Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 M ARSHALL McLuhan er maðurinn sem hélt því fram að stafrófið værið merkilegasta uppfinning mannsins og prentið hefði hrund- ið af stað þeim ósköp- um sem áttu eftir að dynja yfir mannkyn í formi vísinda, tækni, fjöl- miðla, einstaklingshyggju, þjóðernishyggju, ríkisbákns og kapítalisma og kommúnisma o.s.frv. o.s.frv. Hann hélt því fram að prentið hefði gengið af ættbálkasamfélaginu dauðu í hinum vestræna heimi en rafvæðingin hefði endurvakið það í heimsþorpi samskiptabylting- arinnar. Hann hélt því fram að merkilegustu skilaboð fjölmiðlanna væru þeir sjálfir, inntak þeirra og efni skipti sáralitlu máli fyrir sögulega framvindu en áhrif hinnar nýju tækni á skynjun mannsins og umhverfi skipti sköpum. Allir trúðu McLuhan þegar hann setti fram hugmyndir sínar í byrjun sjöunda áratugarins. Hann varð að eins konar átrúnaðargoði enda þótti hann sjá betur inn í framtíð hinna raf- væddu boðskipta en aðrir menn. Hann var kall- aður spámaður rafvæðingarinnar. Fræðiheim- urinn gapti upp í hann. Rithöfundar lögðu út af kenningum hans. Listamenn lásu upp úr verk- um hans á sýningum. Forsetar hlýddu á ráð- leggingar hans um umgengni við fjölmiðla. Bækur hans seldust í meira en milljón eintök- um. McLuhan var einn áhrifamesti maður sam- tímans. En þessi upphefð stóð ekki lengi. Frægðarsól McLuhans hneig jafnskjótt og hún hafði risið. Í byrjun áttunda áratugarins gerðist eitthvað sem enginn hefði getað séð fyrir og engin aug- ljós skýring var á. Rödd McLuhans missti allan styrk. Enginn hafði lengur áhuga á bókum hans. Fræðimenn afskrifuðu hann sem fúskara. Rithöfundar hættu að vitna í hann. Listamenn hættu að lesa upp úr honum. Og forsetar hættu að hlusta. Í sömu mund og nýtt og ótrúlegt skeið rafvæddra boðskipta var að hefjast þagnaði boðberi þessara nýju tíma. McLuhan hafði verið bjartsýnn á þetta nýja skeið upplýsingamiðlun- ar en kannski var það táknrænt um ótta manna við nýja tækni að sendiboðinn var þagaður í hel. McLuhan lést árið 1980 eftir að hafa fengið heilablóðfall og misst málið í kjölfarið. Það var grimm írónía að þannig skyldi fara fyrir mann- inum sem hafði haldið því fram af fræðilegri vissu að tungumálið væri sterkasti og mikilvæg- asti miðill heimssögunnar. En McLuhan hafði raunar ekki sagt sitt síð- asta orð. Síðastliðinn áratug eða svo hafa fræði- menn tekið að endurmeta kenningar hans um áhrif fjölmiðla og nýrrar tækni í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á boðskiptum manna í milli. Bækur hans hafa verið endur- prentaðar. Ævisaga hans hefur verið rituð. Og í hverjum háskóla, sem telur sig fylgjast með í fjölmiðla- og menningarfræðum, er að minnsta kosti eitt námskeið kennt um kenningar hans. Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá því að McLuhan sendi frá sér tímamótaverk sitt, The Gutenberg Galaxy (1962), er forvitnilegt að skoða stormakenndan feril hans, umdeildar kenningarnar sem ætluðu allt um koll að keyra og áhrif þeirra á fjölmiðla- og menningarrann- sóknir samtímans. Þversagnir Marshall McLuhan var að mörgu leyti und- arlegur maður eins og fram kemur í frábærri ævisögu hans eftir Philip Marchand, Marshall McLuhan. The Medium and the Messenger (1989). Þrátt fyrir að setja fram róttækustu hugmyndir síns tíma um fjölmiðla og áhrif þeirra var hann íhaldssamari en páfinn um flest annað. Hann hafði ungur snúist til kaþólsku og var sanntrúaður. Hann fór til kirkju á hverjum degi og vaknaði iðulega fyrir allar aldir til að lesa úr heilagri ritningu fyrir börnin sín sex. Að öðru leyti var hann lítið gefinn fyrir fjölskyldulíf og reyndi að forðast samneyti við börnin sín. Hann hélt eigi að síður fram ströngum siðferð- isboðskap um gildi fjölskyldulífs og hreinlífis í fyrstu skrifum sínum, til dæmis í fyrstu bókinni sinni, The Mechanical Bride: The Folklore of Industrial Man (1951). Hann taldi að launa- og neysluþrælar nútímans væru að gera hefðbund- ið fjölskyldulíf að munaði. Staða konunnar væri inni á heimilinu en sökum þenslu í einkaneyslu yrði hún að