum
sökum, og hafa brugðist við lífsbyrði sinni með
því að skapa sér nokkurs konar einkaheim, sem
er í senn skjól, flótti og leið til að lifa af. Þessir
heimar, sem sjónarhorn verkanna mótast að
meira eða minna leyti af, virðast fyrir vikið á
mörkum veruleika og fantasíu, einkennast af
mikilli nálægð við líkamlega og tilfinningalega
upplifun persónanna. Sá lesandi sem gengur
inn í hina margræðu textaheima verka Vigdísar
sleppur því ekki þaðan út án þátttöku í flóknu
vitundarlífi, þar sem viðtekin gildi samfélagsins
eru oft skoðuð frá nýjum sjónarhornum.
Prentunartíminn bestur
Ég held á fund skáldkonunnar kaldan og
snjóþungan desembermorgun, og er fegin að
komast inn í hlýjuna þegar Vigdís lýkur upp
dyrum á íbúð sinni á Njálsgötunni. Mér er boðið
til sætis í stofunni, þar sem heimagert jóla-
skraut fyllir króka og kima, innan um bækur og
myndverk. „Dóttir mín skreytti hjá mér um
helgina á meðan ég var í burtu. Hún er algjört
jólabarn – ég vona að hún verði það alltaf,“ seg-
ir Vigdís um leið og hún fer fram að laga kaffið.
Sjálf er hún nýkomin frá Seyðisfirði þegar
fundum okkar ber saman, en þar las hún upp úr
nýju skáldsögunni ásamt fleiri rithöfundum á
þéttsetnu og árlegu upplestrarkvöldi bæjarins.
Á tímabili var þó óljóst hvort Vigdís kæmist yf-
irleitt í bæinn í tæka tíð til að sinna hinum ýmsu
umsýslumálum, ekki síst tengdum útkomu bók-
arinnar. „Það er svo merkilegt að koma til
Seyðisfjarðar úr öllum skarkalanum hérna í
bænum, svona í miðri útgáfutíðinni. Þar þurfti
ég að horfast í augu við þá einföldu staðreynd
að þaðan væri ekkert hægt að fara, því það yrði
ekkert endilega flogið. Þar geta hlutir bara beð-
ið, og er enginn órólegur yfir því, meðan síminn
minn stoppaði ekki fyrir harðfylgnum fyr-
irspurnum um stefnumót og tímasetningar úr
bænum,“ segir Vigdís.
Áður en við byrjum að tala um nýju bókina,
Frá ljósi til ljóss, staldrar Vigdís við hinn prakt-
íska veruleika íslenska rithöfundarins á þessum
tíma árs. „Ég hef oft velt fyrir mér hvort ís-
lenskir rithöfundar eigi það ekki stórlega á
hættu að þróa með sér persónuleikaröskun.
Vinna þeirra mestan hluta árs og árum saman
fer fram í einrúmi, þeir eru mikið einir, og glíma
jafnvel við einmanakennd og einangrun. En
þegar bók þeirra kemur út, um leið og allar aðr-
ar bækur, fyrir jólin, þurfa þeir að bregða sér í
allt annan ham, vera allir á útopnu og taka þátt í
öllu því kynningarfargani sem einkennir þessi
jólabóka....elskulegheit,“ segir Vigdís hlæjandi,
eftir dálitla leit að rétta orðinu til að lýsa um-
ræddu tímabili. „Þar ertu farin að fást við allt,
allt aðra hluti en þitt starf sem rithöfundar ann-
ars gengur út á. Ég hef áhyggjur af því að þessi
umskipti geti stundum orðið of skörp. Ég held
að allir þeir sem koma að útgáfumálum hér á
landi þurfi að setjast niður og fara að hugsa
sinn gang ef við viljum ekki sitja uppi með of
marga truflaða rithöfunda,“ segir Vigdís og
glottir nú. „Annars er sá tími þegar bókin er í
prentun besti tíminn,“ bætir hún við. „Þá er
bókin bara að fæðast og ekkert hægt að gera
nema bíða eftir að hún komi. Þennan tíma getur
maður síðan notað til þess að skipta um per-
sónuleika áður en samskiptahrinan við fólk og
fjölmiðla tekur við, og það átak sem fylgir því að
koma skáldskapnum sínum framfæri.“
Vigdís verður öllu alvarlegri í bragði þegar
hún er spurð hvort rithöfundar geti ekki ein-
faldlega látið það vera að taka þátt í fjölmiðla-
og kynningarmálum. „Jú, rithöfundar geta vel
valið að fara þá leið, enda er ákaflega misjafnt
hversu mikið þeir láta til sín taka í fjölmiðlafári
jólabókatíðarinnar. En sá höfundur sem vill
koma sinni bók á framfæri, á þessum stuttu
tíma sem jólabókasalan fer fram, verður að
fylgja henni eftir með því að koma fram í sem
flestum fjölmiðlum og taka þátt í kapphlaupinu.
