Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 lengra en til lýsinga á orrustum. Hvernig í ósköpunum er hægt að taka mark á sagnfræð- ingum á sviði hernaðarlistar sem ætla að lýsa orrustunni við Somme á trúverðugan hátt? Það er hreinlega ekki hægt. Það góða við bókmenntir póstmódernism- ans er að innan hans hefur þróast frásagn- arform sem er opið svo það er hægt að skrifa um hvað sem er; orrustur, þróun blómateg- unda – hvað sem manni dettur í hug. Raun- verulegur samtímahöfundur getur ekki leng- ur tekið hefðbundnu skáldsagnaformi sem góðu og gildu. Ný skáldverk verða að þróast lengra en svo því hið hefðbundna skáldsagna- form er of takmarkandi. Ef maður þróar önn- ur frásagnarform í skáldskapnum þá er hægt að fjalla um hvað sem er, allt frá skammta- fræði til framleiðslu á járnnöglum, manni eru engin takmörk sett.“ Þú reynir sem sagt að ná fram þessu marg- ræða sjónarhorni með því að halda á lofti mörgum þráðum í einu? „Einmitt. Það má ekki gleyma því að rit- störf eru ákaflega átakamikill starfi og fela í sér mikla vinnu. Þegar maður opnar sig með þeim hætti, ætti maður að minnsta kosti að fá tækifæri til að fullnægja sinni eigin forvitni og eltast við þær óljósu slóðir sem vekja áhuga manns, í stað þess að þurfa að halda sig við fastbundið form hefðbundinnar skáldsögu. Sjálfur er ég alltaf að grafa upp undarlega hluti sem kannski koma mér að notum og kannski ekki. Ég leyfi mér að fylgja hugdett- um mínum eftir, því reynslan hefur kennt mér að þannig kemst maður að fróðleik sem skipu- lögð leit hefði aldrei leitt í ljós. Tilviljunin er oft svo afdrifarík og maður verður að treysta eðlisávísuninni.“ Sjöundi áratugurinn fór gjörsamlega framhjá mér Nú kemur þú hingað um miðjan sjöunda áratuginn, sem var ákaflega umbrotasamur tími í samfélagslegum skilningi, hvernig kom þetta þér fyrir sjónir? „Hér var hreinlega félagsleg bylting í gangi, Bítlarnir og Manchester United voru á uppleið, femínismi að ryðja sér rúms, mínipils í tísku og Mary Quant sokkabuxur á leggjum allra kvenna. En það fór allt saman gjörsam- lega framhjá mér,“ segir Max hinn rólegasti. „Og það er ennþá sama hvað gerist, það er eins og ég grípi það ekki, ég er alltaf þversum í samfélaginu. Jafnvel þegar ég bjó í Man- chester fór ég aldrei á völlinn. Ég flakkaði bara um miðbæinn um helgar. Ég var ungur, rétt tuttugu og eins árs og kunni næstum enga ensku. En mér rann til rifja hversu sót- ug og hræðileg borgin var í samanburði við þá náttúrurparadís sem ég ólst upp í. Á milli þess sem ég sökkti mér niður í vinnu við háskólann, reyndi ég að sætta mig við hlutskipti mitt með því að ganga um borgina og skoða hana. Ein- staka sinnum urðu á vegi mínum stúdentar sem voru fulltrúar þessarar nýju menningar, reyktu gras og djömmuðu um helgar, en það var aldrei hluti af mínu lífi, ég var mest ein- samall.