Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 S USAN Sontag lýsir bók W.G Sebald, Die Ausgewanderten/ The Emigrants (Útfararnir, 1992) sem „undraverðu meist- araverki: hún virðist fullkomin en er um leið ólík nokkurri annarri bók sem maður hefur lesið“. Sontag, sem er einn þekktasti hugsuður Bandaríkjanna á sviði bókmennta, er ekki ein um svo hástemmt lof í hans garð – allir sem kynnst hafa skáldverk- um Sebald virðast jafnheillaðir af óvenjuleg- um frásagnareiginleikum þeirra og þeim hug- arheimi sem þar birtist. Verk hans er þó erfitt að skilgreina, þau eru einskonar blanda ævi- sagna, ferðabóka, sjálfsævisagna, sagnfræði- rita, ljósmynda, félagsfræði, bókmenntagrein- ingar og náttúruvísinda, svo aðeins nokkuð sé nefnt. Sebald sjálfum hefur verið lýst sem eins- konar skugga- eða „drauga“-höfundi þar sem persónuleg tengsl hans, sem raunverulegs einstaklings og skáldlegs sögumanns, við þá fortíð sem hann gerir skil eru óumdeild, um leið og mörkin á milli raunveruleika og skáld- skapar eru máð út. Sjálfur ýtti hann undir þessa óræðu tilfinningu, t.d. með því að nota höfundarnafnið W.G. Sebald (en hann var skírður Winifred Georg Maximilian) í skáld- skap sínum, þótt hann hafi á sínum langa ferli sem þekktur fræðimaður í Bretlandi ætíð gengið undir nafninu Max, sem var stytting á síðasta skírnarnafni hans. Þessi tvíræðni, eða tvístraða sjálfsvitund er vitaskuld tímanna tákn, en um leið táknræn fyrir líf hans sem markaðist af tveimur ólíkum menningarheim- um; þýskum, en hann var fæddur í Þýskalandi 1944, og breskum, en hann bjó í Bretlandi um áratugaskeið. Eftir áratugalanga útlegð er þýska Sebalds einnig farin að láta í eyrum eins og hún tilheyri liðnum tíma, sem ýtir enn frekar undir óvenjulegt sambland framand- leika og kunnugleika í verkum hans í samtím- anum. Fáa grunaði að prófessorinn og þýðandinn Max Sebald fengist við skáldskap fyrr en fyrsta bók hans Nach Der Natur (Eftir nátt- úruna,1988) kom út, en eftir það gaf hann út 3 einstakar bækur, Schwindel Gefuhle/Vertigo (Svimatilfinning, 1990), Dei Ausgewanderten/ The Emigrants og Die Ringe Der Saturn/The Ring of Saturn (Baugur Satúrnusar,1995), er skipuðu honum á bekk með bestu höfundum okkar samtíma. Af verkum hans má ráða að hann var óvenjulega glöggskyggn samfélags- rýnir, bjó auk þess yfir næmri tilfinningu fyrir sammannlegu eðli, viðamikilli þekkingu á sagnfræði og þeim straumum sem mótað hafa mannsandann fram á okkar daga. Fæðist inn í nýja heimsskipan Samtal okkar Max Sebald átti sér stað á skrifstofunni hans í East Anglia-háskólanum í Norwich, skrifstofu sem ekki bar með sér að hann hafi haft þar langa viðdvöl þótt í reynd- inni hafi hann starfað þar í þrjá áratugi. Max sagðist vera þannig í eðli sínu að hann væri hvorki bundinn hlutum né stöðum þeim bönd- um að hann gæti ekki gengið í burtu frá þeim. Ef til vill má rekja þessa heimspekilegu af- stöðu til áhuga Max á tímahugtakinu og af- stæði tilverunnar, en hann leit á sig sem flökkukind án samastaðar í andlegum og ver- aldlegum skilningi. Í verkum sínum hefur Max ítrekað vísað aftur til fortíðarinnar og þar sem hann var fæddur rétt í lok seinni heimsstyrjaldarinnar lá beint við að spyrja hann hvort sú staðreynd hafi mótað afstöðu hans í sögulegum skilningi. Á margan hátt var eins og heimurinn færi að liðast í sundur á þessum tíma hvað siðferði og trú á mannskepnuna varðar – hann fæðist