Það eru ekki endilega bestu rithöfundarnir sem
eru góðir í því að láta á sér bera, og því verður
það besta ekki endilega ofan á, og kannski
sjaldnast,“ segir Vigdís. „Með bóksölunni ræðst
ekki aðeins spurningin um velgengni bók-
arinnar, heldur einnig hversu mikið og jafnvel
hvort höfundurinn fær borgað fyrir vinnu sína.
Það form útgáfusamninga sem hér tíðkast get-
ur nefnilega verið mjög óhagstætt fyrir rithöf-
unda, ef bókin þeirra selst illa. Þannig geta höf-
undar verið að fá ákaflega mismikið borgað
fyrir að skrifa bók, og oft er niðurstaðan bæði
sorgleg og skammarleg. Það er mín skoðun að
greiða eigi höfundum, sem á annað borð þykja
þess virði að gefa út, mun hærri grunnupphæð
fyrir hverja bók og síðan prósentu eftir ákveðið
sölumark, afnema ætti bókaskattinn undireins
og koma á föstu bókaverði sem fólk geti gengið
að í ólíkum búðum allan ársins hring. Þetta er
vont mál eins og það er og við þurfum að laga
þetta,“ segir Vigdís og bætir því við að breytt
útgáfumynstur, sem dreifðist um árið, mundi
eflaust koma lesendum til góða, auk þess sem
fleiri gætu þá höndlað með bækurnar. „Þá
fengjum við kannski aftur eitthvað af þessum
litlu bókabúðum sem manni leið svo vel að koma
inn í, en hafa verið að hverfa ein á eftir annarri.
Enda verðum við að vernda það smáa til að hið
stóra fái þrifist. Það er nú ekki flókið mál.“
Leiðin til einfaldleikans
Samtali okkar víkur nú aftur að skrifum Vig-
dísar, sem hefur nú sent frá sér nýja skáldsögu
aðeins ári eftir að hin umfangsmikla skáldsaga
Þögnin kom út.
– Það vekur athygli að þessi nýja skáldsaga
er heldur minni að vöxtum en fyrri skáldsögur
þínar, allt frá Kaldaljósi til Þagnarinnar, sem
e.t.v. mætti lýsa sem stórum, epískum skáld-
verkum og flóknum í byggingu. Kallaði styttra
form á annars konar nálgun en áður í skáld-
sagnasmíðinni?
„Það mætti kannski segja að nálgunin við
efnið hefði kallað á styttra form. Þegar maður
hefur skrifað þó þetta margar bækur, hefur
maður óneitanlega öðlast ákveðin höfund-
areinkenni. Í mínum bókum er ég ævinlega að
fást við það sama, en með nýjum og nýjum
hætti. Hjá mér hefur skáldskapurinn kannski
fyrst og fremst snúist um það að skilja hvernig
fólk hugsar, hvaða leið það velur sér við þær að-
stæður sem því eru gefnar. Til að komast nær
þeim skilningi, getur maður þurft að hugsa
ákveðna hluti alveg upp á nýtt – skoða þá frá
grunni og algerlega án þeirra viðhorfa og dóma
sem við eigum að venjast. Til þess að koma
þessari sögu frá mér á þennan hátt, varð ég að
nota annan stíl, sem er nær hjartanu, nær ljóð-
inu. Öðruvísi hefði þetta ekki gengið,“ segir
Vigdís. „Þessi bók er orðfærri en hinar skáld-
sögurnar mínar og ef til vill er lesandanum gef-
ið þar meira frelsi í textanum. Þá notast ég við
þriðju persónu frásögn, í stað fyrstu persónu ,
og er það allt önnur leið til að segja sögu, leið
sem kallar jafnframt á allt annað form. Fyrsta
persóna kallar á gríðarlega nálægð við sögu-
manninn, og hef ég hingað til unnið með ýmsar
tegundir þessa forms og þessarar nálægðar.
Það kom að því að ég komst ekki lengra með
fyrstu persónu frásögnina og því hef ég fjar-
lægst hana algjörlega og skipt um sjónarhorn.
– Myndirðu þá segja að þú hefðir farið í gegn-
um einhvers konar uppgjör við þín höfund-
areinkenni?
