Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 V LADIMIR Ashkenazy píanó- leikari og hljómsveitarstjóri, íslenskur ríkisborgari, fæddur í Rússlandi og búsettur í Sviss, hefur lengi verið einn fremsti tónlistarmaður heims. Um tíma bjó hann með fjölskyldu sinni á Íslandi, en kona Ashkenazy er Þórunn Jóhannsdóttir píanóleikari. Ashkenazy var sá maður sem stærstan þátt átti í stofnun Listahátíðar í Reykjavík árið 1970 og fyrir hans tilstilli komu hingað heimsfrægir listamenn á borð við Jacqueline Du Pré og Daniel Barenboim. Ashkenazy var staddur hér á landi í vikunni og hélt tvenna tónleika með Kamm- ersveit Reykjavíkur, þar sem hann bæði lék með á píanó og stjórnaði Kammersveitinni. Komu Ashkenazys hingað til lands er jafnan beðið með eftirvæntingu og til er fólk sem man og vegsamar hverja einustu tónleika sem hann hefur haldið hér. Í áramótauppgjöri Lesbókarinnar um síð- ustu áramót, var tónleika Ashkenazys með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í byrjun síðasta árs sér- staklega getið af tveimur einstaklingum, sem mesta menningarviðburðar ársins. Komu Ashk- enazys hingað nú má þakka frumkvæði Vigdísar Esradóttur í Salnum og Sigurðar Björnssonar menningarfulltrúa í Garðabæ, og segir hann það sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að koma hingað til að spila og stjórna. Spilað í skugga 11. september En Ashkenazy er víðar aufúsugestur, og ferða- lög hans um heiminn til tónleikahalds eru vísast orðin fleiri en hann hefur tölu á. „Síðustu tón- leikar mínir voru í New York, en þar var ég með hljómsveitinni Fílharmóníu frá London, sem er ekki sama hljómsveit og Lundúnafílharmónían. Þessi hljómsveit hefur verið mér kær í mörg ár. Við fórum vestur með þrjár efnisskrár með tón- list eftir Rakhmaninov. Þessir tónleikar áttu að vera í september, en þeim var frestað vegna þess að rétt áður en við áttum að leggja af stað í ferð- ina urðu voðaatburðirnir í New York. Við vorum hræddir um að tónleikarnir yrðu alveg felldir nið- ur, en vinir okkar í Lincoln Center voru harð- ákveðnir í því að tónleikarnir skyldu haldnir, þótt við yrðum að finna annan tíma fyrir þá. Mér finnst Ameríkanar hafa brugðist alveg ótrúlega við þessum hörmungum. Þeir þvertaka fyrir að gefast upp þótt þetta hafi gerst, eins og í þessu tilfelli, þá vildu þeir frekar reyna til þrautar að finna annan tíma, en eins og skipulagið á hljóm- sveitum og stofnunum af þessari stærðargráðu er, þá er það með ólíkindum að það skuli hafa tek- ist innan fjögurra mánaða. Þetta tókst allt mjög vel og ég stjórnaði hljómsveitinni á þrennum tón- leikum í Lincoln Center og einum í Washington.“ Ashkenazy segir erfitt að meta hversu mikil áhrif hryðjuverkin í New York og Washington hafi haft á tónlistarlíf í heiminum almennt. „Fólk get- ur verið óútreiknanlegt. Vissulega voru tónleikar felldir niður. En sums staðar hef ég orðið var við að fólk notar þessa atburði sem afsökun fyrir gerðum sínum meðan ég sé annars staðar að þeir hafa haft raunveruleg og alvarleg áhrif á líðan fólks. Þarna fórst fjöldi manns og einstaklingar sem voru mikilvægir í viðskipta- og athafnalífi. Á þeim vettvangi hafa áhrifin sjálfsagt orðið mest. En það það getur verið erfitt að greina hver var raunveruleg ástæða þess að tónleikar voru að falla niður á þessum tíma. Ég átti til að mynda að stjórna tvennum tónleikum með hljómsveit sem ég vil ekki nefna; tónleikarnir féllu niður, og var sagt að ákveðin vandamál væru uppi vegna at- burðanna í New York. Sjálfur vissi ég að það var ekki rétt, – þetta var ekki rétta ástæðan, – hún var önnur. Þannig getur mannlegt eðli verið. Hvað sjálfan mig varðar þá fóru áætlanir mínar að sjálfsögðu úr skorðum við þetta og tímann frá september þar til nú, hef ég þurft að end- urskipuleggja frá grunni, en nú er þetta að kom- ast í fastar skorður aftur.