Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 15
Þetta var á mildum og sólríkum vetr-
ardegi, sem helst líktist síðsumardegi í
norðrinu, skuggar frá trjám og rýmisverk-
um teygðu sig langir, fingraðir og mjúkir að
sólblettum og birtumögnum á salúngrænum
grassverðinum. Morgunloftið ferskt og tært,
mettað ilmi og súrefni frá gróðurmögnunum
allt um kring, og ekki spillir það loftinu í
garðinum að lygn en voldug Rínarelfurin
rennur hjá í nágrenninu. Á slíkum stundum
líður manni vel og maður er ekkert að flýta
sér, líkt og maður hafi tímann og allífið með
sér, öll samanlögð lífsmögnin í lúkunum.
Það var frekar að ég reikaði en gengi um
garðinn, fetaði mig á milli rýmisverkanna og
skoðaði þau í krók og kring, eiginlega frá
öllum mögulegum sjónarhornum, milli þess
að ég mundaði ljósop Leica-myndavélarinn-
ar. Svo til allan tímann sem mér dvaldist í
garðinum var ég einn, nema að á tímabili
var þar annar maður, öllu betur birgur af
búnaði til ljósmyndunar og fagmannlegri í
tilheyrandi athöfnum.
Inn í allt þetta sjónarspil blandaðist svo
garðvörðurinn sem ók um á sínum litla og
undarlega laufblaðagleypi og var sem hluti
af þessum manngerða gjörningi og nátt-
úrunni um leið. Milli okkar myndaðist
ákveðið samband, mér fannst athafnir hans
forvitnilegar og hlykkjóttur hreyfanleikinn
auka við sjónræna vídd og afstæði hinna
kyrrstæðu rýmisverka. Gaf manninum
merki þegar ég var á förum, sem kom og
fylgdi mér að skálanum, hugðist festa mér
allar sýningarskrárnar þrjár en guggnaði á
þyngdinni og lét mér nægja eina, var með
nóg í malnum fyrir og ætlunin að nýta sér
sígild farartæki postulanna á bakaleiðinni.
Gönguleiðin til baka eftir Riehlerstrasse
ekki mikið fyrir augað fyrr en komið var að
svonefndu (Friedrich) Ebert-torgi og Theo-
dor-Heuss Ring með tilheyrandi minnis-
merkjum, en þaðan er stutt í miðborgina og
öll helstu djásn þessarar fyrrum nýlendu
Rómverja. Hefði trúlega verið viturlegra að
ganga meðfram árbakkanum og um breið-
götu kennda við Konrad Adenauer, með út-
sýni yfir til Rínargarðsins, en var meira en
ánægður með dagsins sjórænu virkt.
Útilokað að lýsa rýmisverkunum tuttugu
og níu í stuttu skrifi og læt mér nægja að
lesa í þau sem fylgja skrifinu á mynd, og
gríp þá í texta katalógunnar mér til full-
tingis. Þó er rétt að vísa til þess hve vel var
búið að verkunum í garðinum og þau traust
og tæknilega vel unnin, handverkið auðsjá-
anlega í fullu gildi hér ekki síður en inn-
blásturinn. Katalógan verður svo að telja
enn eitt og þrítugasta listaverkið um útlit,
band, hönnun, skilvirkni, ljósmyndun, lit-
greiningu og prentlist. Verð svo að játa að
við lestur hinna yfirleitt hlutlægu, skilvirku
og djúphugsuðu texta andvarpaði ég oftsinn-
is, nokkuð annað að vera rýnir í landi þar
sem slíkir fá viðlíka upplýsingar upp í hend-
urnar.
Sveppaformað rýmisverk Jorge Pardo úr
trefjagleri við aðalinnganginn, sem listamað-
urinn hefur gefið nafnið Tómatsúpa, þjónar
einnig sem garðskáli og íveruhús. Er jafn-
framt eina verkið sem sérstaklega er hann-
að með umhverfið að leiðarljósi, þannig
meira rýmisverk en skúlptúr, um leið hvort-
tveggja. Lauflétt og nútímalegt yfirbragð er
helsta prýði þess en formrænt sækir það
langt aftur í tímann og samhverfu forn-
grískra hofa...
