Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Síða 7
myndir Sigfúsar, sem notaðar eru til að ná
fram þrívíddaráhrifum, og myndatökur hans
frá Þingvöllum, Vestfjörðum, af þéttbýlisstöð-
um og yfirlitsmyndir hans frá Reykjavík.
Það er þó ekki fyrr en upp úr 1890 sem segja
má að sprenging verði í stéttinni, enda fjölgar
ljósmyndurum gífurlega á þessu tímabili. „Ég
tel að fjölgunin tengist meðal annars vaxandi
þéttbýlismyndun, því það er varla til það þorp
þar sem ekki starfar ljósmyndari, eða ljós-
myndarar, á þessum tíma.“ Á þessum árum
lækkar kostnaðurinn við myndatöku líka tölu-
vert og í kjölfarið verður algengara að fólk láti
taka af sér myndir. Á árunum um 1900 er stað-
an síðan orðin sú að flestir landsmanna hafa
tyllt sér fyrir framan myndavélina. „Þarna er
orðið algengt að fólk láti taka portrettmyndir
af fjölskyldunni, jafnvel efnaminna fólk. Ljós-
myndarar starfa orðið það víða um landið og
séríslensk fyrirbæri, eins og myndir af fólki
fyrir framan bæinn sinn, verða áberandi. Þá er
einnig algengt að menn, og jafnvel konur, láti
mynda sig uppáklædd á hestbaki. Myndatakan
er samt mikill viðburður og fólk klæðist sínu
fínasta pússi fyrir myndavélina, enda er hinn
almenni Íslendingur ekki myndaður oft á æv-
inni.“ Inga Lára bætir við að fermingar- og
brúðkaupsmyndir fari síðan að gera vart við
sig upp úr 1900 og með því verði ljósmyndin
fastur þáttur í þessum lykilviðburðum í lífinu.
Persónuleikinn ráðandi
Á þriðja áratugnum verða greinileg kyn-
slóðaskipti í stéttinni og nýir ljósmyndarar
koma fram. Inga Lára nefnir sem dæmi þau
Sigríði Zoëga, Jón Kaldal, Ólaf Magnússon og
Loft Guðmundsson. Hún segir vissa breytingu
verða á frágangi mynda með komu nýliðanna.
„Allt frá 1850 og fram til 1920 eru vísitmynd-
ir algengasta stærðin.“ En vísitmyndirnar
draga nafn sitt af vísitkortum, eins konar nafn-
spjöldum, sem myndirnar gátu komið í staðinn
fyrir. „Um 1860 bættist síðan kabinetstærðin
við þótt vísitmyndirnar hafi enn verið vinsæl-
astar.“ Þessum nýju ljósmyndurum fylgdu
hins vegar vissar breytingar og þeir marka sér
sérstöðu með öðruvísi frágangi. Inga Lára seg-
ir almyndir, þar sem manneskjan er mynduð í
fullri stærð, þannig hafa vikið fyrir nærmynd-
um sem síðar hafi snúist upp í að festa per-
sónuleika viðfangsefnisins á mynd.
„Þessir ljósmyndarar verða ráðandi fram yf-
ir tímabilið sem bókin nær yfir. Loftur var með
vinsælustu ljósmyndastofuna í Reykjavík.
Hann var líka mikill markaðsmaður, en ljós-
myndastofur voru, og eru, misvinsælar og
náðu að markaðssetja sig misvel,“ útskýrir
Inga Lára.
Á þessu síðasta skeiði verður einnig sú
breyting að fyrirtæki, stofnanir, blöð og tíma-
rit fara að nýta sér þjónustu ljósmyndaranna.
„Forsetaembættið þurfti ljósmyndara þegar
það var stofnað og gegndi Vigfús Sigurgeirs-
son því embætti meðan hans naut við og sonur
hans Gunnar Geir tók síðan við. Rafmagns-
veita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg voru
líka farin að vera með sérstakan ljósmyndara,
Sigurhans Vignir. Það sama má segja um
Leikfélag Reykjavíkur, sem var eiginlega með
Loft Guðmundsson sem fastan ljósmyndara
frá 1920.
Þetta voru gríðarlega bjartsýnir tímar og
það var alls konar sérhæfing í gangi. Menn
voru að setja á fót fínni verslanir og fyrirtæki
sem þurfti að „dokumentera“.“ Inga Lára
nefnir m.a. Pétur Brynjólfsson, sem starfaði í
Reykjavík frá 1904, og tók mikið af myndum af
nýjum fyrirtækjum. „Við getum nefnt sem
dæmi Sláturfélag Suðurlands og syrpu af
myndum sem Pétur tók af berklahælinu á Víf-
ilsstöðum 1912, fyrir skýrslu um spítalann.“
Myndir birtust þá líka í formi auglýsinga og í
kynningarritum eins og Islands Næringsliv –
kynningariti um íslensk fyrirtæki og verslanir.
