Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002
A
LDARAFMÆLIS Krist-
manns Guðmundssonar
rithöfundar var minnst í
október 2001, fyrst og
fremst í Lesbók Morgun-
blaðsins (Ármann Jakobs-
son) og á Rás 1 Ríkisút-
varpsins.
Menningarritstjórn DV nefndi Kristmann ekki
á nafn, en Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði
grein í það blað á afmælisdegi skáldsins og
birti þá niðurstöðu sína að tímaeyðsla væri að
lesa bækur Kristmanns, sem ekki hefðu neitt
bókmenntagildi. Þetta skrifar Kolbrún í nafni
„Nútímans“ sjálfs sem hefur úrskurðað bækur
Kristmanns sjoppubókmenntir, segir hún. Og
hver vill reyna að áfrýja dómi Nútímans?
Þegar litið er yfir feril Kristmanns Guð-
mundssonar staldrar maður auðvitað við þau
gagngeru umskipti sem verða þegar hann flyst
heim frá Noregi og fer að skrifa á íslensku. Ná-
býlið við hið íslenska sögusvið þrengdi að
þessu rómantíska skáldi. Hann þurfti að temja
sig við að skrifa á móðurmálinu eftir að hafa
unnið á öðru máli um langt skeið. Það varð
honum örðugt líkt og Gunnari Gunnarssyni í
sömu sporum. Kristmann lagði sig fram um að
ná sem bestu valdi á íslensku máli, með þeim
afleiðingum að mönnum þótti Orðabók Blön-
dals of mikill áhrifavaldur á stíl fyrstu bókar
hans á íslensku, Nátttröllið glottir! Sú saga
kom út árið 1943. Magnús Ásgeirsson, jafn-
aldri Kristmanns og bernskufélagi, skrifaði
um hana blendinn ritdóm í tímaritið Helgafell,
sem Kristmann nefnir raunar í ævisögu sinni
„níð undir yfirskini velvildar“. Það hefði þótt
fyrirsögn að helsti rithöfundur þjóðarinnar í
upphafi nýrrar aldar ætti eftir að láta önnur
eins orð falla um þessa skáldsögu og Guðberg-
ur Bergsson gerir á sinn ögrandi hátt þegar
hann er spurður hvort Kristmann hafi verið
góður höfundur:
„Það var sérstaklega ein bók hans sem heitir
Nátttröllið glottir. Í þeirri bók var meiri þjóð-
félagsádeila og skilningur en í öllum bókum
Halldórs Laxness samanlögðum. En það kom
enginn auga á það því það mátti ekki sjá verk
hans í því ljósi.“ (DV, 17. nóv. 2001.)
Svona myndi að vísu enginn tala nema Guð-
bergur, og skilgreining hans á sögunni sem
þjóðfélagsádeilu er nokkuð kúnstug, Krist-
mann var vissulega enginn sósíalrealisti. En
Magnús Ásgeirsson dæmdi Nátttröllið glottir!
léttvægt verk á sínum tíma og á gagnrýni hans
tóku menn meira mark en annarra.
Stóridómur Steins
Hafi dómur Magnúsar verið neikvæður var
það þó ekkert hjá dómi annars skálds um
næstu sögu Kristmanns, Félagi
kona, sem út kom 1947. Hér er átt
við ritdóm Steins Steinars í Þjóð-
viljanum 15. janúar 1948.
Þessi ritdómur er, eins og Gylfi
Gröndal segir í seinna bindi af ævi-
sögu Steins, „svívirðilegur niður-
rifsdómur“, ekki aðeins um þessa
bók heldur allan skáldferil Krist-
manns. Hann „er ekki mikið
skáld...., skrifar bækur sínar fyrir
fólk sem ekki gerir háar kröfur“, þá
sem eru „fátækir í andanum“, segir
hér. Um Félaga konu segir Steinn:
„Allt verður ósennilegra, heimsku-
legra og lausara í reipunum. Kyn-
órarnir eru sjúklegri og ógeðslegri,
„heimspekin „ er idíótískari en
nokkru sinni fyrr... Auk þess seytl-
ar gegnum alla söguna einhver sjúkleg og
næstum því hlægileg vanmáttarkennd höfund-
arins sjálfs. Yfirleitt virðist þessi skáldsaga
þannig til komin, að ólæknisfróðum mönnum
mun reynast nokkuð erfitt að átta sig á henni
til hlítar.“
Í ævisögu sinni víkur Kristmann að „níð-
grein“ Steins, kunningja síns, um Félaga konu.