vera á vinnumarkaði. Taldi McLuh- an að þetta væri hættuleg þróun þar sem konur, sem væru löghlýðnar, ógagnrýnar og gefnar fyrir reglufestu, ættu eftir að sölsa undir sig áhrifastöður í opinberri stjórnsýslu, verslun og iðnaði með vondum afleiðingum. Hann var and- vígur fóstureyðingum og taldi að tíðir skilnaðir, lauslæti og fjölgun lausaleiksbarna og gervi- frjóvgana drægju úr helgi einkvænis. Hann hafði andúð á hommum og lesbíum. Hann hafði hins vegar samúð með kenningum fasista um ástand í samfélagsmálum en studdi ekki aðferð- ir þeirra frekar en kommúnista. Hann var bjart- sýnn á að ný fjölmiðlatækni myndi færa menn- ina nær hverjum öðrum og skapa samhug en hafði á sama tíma ákaflega miklar efasemdir um ágæti útvarps og sjónvarps sem hann taldi geta haft óæskileg áhrif á ungt fólk. Sökum þessa takmarkaði hann hlustun og áhorf barnanna sinna við eina klukkustund á viku. Þversagnirnar hrannast upp við nánari skoð- un á sögu þessa manns en að hans mati skipta smáatriðin ekki máli – heildarmyndin er aðal- atriðið. Nálgun hans við viðfangsefni sín var að margra áliti ekki mjög vísindaleg. Hugsun hans og framsetning byggðist á mynd- og líkingamáli enda var hann menntaður í bókmenntum en ekki heimspeki eða verkfræði. Þeir sem tóku bókstaflega yfirlýsingum hans um að maður sem talaði í síma eða kæmi fram í útvarpi og sjónvarpi hefði engan efnislegan líkama enda ferðaðist hann með hraða ljóssins, ummyndaður í upplýsingar eða tákn, voru vísir til að misskilja hann. En með þessari aðferð taldi McLuhan sig geta komist nær viðfangsefninu en í meginverk- um sínum leit hann ekki á sig sem gagnrýnanda þess heldur skoðanda og greinanda. Nýrýnin – áhrif miðils Marshall McLuhan var fæddur inn í trúaða og íhaldssama írsk-skoska fjölskyldu í Winni- peg í Kanada árið 1911. Hann þótti ekki sýna neina sérstaka námshæfileika sem barn en hafði alltaf munninn fyrir neðan nefið. Hann átti það til að kveða kennara sína í kútinn ef málefnið var honum kært en rökfestuna og tungulip- urðina erfði hann frá móður sinni sem hélt syni sínum uppi á rökræðum um heima og geima og þótti illt að þurfa að láta í minni pokann. Móðir hans var bókelsk og hafði yfir Milton og Shake- speare á meðan hún vann húsverkin, auk þess að starfa sem farandþulur sem tróð upp með kvæðaflutningi og gamanmálum víða um Kan- ada. McLuhan vakti einnig snemma athygli fyr- ir gott minni en hann gat farið með langa kvæðaflokka blaðlaust. Ungur fékk hann áhuga á bókmenntum en hafði áhyggjur af því að skilja lítið í öllu því sem hann hafði lært utanbókar. Hann nam bókmenntir við Manitoba-háskóla en hélt því ætíð fram að þar hefði hann ekkert lært. Hann hélt uppteknum hætti og átti það til að einoka umræður í kennslustundum, kennurum til mikils ama. Árið 1934 hélt hann til náms í Cambridge á Englandi og sagðist þar hafa end- urnýjað alla þekkingu sína. Cambridge var leið- andi í enskum fræðum á þessum tíma. McLuh- an stóð einnig til boða að fara til náms við Oxford-háskóla en þar sátu menn fastir í texta- fræði nítjándu aldarinnar sem hugnaðist honum ekki. Í Cambridge var hins vegar vagga nýrýn- innar sem átti eftir að verða leiðandi aðferð í bókmenntarannsóknum fram eftir tuttugustu öldinni og leiðarljós McLuhans í rannsóknum á fjölmiðlum og samskiptatækninni nýju. Meðal helstu kennara McLuhans í Cam- bridge voru I.A. Richards og William Empson en þeir teljast til upphafsmanna nýrýninnar sem kom fram í Bandaríkjunum og Bretlandi í andstöðu við ævisögulegu rannsóknaraðferðina, klassíska textafræði og pósitívisma, auk þess að beinast gegn áhrifum sálar- og félagsfræða á bókmenntarannsóknir. Í Hugtökum og heitum í bókmenntafræði (1983) segir um nýrýnina að fylgismenn hennar hafi talið „mikilvægast að einbeita sér að því sem er að finna í sjálfum texta bókmenntaverka, í stað þess að kanna æviferil höfunda, samfélagslegar rætur þeirra eða hugmyndasögulegan bakgrunn. Viðfangs- efnið skyldi vera sjálf orðsins list, það sem gerir texta að góðum skáldskap, og við rannsóknina bæri að útiloka sem mest alla utanaðkomandi þætti.