Hinn risastóri íhvolfi spegill úr fægðu
stáli eftir Anish Kapoor snýr heiminum á
hvolf, endurvarpar nærtækum en þó einnig
sértækum skilaboðum til skoðandans þar
sem spegilmyndin er síbreytileg, túlkar eng-
in önnur óhagganleg lögmál né sannindi en
sem rúmast í hverfulu augnablikinu. Áber-
andi tjáform í núlistum, en þó leikur sem
mikið hefur komið við sögu myndlistar á
umliðnum öldum, bæði til að bregða upp
myndsviði og sem sjónblekking...
Verk Jenny Holzer, Metnaðurinn er sann-
ur... Gerðir þínar eru tilgangslausar ef eng-
inn greinir þær, er úr setningaröðinni Tru-
isms (hversdagsleg speki), og eru meitlaðar
í fjóra steypta bekki. Leiðarstefið er, að það
er fyrst þegar tekið er eftir athöfn að hún
öðlast tilgang, sem er um leið kjarni og
meginveigur gjörningsins. Nokkuð er liðið
síðan listakonan fékk gullpálmann á Tvíær-
ingnum í Feneyjum, en síðan hafa margir
dregið dám af hugmyndafræði hennar, sem
er að koma stílfærðum skilaboðum áleiðis
sem hreyfa við fólki, þannig að kvikni líf um
leið og augð nemur ...
Barry Flanagan hefur allt frá áttunda
áratugnum verið upptekin af tjáríkum stytt-
um í héralíki. Þær virka þó frekar sem stíl-
færðir líkamningar með héraeyru og höfuð
sem geta minnt á skurðgoð í dýrslíki frá
tímum Faraóanna. Verkið Stór ímynd Nij-
inski, sem tákngerir tvo héra yfirstærðar í
kraftmiklum dansi, er mjög einkennandi fyr-
ir hið óvænta séreðli líkamninganna og kom
alveg flatt upp á gesti safna og sýningarsala
víða um heim. Stílbrögðin höfðu mikil áhrif
á framvindu skúlptúrlistarinnar, voru sem
högg framan í hinn viðurkennda formalisma,
ekki síður en verk Josephs Beuys, Bruce
Naumans, Evu Hesse, Roberts Smithsons,
Roberts Morris og hinna ítölsku áhangenda
Arte Povera stefnunnar...
Það er sagt erfitt að tengja eitthvað nýtt
við verk Stephans Balkenhols; Maður á
tengivagni. Sker sig helst úr fyrir einhverja
yfirhafna og sjálfsagða óáleitni og ófram-
hleypni. Listamaðurinn gerir helst fígúrur
af fólki sem hefur yfirhöfuð ekkert ögrandi
yfir sér, og í því liggur sérstæður þokki
þeirra...
Verk Karls Gerstners, Fleur du Mal, hreif
mig helst fyrir þann hátt sem hann nær að
gæða útþvælt viðfangsefni af mislöngum
rörpípum sem teygja sig þráðbeint upp í
himinloftið nýjum víddum með yndisþokka-
fullri blárri og laufléttri umgerð eins og
komið sé Yang og Jin, samleikur andstæðna,
karlmennska á móti kveneðli, sem listamað-
urinn undirstrikar með því að vísa með
nafngiftinni til hinnar frægu skáldsögu
Gustave Flaubert; Fleur du Mal...
Snjómaður Bonnie Collura þrengir helst á
fyrir hina furðulegu víxlverkun í tíma og
rúmi og er þá bæði vísað til efniskenndar og
útfærslu.
