Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 16
S TÓRA upplestrarkeppnin sem haldin er meðal nemenda í 7. bekk grunnskóla á rætur að rekja til haustsins 1996 þegar efnt var til slíkrar keppni í skólum í Hafnarfirði. Mark- miðið var sú að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði, og efla þannig íslenskt mál og færni nemenda í notkun þess. Aðstand- endur keppninnar hafa frá upphafi verið sam- tökin Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Ís- lenska lestrarfélagið, Kennaraháskóli Íslands, Kennarasamband Íslands. Stóra upplestrarkeppnin skipar nú mikil- vægan sess í skólastarfi um land allt en haust- ið 1998 tóku grunnskólar í Reykjavík þátt í keppninni í fyrsta sinn. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og fara fram tvær forkeppnir í skólunum, bekkjar- og skólakeppni, áður en keppt er til úrslita í hverju byggðarlagi á lokahátíðum í marsmán- uði. Á þessu tímabili er m.a. lögð sérstök rækt við vandaðan upplestur og framburð hverjum bekk og hafa kennarar og umsjónarmenn keppendanna veg og vanda af því starfi. Í Reykjavík eru haldnar fjórar lokahátíðir þar sem grunnskólum borgarinnar er skipt niður eftir hverfum. Morgunblaðsins leit við á einni þessara lokahátíða, sem fram fór í Ás- kirkju sl. mánudag, en þar kepptu grunnskól- ar í austurbæ borgarinnar, þ.e. Álftamýrar- skóli, Breiðagerðisskóli, Fossvogsskóli, Hvassaleitisskóli, Langholtsskóli, Laugarnes- skóli og Vogaskóli. Sama dag fór fram lokahá- tíð í Grafarvogi, en fimmtudaginn 11. mars voru haldnar lokahátíðir vesturbæjar/miðbæj- ar og Árbæjar/Breiðholts. Skemmtilegar hverfasamkomur Í Áskirkju ríkti mikil stemmning, en að margra mati eru lokahátíðir upplestrarkeppn- innar að verða einar skemmtilegustu menn- ingarsamkomur í hverfunum enda er þar teflt fram því besta sem skólarnir hafa upp á að bjóða af skemmtiatriðum. Enda var það skemmtileg dagskrá sem beið kirkjugesta að þessu sinni, Tvinnað var saman sjálfum upp- lestrinum og tónlistaratriðum jafnframt því sem ljúffengar kaffiveitingar biðu gesta í hléi. Það var Guðrún Þórsdóttir hjá fræðsluráði Reykjavíkur sem setti dagskrána og kynnti keppendur lokahátíðarinnar í austurbæ. Þar voru samankomnir þeir upplesarar sem unnið höfðu keppnina í sínum skóla, tveir frá hverj- um skólanna sjö, alls fjórtán nemendur. Benti Guðrún á að forkeppnirnar í skólunum hefðu sjaldan verið harðari, enda ynnu umsjónar- menn í skólunum metnaðarfullt starf við að FÆRNI OG INNLIFUN Morgunblaðið/Jim Smart Unun var að hlýða á vandaðan upplestur nemenda á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Áskirkju. Á myndinni sjást (f.v.) Sigurberg Rúriksson, Halldór Kristján Þorsteinsson, Þórunn Jónsdóttir og Eygló Höskuldsdóttir. Í lokalotunni fluttu nemendurnir ljóð að eig- in vali og má segja að þar hafi hæfileikar þeirra notið sín allra mest. Upplestur krefst skilnings og áhuga á skáldskap og mátti greina þessa þætti glöggt í innlifun margra í ljóðalestrinum. Þannig voru lesin allt frá róm- antískum ljóðum til nútímaljóða, frá Jónasi Hallgrímssyni til Þórarins Eldjárn. Valið erfitt Meðan dómnefndin kom sér saman um hverjir hlytu fyrstu, önnur og þriðju verðlaun í keppninni var gestum boðið upp á kaffiveit- ingar og að hlýða undurfagran kórsöng barna- og unglingakórs Bústaðakirkju. Kórinn flutti lög úr söngleiknum Jesús Kristur súper- stjarna undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttir. Þegar komið var að því að tilkynna um nið- urstöður dómnefndarinnar steig Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykja- víkur, á stokk og minnti á að tilgangur keppn- innar væri fyrst og fremst sá að veita þá mik- ilvægu þjálfun sem felst í vönduðum og skýrum upplestri frammi fyrir hópi