“ En samt sem áður má finna áhrif sjöunda áratugarins í verkum þínum, þótt ekki sé nema í því hvernig þú nálgast viðfangsefnið, þú skirrist ekki við að spyrja þeirra spurninga sem á þér brenna og fjalla um það sem öðrum finnst óþægilegt eða of ögrandi. „Já, að því leytinu til er ég barn míns tíma. Enda má segja að í Þýskalandi hafi orðið mikil menningarleg skil á eftirstríðsárunum þegar synir og dætur hófu að bjóða foreldrum sínum birginn. Ég tók þátt í því. Annað sem var af- drifaríkt varðandi mína persónulegu þróun var það að ég ákvað að stunda ekki doktors- nám í Frankfurt. Það var gæfa mín, því þegar verið er að vinna undir handleiðslu fræði- manna af sama skóla alla tíð verður sjónar- horn manns ærið takmarkað. Ég fékk því mun meira út úr því að lesa Benjamin í Manchester heldur en ég hefði getað fengið út úr Adorno í Frankfurt. Þannig varð ég gagnrýninn á mína eigin menningu og öðlaðist skilning á henni. Auðvitað tileinkaði ég mér þó það sem Frankfurtfræðin höfðu sett fram á nokkrum áratugum, það opnaði t.d. augu mín fyrir því hvað felst í sagnfræðilegum skilningi. Ástand hugsunar okkar byggist á efnislegum kring- umstæðum og á sér efnahagslega, félagslega og sálfræðilega forsögu. Skilningur minn á þessu mótaðist af verkum Theodors Adorno, Max Horkheimer, Siegfrieds Kracauer og fleiri.“ Hvað með marxisma sjöunda áratugarins, sem vissulega hlýtur að hafa skipt máli í tví- skiptu Þýskalandi? „Jú, þar fékk ég líka tóninn frá fræðimönn- unum í Frankfurt sem augljóslega hörmuðu mjög þann viðtekna marxisma er nálgaðist helst átrúnað, en viðurkenndu samt Karl Marx sem einn fyrsta hugsuðinn á sviði efn- ishyggju, en þeir vísa þó yfirleitt til eldri skrifa hans.“ Fall múrsins hefur ekki breytt miklu Nú hafa ótrúlegar breytingar átt sér stað í Þýskalandi þann tíma sem þú hefur verið í burtu og stærsti einstaki viðburðurinn í okkar samtímasögu er líklega fall Berlínarmúrsins. Finnst þér þessi atburður hafa sett mark sitt á þýska menningu? „Nei, fall múrsins hefur í rauninni ekki breytt Þýskalandi mikið, það varð bara aðeins stærra. Sem þýðir að nú hafa Þjóðverjar stærri markað til að selja framleiðslu sína á. Við megum ekki gleyma því að eitt stærsta tækifæri eftirstríðsáranna þar fólst í þeirri staðreynd að þótt landið hafi verið lagt í rúst, þá voru þar ótrúleg viðskiptatækifæri; allir þurftu á öllu að halda, hvort heldur sem um var að ræða nýja skó eða þak yfir höfuðið. Austur-Þýskaland var ekki alveg jafnilla statt er múrinn féll, en það verður ekki horft framhjá því að niðurníðslan á öllum sviðum austan járntjaldsins var slík að þar voru ótrú- leg tækifæri fyrir markaðsöfl hinnar vest- rænu Evrópu. Ég er því sannfærður um að pólitískt vægi falls Berlínarmúrsins var ekki nándar nærri eins mikið og efnahagslegt vægi þess. Í öllu falli má sjá að pólitískur metnaður sýndi sig í hljóðlátri hreyfingu sem líktist ný- lendustefnu, þýskir stjórnmálamenn færðu bara sína menn til á skákborðinu – frá Münch- en til Prag og svo áfram. Þeir keyptu allt sem hægt var að kaupa, ýmist 49 eða 51%, eftir því hvað var mögulegt – og þetta er enn að eiga sér stað. Það svæði sem Þjóðverjar ráða yfir nú ef litið er til efnahagslegra yfirráða nær allt til Kákasusfjalla og niður að Balkanskaga. Landakort þessara yfirrráða er nákvæmlega eins og það sem Þjóðverjar stefndu að í fyrri heimsstyrjöldinni,“ segir Max, og hikar ekki við að nota þessa óþægilegu samlíkingu. En í upphafi gerðu sér margir háar hug- myndir um að fall járntjaldsins myndi marka upphaf nýrra tíma og endi kúgunar? „Í raun og veru varð það líka raunin varð- andi fólkið sem lifði undir ógnarvaldi alræð- isstjórnar, en heimur annarra Þjóðverja breyttist samt ekkert.