í raun inn í nýja heimsskipan. „Ég held að það megi með réttu segja það. En svo skrítið sem það er þá var ekki nóg með að ég væri fæddur í lok stríðsins og því hlíft við verstu hliðum þess, heldur var ég einnig fæddur í því héraði þar sem stríðið hafði minnst áhrif. Ég ólst því reyndar upp án þess að hafa nokkra tilfinningu fyrir eyðilegging- unni. Þá tilfinningu öðlaðist ég síðar í gegnum langt ferli uppgötvana sem urðu að lokum til þess að ég gerði mér ljóst að allt föðurland mitt hafði orðið eyðileggingunni að bráð, að nánast allar borgir höfðu verið jafnaðar við jörðu þótt ég hafi sloppið óskaddaður. Enn seinna rann smátt og smátt upp fyrir mér sá ótrúlegi skaði sem samlandar mínir höfðu valdið í gervallri Evrópu. Það er sama hvar maður ber niður, allt frá Grikklandi til norðvesturstrandar Frakklands, alstaðar má enn finna merki um þessa eyðileggingu. Af þessum sökum hef ég alla tíð verið mjög upp- tekinn af því ferli sem leiðir til slíks harm- leiks. Á einhvern máta gildir einu hvernig reynt er á þanþol ímyndunaraflsins, ég get ekki með nokkru móti axlað ábyrgð á þessum atburðum, en samt er það svo að mér finnst ég bendlaður við þá – t.d. í gegnum foreldra mína. Sú hugsun að uppruna minn sé að finna mitt í þessari eyðileggingu verður því sífellt áleitnari.“ Á þann máta er þessi hildarleikur hluti af sjálfsvitund þinni og innri manni? „Já. Sérstaklega í þeim skilningi að þetta rennur svo hægt upp fyrir mér. Fyrstu árin eftir að stríðinu lauk hafði fólk öðrum hnöpp- um að hneppa og horfði einungis fram á við. Enginn horfði til fortíðar, ég geri ráð fyrir að fólk hafi ekki viljað verða að saltstólpum.“ Stóra harmleiki er einungis hægt að skilja þegar frá líður Heldurðu að það eigi sérstaklega við um þýsku þjóðina? „Nei, ég held að allar aðrar þjóðir í sömu eða áþekkum aðstæðum hefðu brugðist við á sama máta. Bara það að líta til baka – að því tilskildu að maður gæti raunverulega með- tekið allt sem gerðist – t.d. árið 1948, hefði hreinlega leitt til þess að fólk veslaðist upp. Að hunsa viljandi allt það sem tilheyrði fortíð- inni var því einungis leið þessa fólks til að lifa af. Það var ekki fyrr en seint á sjöunda ára- tugnum eða í upphafi þess áttunda – og þá var ég farinn að nálgast þrítugt – að ég fór að átta mig á umfangi þess sem átti sér stað. Enda er ekki hægt að meðtaka það allt í einu, það tek- ur langan tíma að byggja upp sagnfræðilegan skilning – tekur reyndar aldrei enda – maður verður að vinna stöðugt í því. Því meira sem maður sökkvir sér ofan í þennan tíma, því ótrúlegra virðist það sem rannsóknir og sam- töl við fólk leiða í ljós. Ég held því að um- ræðunni um hann verði aldrei lokið. Það er alltaf verið að spyrja hvort ekki sé tímabært eftir hálfa öld að tala um eitthvað annað, en að mínu mati er það ekki hægt því við höfum ekki enn skilið þetta tímabil til fulls. Það má heldur ekki gleyma því að stóra harmleiki er einungist hægt að skilja þegar nokkuð er um liðið, það sem gerðist rétt í gær er okkur yfirleitt óskiljanlegt. Fólk hefur ver- ið að biðja mig að skrifa eitthvað um þennan hræðilega atburð þegar World Trade-turn- arnir hurfu í rykmekki en ég get ekkert sagt, ekki án þess að það beri merki um hversu stutt er liðið frá atburðinum. Á einhvern einkennilegan máta tel ég því að ég rísi upp úr þessum tíma. Árið 1944 hefur mikið vægi í því sambandi, því þegar ég lít til baka sé ég sjálfan mig sem lítið barn í unaðs- legu umhverfi; blómin birtast í haganum, tær- ir lækirnir hjala og himinninn er skafheiður, veit ég jafnframt – þótt ég hafi ekki vitað það þá – hversu skelfilegir hlutir voru að gerast þennan maímánuð, í júní og júlí og reyndar allt þar til yfir lauk.