Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 13 LISTAMAÐURINN Christo, sem m.a. er þekktur fyrir að hafa pakkað Reichstag, þinghúsinu í Berlín, í silfurlitt efni hefur nú hug á að klæða göngustíga Central Park-garðsins í New York í saffrangult klæði. Hugmyndina fengu þau Christo og Jeanne Claude fyrst árið 1979 og þó henni hafi verið hafnað af borgaryfirvöldum New York-borgar árið 1981 hafa þau aldrei gefist upp á hugmyndinni. Heppnin kynni hins vegar að vera með þeim nú, en núverandi borgarstjóri Michael R. Bloom- berg var í hópi þeirra sem studdu hugmyndina á sínum tíma. Bloomberg hefur þegar hleypt listgreinum lengra inn í garðinn en áður hefur verið gert í tengslum við Whitney-tvíæring- inn sem nú stendur yfir. En borg- aryfirvöld eru staðráðin í að beita öllum brögðum við að auka ferðamannastraum til borg- arinnar að nýju eftir árásirnar 11. september. Christo þarf þó að sannfæra fleiri en borgarstjórann til að fá hugmynd sinni framgengt, en til- lögur hans gera ráð fyrir 11.000 ferhyrndum stálhliðum í gegnum garðinn sem ofan á væri lagður renningur af saffrangulu efni, og býr verkið að mati listamannsins yfir viktoríönskum eiginleikum. Yfirlitssýning á verkum Morisot BERTHE Morisot var mágkona Manet, en jafnframt listamaður sjálf sem og lærisveinn Manet. Verk Morisot eru þessa dagana til sýnis í Palais des Beaux Arts safninu í Lille í Frakklandi og er það fyrsta einkasýningin á verk- um listakonunnar í yfir 100 ár. Listfræðingar sem sérhæft hafa sig í feminískri listasögu hafa undanfarið beint athygli sinni að Morisot, og á listakonan að mati gagnrýnanda Daily Tele- graph athyglina að fullu skilið. Morisot hafi ekki bara verið læri- sveinn Manets heldur listamaður á eiginn forsendum. Sérkenni hennar hafi verið mikil nálgun við viðfangsefni sín sem lista- menn á borð við Vuillard og Bonnard hafi síðar tekið upp. MaerzMusik í Berlín BERLÍNARBORG hýsti nýlega tónlistarhátíðina MaerzMusik – nútímatónlistarhátíð sem er ein af hugmyndum hátíðarstjórnand- ans Joachim Sartorius. Tónlist- arhátíðinni er ætlað að leysa af hólmi Tónlistartvíæringinn. Að mati Frankfurter Allgemeine kenndi ýmissa grasa á hátíðinni. Segir blaðið Matthias Osterwold, sem setti saman tónskrána þó hafa skilgreint „nútímatónlist“ sem allt það sem áhugavert væri að kanna í tengslum við nú- tímann. Tengsl tónlistar og skúlptúra hafi þannig verið sett fram í verki Klaus Lang og Claudia Doderer á meðan kórum og hljómsveitum borgarinnar hafi verið gefið frí. Þetta segir blaðið e.t.v. tengjast best and- stöðu Osterwold við það hve hug- myndafræðilega hlaðinn hinni „nýju“ tónlist hætti oft til að vera. Það hafi hins vegar farist fyrir hjá honum að bjóða upp á eitt- hvað annað í staðinn og því skili tilraunir hans til breytinga litlu. Central Park að hætti Christo Jour d’été eftir Berthe Morisot. ERLENT SJÖTTU tónleikarnir af átta í 15:15-tónleikaröð Caput-hópsins og Ferðalaga á Nýja sviði Borga- leikhússins verða í dag og hefjast sem fyrr kl. 15.15. Yfirskriftin er „Tilegnelse“ og gefst tónleika- gestum kostur á að hlýða á sum þeirra verka sem Caput-hópurinn vinnur nú við upptökur á fyrir BIS útgáfuna sænsku. Höfundar þeirra eru Sunleif Rasmussen og Atli Ingólfsson. Sun- leif er staddur hér á landi til að fylgjast með tónleikunum og upptökunum. Auk Caput-félaga taka