Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 3
Á
kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Nairobi í
Kenýa árið 1985 var of-
beldi gegn konum, eink-
um heimilisofbeldi, orðið
aðalbaráttumál kvenna-
hreyfinga heimsins.
Rannsóknir höfðu leitt í
ljós að ofbeldi gegn konum var miklu víð-
tækara og víðar að finna en nokkurn hafði
órað fyrir. Nú er talið að í það minnsta fjórða
hver kona í heiminum búi við heimilisofbeldi
og þriðja hver kona verði fyrir einhverri teg-
und kynbundins ofbeldis á ævi sinni. Mikið
vatn er til sjávar runnið í umræðunni um of-
beldi gegn konum frá því á dögum Nairob-
iráðstefnunnar, en því miður hafa sífellt ver-
ið að koma fram nýjar upplýsingar um þessa
skuggahlið mannlífsins. Svokölluð sæmd-
armorð eru enn ein gerð kynbundins ofbeld-
is sem loks er að komast upp á yfirborðið,
eða réttara sagt hafa náð athygli fjölmiðla.
Undanfarnar vikur hefur morðið á kúr-
dísku stúlkunni Fadíme, sem búsett var í
Svíþjóð, vakið mikla athygli á Norð-
urlöndum. Dauði Fadíme er til marks um þá
menningarlegu árekstra sem nú ber æ
meira á milli kynslóða innflytjenda víða í
Evrópu. Foreldrar reyna að viðhalda valdi
fjölskyldunanr/ættarinnar yfir börnum sín-
um, en í það minnsta hluti unga fólksins vill
aðlagast þeirri menningu sem ríkir í landinu
þar sem það býr og hafnar fornum venjum
samfélaga sem það þekkir ekki. Því streyma
á markað bækur og kvikmyndir um þessa
árekstra og afleiðingar þeirra. Sæmdarmorð
í Evrópu, sem eru hvað algengust í Eng-
landi, eru þó aðeins toppur á ísjaka sem lón-
ar einkum á höfum íslamskrar menningar.
Það er langt í frá að mál Fadíme sé ein-
stakt eða angi af einhverju furðufyrirbæri
sem viðgengst meðal einangraðra fjallabúa í
Kúrdistan eða Pakistan. Sæmdarmorð tíðk-
ast meðal múslima (og reyndar í S-
Ameríku), einkum í Mið-Austurlöndum, en
það hefur bara verið þagað yfir þeim. Því er
erfitt að afla upplýsinga um tíðni þeirra, eða
að átta sig á hvaða hópar iðka þau. Til að
mynda voru sæmdarmorð eitt af því sem
ekki mátti nefna á kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Peking 1995. Nú hafa mús-
limskar konur tekið baráttu gegn sæmd-
armorðum á dagskrá t.d. í Bandaríkjunum,
enda ber að undirstrika að þeirra er að engu
getið í Kóraninum frekar en svo margs ann-
ars sem tengt er fjölbreyttri menningu
múslima og enginn veit lengur hvaðan kem-
ur.
S-afríska baráttu- og fræðikonan dr.
Diana Russell sem kvenna mest hefur rann-
sakað ofbeldi gegn konum, hefur skilgreint
ákveðna tegund morða á konum sem hluta
kynbundins ofbeldis („femocide“). Hún
bendir á hve ótrúlega margar konur séu
drepnar víða um heim, annars vegar í til-
fellum þar sem gerandinn og fórnarlambið
þekkjast ekki (skipulögð árás) og hins vegar
þar sem gerandinn er tengdur konunni (oft-
ast tengt maka og langvarandi heimilis-
ofbeldi). Sæmdarmorð eru sérstök tegund
ofbeldis gegn konum og þótt benda megi á
að morð á konum tengd kynferðisofbeldi,
valdbeitingu og valdaleysi, eigi sér stað um
allan heim, er múslimskum konum lítill
greiði gerður með því að vísa til þess. Þær
eru að fást við sérstaka aldagamla siðvenju
sem byggist á valdi fjölskyldunnar (les: karl-
anna) yfir konum og tengist hugtakinu
sæmd. Karlmönnum ættarinnar ber að
verja sæmdina, hvort sem þeim er það ljúft
eða leitt. Sæmdin felur það m.a. í sér að kon-
ur virði settar reglur og að þær eigi ekki
samskipti við karla án samþykkis fjölskyld-
unnar. Í stað þess að fara út og hefna eins og
hér tíðkaðist til forna eru konurnar sem í
hlut eiga drepnar umyrðalaust.