Hann segir að Steinn hafi komið til sín
skömmu síðar, beðist afsökunar á greininni og
sagst hafa verið lokkaður til þess drukkinn að
semja hana, fyrir borgun!
Þessi ummæli tóku vinir og vandamenn
Steins, sem þá var látinn, vitaskuld óstinnt
upp, sagan af fyrirgefningarbón Steins væri
hreinn uppspuni og óhróður. Ritdómurinn og
tilurð hans kom til umfjöllunar í einstæðum
málaferlum Kristmanns og Thors Vilhjálms-
sonar 1964, en um þau er fjallað í nýrri bók, Ís-
land í aldanna rás, undir fyrirsögninni „Sálu-
messa Kristmanns“, – og hefur víst ekki verið
reynt jafnrækilega í annan tíma á Íslandi að
sanna fyrir rétti að maður sé slæmur rithöf-
undur. En fyrir dóminn lagði Thor vottorð frá
Ásthildi Björnsdóttur, ekkju Steins, sem sagði
að öllum sem þekktu hann væri ljóst hve frá-
sögn Kristmanns væri fjarri sanni, en vegna
annarra fyndi hún sig „knúða til að mótmæla
þessari svívirðilegu árás, sem gerð er á minn-
ingu skáldsins, í skjóli þess, að hann hefur ekki
lengur tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð
sér.“ Málflutningur Thors í réttarhaldinu er
allur prentaður í bók hans, Faldafeyki, 1979.
Ræðurnar fjalla raunar minnst um skáldskap
Kristmanns en því meir um annað, Heimsbók-
menntasögu hans, ritdóma í Morgunblaðinu og
bókmenntakynningu í skólum.
Heyrt hef ég þá sögu, og sel ekki dýrara en
ég keypti, að Steinn Steinarr hafi að vísu heim-
sótt Kristmann eftir að dómurinn um Félaga
konu birtist, en ekki til að biðj-
ast afsökunar heldur til að
komast að því hvort lagið hefði
hitt höfundinn inn í kviku eins
og að var stefnt. Engum getum
verður að því leitt hvort dómur
Steins er skrifaður af alvöru og
einlægri hneykslun eða ein-
berri kerskni og illgirni. Forn-
vinur Steins, Haraldur Sig-
urðsson, sagði í ritdómi um
lausamálssafn hans, Við opinn
glugga: „Honum var eðlilegra
að segja löst en kost á hlutum
og fjalla fremur um það sem
vakti honum hneykslun en
hrifningu, og þar sem Steinn
var ekki ýkja skoðanafastur,
gat oltið á ýmsu hvað knúði
hann hverju sinni til að taka sér penna í hönd.“
(Þjóðviljinn, 8. desember 1961.)
Ég er viss um að engin skrif um sögur Krist-
manns Guðmundssonar hafa reynst orðstír
hans sem höfundar háskasamlegri en hin
stutta grein Steins Steinars um Félaga konu.
Ekki fyrst og fremst vegna þess sem í henni
stendur, heldur hins hver skrifar. Steinn varð
átrúnaðargoð ungra skáldskaparunnenda.
Hver gat lagt sig niður við að lesa höfund sem
slíkt skáld hafði úrskurðað að skrifaði fyrir þá
sem gerðu litlar kröfur og væru fátækir í and-
anum? Gat nokkur bókmenntamaður hætt á að
telja höfund sem svo grátt var leikinn hafa eitt-
hvað fram að færa sem máli skipti?
Dómur Steins um Félaga konu hefur verið
alkunnur undanfarin fjörutíu ár. Haustið 1961
gaf Hannes Pétursson út fyrrnefnda bók, Við
opinn glugga, þar sem þennan dóm er að finna
og í ritsafni Steins hefur hann verið endur-
prentaður margsinnis. Þegar Við opinn glugga
kom út skrifaði um bókina ritdómari Morg-
unblaðins, – samverkamaður Kristmanns í því
starfi á blaðinu, Sigurður A. Magnússon. Sig-
urður vék að dómnum um Félaga konu sem
hann taldi saminn „af þvílíkum hagleik, sann-
girni og skörpu innsæi, að maður hlýtur að
harma, hve sjaldan Steinn fór í dómarakufl-
inn.“ Og ekki úr vegi að geta þess um leið að
það var einmitt á þessu sama hausti, 1961, sem
útgefandi bókarinnar Við opinn glugga, Hann-
es Pétursson, þá þegar virtasta skáld sinnar
kynslóðar, stofnaði til ritdeilu við einn af vinum
Kristmanns, Gunnar Dal rithöfund. Tilefnið
var afmælisgrein hans um Kristmann sextug-
an. Varð úr því hatrömm viðureign þar sem
deiluaðilar leituðust við að varpa sem mestri
rýrð á ritverk hvor annars, en tilefnið, matið á
Kristmanni, þokaði í skuggann. Það var þannig
ekki í fyrsta sinn í haust sem afmæli Krist-
manns kallaði á opinberan áfellisdóm um hann.
