Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 15 l i s t a s a f n k ó p a v o g s gerðarsafn, hamraborg 4 , kópavogi 9 . febrúar–3. mars 2002 opnunartímar: þriðjudagur–sunnudagur kl . 11–17 leiðsögn: guðbjörg kristjánsdóttir , forstöðumaður fimmtudagur, laugardagur og sunnudagur kl . 15 aðgangur ókeypis www.carnegieartaward.com V.S. NAIPAUL, nýleg-ur Nóbelshöfundur,sagði í sjónvarpsvið-tali að hefði hann ekki orðið rithöfundur væri vafasamt um tilganginn að lifa, sjálfan tilgang lífsins. Spyrja má um réttmæti slíkrar fullyrðingar. Það má gera fleira en skrifa. En jafn iðinn maður og Naipaul gerir varla annað nema þá að ferðast eins og hann minntist á. Og ferðalög- in verða honum efni í bækur, tilefni sífelldra athugasemda. Jafn hæglátur maður og Naipaul er orðhákur og bitna athugasemdir hans oft á trúarbrögðum, ekki síst íslam. Ætla mætti að hannn tryði helst á köttinn sinn eða liti að minnsta kosti á hann sem skemmtilegasta fé- lagann. Það vafðist ekki fyrir Naipaul að gerast rit- höfundur og skipti hvatning föður hans líklega mestu máli. Uppruni Naipauls, andstæðurnar Indland og Trinidad og búseta á Englandi hafa eflaust gert hann rótlausan og ýtt undir ferðaþörf hans. Ferð til Pakistan leiddi konu hans og hann saman eða réttara sagt kona hans, sem líka hafði sitt að segja í fyrrnefnd- um sjónvarpsþætti, sá hve umkomulaus hann var og dapur og hertók hann vægast sagt. Naipaul lét sér það vel líka. Að skrifa er eins konar ferðalag. Margir rit- höfundar kannast við það að ferðalög, kynni af nýju umhverfi og fólki, einkum ferðalagið sjálft sem slíkt, ýtir undir sköpunargáfuna, leysir hugsunina úr læðingi. Ný bók er nýtt ferðalag. Annar Nóbelshöfundur, Elias Canetti, bjó á Englandi frá 1938, en hafði búið víða áður, lengst í Vín. Hann þekkti hið eilífa ferðalag kynstofnanna og var afkomandi spænskra gyðinga sem voru hraktir frá Spáni á fimmtándu öld. Fyrir utan ævisögur hans er kunnasta verk hans Mergð- in og valdið (1960). Sjálfur hafði hann kynnst ógnum fjöldans og múgæsinganna. Hann lagði metnað sinn í að snúast gegn þessum ógnvaldi og vopn hans var mannleg sköpun, tilgangur mannúðar í sundurtættum heimi. Sá til- gangur var ekki minna virði en það að skrifa. „Huglaus, raunverulega huglaus, er sá sem er hrædd- ur við minningar sínar,“ skrif- aði Canetti í Athugunum sín- um sem hann kallaði Úthverfi mannsins (1973). Undir þetta geta Naipaul og fleiri tekið. Minningarnar eru efniviður rithöfundarins. Canetti var heimsborgari eins og Naipaul og höfðar til allra. Hann býr ekki yfir sams konar hæðni og ófyrirleitni en því meiri al- vöru. Meðal lærimeistara hans er talinn Kafka. Canetti missti ungur föður sinn en hin stranga móðir hans lét hann lesa Shakespeare og Dickens í staðinn fyrir indíánabækur. Hann skirrðist ekki við að tileinka sér hið flókna. Naipaul er hræddur við ofríki íslams, boð- unina sem haldið er miskunnarlaust að börn- um í íslömskum ríkjum. Þetta veldur honum áhyggjum eins og kom fram í viðtalinu. Líklega getur hann tekið undir með Evr- ópumanninum Canetti sem óttaðist villidýrið í manninum: „Meðan ekki eru til í heiminum neinar manneskjur sem hafa vald get ég ekki alveg örvænt.“ Þetta fékk Canetti ekki að reyna og ekki Naipaul heldur. TILGANGURINN AÐ SKRIFA Nóbelsverðlaunahöfundurinn V.S. Naipaul sagði í sjónvarpsviðtali að væri hann ekki rithöfundur væri tilgangurinn að lifa vafasamur. JÓHANN HJÁLMARSSON líkir í þessari grein tilganginum að skrifa við ferðalag. johj@mbl.is V.S. Naipaul MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin þri.- fös 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Libia Pérez de Sil- es de Castro og Ólafur Árni Ólafsson. Til 2.3. Gallerí Skuggi: Guðmundur Tjörvi Guð- mundsson. Guðbjörg Hlín Guðmundsdótt- ir. Til 24.2. Gallerí Sævars Karls: Kristinn Pálmason. Til 26.2. Gerðarsafn: Carnegie Art Award 2001. Til 3.3. Gerðuberg: Þetta vil ég sjá – Eva María Jónsdóttir. Til 23.3. Hafnarborg: Svifið seglum þöndum. Sverrissalur: Skipamódel Gríms Karls- sonar. Til 11.3. Hús málaranna, Eiðist.: Haukur Dór og Einar Hákonarson. Til 1.3. i8, Klapparstíg 33: Helena Hietanen. Til 2.3. Langholtskirkja: Kristján Davíðsson og Ásgerður Búadóttir. Til 23.4. Listasafn Akureyrar: Íslensk myndlist 1965-2000. Til 24.2. Listasafn ASÍ: Inga Sólveig Friðjónsdótt- ir, ljósmyndir. Gryfja: Íris Elfa Friðriks- dóttir. Til 10.3. