Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 O KKAR starf er fyrst og fremst upplýsingar og ráðgjöf,“ segir Ágústa Þorbergsdóttir, sem sér um nýyrðadagbók Ís- lenskrar málstöðvar. „Finnist ekkert orð yf- ir hugtakið leiðbeinum við fólki við myndun nýyrðis og hjálpum svo til, ef það lendir á villigötum við orðmyndunina.“ „Við viljum aðstoða fólk, en ekki vera einhver stofnun, sem skipar fólki fyrir verkum,“ segir Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. „Það dásamlega við íslenzkt mál og nýyrðin er að gerjunin er fyrst og fremst í grasrótinni.“ Orð eru alltaf að líta dagsins ljós, en enginn veit örlög þeirra fyrirfram. Nítján tillögur voru skráðar um orð fyrir farsíma. Fyrst sló gemsi í gegn, en svo kom farsími til sögunnar og það orð hefur nú vinninginn. „Þörfin fyrir nýyrði og íðorðasöfn er alþjóð- leg,“ segir Ari Páll. „en það er mjög misjafnt hvað menn leggja mikið upp úr innlendum heit- um á hugtökunum. Við notum til þeirrar smíði meira af innlendum efniviði en tíðkast víðast hvar annars staðar. Víða erlendis berjast menn við að festa í sessi tiltekna stafsetningu á tökuorðum, en nýyrða- stefna okkar er allt önnur. Við erum á því að það eigi að vera íslenzk heiti á hugtökunum; íslenzk orð, sem gera hugtökin gagnsæ.“ Nýyrðin vefjast ekkert fyrir okkur í notkun, hvorki í málfræði né stafsetningu. Öðru máli gegnir með þau tökuorð, sem hafa ratað inn í ís- lenzkuna. Ágústa nefnir jógúrt sem dæmi, en hjá mörgum eru áhöld um það, hvort segja á jógúrtið eða jógúrtin. Annað orð er bridds, sem menn skrifa á fleiri en einn veg. „Fólk leitar líka mikið til okkar varðandi orð og almenna orðnotkun, því menn eru mjög vak- andi fyrir þessu og vilja tala og skrifa rétt mál,“ segir Ágústa. „Forráðamenn fyrirtækja eru líka með á nótunum og þeir leita mikið til okkar, sér- staklega innflytjendur, sem eru að koma með nýja vöru á markaðinn.“ Hún segir fólk einnig hringja til að segja álit sitt á einstökum orðum og nefnir lesblindu sem dæmi um orð, sem sumum finnist óviðeigandi og/eða leiðinlegt. Orðið lesröskun hefur verið nefnt í þess stað. Þau Ágústa og Ari Páll segja ásóknina í Ís- lenska málstöð fara sízt minnkandi. Fyrirspurn- ir í fyrra urðu liðlega 2.000 talsins og hefur þeim verið að fjölga ár frá ári. (Vefsíða Íslenskrar málstöðvar: http://www.ismal.hi.is). Eftirfarandi dæmi tína þau ásamt Kára Kaaber til fyrir mig á blað og segja þau gefa sannferðuga mynd af hversdagslegum viðfangs- efnum í ráðgjöf og nýyrðaskráningu hjá Ís- lenskri málstöð: 1) Dæmi um nýyrði, sem við höfum aðstoðað fólk við að búa til eða skráð eftir fólki: Læknir bar undir okkur þetta nýyrði sem við svo skráðum: hörmungarhyggja f. „catastrophising“. Skýring: Meira er gert úr verkjum en efni standa til. ið er heitið Moldóva notað sem aðalorð, Mold- avía sem valfrjáls mynd við hlið aðalmyndar. Um landa- og höfuðborgaheiti sem Íslensk mál- nefnd hefur samþykkt (skrárnar eru m.a. gerð- ar í samvinnu við starfsmenn í utanríkisráðu- neyti) sjá vefsíðu Íslenskrar málstöðvar: (http://www.ismal.hi.is/landahei.html).“ „Fólk finnur sjálft þörfina fyrir að tala not- hæft mál undir öllum kringumstæðum og þess vegna er móðurmálsáhugi Íslendinga bæði menningarlegur og hagnýtur,“ segir Ari Páll. „Við höfum nú öðlazt svo mikið sjálfstraust sem málsamfélag, að við njótum okkar betur sem einstaklingar ef við fáum að tjá okkur á móð- urmálinu.“ Mikil hugsun og mörg handtök Íslenzk málstöð þjónar almenningi einnig með orðabanka á Netinu. Hvað má nota í stað enska orðsins „lookism“? Svar: Til dæmis útlitsfordómar. 2) Dæmi um annars konar fyrirspurnir og svör: Hvernig beygist kvenmannsnafnið Sólný? Svar: Sólný, Sólnýju, Sólnýju, Sólnýjar. Hvernig á að stafsetja setninguna Bíllinn hef- ur fest/festst/fests(?) í snjó? Svar: Bíllinn hefur fest í snjó. Á að rita þýðingafræðingur eða þýðingar- fræðingur? Svar: Talið réttara að rita þýðingafræðingur. Er hægt að nota orðið gæði í eintölu, „gæð- ið“? Svar: Það stenst ekki samkvæmt íslenskri málvenju. Einungis fleirtala, þau gæðin. Hvort er notað í íslensku landsnafnið Mol- dóva eða Moldavía? (Þessi fyrirspurn kom frá sænskri málnefnd.) Svar: Bæði nöfnin hafa verið notuð en nú orð- Íslendingur við nám erlendis skrifaði vegna