Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 7 þetta líklega besta lýsing sem til er á honum. Það stafar af því í hve góðu jafnvægi hún er, en mat manna á Kristmanni hefur sem kunnugt er verið býsna blendið. Það myndaðist sem sagt vinsamlegt sam- band milli þessara gagnólíku skálda þrátt fyrir mikinn aldursmun. En fáum árum síðar fjar- lægðust þeir hvor annan, í pólitískum og bók- menntalegum efnum. Hannes Sigfússon gekk í hóp þeirra „rauðliða“ sem Kristmann taldi hafa gert samsæri um að skaða sig, eins og hann lýsir svo títt í ævisögu sinni. Sjálfur gerð- ist hann ritdómari við Morgunblaðið. Litlu síð- ar gáfu tveir ritdómarar Félaga konu út tíma- mótaverk í ljóðagerð, Steinn Tímann og vatnið en Hannes Dymbilvöku. Þvert á dóma þeirra um Félaga konu bar ritdómarinn Kristmann lof á Tímann og vatnið, fann þar „glitandi perl- ur“, eins og rakið er í ævisögu Steins eftir Gylfa Gröndal, en nefndi Dymbilvöku aftur á móti „súrrealistíska leirsúpu.“ Á efri árum var Hannes Sigfússon spurður í viðtali um þann dóm og kvaðst ekki hafa tekið neitt mark á honum, enda Kristmann ekki haft „hundsvit á ljóðagerð.“ (Tímarit Máls og menningar 1989). Þannig fer um samúðarskilning sem myndast milli manna, hann getur rofnað, af persónu- legum eða pólitískum ástæðum, eins og títt var á árum kalda stríðsins, eða hreinlega vegna kynslóðabundins smekks. „Söguhetjan er við sjálf“ Þótt vísast hafi enn verið vinsamlegt sam- band með þeim Hannesi og Kristmanni á þeim tíma sem Hannes skrifaði dóminn um Félaga konu, er grein hans ekkert kunningjaskjall, heldur alvarleg tilraun til að vega og meta þessa skáldsögu með samúðarskilningi. Hannes rekur efni sögunnar. Hún gerist í Reykjavík á hernámsárunum. Söguhetjan, Eggert Hansson, verður fyrir því að missa konu sína í hendurnar á amerískum majór, ásamt fjögurra ára dóttur sinni. Eggert leggst í drykkjuskap og liggur við örvæntingu: „Barnið hefur verið augasteinn hans og eft- irlæti, og nú veit hann ekki hvar hann má finna gleðina framar. Eitt er víst – drykkjuskapur- inn veitir honum litla huggun, og sama máli gegnir um blíðuhót reykvísku stúlknanna, sem eru örlátar á allt nema stabíla ást. Loks flýr hann þó í faðm einnar þeirra til blífanlegrar dvalar – að manni skilst – eftir að önnur hefur tekið hann nauðugan til einnar nætur. Þannig má segja þessa sögu í fáeinum kaldr- analegum orðum, – og skopast að „söguhetj- unni“. En það skyldum við varlega gera, því söguhetjan er nefnilega við sjálf – við sem höf- um lifað styrjöld, – eftirstríðskynslóðin. Við höfum verið svikin af lífinu líkt og Eggert Hansson.“ Með þessum hætti skilgreinir Hannes Sig- fússon Félaga konu, sem samfélagslegan og sálfræðilegan samtíðarspegil. Í sögu Eggerts staldrar hann við ræðu herprests í miðri bók, en hana kvað Steinn „met í leiðinlegri vit- leysu“. Í túlkun Hannesar er allt annað uppi: „Ræðan er haldin á fundi í málfundafélagi sem amerísku hermennirnir tveir, kunningjar Egg- erts, eru meðlimir í. Það er rætt um orsakir styrjaldarinnar. Margir taka til máls og loks presturinn. Eggert veitir ræðunni enga sér- staka athygli, þótt hún fái honum raunar lyk- ilinn að lífi hans sjálfs, fortíð hans og framtíð. En andi ræðunnar býr með honum, þótt hann geri sér það naumast ljóst, og það fer smám saman að rofa til í hálfmyrkvaðri vitund hans. Honum fer að skiljast, að örlög hans eru ekki örlög eins manns, heldur í órofa tengslum við harmleik alls mannkynsins. Að ógæfu mann- kynsins liggja sömu orsakir og gæfuleysi hans sjálfs – þetta skilst honum.