Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 KANADÍSKA skáldkonan Marg- aret Atwood sendi í marsmánuði frá sér bókina Negotiating with the Dead: Writer on Writing (Framliðnar samræður: Skáld fjallar um skrif). Þar er að finna sex ritgerðir þar sem Atwood kannar ólíka þætti sem glímt er við í bókmenntaskrifum, s.s. átök listhugmynda og sölu- mennsku, lesandann, skil milli ólíkra sjálfa rithöfundarins og samræðu við hefðina. Í bókinni skoðar Atwood sína eigin stöðu sem höfundur í ljósi þessara þátta. Margaret Atwood á langan rit- höfundarferil að baki, hefur sent frá sér á þriðja tug ljóðabóka, skáldverka og annarra skrifa. Meðal skáldsagna Atwood eru The Handmaid’s Tale (Saga þern- unnar) og The Blind Assassin sem hlaut Booker-verðlaunin ár- ið 2000. Ný skáldsaga eftir Peter Handke Út er komin ný skáldsaga eftir austurríska rithöfundinn Peter Handke. Bókin heitir Der Bild- verlust oder Durch die Sierra de Gredos (Myndþrá eða yfir Sierra- fjöllin) og er 769 blaðsíður að lengd. Efni bókarinnar er óræð ferð kvenhetju nokkurrar, sem einn gagnrýnandi lýsir sem grýttu ferðalagi um skáldskap og speglanir, ævintýri og ljóðrænu, draum og veruleika, um leið og haldið er úr einu herbergi í ann- að í einskismannslandi bók- menntanna. Peter Handke fæddist árið 1942 og þykir einn merkasti rit- höfundur síðari ára í þýskum bókmenntaheimi. Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit og ljóð auk þess sem hann samdi handrit kvikmyndarinnar Der Himmel über Berlin ásamt leikstjóranum Wim Wenders. Handke hefur ver- ið lýst sem framúrstefnulegum og póstmódernískum og hefur jafnan ögrað viðteknum skoð- unum með skrifum sínum og um- mælum á opinberum vettvangi. Bókagagnrýnendur velja Austerlitz Hinn 11. mars síðastliðinn var tilkynnt um verðlaunahafa bandarísku gagnrýnendaverð- launanna, National Book Critics Circle Award, fyrir árið 2001, en samtökin, sem í eru um 700 bók- menntagagnrýnendur, veita bók- menntaverðlaun í fimm flokkum. Verðlaun í flokki fagurbók- mennta hlaut skáldsagan Auster- litz, eftir W.G. Sebald, en ljóða- bókin Saving Lives eftir Albert Goldbarth í flokki ljóða. Breski rithöfundurinn Martin Amis hlaut verðlaun í flokki fræðilegra skrifa fyrir bók sína The War Against Cliché en þar er að finna ritgerðir og dóma eftir Amis frá tímabilinu 1971 til 2000. Í flokki bóka almenns eðlis var Nicholson Baker verðlaunaður fyrir Double Ford: Libraries and the Assault on Paper og verðlaun fyrir ævisögu hlaut Adam Sisman fyrir Bos- well’s Presumtious Task: The Making of the Life of Dr. Johnson. W.G. Sebald lést sviplega í jan- úar síðastliðnum, skömmu eftir útkomu skáldsögunnar Auster- litz. Hann var af þýskum Gyð- ingaættum en bjó lengst af í Nor- wich í Englandi þar sem hann gegndi prófessorsstöðu við Uni- versity of East Anglia. ERLENDAR BÆKUR Atwood og skáldskapurinn Margaret Atwood S TUNDUM skil ég hvorki upp né niður í borgarmálaumræðunni og skiptir þá litlu hvort menn hneigja sig til vinstri eða hægri. Seint á nýliðnu ári náðist að því er virðist þverpólitísk samstaða um að byggja fimm stjarna hótel yfir grunninn á landnámsskálan- um í Aðalstræti en honum á að koma haglega fyrir í kjallaranum á nýbyggingunni, eflaust við hliðina á ruslageymslunni. Ekki er pláss fyrir hótelið á neinum öðrum stað í gervöllum mið- bænum og nóg til af söfnum segja borgarfull- trúarnir frá hægri til vinstri. Í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag var svo örlítil frétt þess efnis að borgaryfirvöld hefðu samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir reiti sem afmarkast af Lækjargötu, Bankastæti, Ing- ólfsstræti og Amtmannsstíg. Með tillögunni er gert ráð fyrir að öll húsin á svæðinu fái að standa en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram „tillögu um róttækar breytingar á skipulagi miðborgarinnar“ þar sem átti að heim- ila eigendum „að rífa allt að 17 hús á svæðinu óskuðu þeir þess.