En hvað um dóm Steins Steinars um Félaga
konu og verk höfundarins yfirleitt? Hvernig er
hægt að segja að slíkur dómur sé saminn af
„sanngirni og skörpu innsæi“, eins og Sigurður
A. Magnússon komst að orði? Það þarf ekki
nema lágmarkssanngirni og innsæi til að sjá að
því fer fjarri. Kristmann er vissulega merkari
höfundur en Steinn vildi vera láta, og Félagi
kona er líka mun betri saga en hann taldi.
Dómar tveggja skálda
Til að leiða það í ljós vil ég taka samtímavitn-
isburð sem ekki hefur verið hampað. Af um-
sögnum um Félaga konu hefur dómi Steins
einum verið haldið á loft.
En auk hans skrifuðu tvö þekkt skáld um
söguna. Við hlið hins fræga dóms Steins í Þjóð-
viljanum birtist dómur eftir Jón úr Vör. Blaðið
birti sem sé fjóra ritdóma undir einum hatti,
með fyrirsögninni „Tvö ljóðskáld skrifa um tvo
skáldsagnahöfunda“. Þeir Steinn og Jón skrifa
báðir greinar um Króköldu Vilhjálms S. Vil-
hjálmssonar og Félaga konu. Veit ég ekki til að
ritdómatvenna af þessu tagi hafi birst í ís-
lensku blaði í annan tíma.
Jón úr Vör víkur að litlum afköstum Krist-
manns eftir heimkomuna og hefur þau skyn-
samlegu orð um það atriði að engu líkara sé
„en að nærvera hans á sögusviðinu geri honum
erfiðara fyrir að rita bækur sínar, óháðar ýms-
um smásmugulegheitum hversdagslífsins, er
spilla heildaráhrifum þeirra.“ Jón rekur síðan
efni bókarinnar, hjónabandssögu Eggerts
Hanssonar bókavarðar og skálds, skipbrot
hans í því og örvæntingarfulla leit að hamingju
í örmum kvenna sem bregðast honum hver af
annarri. Jón veltir svo fyrir sér boðskap sög-
unnar: Er hann „kristilegt afturhvarf? Kven-
dyggðakröfur rómantísks pilts frá síðustu
aldamótum, er sjálfum hefur veist örðugt að
þræða veg réttlætisins og frómleikans?“ Og
dómurinn endar svo: „Kristmann kann sitt
handverk. Bókin er spennandi. En ég er ekki
móttækilegur fyrir boðskap hennar.“
Allt á litið er þetta efnislegur dómur og ekki
slæmur. En skömmu áður en hann birtist – við
hliðina á dauðadómi Steins – hafði annað skáld,
ungt og upprennandi, birt rækilegan ritdóm
um Félaga konu. Það var Hannes Sigfússon.
Grein hans kom í Morgunblaðinu 28. desember
1947. Hvorki Kristmann né Hannes nefna
þessa grein í minningabókum sínum. Til þess
kunna að liggja persónulegar ástæður. Nokkr-
um árum áður höfðu þeir verið samtíða í
Hveragerði. Hannes segir nokkuð frá kynnum
þeirra í fyrra bindi ævisögu sinnar, Flökkulífi,
1981. Hann lýsir Kristmanni vel og skemmti-
lega, af skilningi, samúð og glettni í senn, og er
EFTIRMÁLI UM
KRISTMANN
OG FÉLAGA KONU
E F T I R G U N N A R S T E FÁ N S S O N
Á hundrað ára afmæli Kristmanns Guðmundssonar voru
bækur hans meðal annars kallaðar „sjoppubókmenntir“.
Slíkir dómar um Kristmann eru ekki nýir af nálinni.
Hér eru rifjaðir upp frægir ritdómar um Kristmann og aðrir
sem minni gaumur hefur verið gefinn en höfundur telur
bestu bækur hans hafa ótímabundið gildi.
Kristmann
Guðmundsson