“ Í þessu ljósi skoðuð fær tilvistarkreppa Eggerts Hanssonar víða skírskotun, verður miklu dýpri en virðist í fljótu bragði. En þess er vert að geta að sagan er ekki raunsæislýsing og konur hennar sem Steinn taldi svo fárán- legan tilbúning að hverjum lesanda hljóti að of- bjóða, – þessar konur eru ekki raunsæislegar persónur heldur í reynd huglæg tákn um hvat- ir og þrár Eggerts. Þetta skilur hið unga skáld, Hannes Sigfússon, betur en Steinn sem seinna varð lærimeistari hans og vinur. – Í sögunni eru nokkur ljóð sem Eggert hefur ort og um það bil er sögunni lýkur og hann bíður stúlku sem hann finnur á sér að muni leiða hann út úr öngþveitinu, þá yrkir hann: Kom Óskalín, kom bláperla hjartans... Því þú ert andi guðsins, er hann blés í nasir mínar. Sál mín er hrygg allt til dauðans án þín! Í þessu felst sú lífssýn sem ber uppi sögur Kristmanns Guðmundssonar, og það er kannski þegar öllu er á botninn hvolft hún sem ýmsir eiga erfitt með að sætta sig við og vilja því afgreiða sem „fáránlegan tilbúning.“ En þetta er veröld hins rómantíska hugsæis- manns og Kristmann er skáld af þeirri gerð. „Hann er borgari“ Það er fróðlegt að lesa hugleiðingar Hann- esar um Félaga konu og höfund hennar árið 1947. Hann kveðst rekja efni sögunnar ítarlega til að veita óbókvönu fólki nokkra leiðsögn um það hvað bókin hefur að flytja – og vekja at- hygli bókmenntamanna á því, að hér er um at- hyglisverða skáldsögu að ræða. Síðan segir: „Ég hef orðið var við, að sumir bókavinir eru fyrirfram sannfærðir um það, að það sé ein- ungis tímasóun að lesa bók eftir Kristmann, – hann sé reyfarahöfundur. Þessi skoðun á sér tvímælalaust pólitískar orsakir, enda hefur það þráfaldlega komið á daginn, þegar ég hef reynt að grafast fyrir rætur hennar hjá við- komandi aðilum, að þeir hafa enga bók lesið eftir þennan höfund. „Hann er borgari,“ segja þeir einungis og yppta öxlum, – eða jafnvel: „Hann er smáborgari, – hann skrifar fyrir vinnukonur.“ – Skyldu þarna ekki vera komnir hinir lífseigu fordómar gegn þessum höfundi sem viðraðir voru enn á aldarafmælinu af Kol- brúnu Bergþórsdóttur, – „sjoppubókmenntir“ heitir það nú, „vinnukonusögur“ þá. Hannes Sigfússon bendir á Góugróður, Fjallið helga og Gyðjuna og uxann (sem í rit- safni Kristmanns heitir Gyðjan og nautið) og segir að þeir sem lesið hafi þær sögur geti „varla með góðri samvisku fullyrt að höfundur þessara bóka skrifi „fyrir vinnukonur“, nema þeir komi jafnframt upp um hið algera skyn- leysi sitt á góðan skáldskap og alvarleg vinnu- brögð.“ Þetta síðasta skýtur skemmtilega skökku við orð Steins í dóminum fræga um Fé- laga konu að höfundur hafi kastað höndum til verksins „frekar en venjulega“. – Hannes segir að óvanir lesendur eigi ef til vill erfitt með að átta sig á sögunni af því að hún sé fyrst og fremst skrifuð með sálfræðileg sjónarmið í huga, en ekki raunsæ þjóðlífsskáldsaga. „Hin sálfræðilega skáldsaga fjallar hins vegar um hinn óáþreifanlega veruleika, hugarheim mannsins, einstaklingsins, glímu hans við sjálf- an sig, – hún fjallar um hin siðferðilegu vanda- mál sem krefjast úrlausnar, höfundurinn leit- ast við að kryfja sálarlífið til mergjar og greina verðmætin frá hisminu.