tveggja nýrra tegunda farsíma sem þar eru nýj- ar og væntanlega fara á markað hér. Nýyrði sem voru skráð: myndsími (VideoPhone) og gagnasími (PCCard Phone). Spurt var um betra íslenskt orð en „við- bragðsaðilar“ um þá sem bregðast við vá. Í þeim hópi eru m.a. lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, björgunarsveitarmenn, jafnvel læknar og hjúkrunarfræðingar. Við lögðum til að nota mætti sem nýtt orð váliðar. Útkallsliðið má kannski kalla válið. Menn í slíku váliði væru sem sé váliðar. Til samanburðar er til í málinu vá- svæði, váljós, vátrygging, válíkindi, váboði, vá- hljóð o.m.fl. Alls staðar er hér átt við eitthvað í sambandi við hættu eða verið er að þýða „al- arm“. Er til íslenskt orð um „lipliner“? Svar: Varablýantur. GERJUNIN ER Í GRASRÓTINNI Íslensk málstöð veitir ráðgjöf og þjónustu um málfarsleg efni og í orðabanka stöðvarinnar hafa menn aðgang að 38 íðorðasöfnum. FREYSTEINN JÓHANNS- SON hitti starfsmenn málstöðvarinnar að máli, sat fund í orðanefnd byggingaverkfræðinga og ræddi við höfunda nýjasta orðasafnsins. Morgunblaðið/Ásdís Dóra Hafsteinsdóttir, Ari Páll Kristinsson og Ágústa Þorbergsdóttir. ÞEGAR við byrjuðum í stjórnmálafræðinni,þá rákum við okkur eins og gengur oft áorð og orðasambönd, sem erfitt var aðskilja á íslenzku. Mikið var talað um að okkur vantaði orðasafn og þær umræður urðu til þess að við fórum að hugsa málið. Við sáum hjá félaga okkar í sálfræðinni vísi að orðasafni, sem þeir kalla Orðgnótt og veturinn ’95 og ’96 fengum við hugmyndina að því að vinna sjálfir orðasafn fyrir stjórnmálafræði. Við vildum smíða orðasafn, sem gæti hjálpað nemendum í stjórnmálafræði um aukinn skilning á þeim texta, sem þeir eru að lesa, og losað okkur við ensku- skotið fræðimál í ræðu og riti innan fræðigrein- arinnar, stjórnsýslunnar og almennt í íslenzku samfélagi.“ samband við ráðuneyti og sendiráð og fasta- nefndir Íslands erlendis. Sérstaklega var orða- safn þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins okkur drjúg efnislind. Það sýndi sig svo fljótt, þegar við vorum komn- ir af stað, að margir höfðu áhuga á þessu verki og lögðu okkur gott lið.“ „Einn meginvandinn við svona íðorðasafn er hversu erfitt það er að takmarka sig. Stjórnmálafræðin skarast við svo margt annað; heimspeki, hagfræði, félagsfræði og mannfræði, svo dæmi séu tekin. Við höfum hins vegar farið þá leið að taka svolítið rúmt svo orðasafnið geti gagnast sem flestum.“ „Við erum engir nýyrðasmiðir sjálfir. Þegar til þess kom, að orð vantaði, þá töluðum „Vorið 2000 fengum við styrki úr nýsköpunar- sjóði námsmanna, tvo mánuði hvor, og gátum ha- fizt handa og svo fengum við orðasafnið metið sem BA-verkefni og gátum þannig unnið að því tvo, þrjá mánuði aukalega. Við höfðum samband við Gunnar Helga Kristinsson prófessor, sem gerðist umsjónarmaður verksins og lagði okkur línurnar, og einnig fengum við góðar leiðbeining- ar og aðgang að frábæru forriti hjá Íslenskri mál- stöð. Það létti okkur alla vinnu og verkstýring Dóru Hafsteinsdóttur auðveldaði okkur ýmislegt. Við byrjuðum á því að orðtaka kennslubækur í stjórnmálafræði og kanna þau orðasöfn, sem fyr- ir voru, einnig að safna saman því, sem til var í orðalistum hjá fræðimönnum, kennurum, stofn- unum, fjölmiðlum og fyrirtækjum og höfðum VILDU LOSNA VIÐ ENSKUSKOTIÐ FRÆÐIMÁL Torfi Finnsson og Sigfús Þór Sigmundsson tóku sa Tveir stjórnmálafræðingar, Sigfús Þór Sigmundsson og Torfi Finnsson, hafa tekið saman enskt-íslenzkt orðasafn fyrir stjórnmálafræði, sem birtast mun í orðabanka Íslenskrar málstöðvar á næstunni. ORÐANEFND verkfræðingafélags-ins; nú Orðanefnd rafmagnsverk-fræðinga, er elzt orðanefnda. Les-bók Morgunblaðsins birti 3. október 1926 orðasafn, sem Orðanefnd Verk- fræðingafjelagsins tók saman með ráðum og atbeina verslunarmanna í Reykjavík. Í formála að orðasafninu sagði m.a.: „Um orðin sjálf er ekki ástæða til að fjöl- yrða. Þeim verður ekki lífs auðið, nema al- menningur vilji taka þau að sjer. En vonandi er, að vandlæting manna beinist ekki einungis að tilraunum til að íslenska erlend orð, heldur líka að hinum erlendu og hálferlendu orð- skrípum, sem láta eftir sig svarta bletti á tungunni.“ ORÐ ÚR VIÐSKIFTAMÁLI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.