Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001 5
U
NDANFARIÐ hefur borið
nokkuð á þeirri gagnrýni
að íslenskt leikhús skorti
markvissa stefnu og
metnaðarfulla framtíð-
arsýn fyrir hönd íslenskr-
ar leiklistar. Leikhúsfræð-
ingarnir Hávar
Sigurjónsson og Magnús Þór Þorbergsson
hafa farið þar fremstir í flokki; þeir hafa
ítrekað bent á rýran hlut íslenskra leik-
verka á sýningarskrám leikhúsanna og
gagnrýnt harðlega það „bland í poka“ sem
kynnt er á hverju hausti þar sem stjórn-
endur leikhúsanna reyna að „geðjast öllum“
með því að láta verkefnavalið endurspegla
breidd fremur en dýpt og uppskriftin er
orðin æði svipuð frá ári til árs: söngleikur,
klassískur harmleikur, þekktur gam-
anleikur, Shakespeare, „vinsælt sam-
tímaverk“ frá Bretlandi eða Broadway, leik-
gerð af íslenskri skáldsögu og eitt
barnaleikrit (helst ekki nýtt) og kannski eitt
nýtt íslenskt leikrit. Þessi uppskrift telst
reyndar góð og gild út frá ákveðnu sjón-
arhorni: Hún laðar að fjölbreyttan hóp
áhorfenda þegar best lætur og peningarnir
streyma í kassann. Er þá ekki allt í sóm-
anum? Þeir sem líta á leikhúsrekstur sem
hvern annan fyrirtækjarekstur sem á að
stefna að hámarksgróða, eða a.m.k. því að
láta „fyrirtækið“ standa undir sér, kynnu að
játa því. Hinir sem hafna slíku viðhorfi geta
sem best haldið því fram að íslenskt leikhús
sé á hraðleið til fjandans – fyrir fullu húsi.
En leikhús er ekki og á ekki að vera eins
og „hvert annað fyrirtæki“. Leikhús er
samfélag listamanna sem stefnt er saman í
þeim tilgangi að miðla listrænni vinnu sinni,
sýn og hugsjón til hins stærra samfélags. Í
þeim tilgangi helst að veita áhorfandanum
nýja sýn á tilveruna; skerpa skilning hans á
eðli manneskjunnar og innviðum samfélags-
ins og samspili þessa tvenns. Í þeim til-
gangi að sýna honum mannleg samskipti í
öllu sínu litrófi og kanna alla króka og kima
mannssálarinnar. Og að sjálfsögðu í þeim
tilgangi að veita áhorfandanum listræna
nautn, vekja honum hlátur og koma út á
honum tárunum. Sveinn Einarsson, fyrrver-
andi leikhússtjóri, segir á einum stað í bók
sinni Ellefu ár í efra: „Leikhúsið á að vekja,
ögra, örva, breyta, hrífa, storka – og
skemmta,“ og get ég sem best tekið undir
þá skilgreiningu á hlutverki leikhússins.
En hvernig hefur íslensku leikhúsi tekist
að rækja þetta hlutverk sitt á undanförnum
árum? Fyrst þarf kannski að spyrja: Hvað
er íslenskt leikhús? Nægir að leikhúsið sé
starfrækt á Íslandi og njóti krafta íslenskra
listamanna til að það standi undir nafni sem
íslenskt leikhús? Nei. Til þess að leikhús
geti státað af því að vera íslenskt þarf það
framar öðru að rækja skyldu sína gagnvart
íslenskri leikritun. Og það er þarna sem
leikhúsið á Íslandi hefur að miklu leyti
brugðist. En um leið og það er sagt vil ég
halda því fram að ýmsar blikur séu nú á
lofti sem benda til þess að stjórnendur ís-
lenskra leikhúsa séu e.t.v. að vakna upp af
þyrnirósarsvefninum og að tíðinda megi
vænta í íslenskri leikritun á næstunni –
jafnvel virðist óhætt að fullyrða að nokkur
vaxtarkippur sé þegar farinn af stað.