“ Og Hannes bendir á að kvenpersónurnar séu ekki speglun ís- lenskra kvengerðar eins og ýmsir hafi talið og orðið móðgaðir og jafnvel sárreiðir í garð höf- undarins fyrir bragðið, „heldur teflir Krist- mann þeim fram til að reyna andlegt þanþol söguhetjunnar til hins ýtrasta og einnig sem tilbrigði við tvískinnunginn í skapgerð hennar sjálfrar.“ Hannes ræðir frekar um einkenni bókarinar og niðurstaða hans er afdráttarlaus: „Þetta er drengilega skrifuð bók, skrifuð af mannviti og skáldlegri skyggni.“ Mér þótti ómaksins vert að draga fram þessa umsögn hins ágæta skálds, Hannesar Sigfússonar, um Félaga konu, bók sem nú er flestum gleymd nema sem fórnarlamb háðs og illfýsi Steins Steinars. Sagan hefur aldrei verið endurútgefin; Kristmann tók hana ekki í átta binda safn skáldverka sinna 1978, hvort sem það stafar af því að hann hafi veikst í trúnni á þetta verk sitt, atlaga Steins unnið á honum þrátt fyrir allt. En sagan virðist mér hafa stað- ist tímans tönn. Því má bæta við að svo mjög hefur aukist kynlífsþensla í bókmenntun seinni áratuga að ekki geta nokkrum manni blöskrað „kynórar“ í Félaga konu sem Steinn taldi svo sjúklega og ógeðslega á sínum tíma. Hallgrímur Helgason segir í Lesbók Mbl. 24. nóv. 2001, að enginn maður hafi opnað bók eftir Kristmann Guðmundsson í þrjátíu ár. Hvernig hann veit það eða hvað hafi gerst fyrir nákvæmlega þrjátíu árum sem olli því að menn hættu að líta í Kristmann fylgir ekki sögunni. Vafalaust er rétt að hann er lítið lesinn nú á dögum og það á raunar við um önnur sagna- skáld sem honum voru samtíða, nema Halldór Laxness. Sem rithöfundur var Kristmann auð- vitað barn síns tíma eins og aðrir menn. En í bókum eldri höfunda má einmitt kynnast hugs- unarhætti og smekk fyrri tíðar. Sögur Krist- manns Guðmundssonar eru vissulega fróðleg- ar frá því sjónarmiði – og þær bestu þeirra hafa ótímabundið gildi. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Hallgrímur Helgason segir í Lesbók Mbl. 24. nóv. 2001, að enginn maður hafi opnað bók eftir Kristmann Guð- mundsson í þrjátíu ár. Hvernig hann veit það eða hvað hafi gerst fyrir nákvæm- lega þrjátíu árum sem olli því að menn hættu að líta í Krist- mann fylgir ekki sögunni. MANFRED PETER HEIN ÞRJÚ LJÓÐ GAUTI KRISTMANNSSON ÞÝDDI Gagnerindið Snjóþakalandslag vopnað með víðirunnum sem brotna í snjó Við Búddabjargið byssugá talibana er gagnerindið Sprengdur til agna Búdda splundraður í tóminu Áheitamynd Tíminn bak við gler fest við spjald áheitamynd sem stálið gagnstakk egg lirfa púpa vængja æ borin saman við hvað græfist ekki inn í átugeisla átmynd Manhattan skyline fyr augum aftur og aftur er útsæðið hér sýnt aftur Við Hindukush Er skordýr flýgur af palli úr stáli og losnar til nætur yfir sjónbaug með sprengjufrakt í frelsisins nafni er frelsið styttunnar kyndill í vestri með ljósi er dagana okkur ljær við Hindukush á brennandi teppi til grýtingar Satans vest-austrænn er tími Höfundur er þýskt skáld. Þetta eru ný og óbirt ljóð sem Hein orti á síðasta ári og sumir hafa kallað „talíabanaljóðin“, en þau eiga það sameiginlegt að vera ljóðræn svörun við atburðunum 11. september sem og sprengingum talíbana á Búddastyttunum miklu. Þótt ekki beri mikið á því eru þau ákaflega ströng í forminu, fyrstu tvö ljóðin eru hækur og tönkur og í því síðasta er fastbundin hrynjandi. Þýðandi er forstöðumaður þýðingaseturs Háskóla Ís- lands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.