“ Þér finnst sameiningin þá ekki hafa breytt sjálfsímynd Þjóðverja? „Nei, því augnblik frelsisins, þegar oki kúg- unarinnar er lyft af einstaklingnum og honum finnst hann geta gert það sem honum sýnist, er einungis skammvinn tálsýn rétt eins og öll önnur reynsla af svipuðu tagi. Þegar hún líður hjá er einstaklingnum bara ýtt inn í nýjan hversdagsleika þar sem hann þarf að vinna sig upp og eina leiðin upp er að verða eins og þeir meðbræður hans sem eru þar fyrir. Fólkið í austrinu er að verða eins og fólkið í vestrinu og eftir önnur tíu ár munum við ekki geta greint nokkurn mun. Jafnvel fólkið í Varsjá – og þá má ekki gleyma því að Þjóðverjar hafa ekki farið eins illa með neina eins og Pólverja – tekur sér nú Þýskaland til fyrirmyndar á sviði viðskipta og efnahagsmála. Þýskur kollegi minn hérna, hringdi í mig á sínum tíma þegar múrinn var að falla og fór stórum orðum um hvað það gæti haft í för með sér. Ég sagði honum að hafa ekki of miklar væntingar, ég ætti ekki von á að breyting- arnar yrðu afdrifaríkar. Vestræni heimurinn varð hvorki félagslega meðvitaðri né gjafmild- ari í kjölfarið. Þeir sem komu að vestan og fjárfestu í Dresden gerðu það ekki af bróð- urhug, heldur vegna þess að það skilaði arði og kom sér vel í skattalegu tilliti. Ef málið er skoðað frá hinni hliðinni er ljóst að þeir sem ekki höfðu átt völ á appelsínum um langt skeið austan megin, voru allt í einu farnir að gæða sér á melónum og parmaskinku – og fundu sig meira að segja fljótt knúna til að kvarta yfir gæðum skinkunnar. Þannig er lífið,“ segir Max og ypptir öxlum. „Ljóti Þjóðverjinn“ rótgróinn í þýskri þjóðarsál „Við megum heldur ekki gleyma því að í þýskri þjóðarsál býr rótgróin hugmynd um „ljóta Þjóðverjann“ og þeir sem bjuggu vest- an megin litu ætíð á Austur-Þjóðverja sem „ljótu Þjóðverjana“, þótt þeir hafi sjálfir verið í því sama hlutverki gagnvart umheiminum á sjötta áratugnum. Fleiri óþægilegar minning- ar úr fortíðinni komu upp á yfirborðið í kring- um fall múrsins, svo sem í tengslum við það að Austur-Þýskaland var njósnaríki þar sem allir njósnuðu nærri undantekningalaust um aðra, þar á meðal rithöfundarnir. Sú staðreynd minnti fólk að sjálfsögðu óþægilega á annað alræðisríki fortíðarinnar og þegar þessi mál voru afhjúpuð hvert á fætur öðru varð minn- ingin um svik okkar allra við nágranna okkar fyrr á árum óbærileg.