Það var árið 1994 sem ég heyrði fyrst tal-
að um sæmdarmorð á konum eða það sem á
ensku er kallað honour-killings. Ég var þá
stödd á þingmannafundi um kynheilsu og
hitti þingkonu frá Jórdaníu. Hún var þá eina
konan á þingi lands síns (þær eru nú tvær)
og sýndi það hugrekki að vekja máls á þessu
hræðilega fyrirbæri – sæmdarmorðum – við
litla hrifningu þeirra sem valdið hafa. Í Jórd-
aníu voru þess dæmi að konur voru sviptar
lífi fyrir að hafa „varpað skugga“ á heiður
eða sæmd fjölskyldunnar, jafnvel þótt þær
hefðu alls ekki verið gerendur. Stúlkur sem
hafði verið nauðgað eða orðið fyrir kynferð-
islegri misnotkun voru „látnar hverfa“, en að
sögn þingkonunnar var málið jafnan þaggað
niður sérstaklega ef gerendurnir tilheyrðu
fjölskyldunni. Ég sé á netinu að Jórdanar
hafa nú bannað þetta athæfi með sérstökum
lögum, þannig að umræðan þar í landi hefur
skilað árangri. Hvernig gengur að fram-
fylgja banninu er svo annað mál, því það tek-
ur oft langan tíma að útrýma aldagömlum
hefðum.
Starfsmenn alþjóðastofnana rak í roga-
stans er í ljós kom að sæmdarmorð tíðk-
uðust meðal Albana í Kosovohéraðinu í
Serbíu (sem er jú í Evrópu), en þar var und-
irrituð við vinnu um skeið á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Nú í vetur komst upp um tvö
sæmdarmorð í Kosovo. Annað málið var
þannig vaxið að ungri konu var skilað eftir
brúðkaupsnóttina þegar í ljós kom að hún
var „spjölluð“. Bræður hennar skutu hana
þegar í stað og var hún grafin samdægurs,
eins og tíðkast þar á bæ. Alþjóðalögreglunni
barst til eyrna að ekki væri allt með felldu og
var líkið grafið upp. Þá kom hið sanna í ljós.
Þau lönd sem nefnd eru í tengslum við
sæmdarmorð í gögnum Sameinuðu þjóð-
anna eru fjölmörg. Sérstaklega vil ég nefna
Palestínu, sem og Pakistan og Bangladesh.
Nefnd á vegum UNIFEM – kvennasjóðs
Sameinuðu þjóðanna, undir forystu El-
isabeth Rehn, fyrrv. forsetaframbjóðanda í
Finnlandi, er nú að vinna mikla skýrslu um
áhrif átaka á líf kvenna og stúlkubarna.
Nefndin heimsótti m.a. Palestínu og gat
þess hve fornar venjur hefðu sótt í sig veðrið
í þeim miklu þrengingum sem einkennt hafa
líf Palestínumanna undanfarin ár. Til að
mynda hefur umburðarlyndi gagnvart frelsi
kvenna minnkað til muna, sem m.a. sést í
fjölmögum sæmdardrápum sem vitað er um
á hernumdu svæðunum. Það virðist því sem
menningarárekstrar, hernaðarástand, fá-
tækt og harðnandi lífsbarátta ýti undir þetta
hrikalega ofbeldi gegn konum. Það verður
þó að hafa í huga að hingað til hefur vitn-
eskja um þessa fornu refsingu við „óhlýðni“
eða „spjöllum“ á konum verið af skornum
skammti. Vonandi verða hörmuleg örlög Fa-
díme til að vekja athygli á þessari tegund
kynbundins ofbeldis og til að styrkja barátt-
una gegn sæmdarmorðum sem þegar er haf-
in víða um heim.