“ Fulltrúar R-listans, sem kjósa að reisa hótel yfir merkustu fornminjar Reykjavíkur, og án efa þær sem hafa hvað tákn- rænasta merkingu fyrir Íslendinga sem þjóð, álykta nú að í miðborginni sé „nauðsynlegt að saman fari öflug uppbygging nýrra og metn- aðarfullra mannvirkja og varðveisla húsa og heildstæðra götumynda sem geyma andblæ, hefð og sögu Reykjavíkur.“ Þessir ötulu tals- menn húsverndunar og unnendur reykvískrar fortíðar, hafna þar rökum sjálfstæðismanna sem láta bóka að þar með sé „verið að loka Kvosina af til allra átta, skapa annað Grjótaþorp og tækifæri til uppbyggingar fara þar með hjá ónýtt“. Hér gleymist þó að svæðið sem deilurnar standa um er ekki og verður aldrei annað Grjótaþorp og það hefði auðvitað átt að vera meginatriði í málflutningi sjálfstæðismanna. Og hvað er svo verið að vernda? Ég verð að við- urkenna að þann heildstæða götumyndablæ sem R-listinn lýsir svo fjálglega er hvergi að finna á þessu svæði nema menn séu að vísa í örbirgð- arbraginn sem hvílir yfir hverfinu. Þarna er nóg um lágreista ryðhauga og bárujárnshreysi, skitna bakskúra og hlandport. Almennt er byggingarlistin á svæðinu í séríslenskum tómt- hússtíl, þurrabúðar- og boruleg á víxl, prýdd fúahjöll- um á milli. Þessar hrúgur standa eymdarlega upp úr holtinu eins og fingurbein á líki sem urð- að hefur verið í jörðu í miklum flýti. Einn kunn- ingi minn orðaði það fremur ósmekklega svo: „Ég myndi ekki skeina mig með þessum bygg- ingum væru þær úr pappír.“ Íslendingar hafa löngum verið kjánar þegar kemur að byggingarlist og skipulagsmálum. Löngu eftir að aðrar þjóðir reistu hallir og dóm- kirkjur sem teygðu sig til himna og minntu helst á symfóníur úr steini, blésum við í strá og grófum okkur lengra niður í jörðina. Og enn loð- ir þetta við okkur því að fáar þjóðir hafa jafn lít- inn sans fyrir grjóti og Íslendingar. Kannski ræður sú staðreynd ferðinni í verndunarátaki Reykjavíkurlistans. Eða er hér kannski á ferð- inni ljúfsár fortíðarþrá? Í þessi port hefur ís- lenskur ungdómur migið um áratugaskeið. En menn geta nú líka migið utan í nýbyggingar. Mætti ekki fara þá sáttaleið að byggja hótel yfir skúrana og leggja hlandportin marmara? G U Ð N I E L Í S S O N FJÖLMIÐLAR VERNDUM HLANDPORTIN! Ég verð að viðurkenna að þann heildstæða götumynda- blæ sem R-listinn lýsir svo fjálglega er hvergi að finna á þessu svæði nema menn séu að vísa í örbirgðarbraginn sem hvílir yfir hverfinu. IMöguleikar fagurfræðinnar í samtímanum vorugerðir að umtalsefni á málþingi tileinkuðu Guð- bergi Bergssyni sem haldið var í Hafnarborg um síð- ustu helgi. Fjöldi rithöfunda og fræðimanna kom þar saman og ræddi efni sem setur mark á skilning okkar og skynjun á veruleika og samtíma, og verið hefur viðfangsefni aldagamallar fræðahefðar. En líkt og umsjónarmaður þingsins, Birna Bjarnadóttir, benti á, er sjaldnast hugsað um fagurfræði í almennri samfélagsumræðu. Engu að síður má vel halda því fram að óskilgreint mat okkar á því sem er fallegt og ljótt ráði flóknu gildismati mannlífsins og í spurning- unni um eðli fegurðar sé ef til vill að finna tilraun til að skilja það dulmagn sem gefur vitsmunalegu lífi eitthvert aukalegt gildi og gerir lífið eftirsóknarvert. II Ef til vill má segja að fagurfræðilegar viðmiðanirhafi sjaldan verið illhöndlanlegri en nú, þegar fram fer umfangsmikil úrvinnsla á þeim hugvís- indalega hugmyndabanka sem safnast hefur með framrás nútímans. Hefðbundnar listskilgreiningar hafa splundrast og eftir því sem vestrænn samtími hef- ur orðið neyslumiðaðri og upplýsingavæddari hafa mörk listar og ímyndamótaðrar sölumennsku orðið æ flóknari. Í erindi sem flutt var á umræddu málþingi, og birt er hér í Lesbók, viðrar Guðbergur Bergsson hug- leiðingar sínar um afdrif fagurfræðinnar á tímum sem einkennast öðru fremur af „samruna ruslahauga úr hugsjónum frá síðustu öld“. Leiðir