Þar sést hluti af myndum Péturs, og þá birti
tímaritið Óðinn, mánaðarblað með myndum,
syrpu af myndum úr öllum deildum Thomsens-
verslunar, ásamt grein um verslunina svo
dæmi séu nefnd.
Portettmyndirnar voru þó lengst framan af
algengustu myndirnar og flestir atvinnuljós-
myndarar höfðu lífsviðurværi sitt af slíkri
vinnu. Póstkortaframleiðsla opnaði þó markað
fyrir staða- og útimyndir, en í flestum tilfellum
voru slíkar myndir eins konar aukabúgrein
fyrir ljósmyndarana.
Ekki kynbundin iðngrein
Á árunum eftir 1920 koma handhægar 35
mm vélar á markað og fylgir komu þeirra ný
gerð mynda, auk þess sem áhugaljósmyndarar
eiga nú hægar um vik með að sinna þessu
hugðarefni sínu. Myndir þeirra segir Inga
Lára einkennast af aukinni nálægð við við-
fangsefnið.
„Þetta verða eins konar skyndimyndir þar
sem fyrirsæturnar eru afslappaðri að sjá.“
Hún nefnir Guðbjart Ásgeirsson sem einn af
athyglisverðari áhugaljósmyndurum. „Hann
markar sér ákveðna sérstöðu í því að hann er
sá sem hefur tekið hvað flestar, og bestar,
myndir af íslenskum sjávarútvegi. Guðbjartur
starfaði sem kokkur um borð í skipum og hefur
skilið eftir sig stórkostlegar myndir frá þeim
tíma sem eiga sér enga hliðstæðu.“
Að sögn Ingu Láru eru myndasöfn margra
áhugaljósmyndara frá þessum tíma þannig
áhugaverðustu söfnin, en sum þeirra hafa ver-
ið gefin Þjóðminjasafninu og byggðasöfnum
úti á landi.
Starf ljósmyndarans virðist ekki síður hafa
höfðað til kvenna en karla og iðngreinin var því
aldrei kynbundin. „Auðvitað þóttu ljósmyndir
fínar og ljósmyndarar kannski líka. Það var
ákveðinn ljómi yfir starfinu. Þetta var atvinna
sem konur gátu verið þekktar fyrir að stunda,
því þetta var þrifaleg vinna. Þessu fylgdi þó að
sjálfsögðu ákveðinn stofnkostnaður, þannig að
framan af sjáum við ekki neinar alþýðustúlkur
í faginu heldur eru það gjarnan faktorsdætur
eða konur sem tengjast embættismannastétt-
inni.“ Inga Lára nefnir Nicoline Weywadt,
fyrsta kvenljósmyndarann sem kemur til
starfa árið 1872 á Djúpavogi, en hún var dóttir
Niels Weywadt, faktorsins á Djúpavogi. Anna
Klausen og Margrét Möller störfuðu þá á
Eskifirði og fyrir Margréti var til að mynda
byggð sérstök myndastofa sem var viðbygging
við verslunarhús föður hennar. Gunnhild Thor-
steinsson hafði þá einnig ljósmyndunina að at-
vinnu hér í Reykjavík á árunum eftir aldamót
og telst hún í hópi þeirra sem gerðu út á póst-
kortin.
Varðveislan fólki mishliðholl
Bókin Ljósmyndarar á Íslandi hefur verið
lengi í smíðum og ljóst er að tíminn hefur unnið
með verkinu. Að sögn Ingu Láru voru líka
lengi ný nöfn að bætast í hóp þeirra sem vitað
var um og kveðst hún í raun ekki útiloka að enn
fleiri kunni að bætast í hópinn. Verk margra
hafa þó farið forgörðum. Margir ljósmyndarar
störfuðu til að mynda á Austurlandi á árunum
við aldamót, enda mikið blómatímabil í aust-
firskri sögu. Varðveislan á ljósmyndaarfinum
er hins vegar nokkuð mismunandi og segir
Inga Lára Seyðfirðinga til dæmis seint bíða
þess bætur hve lítið hefur varðveist úr safni
Eyjólfs Jónssonar, sem starfrækti ljósmynda-
stofu í bænum í ein fimmtíu ár.
Sem frekari dæmi um hve varðveislan er
mishliðholl mönnum nefnir hún síðan þrjá ljós-
myndara sem eru í nokkru uppáhaldi hjá
henni:
„Ég gæti í raun nefnt marga þar sem ég er
svolítið hrifin af þeim öllum,“ segir Inga Lára
og nefnir svo þau Sigfús Eymundsson, Pétur
Brynjólfsson og Gunnhild Thorsteinsson.