þátt í tónleikunum slagverkshópurinn Benda, hin kunna danska messósópransöngkona Helene Gjerris og gít- arleikarinn Ólavur Jakobsen frá Færeyjum. Bendahópinn skipa Steef van Oosterhout, Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson, en fyrir hann leik- ur á tónleikunum Frank Aarnik, og Snorri Sig- fús Birgison en hann leikur á píanó. Á tónleikunum verða flutt, eftir Sunleif, verk- in Mozaik/Miniature fyrir flautu, klarínettu, fiðlu og píanó; Arktis fyrir messósópran, klarín- ettu, selló, slagverk og hörpu, og Tilegnelse fyrir messósópran og átta hljóðfæraleikara. Önnur verk á tónleikunum eru Malamelodia fyrir píanó og kvintettinn The Elves’ Accent eftir Atla Ingólfsson og Credo in Us fyrir þrjá slagverksleikara og píanó eftir John Cage, sem Benda flytur. Til þessa hafa komið út 16 diskar með leik Caput-hópsins, þar af tveir með tónlist Hauks Tómassonar hjá BIS. Aðrir diskar hópsins hafa verið gefnir út á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Danmörku og á Ís- landi. Nýju diskarnir koma báðir út á þessu ári. SUNLEIF RASMUSSEN Í HÁ- SÆTI Á CAPUT-TÓNLEIKUM Morgunblaðið/Ásdís Hluti Caput-hópsins: Greta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson, Sigurður Halldórsson og Pétur Jónasson. MINNINGARTÓNLEIKAR um Önnu Mar- gréti Magnúsdóttur, semballeikara og tónlist- arfræðing, verða haldnir í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs, á morgun, pálmasunnudag, kl. 17. Það eru vinir og samstarfsmenn Önnu Mar- grétar sem vilja heiðra minningu hennar með þessum hætti í samvinnu við Salinn. Dagskráin ber heitið Tilfinningar og tónlist og er byggð upp á samspili þessara tveggja þátta, sem voru Önnu afar hugleiknir. Anna lést 17. ágúst 2001. Þeir sem fram koma á tónleikunum eru þau Þor- steinn Gylfason, heimspek- ingur, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, sópransöngkona og Snorri Örn Snorrason, lútuleikari, flautuleikararn- ir Kolbeinn Bjarnason, Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau, og semb- alleikararnir Elín Guðmundsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Helga Ingólfsdóttir. Á efnis- skránni eru verk eftir J. S. Bach, Kazuo Fu- kushima, Marin Marais, Óliver Kentish, frum- flutningur, W. F. Bach og Henry Purcell. Orgelleikur í Kirkju Krists konungs Franski stærðfræðingurinn og orgelleikar- inn Stéphane Rigat heldur orgeltónleika í Dómkirkju Krists konungs í dag kl. 15.30, til að heiðra minningu Önnu Margrétar, en Anna var starfandi við kirkjuna er hún lést. Riagat leikur verk eftir Pablo Bruna, F. C. de Arauxo, N. de Grigny, J. Alain og J. S. Bach. MINNINGAR- TÓNLEIKAR Í SALNUM Anna Margrét Magnúsdóttir MYNDLISTARMAÐURINN Hjörtur Hjartar- son opnar sýningu sem hann kallar „Nýjar mynd- ir“ í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag kl. 15. Á sýningunni verða bæði teikningar og málverk sem unnin eru á síðustu tveimur árum. Hjörtur er menntaður við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og teiknideild Listaháskólans í Granada. Hann hefur haldið einkasýningar bæði á Íslandi og í Noregi og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og hún stendur til 14. apríl næstkom- andi. Morgunblaðið/Ásdís TEIKNINGAR OG MÁL- VERK Í HAFNARBORG Hjörtur Hjartarson myndlistarmaður á sýningu sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.