hann hugann að því, hvort það sé í raun það versta úr hverjum hug- myndaskóla, sem náð hafi mjúkri málamiðlunarlend- ingu í ríkjandi hugmyndafræði samtímans. Þannig hafi hugmyndalegir og listrænir fagurfræðingar 20. aldarinnar slegið af hugsjónum sínum í leit að völd- um, öryggi og – í tilfelli listamannanna – kaupendum. Og Guðbergur spyr hvort list sé möguleg í eintómri sátt og málamiðlun við lögmál framleiðslunnar, og hvort inn- og yfirsýn listarinnar fái þrifist á tímum sem „út- legð listarinnar“ er lokið. III Vonandi er listsköpun samtímans ekki búin aðglata endanlega því innsæi og dulmagni sem gefur lífinu gildi umfram framboð og eftirspurn. Sök- um þess hversu illa íslenskum myndlistarmönnum gengur eftir sem áður að selja listaverk sín, hefur komið upp athyglisverð staða í ofangreindu sam- hengi. Þannig er ekki óalgengt að myndlistarmenn vinni sér inn fyrir brauði, og sýningarkostnaði, sem hugmyndasmiðir á auglýsingastofum, en sinni list- inni þess á milli. Hér má spyrja hvort hinn hug- myndaþyrsti vitundariðnaður auglýsingaheimsins hafi náð hinni fagurfræðilegu uppsprettu listarinnar endanlega undir sig. IV Þetta minnir neðanmálshöfund á nokkuð semungur listamaður, sem fæst jöfnum höndum við myndlist og kántrítónlist, sagði eitt sinn í viðtali sem skera varð illilega niður vegna takmarkaðs fjölda dálksentimetra: „Mér finnst ágætt að vinna á auglýs- ingastofu. Þannig get ég fengið útrás fyrir allt bullið sem kemur upp í hugann á mér, og á auðveldara með að sortera hugmyndirnar og halda því eftir sem skiptir máli fyrir listsköpunina.“ Kannski eru því þrátt fyrir allt enn til einhver óútskýranleg skil milli listar og framleiðslu, þar sem hið „fagra“ finnur sér farveg. NEÐANMÁLS Meðan ungt fólk á Íslandi setur upp leikrit með dansi, söng og hljóðfæra- leik situr önnur þjóð við botn Miðjarð- arhafs í herkví. Skriðdrekar, brynd- rekar og þyrlur umkringja heimili fólksins og hermenn gráir fyrir járn- um ganga hús úr húsi. Smala saman almennum borgurum, eyða opinber- um byggingum, skjóta á sjúkrabíla, lækna og hjúkrunarfólk. Þetta er raunveruleikinn á svæðum Palest- ínumanna innan Ísraels. Hvað ætli palestínsk ungmenni hafi fyrir stafni á kvöldin? Hvaða viðfangsefni ætli þeim þyki mikilverðast að leggja metnað sinn og líf í þessa dagana? Ætli þau séu að setja upp söngleik um ástir og örlög? Eða hafa þeim verið búin önnur örlög? Og enn spyrja menn sömu spurningarinnar og gert hefur verið síðustu mánuðina: Ætla bandarísk stjórnvöld ekkert að gera til að stöðva drápin á heimastjórn- arsvæðum Palestínumanna? Ætla ís- lensk stjórnvöld ekkert að segja á meðan hernaðarglæpir stjórnar Sharons verða sífellt grimmilegri? kreml.is Fjölmiðlapistlar og pistlar með samfé- lagsgagnrýni miðast oft fyrst og fremst við að hefja höfundinn upp til skýjanna á kostnað annarra. Engin raunveruleg velvild býr að baki, engin mannhugsjón og engin framfaratrú, aðeins forpokuð bölsýni. Engu skiptir hvernig þeir haga sér sem verða fyrir barðinu á slíku, sá sem gagnrýnir er alltaf reiðubúinn að finna neikvæða flötinn á öllu, enda hægur vandi ef vilji er fyrir hendi. Vegna þessa er jafn mik- ið af gagnrýnni hugsun fjötrað í hlekkj- um hins lamandi neikvæðis og raun ber vitni. Hugurinn að baki er ekki uppbyggilegur, hann er blindur á sjálf- an sig, sjálfsupphefjandi, sjálfhverfur. Árangurinn er eftir því. Fórnarlambið lítur ekki í eigin barm heldur forherðist í afstöðu sinni, hvort sem hún er kol- röng eða rétt að sumu leyti. Því maður fær aldrei neinn til að skipta um skoð- un öðruvísi en með blíðu. Svo einfalt er það. Á næstunni mun ég rita nokkra pistla í þeim anda hér í Kistuna. Mark- mið mitt er ekki að hefja sjálfa mig upp heldur að hafa áhrif til hins betra. kistan.isMorgunblaðið/Árni Sæberg Hækkandi sól. ÆTLA ÍSLENSK STJÓRNVÖLD EKK- ERT AÐ SEGJA?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.