Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 H ALLDÓR hafði kynnst bandarískum höfundum þegar hann dvaldi á þriðja ár í Ameríku frá því um sumarmál 1927 til ársloka 1929. Hin svokallaða þjóð- félagslega skáldsaga var þá í fyrirrúmi, höfundar á borð við Sinclair Lewis, Upton Sinclair og Théodore Dreiser. Af allt öðru sauðahúsi var Ernest Hemingway sem kom fram á sjón- arsviðið með skáldsögu sína The Sun Also Rises árið sem Halldór tók land í Bandaríkj- unum. Undir lok dvalarinnar birtist svo bók- in sem gerði Hemingway frægan um endi- langan heiminn, A Farewell to Arms. Telja má víst að engin skáldsaga hafi haft jafn gagnger áhrif á skrifaðan prósa aldarinnar og Halldór er ekki undanþeginn þeim töfr- um. Peter Hallberg hefur í Húsi skáldsins bent á athugasemdir og brýningar sem Hall- dór handskrifar á forsíðu handritsins að Ljósi heimsins frá því um 1936. Vinnureglan gæti hafa verið lesin fyrir af Hemingway: „Alltaf skýringarlaust, blátt áfram, einfalt, eins og alt væri auðskilið einmitt til að und- irstrika það sjaldgæfa og fágæta. Einga útsláttarsemi, eingin gönuhlaup. Draga úr öllu verbositeti, leggja sem mest í hina einföldu plastik setninganna. Hafa samtölin sem þýðingarlausust, ein- mitt til að undirstrika þýðingu þeirra.“1 En þótt stílhugsjónin sé Hemingways þá er útkoman kiljönsk og auðkenni beggja höf- unda yfirleitt svo skýr að ein málsgrein dug- ir að jafnaði til að koma upp um báða. Eini staðurinn þar sem Hallberg taldi að kenna mætti eftirlíkingar er frá þessu sama ári þar sem Halldór segir frá vináttu þeirra Jó- hanns Jónssonar, skálds, í Leipzig. „Ég geng á hverju ári um göturnar þar sem við gengum áður saman. Oft staðnæm- ist ég fyrir utan húsið þar sem hann dó. Ég kem líka í Café Lutze og bið um mokka og anís eins og við gerðum áður, og það er enn sami þjónninn sem bar á borð fyrir okkur þá, og ég sit lengi við gluggann þar sem við sátum og er að hugsa um þegar við sátum hér.“2 Frá þessu tímabili er líka þýðing sem Halldór gerði á smásögu eftir Hemingway og birtist í tímaritinu Iðunni árið 1934. Nafn sögunnar er – haldið ykkur fast – „Ljós heimsins“ (Light of the World) úr smá- sagnasafninu Winners take nothing frá sama ári, en einmitt um þær mundir er Halldór á kafi í fyrsta bindi sögunnar um Ólaf Kára- son Ljósvíking: Ljósi heimsins. Í formála að þýðingunni segir Halldór: „Ernest Hemingway er ef til vill furðuleg- asti meistari nútímaskáldsögunnar; að minnsta kosti sá, sem brotið hefir fleiri við- urkennd lögmál með meira árangri en nokk- ur annar, að James Joyce ekki undanskild- um. Þegar talað er um aðra höfunda nútímans, stendur hann, ekki síður en Joyce, einn sér, utan flokka. Fyrstu bækur hans mættu litlum skilningi, sem við var að búast, því þær stinga í stúf við flest, sem þekt er í vinnubrögðum sagnaskáldskapar fram að þessu. En hin ómótstæðilega skír- skotun hans til hins mannlega gerði hann fljótlega að dýrlingi hjá skáldsagnalesurum um gervallan heim, sérstaklega þó meðal mentaðra borgara, og skilur hér milli hans og Joyce. Þegar saga hans, Kveðja til vopn- anna (Farewell to Arms), kom út 1929, gafst öll gagnrýni upp. Jafnvel íhaldssöm bók- mentamálgögn … lýstu yfir því, að saga þessi væri bezta bók, sem nokkur amerískur maður hefði ritað …“ *** Það er ekki laust við að örlögsímu Hall- dórs og Hemingways hafi á köflum tvinnast sérkennilega saman. Þeir eru svo til jafn- aldrar, Hemingway fæddur