“ Þjóðverjar styðja vel við listir Vladimir Ashkenazy starfar jöfnum höndum austan hafs og vestan. Það hefur löngum verið sagt að Evrópumenn búi að því hve stoðir menn- ingar þeirra séu rótgrónar meðan Bandaríkja- menn hafi átt erfiðara með að skapa sér sínar eig- in hefðir. En sér Ashkenazy einhvern grundvallarmun á tónlistarmenningu í álfunum tveimur. „Það er auðvitað margt sem er líkt í tón- listarlífi álfanna tveggja, því það má segja að Bandaríkin séu afsprengi Evrópu í þjóðernislegu, hugarfarslegu og menningarlegu tilliti. En álf- urnar eiga sér ólíkan uppruna og hafa þróast í ólíkar áttir, þannig má segja að tónlistarlífið sé að sumu leyti líkt í báðum álfum en á annan hátt ekki. Ég er alls ekki að segja að þetta sé neikvætt eða jákvætt á annan hvorn veginn, þetta eru bara ólíkar aðstæður. Það er mikill almennur áhugi á menningu í Bandaríkjunum og fólk hefur einlæg- an áhuga á að styðja við menninguna og taka sjálft þátt í menningarstarfsemi. Viðhorfin eru já- kvæð og einlæg. Þar eru líka miklir peningar lagðir í menningarstarf, enda er þjóðin ótrúlega rík. Og þar fer það saman, að þar sem vilji er fyrir hendi, þar eru líka til peningar. Fjármögnun menningar í Evrópu er heldur þyngri, og misjöfn eftir löndum. Ef við tölum til dæmis um Þýska- land, þá hefur verið löng hefð fyrir því að menn- ingarstarf sé styrkt og kostað af yfirvöldum. Jafnvel á þeim tímum þegar það sem við í dag köllum Þýskaland samanstóð af smærri ríkjum, hertogadæmum, smákonungdæmum og slíku, þá voru þeir sem ríkjunum réðu jafnan mjög áhuga- samir um framgang lista hver hjá sér og margir tónlistarmenn nutu góðs af. Þess vegna á Þýska- land í dag líka fjölmörg óperuhús, tónleikasali og hljómsveitir. Þá virtust peningar ekki vera nein fyrirstaða. Þegar Þýskaland var sameinað og gert að lýðveldi hélst þessi hefð, og það var al- gjörlega óhugsandi að yfirvöld sæju ekki áfram um að viðhalda þessari hefð. Því voru listirnar áfram studdar af ríkisvaldinu. Það er með hrein- um ólíkindum hvað listir og menning eru stór þáttur í þýskri pólitík og almennt í samfélaginu. Þar sér maður langar og lærðar blaðagreinar um hitt og þetta í tónlistarlífinu, jafnvel eitthvað sem öðrum þjóðum þætti mjög hversdagslegt og ómerkilegt. Þetta er mjög sérstakt. En miðstýr- ing stjórnvalda í menningu og listum þar virðist enn skapa blómlegt menningarlíf, þótt þeim krónum sem eytt er í það hafi farið fækkandi á síðustu árum.“ Ashkenazy nefnir Frakkland sem annað dæmi, en Frakkar hafa staðið sterkan vörð um menningu sína og reynt að verja hana sér- staklega gegn áhrifum engilsaxneskrar neyslu- menningar. Í Frakklandi eyða stjórnvöld miklum fjármunum til lista- og menningarmála eins og í Þýskalandi. Hann segir Breta hins vegar eiga á brattann að sækja. „Þar skapaðist aldrei sú hefð að konungleg yfirvöld styddu sérstaklega við list- ir, nema í fáum og sérstökum tilfellum. Og í dag nýtur hljómsveit eins og Sinfóníuhljómsveit Lundúna tiltölulega lágra framlaga frá stjórn- völdum. Fjárhagsáætlun hljómsveitinnar Fíl- harmóníu er mjög stór, en hlutur hins opinbera er ekki nema milli sjöttungs og fimmtungs. Sin- fóníuhljómsveit Lundúna er betur sett, því hún hefur aðstöðu í Barbican listamiðstöðinni í City hverfinu, og City hefur verið það í mun að styðja við menningu í sínum borgarhluta, þar á meðal bæði Barbican miðstöðina og hljómsveitina, og þar virðast vera til nægir peningar. En það má segja um Bretland að það sem stjórnvöld hafi lagt fram til lista sé varla meira en táknrænt framlag.