Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 5 að gera slíkt. Það merkilegasta við þetta varð- ar fagurfræði réttlætiskenndarinnar því eng- inn hreyfir mótmælum, ekki einu sinni Jafn- réttisráð, svo líklega er rétt að stela frá konu, starfi hún sem einstaklingur en eigi ekki í keppni við karlmann um embætti. Sjaldan hefur orðið jafn mikil breyting í fagurfræðilegum efnum og um þessar mundir. Með fegurðarhugsjón hnattvæðingarinnar er æskilegt að má út sérkenni manna og þjóða, þótt talað sé um styrkingu einstaklingsins og framtak hans. Sú aðferð Mússolínis að slá þannig úr og í að allir bíði í ofvæni eftir næsta fagurgala hefur verið tekin upp sem regla í samfélögum byggðum á samruna ruslahauga úr hugsjónum frá síðustu öld. Þetta iðkar kynslóð sem var áður kennd við æsku og blóm en situr nú miðaldra að völdum með visku gömlu innkaupatöskunnar. Hún vill forðast lætin sem voru í henni í blóma lífsins og skrif- ar lofgerðir um fyrrum fjandmenn sína. Í samræmi við þetta vilja skáldin ekki vera út- lagar heldur koma sér og ljóðum sínum hag- lega fyrir í töskunni og listmálarar nútímans forðast að vera einir með verkum sínum nema rétt á meðan þeir framleiða, gjarna með að- stoðarmönnum eins og á miðöldum þegar listamenn ráku verkstæði. En þeir höfðu þá í kollinum strangar hugmyndir um lögmál stíls og þeirrar fegurðar sem er æðri efnisviðnum. Kannski segir Hegel þess vegna að listin sé sérstakt form þar sem andinn birtist og finni ólíkar leiðir til að verða sýnilegur. Í list sam- tímans er ekki rætt um hlutföll og innihald heldur í hæsta lagi kröfu um handbragð, hönnun eða afturhvarf til frásagnarmáta nítjándu aldar sem nú er orðinn seljanlegur. Þetta er líkt og hjá auðvaldinu sem hverfur til gamla einkaframtaksins þótt það hafi gengið sér til húðar og skorti lifandi forsendur byggðar á sérstöku eðli samfélaga nútímans. Af ruslahaug róttækni og íhalds stígur þess vegna flöktandi, mild svæla, ekki sami kraftur og á blómatímum borgarastéttarinnar þegar karlar þéruðu konur en ljóðskáldin fjöll. Nú smjaðra málarar og skáld fyrir miðhálendinu með ömurlegum listrænum árangri. Það gildir einu þótt einhver þykist byggja verk sín á náttúrunni, fegurð þeirra eykst ekki við það. Náttúrufegurð er annars eðlis en fegurð í list- um þótt fegurð alls hafi áhrif á allt í lífinu, ef marka má Hegel. Að mínu viti hefur sérhver fegurð sína sérstöku eiginleika og hinir sér- stöku eiginleikar hafa vott af eiginleikum ann- arra. Listamaður finnur ekki persónulegt fegurð- arskyn með því að hverfa í samfélagið heldur á þann hátt að róta í eigin óvissu. Með fram- leiðslu á þokkalegri iðn leitar hann að við- urkenningu í flæði alls og flýtur ásamt öðru í auglýsingum og vaðli gagnrýnenda í hendur sölufræðinga svo verkin finni kaupendur. Útlegð listanna lokið Í fyrsta sinn í sögunni hefur fagurfræðin glatað andlegu gildi sem er það að vera hug- lægt, tengt smekk og hræringum í tengslum við einkenni sálarlífsins. Fagurfræðin hefur glatað sínu guðlega eðli, því að vera hvarvetna og öllum gefin í einhverjum mæli. Hún felst ekki lengur í innri og ytri aðstæðum, heldur því sem er einungis snertanlegt, vegna