Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Síða 5
ÞETTA er hann, þetta er örugglegahann. Ég er viss um að þetta er hann.Ég ansa ekki. Ég læt símann barahringja. Hann er örugglega að hringja til að segja mér að nú sé þetta búið. Segir: Þetta er búið af minni hálfu, eða, ég stend ekki í þessu lengur, eða ég ætlaði að láta þig vita að sambandi okkar er lokið. Eða bara: Ég er hættur með þér. Þetta er búið. Ég ætlaði bara að láta þig vita. Hvað á ég að segja. Hvern djöfulinn á ég að segja? Ég þruma svoleiðis yfir honum. Segi: Heyrðu, ég ætla að láta þig vita það, að þetta sam- band er mér mjög mikils virði og ég læt þig ekki eyðileggja það svona. Þú hefur ekkert leyfi til þess. Þótt þú þolir ekki nálægð í sam- bandi, þá ferð þú ekki svona að, þú kemst ekki upp með það. Hann fílar þetta örugg- lega vel, rekur í rogastans og fattar hvað ég er ákveðin. Ég læt hann ekki komast upp með neitt. Hann er sennilega að prófa mig. Jafnvel ánþess að vita af því. Bíddu við, er þetta einhver leikur. En ég segi þetta og þá segir hann: Ókei, þetta er rétt hjá þér, ég hljóp á mig, ég er bara ekkert vanur að láta sambönd ganga. Ég er bara yfirleitt ekkert vanur því að láta neitt ganga. Og svo segir hann kannski líka: Geturðu fyrirgefið mér. Og ég segi: Ekkert mál. Eða hvað. Hann gæti líka sagt, ég þoli ekki svona sálfræðik- jaftæði. Sálfræðikjaftæði? segi ég, þú stjórn- ar mér ekki neitt. Ég var að segja þér að þetta væri búið. Og svo myndi hann segja þetta hræðilega: Ég er hættur að vera skot- inn í þér. Ég er ekki lengur hrifinn af þér. Ókei. Got it. Bye darling. Og ég sit eftir með helvítis símtólið. Helvítis símtólið. Í hend- inni. Og þessi helvítis sónn. Nei, ég segi: Ókei, bless. Og skelli á. Áður en hann hann skellir á. Stutt og laggott. Ókei, bless. Ókei, bæ. Verð rosalega kúl. Og hann situr eftir, alveg í losti yfir því hvað hann hafi verið að gera, þessum viðbrögðum bjóst hann ekki við. Hann situr bara sínmegin og hugsar: Hvern djöfulinn var ég að gera, ég er búinn að eyðileggja allt, eina ferðina enn. Afhverju var ég að þessu, afhverju sagði ég ekki eitt- hvað annað, afhverju var ég yfirleitt að þessu. Og rankar við sér einsog eftir fyllerí eða eitthvað. Eða fer og dettur í það af tómri örvæntingu. Ég bösta hann gjörsamlega. Ókei, bæ. Og fæ óstöðvandi hláturskast á eftir. Tek svo upp tólið og hringi í hann og segi: Djók. Nei, ég geri það ekki. Ég fæ bara kast. Hláturskast, ég meina maður sem hringir í mig og segir þetta á ekki annað skil- ið, hann á ekki skilið að ég púkki uppá hann. Svo kveiki ég á sjónvarpinu og fæ raunveru- leikasjokk. Vá hvað er í gangi. Ókei, bæ. Það er eitthvað svo fúlt, það er alltof augljóst, ég get ekki sagt það. Hann sér í gegnum það. Hvað á ég að segja. Nei, ég tek þetta á húm- ornum, það er eina vitið. Þegar hann hringir og tilkynnir að þetta sé búið svara ég að bragði: Er þetta hluti af nýjustu kynlífsfant- asíunni þinni. Það er rétta svarið. En ef hann hringir nú ekki, hvað ef hann hringir ekki? Ætlar að láta sambandið gufa upp af sjálfu sér. Verð ég þá að hringja í hann. Og segja þetta. Og hann er kannski að leggja kapal? Ha. Nei, það kemur að því að hann hringir. Og ég verð að vera viðbúin, nema heyrðu ég gæti gert