“ Bækur þínar hafa hlotið afar góðar viðtökur í Þýskalandi, heldurðu að fólki finnist þetta utanaðkomandi sjónarhorn þitt mikilvægt? „Bækurnar mínar hafa ekki hlotið afar góð- ar viðtökur,“ segir Max með áherslu, „nema á meðal gagnrýnenda sem hafa verið ótrúlega jákvæðir. Einstaka sinnum komu stuttaralega athugasemdir frá þeim, en þær voru allar frá mjög ungu fólki sem fannst umfjöllunin sem heild úr takti við tímann þar sem þeir höfðu engan áhuga á sagnfræði. En þessar viðtökur segja ekki alla söguna. Bækurnar mínar selj- ast þokkalega í Þýskalandi, en þó ekki í nein- um risaupplögum. Ég sel miklu fleiri bækur hér í Englandi en heima. Ég fæ mikið af verð- launum heima sem er í fullu samræmi við op- inbera afstöðu yfirvalda, sem finnst þau þurfa að verðlauna mig fyrir að skrifa um þessa tíma, en almenningur vill sem minnst af hon- um vita, því hann vekur upp vanlíðan,“ segir Max hreinskilnislega. Nú hafa bækur þínar verið þýddar á tungu- mál flestra þeirra þjóða sem urðu verst úti í stríðinu, hvaða vísun telur þú þær hafa þar? „Burt séð frá sagnfræðinni í bókum mínum þá eru öll þau þemu sem ég nota frekar algild. Ég fjalla um tímann og minnið, ekki einungis sagnfræðilegt minni heldur um það sem við varðveitum í hugskotinu. Þetta eru allt þættir sem tengjast skáldskapnum nánum böndum og hafa ætíð verið hluti hans. Flestir góðir rit- höfundar allt frá upphafi átjándu aldar hafa verið að fjalla um sömu grunnþemun sem eru í raun ekki svo mörg. Að sjálfsögðu verður maður sem rithöfundur að velja hvað maður vill fjalla um og því má líkja við verslunarferð þar sem maður velur í körfuna. Ég kenni sumum þessara ungu höfunda sem eru hér í námi í skapandi skrifum og þeg- ar ég hitti þá fyrst eru þeir allir að skrifa um það sama; um unga menn sem lifa tilgangs- lausu lífi, í herbergiskytru, í óskilgreindri borg. Í þessum verkum er sjaldnast nokkur tilfinning fyrir mannkynssögunni, ekkert al- mennt sögusvið heldur einungis sú þjáning sem fylgir því að vaxa úr grasi og finna sér fótfestu í heimi hinna fullorðnu. Sjálfur byrj- aði ég ekki að skrifa fyrr en ég var orðinn 45 ára og hafði því aðrar hugmyndir í farteskinu. Í þessu tilliti er áhugavert að skoða feril þeirra rithöfunda sem byrja að skrifa um fimmtugt og skrifa þar til þeir eru áttræðir.“ Fylli upp í eyður for- tíðarinnar með skáldskapnum Rannsókn á minninu er næstum eins og órjúfanlegur þáttur vinnuaðferða þinna, þú rekur hlutverk og virkni minnisins? „Virkni minnisins afhjúpast fyrir manni á hverjum degi. Bara í dag var ég á bókasafninu að leita að alfræðiorðabók sem lá alltaf frammi en ég mundi greinilega eftir að hafa séð nýlega í geymslurými skjalasafnsins. Þeg- ar ég spurði bókasafnsvörðinn hvort ég gæti fengið að fara í geymsluna sagði hann mér að bækurnar væru enn á sínum stað og hefðu aldrei verið færðar. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort bækurnar voru færðar eða ekki og það opnar gat í fortíðina. Þá get ég farið inn í þetta gat eins og nokkurs konar verkfræð- ingur og fyllt upp í eyðurnar. Vegna þess hve minnið og fortíðin eru óáreiðanleg fyrirbæri er sögumaður sem „veit“ allt alveg út í hött að mínu mati. Mér finnst afstaðan sem felst í slíkri „fullvissu“ nálgast óskammfeilni. Eina afstaðan sem maður getur réttlætt sem sögu- maður er að halda sig eins mikið í bakgrunn- inum og mögulegt er en skýra samt frá þeim tilfinningum sem eru að brjótast um í manni.