„Ég held að ég hafi að minnsta kosti kvatt
ákveðið tímabil með Þögninni, fundið nýja leið.
En í raun þurfti ég ekkert að leita, það kom
ekkert annað til greina. Þegar maður þarf að
komast út úr bók sem er svo flókin í byggingu
og þar sem svo mikið er lagt undir, er engin
önnur leið fær en til einfaldleikans. Ég held ég
hafi lokið við eitthvað, einhvern hring sem tími
var kominn til að rjúfa. Reyndar sér maður
aldrei hvaða leið maður hefur farið fyrr en hún
er á enda, en þó hef ég það á tilfinningunni að
þessi einfaldleiki haldi áfram um hríð að
minnsta kosti.“ Vigdís segist hafa farið í gegn-
um mjög lærdómsríkt ferli við ritun skáldsög-
unnar sem hér um ræðir. „Ég komst að því að
það er alls ekki léttara að skrifa svona stutta
bók. Það er í raun þyngra, því maður þarf að ná
að hemja sig án þess að sú áreynsla sem í því
felst fyrir höfundinn verði merkjanleg í text-
anum. Þetta reyndist mér þyngra en skrifa
lengri skáldsögur og komst ég þannig nær því
að skilja hvers vegna ég hef aldrei getað ort eitt
einasta almennilegt ljóð. Ljóðið er nefnilega
þyngsta formið – því þar þarftu kannski að
miðla heilum heimi í tíu línum. Ég hafði mjög
gott af því að nálgast efnið á þennan hátt, og tel
mig heppna að hafa haft svigrúm til þess að
þróa mig og þroska sem rithöfund.“
Í innheimum
– Í fræðiritinu Stúlkur í innheimum: Um
sagnaskáldskap Vigdísar Grímsdóttur bendir
Kristín Viðarsdóttir m.a. á það einkenni á
skáldsögum þínum hversu miklar kröfur eru
gerðar til virkrar þátttöku lesandans í túlkun
og merkingarsköpun textans. Það sem þar veg-
ur oft á tíðum þyngst er sú ögrun á venjubund-
inni skynjun lesandans og siðgæðismati sem í
textann er ofin. Þar birtast snúin tilfinninga-
sambönd milli barns og foreldra, sem leitt hafa
til sjálfskipaðrar og nauðbeygðrar útskúfunar
barnsins úr samfélaginu. Um leið fá lesendur
innsýn í vitundar- og tilfinningalíf persónanna,
sem segja sögu sína í fyrstu persónu frásögn. Í
skáldsögunni Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón er les-
andinn t.d. gerður að þátttakanda í réttarhöld-
unum yfir vændiskonunni og manndráparanum
Ísbjörgu, og felast þau réttarhöld í mati á rétt-
mæti þeirrar leiðar sem hún kaus til að lifa líf-
inu. Ef eitthvað lýsir Frá ljósi til ljóss, þá er það
einmitt slík þátttökukrafa, sem reynir hér á les-
andann sem aldrei fyrr. Sagan lýsir sam-
böndum og gjörðum sem teljast myndu bann-
helg í okkar samfélagi, en eru í framsetningu
skáldsögunnar vart þekkjanleg sem slík. Ertu
með þessu að ganga enn lengra í ögrun við við-
tekna skynjun lesandans?
„Ég skrifa aldrei sögurnar mínar með það í
huga að hneyksla fólk eða „sjokkera“ lesendur.