eitt, ég segi þegar hann hringir: Heyrðu, ég ætla að lesa svörin fyrir þig, og þú krossar við rétta svarið, A, B, eða C. Ég bíð meðan þú nærð í blýant. (Síminn hringir) Vá getur það verið? (Hikar, tekur upp tólið) Halló. (Þögn) Hvað ertu að reyna að segja. BEÐIÐ EFTIR SÍMHRINGINGU NÚ VEIT maður ekkert um líkið.Gæti verið að ráfa laugaveginn.Líkið?Nema það sé í kringlunni, nei smáralindinni. Jájá búið að yfirgefa gömlu góðu búðirnar, aumingja búðirnar, þær gráta, búðir eru lifandi verur, það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því, hún var góð við búðir, hún horfði á búðargluggana, skoðaði í búðargluggana, já skoðaði vel og vandlega, stóð lengi fyrir utan, þangað til hún réði ekki við sig og fann straum úr hjartanu í höndina, tók í húninn og beygði hann niður, steig yfir þröskuldinn, svipaðist um í hendingu og lokaði hurðinni á eftir sér, já svona var hún, góð við búðir, enda þurfa búðir þess með, búðir eiga bágt, þær eru lif- andi verur, einmana sálir sem hún gekk inn í og snerti varlega á öllu með fingurgómuum, tuldraði eitthvað fyrir munni sér, heyrðist spyrja um verð og gæði, verð og gæði hugs- aðu þér, það eru ekki allir sem spyrja um verð og gæði, flestir borga ánþess að spyrja, já nútímafólk, en hún labbaði svona um búð- ina, tók af herðatrjánum, úr hillum, snögum, hún fór í klefana og mátaði, og klefarnir, hún var líka góð við klefana, litlu klefana, hún mátaði og mátaði, hún mátaði ekki lítið einsog sumir, nei hún mátaði tímunum sam- an og keypti svo allt hvort sem það passaði eða ekki, því hún vildi ekki særa flíkurnar, búðaflíkur eru viðkvæmar einsog öræfa- blóm, svo viðkvæmar svo hún hugsaði með sér, best ég kaupi þetta og sel svo vinkonu minni, já hvílíkt góðverk að selja vinkonu sinni eða hreinlega gefa henni, en hápunkt- urinn, hámarkshugsunin var þegar hún hugsaði: ég passa í þetta þegar ég er búin að kaupa mér árskort í líkamsræktinni, eða borða núðlusúpu úr bónus í nokkra daga, og svo keypti hún þetta líka og allir í búðinni urðu svo glaðir þótt þeir brostu kannski þegar þeir komu heim og fóru að segja frá þessari góðu skemmtilegu konu sem elskaði búðina og vafalaust fleiri búðir, já þetta var sannkölluð búðakona. Og svo kom hún sem- sagt fram úr mátunarklefanum og spurði hvernig það passaði og hvernig saumarnir væru og hvað væri í efninu, já hún hlustaði, og þegar hún lagði flíkurnar á borðið lá við að það heyrðist klukknahljómur, og kerti stæðu í ljósum logum, já hún lagði þær á borðið, um leið og hún kiknaði ofurlítið í hnjáliðunum þegar hún sagði við afgreiðslu- konuna, ég ætla að fá það … þetta meina ég, ég ætla að fá þetta allt, fá það allt. Ég er bú- in að skoða, máta, spyrjast fyrir og nú ætla ég að fá það. Ég ætla að fá það. Ég veit það passar. Það passar. Svo var allt sett í poka og hún dáðist í hljóði að pokanum, pokinn var smart. Og svo skreið þessi kona útúr búðinni, já skreið með pokann sinn í eft- irdragi, hún var svo hamingjusöm eða eitt- hvað og bað um að láta opna fyrir sér og þegar hún kom út á gangstéttina, já þá dó hún. Hún gaf frá sér stunu, létta stunu, kreppt takið um pokann losnaði, hún gaf frá sér þvag, ælu og saur og það var ofurlítið blóð í munnvikunum. Það var sett á Þjóð- minjasafnið. Undir