“ Í þeim skilningi eru verkin þín eiginlega sjálfsævisöguleg, en gætu auðvitað um leið al- veg eins verið skilgreind sem hreinn skáld- skapur? „Já. Flest sjálfsævisögulegu atvikin eru sönn, en sumu hef ég hagrætt. Mín skoðun er sú að lesandinn eigi rétt á því að vita hver seg- ir honum söguna. Sérstaklega í mínu tilfelli, þar sem ég vinn með ákveðið innra sjónarhorn og er fæddur 1944. Það verður ekki framhjá því horft. Við sögumennirnir höfum allir okk- ar einkenni.“ Aðspurður hvað væri nú framundan hjá honum sagði Max að hann hlakkaði til að ein- beita sér enn frekar að ritstörfum. „Ég hef verið að kenna þýskar bókmenntir í bráðum 40 ár og nú er ég að leita leiða til að losa mig út úr þeirri vinnu svo ég geti helgað mig rit- störfunum. Mér finnst ég knúinn til þess, minn tími er að renna út og mér finnst ég verða að nýta hann vel. Ég veit að eftir sex- tugt kemur sú hugsun yfir mann að minnsta kosti tvisvar í viku að maður eigi ekki eftir að endast mjög lengi úr þessu,“ segir Max og brosir. „Við megum ekki gleyma því að fyrir hvern aldraðan einstakling sem bregður fyrir úti á götu eru margir sem eru ósjálfbjarga og lokaðir inni á stofnunum. Við vitum ekkert hvernig skynjun þessa fólks er, hvernig því líður, hvort það er sorgmætt eða örvænting- arfullt. Sjálfur vildi ég heldur deyja á morgun en hökta áfram inn í ellina. Sextíu ár eru raun- inni alveg nógu mörg ár í lífi einstaklings.“ Það æðruleysi sem lýsir sér í þessari stað- hæfingu Max Sebald var einkennandi fyrir hann, enda þótt hvorugt okkar renndi á þess- ari stundu í grun um að hann ætti eftir að reynast forspár. Örfáum dögum eftir að við- talið var tekið var Max allur, aðeins 57 ára að aldri og sannur harmdauði öllum þeim er kynntust honum. fbi@mbl.is F RANCOIS Truffaut varð tíðrætt um áhuga þann sem hann hafði á kvikmyndum þegar á unga aldri. Þetta var ekki bara löngun ung- lings til að komast á bíó, heldur var þetta árátta sem gekk mun dýpra. Hann sá sömu myndirnar aftur og aftur og þessar tíðu bíó- ferðir urðu í rauninni kvikmyndaskóli hans, sá eini sem hann gekk í um ævina. Hann vísaði til þessarar áráttu í kvikmynd sinni La Nuit am- ericaine (Amerísku nóttinni). Þar lék Truffaut sjálfur kvikmyndaleikstjóra sem í draumförum minnist þess er hann, ungur drengur, stal ljós- myndum úr útstillingarglugga þar sem auglýst var kvikmyndin Citizen Kane. Truffaut fjallaði gjarnan um áhrifavalda sína í listinni, hóf reyndar feril sinn sem kvikmynda- gagnrýnandi og hætti ekki að skrifa um kvik- myndir þótt hann sjálfur yrði leikstjóri. Þekkt- asta verk hans á þessu sviði er vafalaust viðtalsbók hans við Alfred Hitchcock, en Hitch- cock verður að teljast ein af fyrirmyndum Truff- auts. Önnur stór fyrirmynd var Jean Renoir, enda eru til þeir gagnrýnendur sem skipa myndum Truffauts í tvo flokka: þær sem hneigj- ast í Renoir-áttina og hinar sem halla fremur í átt að Hitchcock. Truffaut var þannig öðrum leikstjórum hrein- skilnari um það sem hann þóttist eiga öðrum í greininni að þakka. Upp úr þeim áhrifum óx síð- an sjálfstæður sköpunarkraftur sem mótaði eig- in stíl og náði að hafa víðtæk áhrif á samtíð sína. Hann var helsti frumkvöðull nýbylgjunnar í frönskum kvikmyndum sem kom upp í kringum 1960. Leikstjórinn Truffaut kom fyrst fram með stuttmyndinni