þess að hið útreiknanlega er mælikvarði allra hluta. Ein afleiðingin af þessu er sú að framfærsla lista og listamanna er komin á fjárlög og tengd athafnasemi. Gagnvart ríkinu er lista- maður skilgreindur sem atvinnurekandi en um leið launþegi hjá sjálfum sér. Hann er eini forstjóri hér á landi sem verður að gefa skýrslu um afköst sín og tvífarans. Að öðrum kosti fær hann engin laun og fer á hausinn sem atvinnurekandi og starfsmaður en getur ekki fengið atvinnuleysisbætur. Fari hann fram á slíkt verður hann óvænt að „lista- manni“. Sem slíkur á hann engan bótarétt nema hann sanni að hugurinn starfi ekki sök- um heiladauða. Framgangur listamannsins tengist þar af leiðandi ekki áhuga á verkum hans heldur á stofnunum sem hafa á launum, að því er virð- ist, sæg af misheppnuðum leikkonum til að sjá um listviðburði, eins og það er kallað. Þeir eru göturáp eina nótt á ári og geislar úr ljósköst- urum sem voru notaðir gegn loftárásum en orðnir merki þess að engin hætta sé á því að andleg árás verði gerð á Reykjavík. Með þessari opinberu athafnasemi er út- legð listanna lokið. Listamenn losna við áþján skoðana, átaka innan stefna, ofstæki og ríg. Þeir geta orðið jafn skoðanalausir og ham- ingjusöm fjölskylda með sæmilegar tekjur. Vegna listviðburðanna hefur aldrei verið eins mikið að „gerast“ í listum og núna en álíka lítið innan þeirra. Frumleikinn minnkar með auknum viðburðum. Kannski óttast lista- menn að þeir komist ekki á skrá í tölvunum ef þeir sýna annað en það að þeir eru auðsæilega ófrumlegir en ýtnir og jafn ánægðir og sá sem kemur vel lukkaður úr áfengismeðferð. Eng- inn ber lengur óttablandna virðingu fyrir þeim. Eginn tekur mark á þeim. Enginn fær áhuga á verkum þeirra. Nóg er að líta inn um glugga salanna, það smekklega ekkert sem hangir á veggjum eða liggur fyrir hunda og manna fótum sem innsetning á gólfi, sést á augabragði. Eins er þetta í bókmenntum. Nóg er að hafa sömu skoðun og stendur í auglýs- ingunni. Samt horfa margir á umfjallanir um bókmenntir í sjónvarpinu, ekki vegna þeirra heldur þess að þetta er innlent efni og svo finnst fólki útlit gagnrýnenda kynlegt, ef ekki ókræsilegt, og skrýtið hvernig er hægt að flikka upp á andlit með förðun, þannig að þau verða óhugnanlega aðlaðandi næstum eins og í hryllingsmynd. Íslendingar hafa alltaf haft meiri áhuga á skrýtnu fólki en nýstárlegum hugmyndum sem stafar af því að við ráðum fremur við hlutina með augunum en heilanum. Eins konar túrabókmenntir Fram yfir miðja síðustu öld ríkti hér stétta- skipting í bókmenntum fremur en í samfélag- inu. Þær hugmyndir sem voru settar fram í Fagurfræði ljótleikans eftir Karl Rosenkranz, bók sem kom út árið 1853 með viðbrögðum við skoðunum Hegels, hafa ekki borist inn í þankagang okkar. Sögum var ekki beinlínis skipt í fagurbókmenntir og „aðrar“ innan gæsalappa, heldur talið að til væru æðri bók- menntir. Innan þeirra voru þær sem fjölluðu um samlíf sauðfjár og manna, samúð með sveitarómögum og högum hagyrðinga, að ógleymdum örlögum bænda sem flæktust til Reykjavíkur og settust að á örlagaríkum stað fyrir neðan Laugaveginn. Flestar voru skrif- aðar af höfundum á vegum