Einföld skýring er á því hvers vegna ís-
lensk leikritun hefur ekki vaxið og dafnað á
undanförnum árum. Þeim fjármunum sem
leikhúsin hafa yfir að ráða hefur ekki verið
ráðstafað til að efla þetta svið. Hávar Sig-
urjónsson benti á það í grein í Morg-
unblaðinu í apríl í fyrra að um 7% af op-
inberu ráðstöfunarfé íslenskra
atvinnuleikhúsa á síðasta leikári hefðu farið
til uppsetninga á íslenskum verkum og um
0,7% til þess að greiða höfundum þeirra
laun. Stjórnendur leikhúsanna hafa kosið að
setja ráðstöfunarféð í ríkara mæli í aðra
þætti, t.d. til umgjarðar leiksýninga og hef-
ur það vissulega skilað árangri á því sviði,
nú er svo komið að umbúnaður (sviðsmynd,
búningar o.s.frv.) leiksýninga í íslensku at-
vinnuleikhúsunum er með þeim íburð-
armeiri og glæsilegri sem líta getur þótt
víða væri leitað. En slíkur glæsileiki (þótt
hann gleðji augað) getur ekki komið í stað
bitastæðs innihalds og jafnvel getur hann
kæft góð verk fullkomlega – eins og dæmin
sanna. Þótt ég dáist að mörgum hinum
leiknu sviðsmyndar- og búningahönnuðum
okkar er kannski kominn tími til að skera
aðeins niður á þessu sviði og nota pen-
ingana til þess að rækta nýsköpun í ís-
lenskri leikritun. Til að gæta allrar sann-
girni má þó benda á tvö lítil leikhús á
Íslandi sem bæði sinna íslenskri leikritun af
alúð: Möguleikhúsið og Hafnarfjarðarleik-
húsið. En stóru atvinnuleikhúsin þurfa að
taka sig á í þessum efnum enda hafa þau úr
mun meira fé að spila.
Hvernig má standa að slíkri ræktun?
Ekki með leikritasamkeppnum (þetta er
ódýra leiðin, leikhúsin fá (ef heppnin er
með þeim) innsend í slíkar keppnir fjölmörg
leikrit án þess að þurfa að borga fyrir þau,
nema þá verðlaunaverkin), a.m.k. ekki á
meðan dómnefndir í slíkum keppnum eru
skipaðar fulltrúum leikhúsanna sem leitast
við að verðlauna verk sem falla snurðulaust
að „hefðinni“ og ögra engu. Heldur með því
að ráða til sín á fullum launum góð og efni-
leg leikskáld gagngert til að semja ný verk.
Og með því að starfrækja höfundarsmiðjur
fyrir unga og upprennandi höfunda.
Ég sagði hér að ofan að ýmislegt benti til
þess að stjórnendur leikhúsanna væru að
taka við sér hvað þetta varðar. Í Þjóðleik-
húsinu mun vera starfrækt um þessar
mundir höfundasmiðja undir stjórn Hlínar
Agnarsdóttur. Borgarleikhúsið hefur nýlega
auglýst eftir hugmyndum að leikverkum
sem ætlunin er að fullvinna innan leikhúss-
ins í samráði við höfunda og er meðal ann-
ars höfðað sérstaklega til ungra og
óreyndra höfunda. Þá mun Þjóðleikhúsið
vera í samstarfi við Endurmenntunardeild
HÍ um námskeið sem ber heitið „Að skrifa
fyrir leikhús“. Leikfélag Íslands var einnig
með í bígerð að stofna höfundasmiðju fyrir
ung leikskáld, en hvort af því verður er alls
óvíst af skiljanlegum ástæðum. Það verður
spennandi að fylgjast með hvaða ávexti slík
tilraunastarfsemi á eftir að bera í íslensku
leikhúsi á næstu árum.
En höfundasmiðjur einar og sér leysa
ekki allan vandann. Leikhúsin verða fyrst
og fremst að vera tilbúin til þess að borga
þeim höfundum sem þegar hafa sannað sig
mannsæmandi laun fyrir vinnu þeirra og
tryggja þeim atvinnuöryggi. Á und-
anförnum árum hafa þrátt fyrir slæm skil-
yrði komið á fjalirnar athyglisverð ný ís-
lensk verk sem ef til vill boða nýja tíma. Í
nýútkomnum Skírni fjalla ég ítarlega um
verk Sigurðar Pálssonar, Einhver í dyr-
unum, og Hrafnhildar Hagalín, Hægan,
Elektra, sem bæði teljast til tíðinda í ís-
lenskri leikritun. Þá hafa nýir höfundar
kvatt sér hljóðs með athyglisverðum hætti,
svo sem Andri Snær Magnason, Bjarni
Jónsson, Einar Örn Gunnarsson, Hávar
Sigurjónsson, Kristján Þórður Hrafnsson,
Vala Þórsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson,
svo nokkrir og ólíkir höfundar séu nefndir.