“ Þrátt fyrir að þú alist upp í umhverfi sem er mjög hefðbundið og fasttengt sögulegri fortíð, tengist uppruni þinn því ætíð þessum tví- skinnungi sem hlýtur að enda í uppgjöri? „Já. Bernska mín leið í sveitasamfélagi þar sem því sem næst ekkert hafði breyst í marg- ar kynslóðir – fyrir utan þessa ofsafengnu innrás fasismans er leiddi til þess að allir ungu mennirnir í þessu þorpi voru kallaðir í herinn og sendir á austurvígstöðvarnar. Ég upplifði í raun endi þessara lifnaðarhátta því um það bil tíu árum eftir að stríðinu lauk náði efnahagsundrið einnig til þess svæðis og fólk- ið fór að endurbyggja húsin sem það hafði bú- ið í öldum saman, reisa skíðalyftur og tenn- ishallir. Það má þó segja að fyrstu tíu árin í lífi mínu hafi ekkert gerst – ekki nokkur skap- aður hlutur.“ Þögnin gegnsýrði allt samfélagið Það er ljóst að þau tímamót sem Max Se- bald upplifði mótuðu líf hans og hugarheim, ekki síst sú tilfinning að atburðir heimsstyrj- aldarinnar hefðu sett svo afdrifaríkt mark á heiminn að ekkert yrði nokkru sinni samt á nýjan leik. Hann nefnir einnig tengslin við náttúruna í bernsku sinni, náttúru sem fáir Þjóðverjar af hans kynslóð fengu nokkru sinni að kynnast og er nú horfin með öllu. „Ég ólst upp í óspilltu umhverfi, þar sem voru engar vélar. Fyrsta dráttarvélin kom lík- lega ekki fyrr en 1949 og í minningunni var þetta svolítið eins og í Kastalanum eftir Kafka, við höfðum rafljós í þorpinu og einn eða tveir voru með síma, en það var hið eina sem kom utan frá inn í þennan lokaða heim. Ég var allan daginn úti við, nema veðrið væri þeim mun verra. Ég kunni því góð skil á nátt- úrunni frá unga aldri, þekkti dýrin í skóg- inum, vatnið, gróðurinn og snjóinn. Þessir þættir eiga sér engan stað í huga flestra í samtímanum, þó líklegast gegni öðru máli um ykkur Íslendinga. Það er eins með mig og mörg ykkar, ég á erfitt með að vera í umhverfi þar sem ekki er hægt að lesa í krafta náttúr- unnar, ég þrífst ekki vel í einhliða borgarsam- félagi þar sem náttúran er einungis í leir- pottum á göngugötum. Mér finnst tilhugsunin um að fólk verði í auknum mæli að lifa lífi sínu án tengsla við náttúruna afar ógnvekjandi.“ Ef við víkjum að uppvexti þínum við þau skilyrði sem þú lýsir, þá vekur hreinskilni þín um þann samtakamátt sem ríkti í Þýskalandi varðandi það að þegja um fortíðina eftirtekt. Sumir nefna einnig höfunda á borð við Bern- ard Schlink í því sambandi og þá sögu sem hann lýsir í Lesaranum. Hvernig horfir þetta við þér núna? „Þessu ástandi má lýsa sem fyrirbrigði er gegnsýrði allt samfélagið. Það kom mér sjálf- um ekkert sérstaklega við, staðreyndin var einfaldlega sú að fólk almennt talaði ekki um hina dökku fortíð nema það væri neytt til þess. Og það var í rauninni ekki neytt til þess fyrr en í gegnum stríðsglæpadómstólana, og þá á ég ekki við Nürnberg-réttarhöldin því þau voru haldin um leið og stríðinu lauk og beindust einungis að æðstu stjórn ríkisins. Sem slík þrengdu þau ekki svo mikið að sam- visku hins almenna borgara. Ég er að meina stríðsglæpadómstóla sem störfuðu eftir miðj- an sjöunda áratuginn í Þýskalandi, vöktu mikla athygli og beindust gegn allskonar venjulegu fólki sem framið hafði fjöldamorð og verið viðriðið helförina. Þetta fólk var – ef hægt er að orða það svo – látið svara til saka fyrir gjörðir sínar. Þessi réttarhöld komu mun meira við kaunin á almenningi í Þýska- landi og það fólk sem hafði vott af samvisku eða skoðun á samfélaginu fór að velta fortíð- inni fyrir sér sem leiddi síðan til þessarar langvarandi naflaskoðunar í þýsku sam- félagi.