Sósíalista- eða Al- þýðuflokksins og áttu að hvetja flokksvæna lesendur til dáða. Hinar lægra settu beindu ekki athyglinni að meinum samfélagsins held- ur uppfylltu þarfir kaffikerlinga, múgsins, fyr- ir tilfinningavellu. Eftir að bókaútgáfa varð iðngrein og þróun samfélagsins og fagurfræði þess í þjóðmálum hristi hægri og vinstri sam- an í hinn eina sanna valdahaug, þá breyttust andstæðu viðhorfin í það að finna lesefni laust við annað en það sem hæfir innkaupatösk- unni. Núna er það næstum ráðandi og fer beint í æð, eins og sagt er, eða hittir á bragð- lauka kvenlesenda sem sækja í morð og auð- fengna samúð. Með aukinni menntun var ekki hægt að bjóða þeim upp á bleiksúrar ást- arsögur um hreppstjóra sem riðu kenndir á milli bæja til að ríða vinnukonum á milli þúfna eða sögur um hjúkrunarkonur sem náðu í myndarlega skurðlækna í sárabindageymsl- unni. Vegna breyttra atvinnuhátta þurfti að breyta smekk og fegurðarskyninu. Ótækt var að bjóða hetjusögur af sjómönnum, menntað- ar konur hafa engan áhuga á körlum sem lenda í lífsháska en finna ekki einu sinni fyrir tíðaverkjum í baráttunni við náttúruöflin. Markaðurinn þrengist og smekkurinn og framleiðslan á þann hátt að einungis bækur um konur höfða til kvenna, ekki kaffikerlinga heldur þeirra sem hafa að minnsta kosti BA- próf í bókasafnsfræðum. Og viðfangsefnin áttu eftir að þrengjast. Það sem venjulegar konur yfir kaffibollum og krökkum vildu áður ekki sjá á prenti, að fjallað væri um störf lík- amans með hliðsjón af viðbrögðum tillfinn- inga- og sálarlífs, varð ráðandi í bókum skrif- uðum af konum fyrir markað sem krafa menntaðra kvenna stjórnar ásamt útgefend- um. Yfirleitt eru þetta ekki verk skrifuð með það í huga að þau standist tímans tönn eða veki íhugun heldur tilfinningasveiflur. Þetta eru eins konar túrabókmenntir sem leiddu til vinsælda bókar mánaðarins. Allt er þetta skylt þeim afturhaldstíma sem við höfum mótað á síðustu áratugum, samtíma sem þjáist af skömm vegna fortíðarinnar en neitar að viðurkenna með djörfung erfðasynd- ina. Í staðinn reynir menntafólk að breiða yfir hana með kröfum um mjúk viðhorf, kurteisi í stað kokhreysti, sem merkir í rauninni skoð- analeysi. Hvað er hentugra til að hindra það að ropandi syndaselir verði dregnir fyrir dóm sögunnar og réttlætiskenndar nýrra kyn- slóða? Bókmenntir og listir samtímans eru yf- irhylming í bland við það sem áður var kennt við borgaralega hræsni. Gegn henni er erfiðara að berjast núna en áður. Smáborgarar samtímans eru menntaðir og hafa ekki aðeins lært að verja blindu sína og foreldranna heldur komið á menntamanna- einræði sem þörfin fyrir breytingu ræður varla við. Hinn hámenntaði villimaður ver ekki gerðir sínar með kjafti og klóm heldur útreikningi, sprengjum sem hugsa sjálfstætt, rafeindatækni, lýðræðislegum vopnum og rökfræði. Einræði í nútímanum getur því að- eins hrunið, ekki vegna utanaðkomandi árása, heldur innri hrörnunar, eins og dæmin sanna bæði um hrun kommúnismans og fallvaltleika auðvaldsins eftir að einn ríkasti maður heims, ekki kommúnisti, réðst á sitt eigið tákn um hnattvæðingu í fjármálum með innsetningu í World Trade Center. Eða hann málaði mynd með tveimur flugvélum, svo heimurinn ramb- ar með óútreiknanlega sögufléttu á barmi glötunar í logum hinnar ævafornu biblíulegu fagurfræði um rökrétt en hátæknilegt réttlæti hefndarinnar. V IÐ erum svo leyndardóms- full og inn á við, þetta innra eðli er það merkilegasta við okkur, jafnvel merkilegra en skynsemi okkar.