Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 3 L EITIN að upplifun, nálægð við menningarlega íkona og sterkar árur heimssögulegra staða, dregur árlega milljónir manna í ferðalög um heiminn. Hinn menningarþyrsti ferðalangur er ekki aðeins að safna menning- artáknum heimsins í hungraðan sarpinn; hann er í þrotlausri leit að upp- lifun á einhverju sem er frábrugðið hinum útþynnta, alþjóðlega hræringi sem étinn er í öll mál í velflestum vestrænum stór- borgum. Þessi nýi menningarþorsti verður seint slökktur. Fjöldinn leitar að menning- arlegri staðfestu í brotakenndum heimi; hefur einfaldan smekk og eignast hlut í sammannlegum menningararfi með því að ganga eftir Kínamúrnum, heimsækja Pét- urskirkjuna í Róm eða skoða Mónu Lísu í Louvre. Aðrir eru meiri konnösörar og leita hins skrýtna, falda og fáséða; þeysa um heiminn í leit að menningarsamfélögum sem deyja út hraðar en hægt er að festa á filmu. Í ágætu viðtali sem birtist hér í Morg- unblaðinu um páskahelgina, kvaðst nýi menntamálaráðherrann vera á þeirri skoð- un að lifandi menningaráhugi og stöðug menningarviðleitni séu sterkustu einkenni íslensku þjóðarinnar. Vafalítið er þetta rétt hjá Tómasi Inga. Nú höfum við líka upp- götvað menningarþorsta annarra þjóða og töfraorðin menningartengd ferðaþjónusta kveikja sama vonarneista og skuttog- aravæðing heimilanna, loðdýrahald og fisk- eldi gerði hér á árum áður. Tómas Ingi hef- ur verið einn helsti talsmaður þess að ferðaþjónusta á Íslandi byggði á tveimur stoðum; náttúru og menningu og skrifaði áhugaverða skýrslu um málið. Menning- arvæðing ferðaþjónustunnar hefur þannig formlega hafist og á örskömmum tíma haft þær afleiðingar að handverkshús, sögu- söfn, menningarstofur og fræðasetur spretta upp eins og gorkúlur í hverri sveit og í öðru hverju plássi á Íslandi. Menningarlegt sjálfstraust þessarar þjóðar sem kveðst skrifa og skapa meira en flestir aðrir er samt svo ofur undarlega vaxið. Trúin á gildi íslenskrar nútímamenn- ingar hefur til skamms tíma verið heldur feimnisleg en hins vegar hefur þótt jaðra við landráð að efast um að hér á landi finn- ist merkilegri menningararfur en víðast hvar annars staðar. En það er eins og jafn- vel hinn helgi menningararfur; handritin, Þingvellir og allt tilheyrandi, sé á mörkum hins áþreifanlega og sýnilega. Nálægð þjóðarinnar við sögu sína og arfleifð hefur verið ef til vill svo mikil að mönnum hefur ekki þótt taka því að fara mörgum orðum um hana. Þetta gildir ekki lengur. Það ber annaðhvort vitni um óforbetranlega róm- antík eða dapurlegan skort á skarpskyggni ef menn halda að ekki þurfi að kynna ís- lenska menningu fyrir Íslendingum. Ís- lensk nútímabörn drekka ekki lengur í sig fornsögurnar með móðurmjólkinni, þjóðin hefur ítrekað hafnað hinum forna helgistað á Þingvöllum sem sjálfgefnu sameining- artákni og Egill Skallagrímsson er bara bjórframleiðandi í Reykjavík. Í viðauka skýrslu Tómasar Inga skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur skemmtilega hugarflugsgrein um íslenska menningu. Hann kallar hana Leitina að Mónu Lísu og færir fyrir því sannfærandi rök að sá menningarlegi gripur sem hvað mest aðdráttarafl hefur á Íslandi sé Kon- ungsbók Eddukvæða. Eddan sé okkar íkon, hin íslenska Móna Lísa sem ætti að geta dregið að sér stóran hluta hinna menningarsinnuðu heimshornaflakkara í leit þeirra að táknum og upplifun. Andri Snær bendir einnig á margar brotalamir og hindranir sem eru í veginum fyrir því að ferðamenn fái að komast í snertingu við hina rómuðu íslensku menningu. Setjum okkur í spor menningarþyrsts ferðalangs sem er að íhuga að fara til Ís- lands. Okkar maður er Bandaríkjamað- urinn Bob sem heyrði af hinni stór- merkilegu íslensku menningu í tengslum við kynningarátak Landafundaverkefnisins vestanhafs; heyrði af þúsund ára gamalli siglingaþjóð, víkingum sem ættu einstæðan bókmenntaarf og kraftmikla nútímamenn- ingu. Hann hugsar sér gott til glóðarinnar og leggur upp í för til landsins bláa. Bob kemst því miður ekki í tæri við helstu gersemar íslenskrar þjóðmenningar því nú er runnið upp fjórða árið síðan Þjóð- minjasafni landsins var lokað vegna breyt- inga. Það er e.t.v. ekki mikill skaði því sýn- ingar safnsins voru orðnar svo vandræðalega gamaldags og rýrar að raun var að. Hann snýr sér þá að víkingamenn- ingunni, sem hann hafði lesið um í íslensku kynningarefni – að siglingunum, þjóðveld- inu og handritunum. Ferðalangurinn okkar kemst reyndar á eina sýningu um siglingar og landafundi. Hana er að finna á efstu hæð Þjóðmenningarhússins, sem annars hýsir ekki þjóðmenningu heldur ýmis tákn og gripi að mestu tengda sjálfstæðisbarátt- unni og tilurð