“ Ashkenazy segir að á meðan breskar hljómsveitir hafi lengi búið við það að þurfa að fjármagna rekstur sinn að mestu með styrkjum úr atvinnulífinu og úr öðrum sjóðum en opinber- um, þá séu aðrar þjóðir í Evrópu, eins og Þjóð- verja, að vakna upp við það að opinberir styrkir fari lækkandi ár frá ári og að jafnvel hljómsveit eins og Fílharmóníusveit Berlínar þurfi í æ ríkari mæli að leita fjár á öðrum miðum, þótt enn sé hún vel styrkt með opinberu fé. Hins vegar komi það á móti að stórfyrirtækjum eins og DaimlerC- hrysler, framleiðanda Mercedes Benz, þyki orðið upphefð í því að styðja við listir og menningu. Sumar hljómsveitir lifa af eigin tekjum Ashkenazy segir að stofnanir eins og sinfón- íuhljómsveitir hafi enn ekki þurft að hafa áhyggj- ur af íhlutun styrktaraðila sinna í listræn málefni, sjálfstæði þeirra sé virt, það eigi einnig við um Bandaríkin, ríkið taki engan þátt í rekstri hljóm- sveita. Sumum hljómsveitum hafi líka tekist mjög vel upp við að fjármagna rekstur sinn og ávaxta fjármuni sína vel. „Það eru dæmi um tvær til þrjár þekktar hljómsveitir, sem hefur tekist svo vel upp við ávöxtun fjármuna sinna í einkageir- anum, að þær hafa getað stofnað sjóði af vöxt- unum einum saman og lifað af þeim. Þannig hafa þær tekjur af fjárfestingu í einkafyrirtækjum en ráða sínum fjármunum sjálfar og hafa borið gæfu til að ráða til sín fólk sem hefur þekkingu á þess- um málum og veit hvernig fjármunum verður best varið. Þannig er sá möguleiki fyrir hendi að þessar hljómsveitir geti staðið algjörlega sjálf- stæðar að rekstri sínum, að minnsta kosti í ein- hvern tíma.“ Ashkenazy segir einnig dæmi þess að virtar hljómsveitir verði gjaldþrota. Það á við um Sinfóníuhljómsveitina í San Diego í Kali- forniu. „Vandinn var sá að San Diego var svo stutt frá Los Angeles og það viðhorf ríkjandi að það þyrfti ekki hljómsveit í San Diego, þar sem hljómsveitin í Los Angeles væri svo nálæg, auk þess sem hún héldi hvort eð er alltaf af og til tón- leika í San Diego. Auðvitað var málið flóknara en bara svona, en þessi viðhorf voru uppi og því fór sem fór.“ Gleðilegt að vera hér Vladimir Ashkenazy hefur komið víða, og leikið og stjórnað í öllum helstu tónleikahúsum heims. Það hljóta því að vakna spurningar um hvernig honum þyki að koma hingað, þar sem aðstaða hljómsveita er svo miklu lakari en hann er vanur. „Ég vil taka það fram fyrst, að aðstöðuleysið hindrar mig ekki í að koma hingað. Svo hef ég auðvitað líka leikið í slæmum sölum erlendis. Það eru ekki allir salir eins og Carnegie Hall. Ísland á sér mjög sérstakan stað í hjarta mínu og huga, og ég veit að ég þarf ekki að fjölyrða neitt um það. Ísland togar alltaf í mig þó að mér reynist oft erf- itt að finna tíma til að koma hingað. Ég reyni þó mitt besta til að komast hingað og spila með vin- um mínum, Sinfóníuhljómsveitinni og nú Kamm- „ÞAÐ ER EKKI ÖR Í RÚSS- LANDI“ Vladimir Ashkenazy var í heimsókn á Íslandi í vikunni, og stjórnaði tvennum tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur þar sem hann lék einnig einleik á píanó. BERGÞÓRA JÓNS- DÓTTIR ræddi við hann; talið barst um heima og geima, Rússland, Ameríku, Evrópu, en auð- vitað einnig að tónlist og tónlistarhúsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.