“ Andstæðar tilfinningar birtast í falskri sjálfsvitund Nú er það óskaplega óvenjulegt að heil kyn- slóð manna meðal einnar þjóðar sé neydd til að rannsaka fortíðina með þessum hætti. „Þetta var mjög óvenjulegt og sársauka- fullt, því enginn var undanskilinn. Allir áttu föður eða frænda sem höfðu tekið þátt í hild- arleiknum með einum eða öðrum hætti, en höfðu aldrei látið neitt uppiskátt. Reynsla UPPRUNINN OG EYÐILEGGINGIN Þýski rithöfundurinn Max Sebald mótaðist af „gleymsku“ landa sinna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Bækur hans, sem eru óvenjulegt sambland ólíkra frásagnarforma, hlutu allar einróma lof gagn- rýnenda og frábærar viðtökur lesenda. Fáeinum dög- um áður en hann lést í bílslysi í desember sl. ræddi FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR við Max um manns- andann í fortíð og samtíð, hans eigið flökkueðli og það glögga gestsauga sem hann beindi að tvískinn- ungi eigin uppruna í verkum sínum. EFTIRFARANDI texti lýsir því er Auster- litz, aðalsöguhetja samnefndrar skáldsögu Sebald, kemur í fyrsta sinn til Þýskalands sem fullorðinn maður. Fimm ára gamall var hann sendur til Englands fyrir stríð, eitt þeirra 10.000 barna þýskra gyðinga sem bjargað var frá ofsóknum nasista í Þýskalandi, en fæst þeirra sáu foreldra sína aftur. Jaques litli Austerlitz gleymdi síðan átakanlegum uppruna sínum og ólst upp sem Englendingur, en seint og um síðir nær fortíðin þó tökum á honum og hann tekst á hendur óreiðukenndan könn- unarleiðangur, byggðan á hugboðum, er að lokum leiðir hann í allan sannleikann um uppruna sinn og örlög foreldra sinna. At- vikið og myndmál þess lýsir því hvernig bú- ið er að má hina sársaukafullu fortíð eyði- leggingar stríðsins og helfararinnar burt úr fáguðu yfirborði þýsks samtíma, þar sem Austerlitz berst einn gegn ógnvekjandi straumnum, rétt eins og foreldrar hans mannsaldri fyrr. Hámark niðurlægingar hans er smápeningurinn (syndaaflausnin?) sem gömul þýsk kona réttir honum þegar örvilnan hans, hins „heimilislausa“ flökku- gyðings, er sem mest yfirþyrmandi. „Er ég leit upp eftir framhliðum húsanna beggja vegna við götuna, jafnvel þeirra eldri, sem hlutu að vera frá því á sextándu eða fimmtándu öld, varð mér órótt við að uppgötva að ég gat ekki komið auga á nokkra misfellu, hvorki á hornum húsanna eða göflum, gluggaföldum eða syllum, né voru þar nokkur önnur ummerki um sögu- lega fortíð. Ég man, sagði Austerlitz, að stéttin undir fótum mér hallaði lítillega nið- ur á við, og að einu sinni, er ég leit yfir handrið á brú, kom ég auga á tvo snjóhvíta svani synda á svörtu vatni, og fljúga síðan, hátt yfir húsaþökunum, yfir kastalanum, í einhverskonar smækkaðri mynd og í frímerkjasniði, ef svo má að orði komast. Ég fékk mig ekki til að fara inn á kaffihús eða kaupa nokkuð í sölubásunum eða búð- unum. Þegar ég sneri til baka að lestarstöð- BROT ÚR AUSTERLITZ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.