merkinu: blóð úr við- skiptavini. Storknar aldrei. HÚN VAR GÓÐ VIÐ BÚÐIR – SÖGUR – E F T I R E L Í S A B E T U J Ö K U L S D Ó T T U R LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 5 son sem gerði harða hríð að þýðingunni í Skírni árið 1984 og fann henni flest til for- áttu, til dæmis hve Halldór gengi langt í ís- lenskun staðanafna (Marsalir og Háey fyrir Marseille og Hawai) og væri óragur við að færa textann í eigin búning: „Fyrir kemur að sérviska þýðandans tek- ur völdin algjörlega úr höndum frumtextans. „It’s a lovely night for a walk“ hljómar svo eftir meðhöndlun þýðanda: „Það er sosum inndællis spássérveður í nótt.“ … Orðalag frumtextans er alvanalegt og hefðbundið – þannig er það frá hendi höfundar og það hlýtur að vera þýðandanum fyrirsögn um samsvarandi (jafngild) vinnubrögð.“5 Sigfús Daðason, skáld, tók upp hanskann fyrir starfsbróður sinn: „Þýðing Halldórs Laxness á A Farewell to Arms var einn af mörgum eftirminnilegum bókmenntaviðburðum á fimmta áratug þess- arar aldar. Sá sem þessar línur ritar var mjög ungur þegar hann las þessa þýðingu fyrst sér til ununar og fróðleiks. Með því að ekki leið á löngu unz ég komst yfir frum- texta bókarinnar, var þýðing Halldórs mér einnig fyrsta lexía í þýðingarfræði, og mér lærðist þá þegar að frumtexti og þýðing er sitt hvað. Sú vitneskja varð þó ekki til að rýra álit mitt á þýðingunni. Það kemur ekki þessu máli við þó að svo kunni nú að vera, að Farewell to Arms sé ekki alveg eins ágæt bók og mörgum lesendum og gagnrýnendum fannst fyrir fjörutíu eða fimmtíu árum. En tvennt held ég verði þó lengi til að halda við gengi bókarinnar: þau nánu tengsl sem höf- undinum tekst að skapa milli umhverfis sög- unnar og lesandans, og hið sérkennilega við- ræðuform persónanna. Það er ekki að efa að hið síðara hefur verið þýðandanum örðugra að flytja á íslenzku en hið fyrra; raunar hef- ur mörgum orðið hált á því viðræðuformi sem Hemingway innleiddi í skáldsögur, og er það von.“6 *** Seinni bókin sem Halldór þýddi eftir Hemingway var jafnframt síðasta þýðing frá hans hendi: Veisla í farángrinum, verk sem Hemingway var að vinna að þegar hann féll fyrir eigin hendi árið 1961. Titillinn vekur athygli: A moveable feast. Hemingway legg- ur hér erfiða þraut fyrir þýðandann ekki síð- ur en í Farewell to Arms sem getur í senn þýtt Vopnin kvödd og „faðmlagið kvatt“ eins og Ástráður Eysteinsson bendir á í Skírn- isgrein sinni. Í kristnum sið er talað um fastar og lausar hátíðir, jólin eru dæmi um fasta hátíð, þau ber alltaf upp á sömu dag- ana í desember, en páskarnir eru „laus há- tíð“ og ber upp á hina og þessa daga í mars og apríl, eftir því hvernig stendur á tungl- inu. Á hinn bóginn er það náttúrlega París sem er veisla og frönsk þýðing bókarinnar leggur þann skilning í titilinn, Paris est une fête, heitir hún á frönsku, „París er veisla“, og gæti verið nafn á túristabæklingi. Hall- dór aftur á móti finnur óvænta lausn, skellir saman „veislu“ og „farangri“ og samt er ekki eins og tollurinn hafi brotnað í ferða- töskunni, titillinn nær að hefja sig til flugs og verður tamari eftir því sem maður heyrir hann oftar. Aðferð Halldórs er hér töluvert frábrugð- in þeirri sem hann viðhafði aldarfjórðungi