“ Ennfremur segir að forvígismönnum nýrýninnar hafi verið sameiginleg viðleitni til að smíða heildstæða kenningu um bókmenntir og vantrú á hina hefðbundnu skiptingu í inntak og form. „Að dómi þeirra öðlast hvert orð nýja merkingu í vel gerðu skáldverki vegna þess list- ræna samhengis sem það er í.“ I.A. Richards hélt því fram að samhengi orðanna skipti sköpum, þau væru í eðli sínu margræð en yrðu best rannsökuð með tilliti til hvaða áhrif þau hefðu í tilteknu samhengi. Hann leit svo á að markmið ljóðgreinandans væri að kanna hvernig ljóðinu tækist að ná fram áhrif- um sínum og bókmenntafræði væri því ekkert annað en rannsókn á því hvernig miðlun ætti sér stað. McLuhan taldi að hið sama ætti við um alla aðra miðla og raunar alla manngerða hluti – öðl- ast mætti skilning á eðli þeirra með því að kanna áhrif þeirra á notandann. Skilningur á ljósritunar- vél ykist til dæmis ekki með því að lýsa samsetn- ingu hennar eða virkni heldur með því að kanna hvaða áhrif hún hefur haft á líf manna og starfs- hætti – summa áhrifanna lýsti hlutnum, sagði McLuhan, og bætti við í anda William Empsons að inntak allra miðla og tækni fælist í notanda þeirra rétt eins og inntak ljóðs væri lesandi þess. Hugmyndin um að áhrif miðils lýstu eðli hans og merkingu átti eftir að verða kjarninn í rannsóknum McLuhans. Hann vitnaði oft í bandarísk-breska ljóðskáldið T.S. Eliot – eins af helstu áhrifavöldum nýrýninnar – sem sagði að merking ljóðs væri eins og kjötbitinn sem innbrotsþjófurinn hefur með sér til að gefa hundinum meðan hann rænir innbúinu; á meðan lesandinn japlar á merkingunni fær ljóðið að vinna sitt verk og hafa áhrif á skynjun og hugsun lesandans. Það sama á við um fjölmiðla, sagði McLuhan, innihald þeirra og inntak skiptir ekki máli heldur áhrif þeirra á notandann. McLuhan benti á þessu til stuðnings að nýir miðlar hefðu allt- af fyrst í stað verið boðberar gamalla tíðinda og því væri það ekki innihald þeirra sem skipti máli þegar áhrif þeirra eða þýðing fyrir samfélagið væru könn- uð. Þannig hefðu 90% alls efnis sem prentað var fyrstu tvær aldir prenttækninnar verið ættuð frá miðöldum. Sextánda og sautjánda öldin höfðu sök- um þessa mun meiri aðgang að miðaldatextum en miðaldamenn sjálfir höfðu haft. Á sama hátt hóf sjónvarpið göngu sína með því að miðla gömlu efni að stórum hluta, ekki síst gömlum bíómyndum, og gerir það raunar enn. Netið er einnig gott dæmi þessa en þar er fyrst og fremst að finna efni sem einnig er hægt að finna á prenti eða í útvarpi og sjónvarpi. Enn hefur Netið varla fært okkur ný tíð- indi. Áhrif þessara nýju miðla á skynjun mannsins á heiminum, hugsun hans og starfshætti eru hins vegar gríðarleg. Úr stjörnuþoku Guten– bergs í heimsþorpið Eins og hjá nýrýnendum var stóra samhengið eða heildarmyndin ætíð takmark McLuhans. Markmiðið var að setja saman heildstæða kenn- ingu um áhrif fjölmiðla og tækni í mannlegu sam- félagi. Fyrir vikið gaf McLuhan lítinn gaum að smáatriðum og ýmsum hefðum í fræðum og fram- setningu. Þetta endurspeglaðist í kennsluháttum hans en McLuhan var prófessor við Toronto-há- skóla lungann úr starfsævi sinni. Hann neitaði al- gerlega að vinna eftir kennsluáætlun eða leiðbeina nemendum um það sem þeir gátu lesið um í bókum. Hann varpaði fram hugmyndum um samhengi hlutanna en ætlaðist svo til þess að nemendur fylltu upp í þekkingu sína með lestri og rannsóknum. Marshall McLuhan MARSHALL McLUHAN – BOÐBERI HEIMSÞORPSINS Fjörutíu ár eru liðin frá því að Marshall McLuhan sendi frá sér tímamótabók sína The Guten- berg Galaxy. Þar hélt hann því fram að breytingarnar sem prenttæknin olli hefðu verið svo miklar að það væri sem heimurinn tilheyrði annarri stjörnuþoku. Þar boðaði hann einnig heimsþorpið með rafvæðingu samskiptatækninnar. ÞRÖSTUR HELGASON segir frá kenn- ingum McLuhans sem ætluðu allt um koll að keyra á sjöunda áratugnum, voru afskrifaðar á þeim áttunda en hlutu uppreisn æru í lok þess níunda og eru nú aftur á hvers manns vörum. FYRRI HLUTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.