„Sigfús tekur allar þessar atburða- og staða-
myndir, á meðan Pétur „dokumenterar“ sam-
félagsuppbygginguna auk þess sem hann er
mjög góður portrettljósmyndari og kemur
með nýja strauma inn þar. Gunnhild er síðan
líka voðalega fínn ljósmyndari, en á henni sést
best hvað varðveislan er mishliðholl fólki. Það
er slæmt hversu lítið af plötusafni hennar hef-
ur varðveist, og þess vegna skiptir líka hver
mynda hennar mun meira máli til þess að hægt
sé að ná heildstæðri mynd af vinnu hennar. Ís-
lendingar hafa því miður verið allt of iðnir við
að henda og eru í raun ennþá að henda alveg
gengdarlaust. Það er nefnilega ekki nóg að
menn taki myndirnar, það verður að tryggja
varðveislu þeirra líka.“
Morgunblaðið/Þorkell
Flestir íslensku atvinnuljósmyndaranna höfðu lífsviðurværi sitt af portrett-myndatökum, segir
Inga Lára Baldvinsdóttir, en um aldamótin 1900 höfðu flestir Íslendingar verið festir á mynd.
Ljósmynd/Pétur Brynjólfsson
Innan úr eldhúsi Vífilsstaðaspítala 1912. Myndina tók ́Pétur fyrir skýrslu um spítalann.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 7
Klassík Djass Raftónlist Heimstónlist Danstónlist Reggí Rokk
Klassík Djass Raftónlist Heimstónlist Danstónlist Reggí Rokk
Verið velkomin í notalega
verslun okkar
á Skólavörðustíg 15
Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla
Halldór Hauksson, fyrrv. útvarpsstjóri
Klassíkur FM, aðstoðar viðskiptavini okkar.
Öll íslenska útgáfan á góðu verði
Sendum í póstkröfu um land allt.
Skólavörðustíg 15,
sími 511 56 56
12tonar@12tonar.is
Taraf de Haidouks -
Band of Gypsies
Nýjasti diskur
sígaunahljómsveitarinnar
stórkostlegu sem kemur á
Listahátíð næsta vor.
Jacques Loussier
Trio -
Baroque Favorites
Enn ein snilldin frá
meistaranum.
Djassútsetningar á verkum
Handels, Albinonis,
Pacelbels, Marais o.fl.
Oscar Peterson -
Ballads
Inniheldur fegurstu
perlur Oscars. Við
minnum einnig á hinn
sívinsæla jóladisk
hans.
Jussi Björling -
Till Havs
Ó helga nótt og sænsku
lögin í flutningi besta
söngvara síðustu aldar.
Í NEÐANMÁLSPISTLI í Lesbók Morgun-
blaðsins 1. des. sl. var athyglisverð umfjöllun
um samskipti Ríkisútvarpsins og Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. Í upphafi pistilsins seg-
ir að „Ríkisútvarpið greiði[r] 25% af rekstr-
arkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en
er þó með öllu áhrifalaust um rekstur hennar
(skáletrun mín). Síðan er lagt út af þessu
áhrifaleysi Ríkisútvarpsins með ýmsum
hætti. En þarna er reginmisskilningur á ferð-
inni sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Ríkisútvarpið hefur frá upphafi haft afger-
andi aðkomu að Sinfóníuhljómsveitinni, enda
var hún um hríð beinlínis rekin sem útvarps-
hljómsveit. Núgildandi lög um hljómsveitina
eru frá 1982. Samkvæmt þeim skiptist kostn-
aður við rekstur sveitarinnar þannig að rík-
issjóður greiðir 56%, Ríkisútvarpið 25%,
borgarsjóður Reykjavíkur 18% og bæjar-
sjóður Seltjarnarness 1%. Yfir Sinfóníu-
hljómsveitinni er fimm manna stjórn og er
hún tilnefnd af þeim sem standa undir sveit-
inni í samræmi við ofangreind hlutföll. Þann-
ig tilnefnir ríkið tvo menn í stjórn (mennta-
málaráðherra annan, sem er formaður, og
fjármálaráðherra hinn), Ríkisútvarpið einn,
sömuleiðis Reykjavíkurborg, en fimmti
stjórnarmanna er fulltrúi starfsmannafélags
hljómsveitarinnar.
Af þessu sést að Ríkisútvarpið hefur beina
aðild að rekstri Sinfóníuhljómsveitarinnar
enda hefur samstarf Sinfóníuhljómsveitar-
innar og Ríkisútvarpsins verið með ágætum í
hálfa öld og verður svo vonandi áfram.
Þorkell Helgason, formaður stjórnar Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands.
ATHUGASEMD