Hér er um samruna margra efna að ræða,
sem fá hvort tveggja á sig kvoðukenndan
blæ sem yfirborð hörku sem minnir sterk-
lega á marmara. Um leið vísar sjálf útfærsl-
an til þanþols fjölbreytni og íburðar bar-
okksins …
Barry Flanagan: Stór ímynd Nijinski, 1993, brons.tnaðurinn er sannur…1997. Gerðir þínar
r ef enginn greinir þær. Letur greypt í fjóra
steypta bekki.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 15
ÚT ER komin í Frakklandi þýðing á Fjalla-
Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson. Þetta er í
fyrsta sinn sem leikritið er gefið út á frönsku
og sætir útkoma þess því nokkrum tíðindum.
Franski titillinn á leikritinu er Les
Proscrits. Þýðendur eru hjónin Ragnheiður
Ásgeirsdóttir leikhúsfræðingur og Nabil El
Azan leikstjóri. Að sögn Ragnheiðar, sem bú-
sett hefur verið um árabil í Frakklandi eftir
nám í leikhúsfræðum við Sorbonne-háskóla,
heitir útgefandinn Éditions Théâtrales og
sérhæfir sig í útgáfu leikrita, – aðallega nú-
tímaleikrita, franskra jafnt sem erlendra. „Á
síðastliðnu ári var ákveðið að setja á stofn í
samvinnu við þýðingasjóðinn La Maison An-
toine Vitez, sem veitti styrk til þýðing-
arinnar á Fjalla-Eyvindi, sérstakan bóka-
flokk sem nefnist Scènes étrangère og
einbeitir sér að erlendum leikritum, nýjum
sem gömlum og þá aðallega verkum og höf-
undum sem eru lítt eða ekkert þekkt í
Frakklandi en sem eru hátt skrifuð í heima-
löndum sínum,“ segir Ragnheiður. Ritstjórn
bókaflokksins er í höndum Jean Pierre Eng-
elbach og Jean-Louis Besson.
„Markmiðið með þessum bókaflokki er að
opna lesendum og starfandi leikhúsfólki nýja
og víðari sýn á því sem hefur verið að gerast
í leikritun annars staðar í heiminum. Þau
leikrit sem gefin verða út í þessum bóka-
flokki hafa aldrei áður birst á frönsku.
Fjalla-Eyvindur er þriðja verkið sem gefið er
út.
Það sem heillaði útgefendur við Fjalla-
Eyvind og höfundinn Jóhann Sigurjónsson
var að um er að ræða stórbrotinn og fram-
andi texta þar sem er Ísland á 18. öld, úti-
legumenn og þekkt þjóðsaga um persónur
sem áttu sér stoð í raunveruleikanum.
Dramatíkin heillaði einnig, ljóðrænn textinn
og rómantíkin sem er ekki óskyld Viktor
Hugo að ógleymdum fjórða þættinum þar
sem list Jóhanns rís hæst og gætir áhrifa frá
Strindberg. Útgefendurnir voru líka mót-
tækilegir fyrir því að um er að ræða leikrit
sem fór sigurför um Norðurálfuna á sínum
tíma en var þó hvorki þýtt né sviðsett í
Frakklandi.“ Að sögn Ragnheiðar urðu þeir
snortnir af kraftinum í verkinu og innblæstr-
inum sem er að finna í ástarsögu Höllu og
Eyvindar. Með útgáfunni vonast þeir til að
leikritið verði sett upp í hér Frakklandi.
„Og ekki má gleyma sænsku þöglu kvik-
myndinni eftir Viktor Sjöström frá 1917
byggðri á leikritinu Fjalla-Eyvindi og sem
talin er vera ein af perlum kvikmyndasög-
unnar. Allt þetta varð til að verulegur áhugi
vaknaði fyrir leikritinu. Og nú verður auð-
veldara að dreifa leikritinu eftir að það er
komið út á bók,“ segir Ragnheiður að lokum.
Fjalla-Eyvindur í
fyrsta sinn á frönsku
Frá móttöku í
sendiherrabú-
staðnum í París
á dögunum í til-
efni af útgáfu
Fjalla-Eyvindar á
frönsku. Á mynd-
inni eru f.v. Jean-
Pierre Engel-
bach, útgefandi
ritsins, Sigríður
Snævarr, sendi-
herra Íslands í
París, Ragnheið-
ur Ásgeirsdóttir
leikhúsfræð-
ingur og Nabil El
Azan leikstjóri.