Þá má spyrja hvers vegna höfundar eins og
Kristín Ómarsdóttir og Hlín Agnarsdóttir
séu ekki þegar á fullum launum við að
skrifa leikrit eftir sigra eins og Ástarsögu
3, eftir þá fyrrnefndu, og Konur skelfa, eft-
ir þá síðarnefndu. Þá eigum við marga fleiri
höfunda (nýja og gamla, eldri og yngri) sem
hafa þegar sannað að hæfileikarnir og hug-
myndirnar eru fyrir hendi en það sem
skortir er að þeim sé sýndur áhugi og
stuðningur og raunveruleg rækt sé lögð við
að stuðla að vexti og viðgangi listar þeirra.
Eða eins og velunnari íslensks leikhúss orð-
aði það við mig: „Leikhúsið á að meðhöndla
höfunda eins og prímadonnur. Dýrka þá og
dekra við þá á alla lund.“ Slíka sýn þyrftu
stjórnendur íslensks atvinnuleikhúss að til-
einka sér.
Allt í sómanum – eða hvað?
Morgunblaðið/Kristinn
„Leikhúsið á að vekja, ögra, örva, breyta, hrífa, storka – og skemmta.“
Þótt ég dáist að mörgum hin-
um leiknu sviðsmyndar- og
búningahönnuðum okkar er
kannski kominn tími til að
skera aðeins niður á þessu
sviði og nota peningana til
þess að rækta nýsköpun í ís-
lenskri leikritun.
uglurogormar@islandia.is
Þ
EGAR horft er um öxl yfir hvert
liðið ár er ætíð jafnerfitt að
meta hvaða viðburðir standa
upp úr. Sitt sýnist hverjum og
ef til vill er nærtækara að líta
til þess hvort einhverjar mark-
verðar hræringar hafi átt sér
stað í listheiminum sem heild,
jafnvel þótt þær merkist yfirleitt ekki nema á
lengri tíma.
Svo vikið sé að stöðunni hér innanlands, þá
hefur kennt margra grasa í sýningarhaldi á
árinu og óvinnandi vegur er að minnast allra
þeirra fjölmörgu sýninga sem rak á fjörur
landsmanna. Ungir listamenn létu töluvert að
sér kveða með góðum sýningum og þegar
framlag þeirra er skoðað er ljóst að brim-
brjótar sjöunda og áttunda áratugarins í ís-
lensku listalífi hafa loks skilað miklum áhrif-
um inn í menningarlíf landsmanna.
Yfirlitssýning á verkum Kristjáns Guðmunds-
sonar súmmara var gott dæmi um þá arfleifð
og sömuleiðis áhugaverð yfirlitssýning á
verkum Rósku, sem varpaði athyglisverðu
ljósi á mikil hugmyndafræðileg straumhvörf í
okkar stuttu listasögu, straumhvörf sem við
höfum verið sein að taka eftir og innlima í
hefðina.
Nokkrar markverðar sýningar á verkum
erlendra listamanna bar fyrir augu listunn-
enda hér á árinu, en þær eru allar mikilvægt
innlegg í umræðuna hér á landi. Nægir að
nefna sýningu á ljósmyndum Henri-Cartier
Bresson, sýningar á verkum John Baldessari,
John Isaacs, Gerhard Richter, Karin Sander
og Roni Horn sem dæmi um þann fjölbreyti-
leika er þannig síast inn í okkar myndlist-
arumhverfi. Einnig verður að minnast sýn-
ingarinnar Náttúrusýna í Listasafni Íslands,
á verkum úr Borgarlistasafni Parísar, en þar
gat að líta mörg öndvegisverk listasögunnar.
Í þessu alþjóðlega samhengi er einnig vert
að minnast landvinninga Íslendinga á erlend-
um vettvangi, því þótt þeir hafi ef til vill ekki
verið margir er um að ræða þeim mun mik-
ilvægari atburði sem afhjúpa vel þá mögu-
leika sem hægt er að skapa íslensku mynd-
listarfólki utan hins þrönga íslenska
myndlistarheims. Hingað til lands barst loks
Carnegie-sýningin sem lyfti Hreini Friðfinns-
syni í verðskuldað verðlaunasæti í Finnlandi
seint á síðasta ári. Það var athyglisvert að sjá
verk Hreins í því norræna samhengi sem þar
birtist, sérstaklega með tilliti til dirfsku dóm-
nefndarinnar við að túlka hugtakið „mál-
Myndlist í víðara samhengi
Svo virðist sem sú jafnaðarstefna sem myndlistarmenn
hafa sjálfir rekið hér á landi um árabil hafi ekki skilað
tilætluðum árangri og ef til vill er kominn tími til að hverfa
frá henni og láta óháða aðila velja markvisst þá fulltrúa
sem möguleika eiga í víðara samhengi.
L e i k h ú s
S o f f í a A u ð u r B i r g i s d ó t t i r
M y n d l i s t
F r í ð a B j ö r k I n g v a r s d ó t t i r