“ Þessi tilvitnun úr skáld- sögunni The Sea, The Sea, sem kom út árið 1978, speglar í senn yrkis- og viðfangsefni heim- spekingsins og rithöfundarins Iris Murdoch. Þar að auki má segja að tilvitnunin feli í sér vísbendingu um örlög þessarar merkiskonu. Frumsýnd verður á næstunni hér á landi kvikmyndin Iris sem er byggð á samnefndri bók John Bayley um hjónaband hans og Iris Murdoch. Bókin skiptist í tvo meginkafla sem bera heitin Þá og Núna. Þessi skipting vísar til kaflaskiptanna sem urðu í lífi þeirra þegar hún greindist með Alzheimerssjúk- dóminn árið 1994. Þeim hjónum hafði verið boðið til háskóla í Ísrael til að flytja erindi. Murdoch hafði beð- ist undan að flytja fyrirlestur en boðist til að sitja fyrir svörum í staðinn. Hún hafði oft þennan hátt á með góðum árangri, en í þetta skipti fór allt í handaskolum. Murdoch virtist ekki geta komið frá sér svörunum og brátt tóku gestirnir að yfirgefa salinn. Eiginmaður hennar kveið því að hún tæki atburðinn mjög nærri sér, en hún yppti aðeins öxlum eins og ekkert hefði í skorist. Hún tók þátt í sam- ræðum eftir á og áritaði bók sína The Green Knight og á þeirri stundu rifjaðist upp fyrir eiginmanni hennar að hún hafði talað um að hún ætti í basli með bókina sem hún var að skrifa og kom út næsta ár, Jackson’s Di- lemma. Bókin hlaut góðar viðtökur, en Mur- doch bárust bréf frá aðdáendum sínum sem bentu á ýmiss konar misræmi í sögunni sem gáfu enn frekar til kynna að heilsufari henn- ar færi hrakandi. Ljúf og trúverðug mynd Í bókinni Iris dregur Bayley upp ljúfa og trúverðuga mynd af sambandi þeirra hjóna. Hann lýsir því hvernig fundum þeirra bar saman í Oxford. Hún var sex árum eldri en hann og hann veitti henni fyrst athygli þar sem hún var á hjóli. Hún birtist honum þar sem „heillandi einfari“. Aldursmuninn taldi Bayley jákvæðan og sér í hag ásamt þeirri staðreynd að Murdoch virtist gersneydd kynþokka og áleit hann sig því öruggan gagnvart öðrum karlmönnum. Hann átti þó eftir að gera sér grein fyrir því gagnstæða því að Murdoch höfðaði sterkt til fólks af báðum kynjum og var afar eftirsótt. Þetta dæmi gefur þó glöggt til kynna nánast barnslega hrifningu hans af konu sinni og þá skoplegu hlið sem hann sá jafnt á sjálfum sér og þeim hremmingum sem þau hjónin áttu eftir að lenda í eftir því sem henni elnaði sóttin. Í heimspekiskrifum sínum leggur Mur- doch ríka áherslu á þörfina fyrir að veita ein- staklingnum og því ófyrirséða athygli og virðingu. Þannig er nauðsynlegt að auðsýna einstaklingnum virðingu, hversu sérlundað- ur, út af fyrir sig, subbulegur og leiðinlegur hann kann að vera: „Ein hlið á því að virða eitthvað er að hafa nógu mikinn áhuga á því til að reyna að skilja það.