fólks. Bætti hún við að færni allra keppendanna sýndi og sannaði hversu geysilega öflugt starf fer fram í grunnskólunum. Formaður dóm- nefndar tók í sama streng og sagðist sjaldan hafa staðið frammi fyrir erfiðara vali. Því brutust úr mikil fagnaðarlæti þegar tilkynnt var um sigurvegara, en fyrstu verðlaun hlaut Ingibjörg Friðriksdóttir, nemandi í Laugar- nesskóla. Önnur verðlaun komu í hlut Gríms Þórs Vilhjálmssonar, nemanda í Breiðagerð- isskóla, og þriðju verðlaun hlaut Bergljót Sig- ríður Karlsdóttir í Fossvogsskóla. Þá veitti dómnefndin tveimur nemendum sérstaka við- urkenningu, Hallvarði Guðmundssyni fyrir sérstaklega fallegan lestur á kafla úr Heims- ljósi og Sigurberg Rúrikssyni fyrir eftirminni- legan ljóðalestur. Að dagskrá lokinni þakkaði Guðrún Þórs- dóttir gestum og aðstandendum góðar und- irtektir og óskaði sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Lokahátíðir Stóru upp- lestrarkeppninnar í Reykjavík fóru fram í ný- liðinni viku og er það mál manna að þessi við- burður í skólastarfinu verði sífellt öflugri. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR hlýddi á vandaðan upp- lestur nemenda í aust- urbæ borgarinnar. heida@mbl.is veita nemendum þjálfun og hvatningu. Þetta kom glöggt í ljós þegar nemendurnir hófu upplesturinn í fyrstu umferð keppninnar. Lesinn var kafli úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Hver keppandinn á fætur öðrum steig þar óhræddur á stokk og las af skýrleika og leikrænum tilþrifum svo unun var á að hlýða. Um leið var gaman að sjá hvernig hver nemandi hafði mótað sinn eigin stíl og tón í lestrinum. Að lokinni fyrstu upplestrarlotu stigu ungir nemendur í Langholtsskóla á svið, fluttu þuluna um Tátu og sungu Litla kvæðið um litlu hjónin. Í síðari tveimur lotunum gafst keppendum tækifæri til að láta reyna enn betur á blæ- brigði og túlkun í ljóðaupplestri. Í fyrri um- ferðinni lásu keppendurnir ljóð eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur og lék Erna Hrund Hermannsdóttir, nemandi í Hvassaleitisskóla á þverflautu að því búnu. Vinningshafar í Stóru upplestrarkeppninni í Reykjavík voru eftirtaldir: Vesturbæ og Miðbæ, lokahátíð haldin í Norræna húsinu 14. mars: 1. sæti: Gríma Kristjánsdóttir, Hlíðaskóla 2. sæti: Edda Pálsdóttir, Austurbæjarskóla 3. sæti: Arnmundur Ernst Björnsson, Melaskóla Árbæjar- og Breiðholtshverfi, lokahátíð í Fella- og Hólakirkju 14. mars: 1. sæti: Friðrik Már Jónsson, Ártúnsskóla 2. sæti: Betzy Ósk Hilmarsdóttir, Seljaskóla 3. sæti: Kolbeinn Ólafsson, Árbæjarskóla. Grafarvogi, lokahátíð haldin í Grafarvogskirkju 18. mars: 1. sæti: Óli Ágústsson Rimaskóla 2. sæti: Anita B. Ingvadóttir Hamraskóla 3. sæti: Kristín Guðjónsdóttir Hamraskóla Austurbæ, lokahátíð í Áskirkju 18 mars: 1. sæti: Ingibjörg Friðriksdóttir, Laugarnesskóla 2. sæti: Grímur Þór Vilhjálmsson, Breiðagerðisskóla 3. sæti: Bergljót Sigríður Karlsdóttir, Fossvogsskóla. Sérstakar viðurkenningar: Hallvarður Guðmundsson, Vogaskóla og Sigurberg Rúriksson, Hvassaleitisskóla. VINNINGSHAFAR Í STÓRU UPP- LESTRARKEPPNINNI Í REYKJAVÍK 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 LOKAHÁTÍÐ Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Hafnarfirði síðastliðinn miðviku- dag að viðstöddum forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Það var Ásdís Arna Björnsdóttir úr Engidalsskóla sem sigraði eft- ir glæsilega framgöngu allra keppenda. Í öðru sæti í keppninni varð Magnús Örn Sigurðsson, Álftanesskóla, og í þriðja sæti varð Guðjón Teitur Sigurðsson, Lækjarskóla. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd af þátttak- endum upplestrarkeppninnar í Hafnarborg.Morgunblaðið/Ásdís UPPLESTUR Í HAFNARFIRÐI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.