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Þri.- fös
14-16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Jóhannes Atli Hin-
riksson ljósmyndir. Til 30.3.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Daði Guð-
björnsson. Til 2.4.
Gallerí Skuggi: Timo Mähönen og Juha
Metso. Til 30.3. Klefi: Hulda Ágústsdóttir.
Til 31.3.
Gallerí Sævars Karls: Magnús V. Guð-
laugsson. Til 14.4.
Gerðarsafn: LÍ og BLÍ. Til 30.3.
Gerðuberg: Þetta vil ég sjá - Eva María
Jónsdóttir. Til 23.3.
Hafnarborg: Svifið seglum þöndum. Til
8.4. Hjörtur Hjartarson. Til 14.4.
Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Bald-
vinsson. Til 20.5.
Hús málaranna: Óli G. Jóhannsson og Guð-
mundur Ármann. Til 30.3.
i8, Klapparstíg 33: Hörður Ágústsson. Til
5.5.
Íslensk grafík: Guðný Björk Guðjónsdótt-
ir. Til 24.3.
Listasafn Ak.: Sigurjón Ólafsson. Katrín
Elvarsdóttir. Til 7.4.
Listasafn ASÍ: Hjörtur Marteinsson. Til
31.3.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugar-
daga og sunnudag kl. 14-17.
Listasafn Íslands: Finnbogi Pétursson. Til
14.4. Úr eigu safnsins - fjórar sýningar. Til
14.4.
Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: Aðföng
1998-2001. Til 5.5. Breiðholt. Til 5.5.
Listasafn Rvíkur - Kjarvalsstaðir: Myndir
úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Hallsteinn Sig-
urðsson og Þór Vigfússon. Hannes Lárus-
son. Til 1.4.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kynlegir
kvistir. Til 5.5.
Listhús Ófeigs: Ásgeir Lárusson. Til 7.4.
Ljósmyndasafn Rvíkur: Guðmundur Ing-
ólfsson. Til 24.3.
Mokkakaffi: Benedikt S. Lafleur. Til 27.4.
Norræna húsið: Norræna vatnslitasafnið.
Til 24.3.
Nýlistasafnið: Eygló Harðardóttir og Mar-
grét H. Blöndal. Til 14.4.
ReykjavíkurAkademían: Hjálmar Stefáns-
son. Til 3.4.
Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum
Halldórs Laxness. Til 31. des.
Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og
ragnarök.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Borgarleikhúsið: CAPUT: Tilegnelse. Kl.
15:15.
Landakotskirkja: Orgelleikarinn Stéphane
Rigat. Til minningar um Önnu Margréti
Magnúsdóttur. Kl. 15:30.
Sunnudagur
Salurinn: Minningartónleikar um Önnu
Margréti Magnúsdóttur. Kl. 17.
Ýmir: Sunnudags matinée - Alina Dubik,
mezzósópran, Gerrit Schuil píanó. Kl. 16.
Þriðjudagur
Íslenska óperan: Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Jón-
as Ingimundarson. Kl. 12:15.
Salurinn. Kór Landsvirkjunar, Þuríður G.
Sigurðard. og Þorgeir Andrésson. Kl. 20.
Föstudagur
Hjallakirkja, Kópavogi: Kammerkór
Hjallakirkju Vox gaudiae og einsöngvarar.
Kl. 17.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigningunni,
lau. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun.
Borgarleikhúsið: Boðorðin 9, lau. Með vífið
í lúkunum, sun. Fyrst er að fæðast, lau.
Píkusögur, sun. Gesturinn, lau.
Íslenska óperan: Blessað barnalán, LA.,
mið., fim.
Vesturport: Lykill um hálsinn, sun.
Hafnarfjarðarleikh.: Rauðhetta, sun.
Leikfélag Ak: Gullbrúðkaup, lau., sun.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U