ári fyrr en 20. öldin gekk í garð, Halldór þegar öldin var á öðru ári. Báðir halda til meginlands Evrópu í þroskaleit, þeir eru nánast samtímis í sömu löndum: Ítalíu og Frakklandi. Að vísu hafast þeir ólíkt að og álíka fjarlægt mun það hafa verið Hemingway, sem var kaþólskur, að ganga í klaustur og gerast munkur, og það var trúskiptingnum Halldóri að gerast ljóna- veiðari, nautabani eða stríðsmaður, en það voru höfuðástríður Hemingways. Og þótt heilt úthaf skilji þá að sem höf- unda: annar ungi út vestrænni karlmennsku- ímynd á meðan hinn lagði sig eftir samlíð- uninni með Ástu Sóllilju í veröldinni, fengu báðir Nóbelsverðlaun samstæð ár – 1954 Hemingway, 1955 Halldór. Aðspurður í Vísi 17. apríl 1982 hvort hann hafi þekkt Hemingway persónulega, svarar Halldór: „Nei, ekki persónulega. En við skiptumst á skeytum í sambandi við hitt og annað. Hann sendi mér skeyti þegar hann fékk nóbelsverðlaunin og bað mig að fyrirgefa að hafa tekið þau frá mér. Þegar Churchill fékk svo verðlaunin (1953, innskot PG) sendi Hemingway mér skeyti með einhverju bölvi og ragni. Hefur líklega verið kenndur en þó þarf það ekki að vera. Hann hafði „frísprok“. Hemingway las mínar bækur af eins mikilli gleði og ég las hans bækur, svo það var svona gott á milli okkar …“ Í viðtali við Örn Ólafsson, bókmennta- fræðing, frá árinu 1981 víkur talinu að þýð- ingunni á Vopnum kvöddum. „Eitt erfiðasta verk sem ég hef unnið um dagana var að þýða Farewell to Arms. Ég hérumbil gafst upp á því. En ég lærði mikið á því. Líka Indriði Þorsteinsson … Ég byrj- aði held ég síðsumars á því, fyrsta stríðs- árið. Fór svo uppá Hellisheiði, þegar leið á haust; settist þar að í Skíðaskálanum í sí- feldum byl. Ætli það hafi ekki verið einir tveir þrír mánuðir sem ég var allur í þessu; gerði að minnsta kosti ekkert ilt af mér á meðan, hélt ég. Þetta þótti með fádæmum vond bók hér á landi. Aldrei í sögu heimsins hefur nokkrum manni verið svo úthúðað fyr- ir þýðingu eins og mér fyrir Vopnin kvödd. Þjóðin sjálf og margir hennar bestu menn risu upp gegn þessum andskota í bókarlíki.“ Lætin hófust á Húsavík í sumarbyrjun 1941, en í lok Hundadaga það ár birtist eft- irfarandi áskorun í dagblaðinu Tímanum: „Aðalfundur Kennarafélags Suður-Þingey- inga, 2. júní 1941, telur, að málskemmdir þær, sem fram hafa komið á mörgum ís- lenzkum bókum nú undanfarið, og færast sí- fellt í vöxt, séu mjög alvarlegt vandamál, sem kennarastéttin verður að láta sig varða. Vill fundurinn í þessu sambandi benda á síð- ari bækur Halldórs Kiljan Laxness, rithöf- undar, þar sem þverbrotnar eru löngu við- urkenndar reglur íslenzkrar tungu. Fundurinn finnur sérstaka ástæðu til að benda á síðustu bók bókmenntafélagsins Máls og menningar, „Vopnin kvödd“, í þýð- ingu Halldórs Kiljan, þar sem málið er þann veg, að vart getur kallazt íslenzka. Er bók- menntafélag, sem kennir sig við mál og menningu, tekur að gefa út bækur á þvílíku máli, telur fundurinn, að líta megi á það sem beina árás á kennarstéttina, og aðra þá menn, sem reyna að þjóna því erfiða hlut- verki, að kenna íslenskt mál. Skorar fund- urinn á þing og stjórn S.Í.B. að víta þetta harðlega.