Það má hins vegar segja að hér reyni mjög á hið
skilningsríka hjarta lesandans um að taka af-
stöðu til sögunnar, því eins og þú bendir á er ná-
kvæmlega ekkert í textanum sem segir lesand-
anum hvort hann eiga að fordæma eða viður-
kenna gjörðir aðalpersónanna. En þessi saga
fjallar í raun ekki um samfélagsleg tabú. Þvert
á móti má segja að hún fjalli fremur um hin
kristilegu kærleiksgildi út frá nýju sjónar-
horni,“ segir Vigdís og staldrar við áður en hún
skýrir þetta nánar. „Aðalpersónan Rósa má
glíma við þá vitneskju frá fæðingu að móðir
hennar fórnaði sér fyrir hana, gaf henni líf. Þá
ákveður hún að það minnsta sem hún geti gert
sé að verða góð manneskja. Hún tekur þessa
einörðu afstöðu frá upphafi og leyfir sér aldrei
að hugsa vondar hugsanir. Á einum stað í bók-
inni fylgjumst við með því hvernig Rósa ýtir frá
sér illri og dæmalaust ömurlegri hugsun um
pabba sinn. Hún ýtir hugsuninni frá sér, snýr á
sjálfa sig og telur sér trú um að svona myndi
hún aldrei hugsa. Hún vill vera góð og þótt ein-
hverjir myndu kannski skilja þessi viðbrögð
sem firringu eða tilfinningalega bæklun, skoða
ég Rósu einfaldlega sem barn sem tekur mjög
einarða afstöðu frá upphafi og börn gera það
dálítið. Fyrir vikið verður hún auðvitað að horfa
fram hjá mjög mörgu. Ef það er tilfinningaleg
bæklun, þá er svo komið fyrir ákaflega mörg-
um, því það er svo margt gott fólk, sem einsetur
sér að taka fallega á erfiðum aðstæðum. Það vill
leggja góðar hugsanir og strauma til lífsins en
ekki neikvæðar. Þetta eru eins konar krists-
ímyndir, sem hafa kærleika að leiðarljósi, hvað
sem á dynur. Bókin fjallar því mun frekar um
þá leið sem Rósa velur í lífinu, sem er leiðin frá
ljósi til ljóss, leiðin frá myrkri til birtu, leiðin til
skilningsins.“
– Margar persóna sögunnar bera nöfn sem
fengin eru úr biblíunni, s.s. María, Eva og
Magdalena.
„Já, mig langaði til að skoða hin kristilegu
stef og gildi á dálítið annan og fallegri hátt.
Hins vegar heita persónurnar fæstar þessum
nöfnum í raun. Þeim eru gefin þessi nöfn af ást-
vinum sínum, nöfnin benda í raun á tilfinn-
ingalegt líf þeirra, þá manneskju sem þær
verða með ákvörðunum sínum.“
– Þannig að Rósa er ekki ein um það að eiga
sér sinn einkaheim, eða sína einörðu afstöðu?
„Lífinu fylgir lífsblekkingin. Sú manneskja
sem lifir í þessu lífi, þarf að bera heiminn á
herðum sér, og hef ég aldrei hitt þá manneskju
sem ekki hefur valið sér leið sem ekki er að ein-
hverju leyti þyrnum stráð. Þessar sömu mann-
eskjur eru heldur ekkert endilega að tala um
þessa þyrna – við sjáum þá ekki endilega. En
þeir eru þarna með allri gleðinni. Það eru hinir
innri heimar sem ég er alltaf að leita að í mínum
skáldskap. Í þeim er allt.“
Á vit ævintýrisins
– Í sögum þínum hefur þú unnið með ákveðið
jafnvægi, eða samspil veruleikaskynjunar og
fantasíu. Hin epíska frásögn er þannig lituð
innra lífi, tilfinningum og ímyndunum söguper-
sónanna. Það er athyglisvert hversu mjög Frá
ljósi til ljóss ber keim af einhvers konar töfra-
raunsæi. Engir yfirnáttúrulegir hlutir eiga sér
beinlínis stað, en allur hversdaglegur veruleiki
er ákaflega fjarlægur. Við fáum ekki að vita
hvað persónurnar í raun heita, við hvað flestar
þeirra starfa, í hvernig húsi þær búa. Sögusvið-
ið berst síðan smám saman til hinnar róm-
antísku borgar Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Er hér
kannski um nokkurs konar ævintýri að ræða?
„Það er spurning hvar eigi að draga mörkin
milli veruleika og ævintýris. Veruleikinn virðist
kannski fjarlægur í bókinni en hann er samt
þarna. Sagan gerist ekki á neinni stjörnu, hún
stendur föstum fótum á jörðinni. Sá hluti sög-
unnar sem á sér stað í Santa Fe og þorpunum
Skáldsagan Frá ljósi til ljóss er þrettánda skáldverk
Vigdísar Grímsdóttur, og telur höfundarverkið skáld-
sögur, smásögur og ljóð. Verk Vigdísar hafa bæði
orðið víðförul og víðlesin, skáldsögur hennar hafa
verið þýddar á fjölda tungumála og leikgerðir unnar
eftir þeim. Nú segist Vigdís standa á tímamótum á
ferli sínum, eftir skáldsöguna Þögnina sem út kom í
fyrra liggur leiðin í átt til einfaldleikans. HEIÐA JÓ-
HANNSDÓTTIR ræddi við Vigdísi um þann heim sem
hún tekst aftur og aftur á við í bókum sínum, og þá
nálgun sem hún hefur fundið í nýjustu skáldsögu sinni.
LÍFIÐ VERÐUR ALDREI
HVERSDAGSLEGT