Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 G IUSEPPE Verdi og Rich- ard Wagner gnæfðu yfir önnur óperuskáld um sína daga og gera það enn ásamt Mozart, sem er kapítuli út af fyrir sig, og kannski einnig Pucc- ini. Verdi og Wagner voru jafnaldrar, fæddir 1813, og áttu margt sameiginlegt, en þeir hitt- ust samt aldrei, sýndu því engan áhuga, þótt þeir hefðu næg tækifæri til að hittast. Margir hefðu fegnir viljað fá að vera vitni að því, að þessir tveir jöfrar leiddu saman hesta sína, þótt ekki væri nema eina kvöldstund, en svo fór þó aldrei um þá tvo. Þetta á ekki við um alla jöfra og jafnframt keppinauta: Goethe og Schiller voru virktavinir. Hitt virðist þó al- gengara, að slíkir menn haldi sig í fjarlægð hvor frá öðrum. Til dæmis voru Dostojevski og Ibsen samtímis í Dresden vetrarlangt, gengu sömu göturnar dag eftir dag, en hittust aldrei. Ætla má, að þeir hefðu getað haft ýmislegt um að ræða. I. Wagner var oft og lengi í Feneyjum, samdi annan þátt Tristans og Ísoldar þar og gott ef ekki einnig part af Parsifal, og hann dó þar. Í höllinni við síkið, Canal Grande, þar sem hann andaðist, er nú spilavíti eins og í Las Vegas og fátt til marks eða minningar um Wagner. Í Feneyjum var Verdi á heimavelli. Óperuhúsið, La fenice, sem Mafían brenndi til grunna 1996 vegna óánægju með val borgaryfirvalda á verktökum til að gera umbætur á húsinu, eða svo segja heimamenn, þetta hús fékkst aldrei til að sýna neitt af verkum Wagners, en þar höfðu verið frumsýndar ekki færri en fimm óp- erur Verdis, þar á meðal bæði Rigoletto og La traviata. Báðir voru af einföldu bergi brotnir. Verdi var undrabarn og fékk tilsögn í tónlist frá blautu barnsbeini, en hann komst þó ekki inn í konservatóríið í Mílanó, þegar á reyndi: honum var hafnað. Wagner var ekki eins bráðger í tónlist, þótt hann hneigðist að bókmenntum og skáldskap þegar á barnsaldri. En hann seig á: rösklega tvítugur var Wagner búinn að skrifa tvær óperur. Fyrsta óperan (Álfarnir), sem hann samdi um tvítugt, komst þó ekki á svið fyrr en eftir hans dag (sjá meðfylgjandi yfirlit). Verdi var aldrei á föstum samningi við nokkurt óperuhús, heldur var hann ævinlega frjáls og vildi vera frjáls. Wagner var kórstjóri og hljómsveitarstjóri í hverju húsinu á eftir öðru og því bundinn af samningum við hús eftir hús, hann fór stað úr stað og lifði við óviss kjör og yfirleitt um efni fram og safnaði skuldum. Verdi safnaði eignum. Verdi lifði og hrærðist í gróandi ítalskri óp- eruhefð, hann stóð á öxlum Rossinis, Bellinis og Donizettis, og óperur hans voru rifnar út. Öðru máli gegndi um Þýzkaland, þar var lítið um að vera, Weber var allur (dó 1826), einnig Beethoven (dó 1827) – frægasta óperutón- skáldið var Louis Spohr, kannast nokkur við hann? Enda fór Wagner að heiman og eyddi litlum tíma ævi sinnar eftir það í Þýzkalandi. Wagner var hafnað í París, hann komst ekki að, en Parísaróperan, sem bar höfuð og herðar yfir önnur hús, bauð Verdi að koma til sín hvað eftir annað: fjórar óperur hans voru færðar upp í París á 20 árum. Wagner þurfti hins veg- ar að bíða í marga áratugi eftir því að komast þar á svið – og þá ekki með Tristan, eins og hann hefði helzt kosið, heldur með Tannhäuser – og af því varð mesta óperuhneyksli aldarinn- ar. Þetta var 1861. Óvildarmenn Wagners hleyptu sýningunni upp með óspektum. Þetta var einn munurinn á tónskáldunum tveim: Verdi var svo vandfýsinn, að hann eyddi ómældum tíma og kröftum í að koma í veg