lýðveldisins. Víkingaskipið fræga er hvergi sjáanlegt, enda bundið við bryggju vestur í Bandaríkjunum og ekki kannast menn heldur við boðlegt sjóminja- safn sem sýni farkosti víkinganna. Okkar maður lætur ekki deigan síga og snýr sér að krúnudjásnum Íslendinga; handrit- unum. Hann hafði reynt að leita fyrir sér á Netinu en orðið lítið ágengt en rakst á litla klausu um Árni Magnússon research insti- tute í almennum ferðabæklingi. Eftir að hafa loks fundið staðinn vestur á Melum kom hann hins vegar að luktum dyrum. Menningarþorstinn hafði nefnilega dregið hann upp á Ísland um miðjan vetur og þá er stofnunin, sem ætti að vera hjartastöð íslenskrar menningar, aðeins opin tvo klukkutíma á dag, fjóra daga í viku. Sorry. Úr því okkar manni verður lítið ágengt hjá helstu söfnum og menningarstofnunum Íslands leggur hann land undir fót og fer á Þingvöll. Á þessum fæðingarstað íslensku þjóðarinnar er vissulega fallegt en ósköp lítið að hafa af upplýsingum fyrir villuráf- andi ferðamann – hvort heldur innlendan eða erlendan. Andri Snær hefur kallað Þingvelli sögulausan sögustað, sem er rétt- nefni því það hlýtur að vera vandfundinn sambærilegur staður á meðal annarra þjóða sem er jafn opinberlega fortíðarlaus og íslensku vellirnir sem sáu elsta starfandi þjóðþing í heimi vaxa úr grasi. Menningartengd ferðaþjónusta er aug- ljóslega andvana fædd ef menningin verður ekki gerð sýnileg, aðgengileg og aðlaðandi fyrir njótandann, hvaðan svo sem hann kemur. Ég er smeyk um að Bob okkar muni hverfa af landi brott án þess að hafa orðið mikils vísari. Hann hefur enn óljósan grun um að hafa misst af einhverju mikilvægu; hann veit bara ekki alveg hvað það er. Eitt hefur hann þó uppgötvað og það undrar hann mest. Þessi frækna söguþjóð virðist hafa gleymt listinni sem hún dýrkar hvað mest; galdrinum að kunna að segja góða sögu. HIN ÍSLENSKA HULDUMENNING RABB S V A N H I L D U R K O N R Á Ð S D Ó T T I R skonn@rhus.rvk.is SIGURINGI E. HJÖRLEIFSSON ÖRÆFARÓ Inn’ í óbyggða kyrrð vil ég yrkja mín lönd Þar á eykonan fegurstu vé. – En í svellandi gný út við straumröst og strönd falla stoðir, og fegurstu tré verða litlaus og auð, skortir lifandi brauð, – sem er lífhvati sálar og hlé. Það er öræfaró, sem ég elska svo heitt, Meir en yngissveinn fegursta sprund, því að þar er mér alls konar unaðssemd veitt, Sem er örfoka’ á þéttbýlli grund. Þar er tignin svo há yfir töfrandi brá, að hver tími er eilífðarstund. Þó fer sjóngreindin ört yfir mosa og mel, yfir moldir og kalviðarsprek. Hér er ás yfir dal, þar sem áður var sel, þegar unglamb í kjarrinu lék. Ég lít sagnanna fjöld jafnt og syndanna gjöld, þegar syrti og neyðin var frek. Ég sé blámóðu fjöll, stundum brydduð af mjöll, yfir blikandi vatnanna þröng. Þar í gljúfranna höll vaka fossandi föll, ymja flúðir á drynjandi spöng. Þar er hátign og værð og hver hugsun er nærð þar af himneskum vornætursöng. Siguringi E. Hjörleifsson fæddist 3. apríl 1902 og hefði því orðið hundrað ára á þessu ári, en hann lést 1975. Ljóðið er úr ljóðabókinni Hljómblik sem Siguringi gaf út árið 1952. Hann gaf út tvö frumsamin sönglagasöfn, bók með 16 kons- ertvölsum og kennslubók í fúgugerð. Siguringi var kennari í Austurbæjarskóla, sat í stjórn Tónskáldafélagsins og Stefs. Hann hélt einnig nokkrar málverkasýn- ingar. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI W.G. Sebald var einn athyglisverðasti rithöfundur Þýskalands er hann lést í bílslysi seint á síð- asta ári. Fáeinum dögum fyrir lát hans ræddi Fríða Björk Ingvarsdóttir við hann um verk hans og mannsandann í fortíð og samtíð. Viðtalið er hið fyrsta af sex sem Fríða Björk tók við erlenda samtímahöf- unda og birtast munu í Lesbók næstu vikur. Ólafur Elíasson heldur nú einkasýningu í nútímalistasafn- inu í París. Æsa Sigurjónsdóttir ræddi við hann í tilefni þess um viðfangsefni hans og vangaveltur um listina í samtímanum. nefnist síð- asta grein í umfjöllun Péturs Gunn- arssonar um Halldór Lax- ness í Lesbók- inni. Pétur segir meðal annars: „Hann er hnotubrjóturinn sem braut 20. öldina til mergjar og gerði okkur innmat hennar æt- an. Og eins og hnotubrjótur er hann tví- arma, annars vegar Kiljan og hins vegar Laxness. Kiljan á meðan skurnin var brotin, Laxness þegar kjarninn var kominn í ljós.“ Francois Truffaut var einn helsti fulltrúi frönsku nýbylgj- unnar í kvikmyndagerð. Hátíð honum til- einkuð hefst í dag í Regnboganum en mynd- ir eftir hann verða einnig sýndar í Ríkissjónvarpinu. Ágúst Guðmundsson fjallar um verk Truffauts. FORSÍÐUMYNDIN er tekin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson. Kraft- birting Halldórs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.