ÞEGAR SÆMDIN
SNERTIR KONUR
RABB
K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R
k r a s t @ s i m n e t . i s
THOR VILHJÁLMSSON
ANGALÝJUR
Í HÖLL hjá tónskáldinu: sem stóð upp frá flyglinum og
skyrtan þjósíð komin utanyfir og flibbinn týndur þegar
hann sneri sig frá flyglinum svarta og í glampandi skin-
inu á stórum vængnum helguðum týndum mána færði
hann ofsíða skyrtuna með löngum fingrum sínum sem
ennþá voru flaumósa af straumnum í gómunum eftir
tónana þá færði hann skyrtuna ofsíða ofan í buxurnar í
því að konan birtist með hvíta mjúka húð og stór brjóst
og þrungin ilmi og augun dökk og brún. Það var ekki
seinna vænna að hann tensaði sig til því að fyrr en varði
voru þær orðnar tvær eins þungaðar af draumi liðinnar
aldar sem fór í gluggatjöldin og bærði þau af einlægri
hreysti og angist inn í byltingu sem fórst fyrir þó að hún
væri eitt sinn af heilum huga stofnuð að mætti lánast en
týndist af svikum og fólsku þeirra sem komu seinna
hugsaði tónskáldið og lét það leita fangs á þessum léttu
og þunnu tjöldum sem voru eins og hýjalín fyrir glugg-
anum og feykja þeim til er sneri baki við konunum, þær
teygðu mig segir hann og horfir í spegilinn og andar á
spegilinn: hvor í sína áttina mjúkt hvor á sína vísu til að
finna tónunum leið að losa um söknuðinn: önnur í vals
en hin í playtime-live. Hann horfði í augu sín leita að því
sem mætti sefa en það var ennþá svo mikið þrýst á hann
að hann hafði ekki náð að leika sig frá því heldur klofn-
aði hann í draumnum og hvor parturinn var heill um
sinn með sínu og náði ekki saman þó þær væru báðar
farnar út úr stofunni og höfðu ekki verið þar nema í ór-
um hans og hann spurði spegilinn og er ég jafnfjálgur
og fyrr og blöðin þyrluðust auð og hvít og spegluðust í
glugganum og aftur á náttgömlum pollum á hljóðri stétt
fannst honum og höfðu reikað milli regnþungra rósa og
túlípana sem stóðu enn svipt skini tímans hjá haust-
föllnum laufblöðum sem loddu við að lita stéttina
dökkva gulu og rauðu.
Höfundur er rithöfundur.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI
Fagur-
fræðin
fylgir
tíðar-
and-
anum
sagði Guðbergur Bergsson í skeleggu er-
indi sem hann flutti á ritþingi um höfund-
arverk sitt í Hafnarborg sl. sunnudag.
Jaso, þú ert hættur
í skóla
er frásögn Einars Sigurðssonar lands-
bókavarðar af margþættum tengslum
Halldórs Laxness við Landsbókasafnið
í gegnum tíðina.
Brestir í vörnum
Hitlers
sem urðu til þess að innrásin í Normandí
náði tilætluðum árangri og breytti end-
anlega gangi seinni heimsstyrjaldarinnar
síðari er umfjöllunarefni Hjartar
J. Guðmundssonar.
Alþjóð-
legur
Skúlptúr-
garður
í Köln, núlistaborginni miklu, var opnaður í
útjaðri borgarinnar 1997, hvar eru opin
svæði með grasa-, blóma- og dýragarði.
Þriðja alþjóðlega skúlptúr/rýmissýningin
var nýopnuð er Braga Ásgeirsson bar að.
FORSÍÐUMYNDIN
er af verki eftir Hörð Ágústsson á sýningu í i8 galleríi. Verkið er frá 1975–
1976 og er án titils. Það er unnið með límbandi á spónaplötur.