fyrr í Vopnum kvöddum þegar hann keppt- ist við að íslenska nöfn staða jafnt sem manna. Bent hefur verið á að skáldverk Hemingways voru öðrum þræði þýðingar, þ.e.a.s. þau gerðust í óensku andrúmslofti sem höfundurinn reyndi að tileinka sér með því að veita inn í textann eins miklum áhrif- um frá hinu erlenda umhverfi og honum var unnt. Halldór fer eins að í Veislunni, en gengur líka býsna langt í að merkja sér textann, með sérkennum úr eigin vopnabúri svo úr verður kostulegur bastarður, einskonar Ern- est Laxness. *** Halldór var á nokkrum tímamótum þegar hann tókst verkið á hendur árið 1966. Frá og með Paradísarheimt (1960) hafði hann lýst því yfir að hann væri hættur að skrifa skáldsögur, vissi hreinlega ekki hvernig ætti að fara að því lengur og héðan í frá myndi hann helga sig leikritum. Prjónastofan Sólin, Strompleikur og Dúfnaveislan eru öll skrif- uð í byrjun sjöunda áratugarins og enn er hann með leikrit í smíðum þegar hann ræðst í að þýða svanasöng Hemingways. Það skyldi þó ekki vera að sú vinna hafi orðið til þess að Kristnihald undir Jökli snerist úr leikriti í skáldsögu og Halldór komst á nýtt skáldsöguspor? 1 Peter Hallberg, Hús skáldsins I, bls. 203. 2 „Endurminning um vin minn“, í Dagleið á fjöllum, 2. útg. bls. 267. 3 Skutull, 6. september 1941. 4 Vettvangur dagsins, bls. 312. 5 Skírnir, 1984, bls. 41. 6 Skírnir, 1985, bls. 98. Höfundur er rithöfundur. HVAR er meðalið mitt? Meðalið.(Lagar sængina) Það er sosumauðvitað. Bara látin liggja hér.(Lagar sængina) Ég kemst ekki framúr, ég er búin að segja það. Ég er margbúin að segja það. Ég hef ekkert annað að segja. Sjá þennan náttkjól. Hvað er langt síðan hann hefur verið þveginn, hvað ætli manni batni í svona náttkjól. Það eru smáat- riðin sem skipta máli. Ef ég bara fengi nýjan náttkjól. – Hvar er meðalið mitt. (Trúðurinn kemur) Djöfull ert þú leiðinlegur. Veistu hvað ég er búin að bíða lengi. Ég verð að fá meðalið mitt á réttum tíma. Annars virkar það ekki. VIRKNIN (MEÐALIÐ HENNAR) GALDRASTELPA sem var búin tilúr Íslandi, þessum dimmu seið-andi haustkvöldum þegar alltverður hverfult og fær magnaða hreyfingu; einsog hún sprytti fram úr svört- um hamraveggjum sem geyma blóð þjóð- arinnar, með rödd einsog net til að veiða mann í, svo maður hlustaði. Stelpa sem hefði átt að hafa hrafn á öxlinni og berjalyng í hárinu. Það gerist kannski einu sinni á ævinni að maður hittir eineggja tvíburasystur sína og þá verður maður undrandi því maður hélt að maður væri einn í heiminum en svo starir maður á hana og sér: Hún er full af lífi. Og maður hættir við að deyja. Og svo á örlaga- stundu tekur hún í hönd mína þegar enginn annar gerir það og ég hitti hana aftur og við göngum upp laugaveginn í hrókasamræðum og eftir það sjáumst við aðeins einu sinni í svip. Og einn daginn frétti ég að hún sé dáin og það er einsog ég sé inni í herbergi fullu af myrkri og ég þreifa í kringum mig en finn ekkert. Hvar er systir mín? æpi ég, villidýr- ið, drottningin. Afhverju, afhverju, afhverju. Við sem hefðum getað gengið saman á fjallið í sumar. ÚR ÍSLANDI Í minningu Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur Höfundur er rithöfundur. Morgunblaðið/Sverrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.