“ Í Vestmannaeyjum átti Halldór alnafna, Halldór Guðjónsson, og var sá skólastjóri barnaskólans auk þess að vera bæjargjald- keri, endurskoðandi hafnarsjóðs, sjúkrahúss Vestmannaeyja, Sparisjóðs Vestmannaeyja og fulltrúi í yfirskattanefnd. Halldór þessi tók sér nú fyrir hendur að telja villurnar í Vopnum kvöddum og var kominn upp í fjög- urþúsund þegar hann stakk niður penna og skrifaði ádeilugrein í dagblaðið Tímann. Annar barnakennari á landsbyggðinni brást einnig við hart, sá hét Hannibal Valdi- marsson og lýsti því í Skutli, málgagni krata á Ísafirði: að í þessari þýðingu Kiljans á Vopnum kvöddum „ríði hundavaðshátturinn á sérviskunni“. „Það voru sigrar – og það voru sigrar hinumegin við láglendið! Hvernig fella menn sig við þessa „snilli“, hvort sem það á nú að vera stílsnilli eða eitthvað annað? Sigrar eru ekki unnir, sei, sei, nei, þeir eru bara – og eru hinumegin við láglendið, eins og verið væri að tala þar um rollur á beit eða eitt- hvað þess háttar. Og svo er þvælt í belg og byðu, án þess að setningarnar séu aðgreind- ar með lesmerkjum, um fjallið, sem var tek- ið, og hlíðina og sigrana, hinumegin við lág- lendið og hásléttuna og ána, sem þeir fóru yfir í ágúst og Goritsíu, þar sem þeir voru til húsa, og gosbrunn og boldigur skuggsæl tré og lifrauðan vafningsvið á húshlið. Einn for- setningarliður, staðarákvörðun, í þessari setningarbendu nýtur þeirra sérréttinda að afmarkast með kommum, en ekki verður annað séð, en það sé hreinasta tilviljun.“3 Halldór svaraði fyrir sig í Tímariti máls og menningar, sama ár: „… Stíll Hemingways er eins og fullkomin nýtízku vél, auk hraðans er hann hnitmið- unin sjálf, en samdráttaraðferðin er einmitt mjög vel fallin til að auka hraða stílsins og hnitmiða merkingu, þar sem sundurslitaað- ferðin purpar stílinn óþarflega, einsog and- stuttur maður tali, auk þess sem hún spillir merkingu. Um hið síðastnefnda skal ég láta mér nægja að benda á jafn augljós dæmi og merkingamun setninganna „hann gekk inn- fyrir mig“ og „hann gekk inn fyrir mig“ eða „hún fór aftrí“ og „hún fór aftur í“. Setning- arnar þýða allt annað eftir því, hvort smá- orðin eru samtengd eða sundurslitin. Aukin hnitmiðun stefnir að því að ydda og skerpa stílinn, og ég sá að hin fálmkennda meðferð smáorða í venjulegri skólaíslenzku, ásamt þeirri þoku, sem skapast við óeðlileg sund- urslit samtákna, gat blátt áfram ekki staðizt í hinum hárnákvæma stíl Hemingways. Þess kennir mjög í stíl hans, að höfundurinn er þjálfaður blaðfréttasendari, enda má aldrei gleyma stíleinkenni símskeytisins, þegar maður útleggur hann …“4 Til gamans má geta þess að Vopnin kvödd voru endurútgefin árið 1977 og nú var það bókmenntafræðingurinn Ástráður Eysteins- HALLDÓR OG HEMINGWAY E F T I R P É T U R G U N N A R S S O N Þetta er fyrsta grein um Halldór Laxness og tengsl hans við nokkra samtímamenn, svo sem Þórberg Þórðarson, Gunnar Gunnarsson og Stalín. Hér er fjallað um Halldór og Hemingway en þræðir þeirra lágu víða saman þótt ólíkir hafi verið um margt. Halldór Laxness Ernest Hemingway „Það er ekki laust við að örlögsímu Halldórs og Heming- ways hafi á köflum tvinnast sérkennilega saman. Þeir eru svo til jafnaldrar, Hemingway fæddur ári fyrr en 20. öld- in gekk í garð, Halldór þegar öldin var á öðru ári. Báðir halda til meginlands Evrópu í þroskaleit, þeir eru nánast samtímis í sömu löndum: Ítalíu og Frakklandi. Að vísu hafast þeir ólíkt að og álíka fjarlægt mun það hafa verið Hemingway, sem var kaþólskur, að ganga í klaustur og gerast munkur, og það var trúskiptingnum Halldóri að gerast ljónaveiðari, nautabani eða stríðsmaður, en það voru höfuðástríður Hemingways.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.