Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002
Á
ÖLLUM tímum er hin
ríkjandi fagurfræði, ekki
sú uppreisnargjarna, í
samræmi við hugsana-
ganginn sem stjórnar
samfélaginu. En jafnframt
honum hafa verið að
minnsta kosti frá því á
nítjándu öld mótbárur eða uppreisn hópa sem
hafa staðið eins og sjáendur fyrir utan með
ótækar hugmyndir uns framtíðin hefur látið
undan þrýstingi þeirra eða neyðst til þess eða
þorað loksins að sjá það sem var auðséð. Þá
hefur hin ríkjandi valið úr uppreisninni það
hæfa til brúks í nýja stöðnun, fellt hugmyndir
andstæðinganna í viðeigandi form og gert
þær að opinberri fagurfræði oft tengdri þjóð-
erni eða dýrkun á náttúru landsins. Þetta
tvennt á lítið skylt við listræna fegurð nema
sem dulin undirstaða af því allir fæðast hjá
þjóð í einhverri náttúru og bera þess merki.
En fegurð listanna er gerð af mönnum. Hún
er öðru fremur tungumál eða samræða vits-
muna, innsæis og sálarlífs þess einstaklings
sem við köllum listamann.
Samtíð í sameiginlegri
fagurfræði
Í aldanna rás hefur opinber fagurfræði
færst frá hugmyndaoki valdahópa eins og
kirkju, konunga, aðals eða borgara á hendur
félagshreyfinga og einræðisherra. Listamönn-
um hefur líka fundist sjálfsagt að tengja feg-
urðarskyn sitt stjórnmálaflokkum og orðið
ýmist hægra- eða vinstraafturhaldinu til
framdráttar og núna hinu þjóðlega og alþjóð-
lega auðvaldi þegar ekki er vænst annars af
listaverkinu en það sé auðsæ staðfesting á því
sem fyrir er í myntsláttu stuttrar frægðar og
sölu. Ekki er lengur búist við því að „misvirt-
ur“ listamaður verði uppgötvaður í framtíð-
inni eða verk brennt á báli gagnrýnenda rísi
einhvern tímann upp úr öskunni og fljúgi um
hugmyndaheim nýrra kynslóða sem hirða
ekki um hvað var áður tautað og raulað. Í list-
um samtímans á enginn framtíð fyrir sér,
bara samtíð í sameiginlegri fagurfræði pen-
inga og prófa sem vitna ekki um heilagan
sannleika guðs og Maríu meyjar heldur talna
og röksemda. Listin er þannig í úlfakreppu
fjármagns og vitsmuna vegna þess að hinn
lærði lætur heldur drepa sig en hann fari ofan
af þeirri skoðun að einungis það sem er rök-
rétt leiði til nothæfrar niðurstöðu. Með þess-
um þankagangi hefur samtíma okkar tekist að
búa til stórbrotnar minjar úr nýliðinni tíð.
Evrópskar stórborgir eru hálfgerðar rústir
eða grafhýsi menningar og lista sem blómg-
uðust þar fyrir hálfri öld en hafa lent á söfn-
um sem enginn fer á nema skipulagðir hópar
ferðamanna og gamalmenna undir eftirliti
lögreglu með vopnaleitartæki. Með sömu þró-
un verður Evrópa brátt draugaálfa dauðrar
menningar með draugaborgum, draugasöfn-
um, draugadagblöðum og draugasjónvarpi.
Lífið er ekki lengur líf tilviljana, óvissa og
ævintýri. Lífið er sniðið fyrir framleiðsluna,
vinnumarkað og efnahag sem er samt ekki
beysinn, jafn flöktandi og hann er ófrumlegur.
Í bókmenntum er fagurfræðin áþekk. Í þeim
er ótrúlegt framboð á höfundum. Nýr kemur
strax í stað annars og fer sjálfkrafa úr umferð
um fertugt, ef hann lifir svo lengi á mark-
aðnum. Og vegna smæðar íslensks samfélags
er engin trygging fyrir því að verk hans nýtist
í endurvinnslu, eins og hjá öðrum þjóðum, og
honum haldið uppi líkt og volgu líki með leik-
gerð eða sjónvarpstuggu í þáttaröð. Til þess
skortir íslenska sagnalist fléttuna, lúmska
framhjáhaldið og ríkar andstæður persóna.
Íslensk list hefur ekki vaxið upp úr andstæð-
um í mannlegu lífi heldur fornu, einlitu ger-
mönsku eftirlitskerfi, þar sem bændur sátu
allan sólarhringinn yfir vinnufólki sínu svo
það gat hvorki hreyft hugann né hneigðir
nema að vilja þeirra. Þetta alhliða þrælahald
ríkti fram á síðustu öld og var lofsungið sem
bændamenning. Fyrir bragðið hefur listin ein-
kennst af lausri, þrælslegri byggingu, líkt og
samfélagið, mótuð af dreifbýlishugsun og ráð-
leysi fremur en löngun til að brjóta lögmálin.
Við erum ekki nógu djörf í hugsun til að geta
skilgreint sérkenni íslenskrar menningar eða
sannfært okkur og aðra um það að lífið sé alls
staðar í eðli sínu upplausn, hliðarspor og jað-
arveila sem reynir að koma í veg fyrir að sú
miðstýring myndist sem leiðir fyrr eða síðar
til valdbeitingar, ofbeldis og stöðnunar.
Rétt að stela frá konu
Úr því að í listum undir lok síðustu aldar
fór að bera á hugtakinu rennsli fór hverfult
gildi listaverksins að miklu leyti eftir því
hvaða gagnrýnandi fjallaði um það, ekki hvað
hann sagði. Það sjálfstæða mat, sem verður til
þegar einhver dvelur einn með verki, varð
óþekkt. Álit og skoðanir urðu, ef einhverjar
voru, kórverk hinna skoðanalausu sem læra í
skólum að nota orð og hugtök og hvernig
megi komast áfram í lífinu án þess að leiða
hugann að neinu nema það sé prófverkefni.
Við lifum ekki lengur í samfélagi duglegra
þrjóta heldur linkinda sem eru þó ekkert
lamb að leika sér við og bylting gæti ekki einu
sinni slátrað þeim. Linkindurnar verða að fá
að líða undir lok í friði og leiða sig sjálfar til
slátrunar vegna innri meina sem þær reyna
að bæta með trú á fagurfræði erfðavísind-
anna.
Okkar tímar eru engin undantekning í því
að maðurinn er afleiðing af leit að fegurð og
unaði í eigin holdi og annarra, í verkum sínum
og hegðun. Það eina sem er frábrugðið öðrum
tímum er að stéttaátök hafa horfið, hugmynd-
um fækkað og upp komið einræði framleiðslu
á öllu nema börnum. Það verður einhvern
veginn að fækka mannkyninu. Flestir eru
sammála um að eyða megi fóstrum, eitur-
efnum og rusli til að auka fegurð lífsins. Aftur
á móti er um þessar mundir lagt fé í það að
varðveita skjaladrasl frá Alþingi og það má
meira að segja stela hugmyndum um hver eigi
FAGURFRÆÐIN FYLGIR
TÍÐARANDANUM
Morgunblaðið/RAX
„Náttúrufegurð er annars eðlis en fegurð í listum þótt fegurð alls hafi áhrif á allt í lífinu, ef marka má Hegel,“ segir Guðbergur Bergsson.
Erindi flutt á ritþingi
tileinkað höfundi í
Hafnarborg sunnudaginn
17. mars 2002.
E F T I R G U Ð B E R G B E R G S S O N