“ 2) bls. 261. Í heimspekiriti sínu „The Sublime and the Good,“ fjallar Murdoch um sameiginlegan kjarna listar og siðfræði og skilgreinir hann þannig að í honum felist skynjun á einstak- lingum. Þá gífurlega erfiðu uppgötvun að eitthvað annað en maður sjálfur sé raunveru- legt nefnir hún kærleika sem ásamt listum og siðfræði veiti innsýn í raunveruleikann. Að mati Murdoch eru félagsleg hefð og hug- sýki höfuðóvinir kærleikans, og þar af leið- andi listar og siðfræði. Hið fyrrnefnda vegna þess að við erum sjálf „á kafi í félagslegri heild sem við leyfum gagnrýnislaust að ákvarða viðbrögð okkar, eða vegna þess að við sjáum einungis þá leið útvalda fyrir okk- ur“. 1) bls. 52. Hið síðarnefnda vegna þess hve upptekin við erum af okkur sjálfum og draumórum okkar. Þar af leiðandi verða draumórar óvinir lista og hugmyndaflugs, en kærleikur birtingarform ímyndunaraflsins. Dramatík og fáránleiki Hlutverk bókmennta taldi Murdoch vera að „sýna baráttu milli raunverulegs fólks og eftirlíkinga; og það sem þær skortir núna er mun sterkari hugmynd af því fyrrnefnda“. 3) bls. 20. Þótt heilmikil dramatík sé í verkum Murdoch, eru bækur hennar einnig uppfullar af skoplegum uppákomum og dregnar upp myndir af aðstæðum sem virðast í fyrstu jafnvel fáránlegar, en við nánari umhugsun verður það einmitt fáránleikinn sem gerir þær trúverðugar. Það er hið ófyrirséða, sem birtist með þessu móti í skáldverkum henn- ar, sem hún taldi þörf á að sýna virðingu líkt og einstaklingnum. Iris Murdoch fæddist í Dublin 15. júlí 1919. Hún gekk í Badminton skólann í Bri- stol og þaðan lá leiðin til Oxford þar sem hún nam grískar og rómverskar fornbókmenntir. Í heimsstyrjöldinni vann hún fyrir fjármála- ráðuneytið og fyrir Aðstoðar- og endurreisn- arstofnun Sameinuðu þjóðanna í London, Belgíu og Austurríki. Hún gegndi stöðu í heimspeki við Newnham College í Cam- bridge í eitt ár og 1948 sneri hún sér að heimspekikennslu í Oxford við St Anne’s College. Árið 1956 giftist hún John Bayley, kennara og gagnrýnanda. Murdoch var sæmd heiðursorðu breska heimsveldisins ár- ið 1976 og stórriddaraorðu breska heims- veldisins árið 1987. Hún lést 8. febrúar 1999. Iris Murdoch var afar afkastamikill rithöf- undur. Hún samdi m.a. 27 skáldsögur ásamt nokkrum leikritum. Skáldsögurnar bera heimspeki hennar glöggt vitni, en þar heyja sögupersónur baráttu fyrir eigin frelsi við misjafnan árangur. Hugarheimurinn og innra eðli okkar er það viðfangsefni sem Iris Murdoch var hve hugleiknast. Það er kald- hæðnislegt að Alzheimerssjúkdómurinn njörvaði hennar eigin huga svo kirfilega að undir það síðasta bar andlit hennar aðeins merki um fjarveru. Heimildaskrá: 1) „The Sublime and the Good,“ Chicago Review, vol. 13, 1959. 2) „The Sublime and the Beautiful Revisited,“ The Yale Review, New Series, 49, 1959-60. 3) „Against Dryness,“ Encounter, vol. 16, January 1961. 4) John Bayley: Iris, Gerald Duckworth & Co. Ltd., Great Britain, 1998. Rithöfundurinn og heimspekingurinn Iris Murdoch og eiginmaður hennar, John Bayley, komu í stutta heimsókn til Íslands vorið 1980. Hér eru þau ásamt sendiherra Breta, Kenneth East. ÞETTA INNRA EÐLI Höfundur er magister í ensku. E F T I R S T E I N U N N I Þ O R VA L D S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.