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Lista- safn Íslands: Úr eigu safnsins – fjórar sýningar. Til 14.4. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Bernd Koberling. Til 3.3. Breiðholt. Til 5.5. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsst.: Níels Hafstein, Sólveig Aðalsteinsdóttir. Til 24.2. Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Hann- es Lárusson. Til 1.4. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kynlegir kvistir. Til 5.5. Ljósmyndasafn Rvíkur: Guðmundur Ing- ólfsson. Til 24.3. Norræna húsið: Nútímaverk úr Norræna vatnslitasafninu. Til 24.3. Húðflúr á Álandseyjum. Til 17.3. ReykjavíkurAkademían: Hjálmar Stef- ánsson. Til 3.4. Straumur, Hafnarfirði: Bjarki Reyr Ás- mundsson og Arsineh Houspian – ljós- myndir. Til 3.3. Þjóðarbókhlaða: Gerla. Til 8.3. Björg C. Þorláksson. Til 1.3. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.- umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Anna Sigríður Helga- dóttir mezzósópran, Sigurður Halldórs- son, selló, Daníel Þorsteinsson, píanó. Kl. 15:15. Salurinn, Kópavogi: Kristinn Sigmunds- son, Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingi- mundarson. Kl. 17. Sunnudagur Bústaðakirkja: EÞOS-kvartettinn og fé- lagar. Kl. 20. Hallgrímskirkja: Schola cantorum. Kl. 20. Hjallakirkja: Hilmar Örn Agnarsson, Jó- hann Stefánsson. Kl. 17. Langholtskirkja: Madrigal Ensamble. Kl. 17. Þriðjudagur Íslenska óperan: Fyrir luktum dyrum: Sesselja Kristjánsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ólafur Vignir Albertsson. Kl. 12:15. Salurinn, Kópavogi: Kammerhópur kenn- ara Tónlsk. Kóp. Kl. 20. Miðvikudagur Norræna húsið: Hulda Guðrún Geirsdótt- ir sópran, Douglas Brotchie píanó. Kl. 12:30. Föstudagur Salurinn, Kópavogi: Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Anna Karenina, fim. Syngjandi í rigningunni, lau., fös. Cyrano, sun. Með fulla vasa af grjóti, fim., fös. Hver er hræddur við Virginíu Woolf, fim. Karíus og Baktus, lau. Borgarleikhúsið: Boðorðin 9, lau., fim. Blíðfinnur, sun. Með vífið í lúkunum, fös. Fyrst er að fæðast, lau. Beðið eftir Godot, sun. Jón Gnarr, fim. Píkusögur, lau. Gest- urinn lau. Íslenski dansflokkurinn: Through Nana’s eyes, Lore, sun. Íslenska óperan: Leikur á borði, lau., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta og úlfurinn. lau., sun. Möguleikhúsið v. Hlemm: Prumpuhóll- inn, frums. sun. Þrið. Lóma, mán., fös. Skuggaleikur, fim., Völuspá, mán., þrið., mið., fim. Nemendaleikh.: Ísl. þúsund ár. Leikfélag Akureyrar: Slavar, lau. Gull- brúðkaup, sun. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Ein af myndum Ingu Sólveigar Friðjóns- dóttur á sýningunni í Ásmundarsal. TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ í dag, laugardag, kl. 16. Inga Sólveig Frið- jónsdóttir sýnir í Ás- mundarsal ljós- myndaseríu sem ber titilinn „Lífvana“. Myndirnar eru svið- settar dauðasenur og fjalla um endalok nokkurra kvenna. Sýn- inguna tileinkar hún einum af frumkvöðlum ljósmyndatækninnar, Hyppolyte Bayard. Í myndunum er ýmislegt gefið í skyn með klæðnaði, útliti og um- hverfi sem setur áhorf- andann að nokkru leyti inn í „líf“ kvennanna. Áhorfandinn fær þann- ig tengingu sem fær hann til umhugsunar um aðstæður og orsakir atburðarins. Með ljósmyndaseríunni vill listamaðurinn vekja áhorfandann til umhugsunar um hin óumflýjanlegu endalok okkar allra. Inga Sólveig lauk námi frá San Francisco Art Institute árið 1987. Í Gryfju sýnir Íris Elfa Friðriksdóttir, en um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar á Mokka við Skólavörðu- stíg. Kveikjan að verkunum er sótt í prjóna- aðferðir og fatamerki. Íris Elfa hefur á und- anförnum árum einbeitt sér að einföldu símynstri í verkum sínum. Símynstrið sækir hún í sitt nánasta umhverfi og hefur efnis- valið verið af ýmsum toga. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14–18 og lýkur sýningunum 10. mars. SVIÐSETTAR DAUÐASEN- UR OG SÍMYNSTUR Morgunblaðið/Ásdís Íris Elfa Friðriksdóttir sýnir í Gryfju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.