fyr- ir, að verk hans væru færð upp af vanefnum. Wagner hafði ekki efni á slíkri hegðan. Samt var Wagner einnig mjög kröfuharður, hann lét æfa Tannhäuser næstum hundrað sinnum í París fyrir frumsýninguna, sem var svo hrópuð niður. II. Þeir voru pólitísk tónskáld báðir tveir, hvor með sínu lagi. Ýmis fyrstu verk Verdis eru romsa af hergöngulögum, uppfull af ítalskri þjóðernishyggju, sbr. þjóðsönginn óopinbera, fangakórinn í Nabucco, sem hefur verið sung- inn um alla Ítalíu æ síðan. Þetta var að vísu skiljanlegt í þá daga, því að Ítalía var tvístruð. Verdi ætlaði sumum þessara æskuverka bein- línis að ýta undir sameiningu Ítalíu undir einni stjórn. Ein af þessum óperum heitir Orrustan um Legnano, rammpólitískt verk. Ég sá annað af þessum æskuverkum Verdis, Attila, fyrir skömmu í Flórens og hafði reyndar séð það mörgum árum áður í Veróna: nema sýningin minnti einna helzt á árshátíð hjá varnarmála- ráðuneytinu, þar sem söngvarar og kór koma fram á víxl í fullum herklæðum og syngja út í salinn, en aldrei hver fyrir annan, það var lítið sem ekkert samband milli persónanna inn- byrðis, þær voru eins og frummælendur á úti- fundi í vondu veðri. Þannig var ungi Verdi. Hann var á kafi í pólitík, kaupandi og seljandi skotfæri í miklu magni og annað eftir því. Þeg- ar hann var kosinn á þing, var það ekki af því, að hann væri virt tónskáld, heldur af hinu, að hann átti miklar eignir og greiddi háa skatta. Hann hirti ekki um að láta sverja sig inn í emb- ættið fyrr en eftir dúk og disk. Verdi var ítalsk- ur í húð og hár og dáði Frakkland, en tor- tryggði Þýzkaland. Wagner hafði talsverð afskipti af stjórnmál- um á yngri árum og mátti þakka sínum sæla fyrir að sleppa lifandi frá Dresden 1848, þar sem ýmsir byltingarbræður hans voru teknir og skotnir. Hann varð þó smám saman afhuga sameiningu Þýzkalands, af því að hann óttaðist yfirgang Prússa. Hann unni Þýzkalandi á list- rænum forsendum, en ekki pólitískum. Áhugi hans á stjórnmálum dvínaði með árunum: leik- húsið, listin og fjölskyldan áttu hug hans allan síðustu árin. Segja má, að allt þetta, sem er tal- ið vera þýzkt í verkum Wagners, hafi verið litið þeim augum eftir á að hyggja, enda þótt þjóð- rænum blæ bregði fyrir bæði í Tannhäuser og Lohengrin og e.t.v. einnig í Meistarasöngvur- unum. Wagner átti sjálfur bágt með að sjá, hvað gæti talizt vera sérþýzkt í verkum hans, svo sem bréf hans eitt til Lúðvíks konungs II vitnar um. Þar segir Wagner, að Vilhjálmur keisari hafi sagzt hafa komið til óperuhátíð- arinnar í Bayreuth, af því að hann liti á hana sem eins konar þjóðhátíð, og Wagner bætti við: ,,Það fannst mér kaldhæðnislegt, þótt það væri vafalaust vel meint: hvað á ,,þjóðin“ skylt við verk mín og uppsetningu þeirra?“ Wagner leit í rauninni ekki á Þýzkaland sem sitt föðurland. Hann bjó erlendis langtímum saman, ekki að- Verdi heilsar upp á söngvarann Victor Maurel eftir sýningu á Óþelló í Parísaróperunni 1894. Cosima og Richard Wagner, myndin er tekin 1872. VERDI OG WAGNER SAGA UM SAMSKIPTALEYSI „Verdi og Wagner voru jafnaldrar, fæddir 1813, og áttu margt sameiginlegt, en þeir hittust samt aldrei, sýndu því engan áhuga, þótt þeir hefðu næg tækifæri til að hittast. Margir hefðu fegnir viljað fá að vera vitni að því, að þessir tveir jöfrar leiddu saman hesta sína, þótt ekki væri nema eina kvöldstund, en svo fór þó aldrei um þá tvo.“ E F T I R Þ O R VA L D G Y L FA S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.