Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Side 14
Málverkið Ljósaland eftir Ingu Hlöðversdóttur er býr og starfar í Rotterdam. G REINDI áður frá danska arkitektinum Jörn Utzon, sem hafði slíkan metnað varðandi byggingu óperuhússins í Sidney, að hann sprengdi allar kostnað- aráætlanir og neyddist til að flýja Ástralíu. En ekki veit ég full- komlega hvað upp kom varðandi Bert van Meggelen, heilann á bak við verkefnið; Rot- terdam menningarborg Evrópu 2001, þó nærtækt að álíta að ráðamönnum hafi fund- ist metnaður og athafnagleði hans ganga of langt. Hann var settur af sem framkvæmda- stjóri og færður til í aðra stjórnunarstöðu menningarborgarársins. Maðurinn virðist þó hafa yfrið nóg á sinni könnu í ljósi þess að nokkra daga tók að ná fundi hans og mér skammtaður takmarkaður tími, einnig þurfti ég að bíða frammi í gangi meðan hann var að afgreiða einhverja á undan og næsti við- talshópur beið frammi þegar við fórum. Mér hafði seinkað um tvo daga til Rotterdam, þannig að löngu fyrirhugðum fundi varð að fresta og kannski fékk ég minni tíma fyrir vikið. Blaðamaðurinn Jan Gerritsen hafði komið þessum fundi á og var viðstaddur ásamt konu sinni Ingu Hlöðversdóttur, en þau voru mér mjög innan handar allan tím- ann. Bert van Meggelen er flóðmælskur og kemur fyrir sjónir sem mikill hugsjóna- og ákafamaður, jafnframt manngerð sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, einbeittur og fastur fyrir. Ég hóf viðtalið með því að spyrja um helstu áherslur á menningarborgarári. …Meggelen kvað erfitt að svara því, en það voru tíu mikilvægir punktar á dagskrá, til að mynda húsakynni í Rotterdam, og al- þýðubústaðir frá 1900–1990, sem hefur vak- ið mikla athygli og notið mikillar aðsóknar. Eða sýning á 6,6 milljónum húsa í Las Palmas, þaraf 5,5 í Hollandi. Í framhjá- hlaupi er rétt að fram komi, að Las Palmas nefnist gamalt margra hæða vöruhús á Wil- helmínubakka, tilheyrði trúlega Holland- Ameríku línunni, enda rétt hjá afgreiðslu- staðnum sem nú er Hótel New York eins og greint var frá. Tengist beint eða óbeint menningarborgarárinu, að fyrirhugað er að reisa mikla menningamiðstöð á staðnum… Spurði næst hvort mikið hafi verið um byggingaframkvæmdir í undirbúningi árs- ins. …Nei, en mikil uppbygging varðaði ýmsa aðkallandi hluti, til að mynda skipulagningu alþjóðlegra skúlptúrverka sem voru víðs vegar um borgina. Þau eru nú að meg- inhluta í markaðri röð meðfram síkinu er liggur frá járnbrautarstöðinni, framhjá safnagarðinum og í átt til hafnarinnar. Listaverkin voru þannig til staðar, en áður á víð og dreif um borgina, en nú hefur vænt- anlega verið fundinn varanlegur staður fyrir þau og verkefninu mun haldið áfram til 2004. Ráðhúsið, sem orðið var kolsvart, hreinsað og komið upp hálfformlegu safni fyrir börn í safnagarðinum, en nú ákveðið að muni standa. Þá má nefna umræðufund- inn, Erasmus-Bosch. Heimssýn þeirra í ljósi trúarbragða og dulhyggju miðalda. Og svo var það hinn árlegi sumarkarnival með 600.000 þátttakendum, heimamönnum og gestum, aðallega af yngri kynslóð, einkum innflytjendum frá Antillíu, þ.e. Karíbahaf- inu, svo og Afríku, og Portúgal. Þetta fólk hefur ekki áhuga á myndum, þekkir ekki Rembrandt, Rubens eða Renoir. Vonuðumst eftir 4% af yngri kynslóð á Bosch-sýninguna og það gekk eftir. Í vor var það Breugel á Boijmans Van Beuningen-safninu, núna Bosch og þarnæst verður sýning á sam- tímalist frá öllum heimsálfunum fimm í des- ember sem taka list þeirra til meðferðar í verkum sínum… Hver var annars frumreglan varðandi skúlptúr verkefnið? …Rotterdam á gott safn alþjóðlegra skúlptúra, til að mynda eftir Naum Gabo, Ossip Zadkine, Auguste Rodin, Henri Laur- ens o.s.frv. en mikið til var staðsetning þeirra í borgarlandinu röng. Lögðum ríka áherslu á að finna skúlptúrunum varanlegan samastað þar sem þeir nytu sín til fulls og teljum það hafa tekist þokkalega. Höldum áfram að bæta við samsafnið verkum í háum gæðaflokki eftir hollenzka og erlenda lista- menn. Tvö ný verk hafa verið sett upp í ár, ann- að eftir Hollendinginn Joop Koelewijn, sem sígur ofaní í og uppúr sjálfu síkinu fyrir framan skrifstofur menningarborgarársins. Um að ræða fræga setningu eftir Samuel Beckett: No matter, try again, fail again, fail better. Gerir ekkert, reyna aftur, mis- heppnast aftur, misheppnast betur. Og í síð- ustu viku afhjúpaði forsætisráðherra Hol- lands, Wimk Kok, verkið Lost luggage, Týndur farangur, eftir Jeff Wall frá Kanada á höfninni þaðan sem útflytjendurnir fóru. Mig langaði til að forvitnast um fjárhags- lega stöðu framkvæmdanna, hvort hagnaður hefði verið af þeim og hvort stefnt hafi verið að þær skiluðu arði, listmenn beint og óbeint látnir standa undir hluta kostnaðar- ins. ...Dagskrárliðirnir eru einungis útgjöld, aðeins hótel, veitingahús, samgöngutæki og MENNING- ARBORGIN 2001 Það kraumar í hlutunum í borginni við hornið á Hol- landi, þótt íbúunum fjölgi lítið. Djörfung og metnaður er til staðar líkt og fram kemur í viðtali við Bert van Meggelen, sem var heilinn að baki verkefnisins; Rott- erdam, menningarborg Evrópu 2001. BRAGI ÁSGEIRSSON ræddi við hann og víkur að fleiru. Ein nafnkenndasta höggmynd Ossips Zadkine (Smolensk 1890 – París 1967), lærimeistara Gerðar Helgadóttur, Maður án hjarta, tákngerir eyðileggingu Rotterdam í heimsstyrjöldinni síð- ari. Bronz 6,4 m á hæð. Schiedamse Dijk. Gangandi maður eftir Rodin, sagður þekkja Rotterdam öllum betur! 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.