Les Mistons (Prakkararnir), sem hefur að geyma furðu mörg af höfundarein- kennum hans sem síðar urðu svo augljós. Mynd- in er byggð á smásögu um unga ástfangna stúlku sem verður fyrir því óláni að vekja áhuga smástrákanna í bænum. Truffaut átti oft eftir að gera myndir um börn, hvolpaviti gerði enginn betur skil en hann, og fyrsta bíómynd hans var einmitt um ungan dreng á fyrstu krossgötum lífs síns. Les 400 coups (400 högg) kom fram árið 1959 og vakti mikla athygli, vann m.a. til leikstjóra- verðlaunanna í Cannes árið eftir. Hér var Truff- aut raunar að hluta til að segja eigin sögu, því sjálfur var hann skilnaðarbarn sem lenti í marg- víslegum vandræðum á unglingsárunum og ein- stök atvik í myndinni má rekja beint til æsku höfundarins. Stíll myndarinnar þótti nýstárleg- ur, myndavélinni er beitt af talsverðu frjálsræði, en heildarblærinn á verkinu er ljóðrænt raunsæi. Allt kristallast þetta í lokaskotinu, þar sem drengnum er fylgt í nálægri mynd lengi vel, þegar hann hleypur niður í fjöru og sér hafið í fyrsta sinn á ævinni. Truffaut, sem raunar var byrjandi í afskipt- um sínum af leikurum, hafði mikið fyrir því að finna rétta drenginn í aðalhlutverkið og hafði prófað nokkur hundruð áhugasamra drengja þegar hann loksins fann Jean-Pierre Léaud. Hvorugan hefur væntanlega órað fyrir því þá að úr yrði ævilangt, heilladrjúgt samstarf. Léaud átti eftir að birtast sem holdgervingur Truffauts í þremur öðrum bíómyndum og einni stutt- mynd, sem allar voru listræn útfærsla á ævi höf- undar, en mismunandi mikið færðar í stílinn, svo að þær verða á engan hátt teknar sem örugg heimild um Truffaut sjálfan eða ævisaga hans. Í öllum þessum myndum bar Léaud nafnið An- toine Doinel, sem í myndunum þróast yfir í að verða rithöfundur, en alls staðar er þó áherslan á ástarlífi söguhetjunnar og tilraunum hans til að átta sig á konum. Kvikmyndabálkurinn um Antoine Doinel nær yfir svo til allan feril Truffaut, sú síðasta var frumsýnd sex árum fyrir dauða hans. Þær eru með fyndnustu myndum höfundar og af þeim er Baisers volés (Stolnir kossar) alfyndnust. Í upp- hafi kemur söguhetjan út úr herfangelsi (Truff- aut strauk úr hernum og þurfti að sitja í tugt- húsi fyrir vikið), vindur sér inn á hóruhús og velur sér stóra ljóshærða konu sem fylgir hon- um upp á næstu hæð (bæði Truffaut og Léaud voru lágvaxnir og dökkhærðir). Upp úr því kynnist hann gæðastúlku með fæturna á jörð- inni, eins eðlilega Parísarstúlku og hugsast get- ur, en þar með verður ekki sagt að söguhetjan skilji hana eða þau dularmögn sem honum finnst hún búa yfir. Konan sem furðuvera í augum karlmannsins er síendurtekið þema í myndum Truffauts. Hann endaði með að gera sérstaka bíómynd um hinn ráðvillta karlmann, og hét hún L’Homme qui aimait les femmes (Maðurinn sem elskaði konur). Einnig þar mátti greina drætti úr ævi höfundar, en víst er um það að næst á eftir kvik- myndum áttu konur hug hans allan (nema því hafi verið öfugt farið!) Önnur bíómynd Truffauts var Skjótið á pían- istann (Tirez sur le pianiste), gerð í grunninn eftir amerískri glæpasögu, en varð í útfærslu Francois allt annað og meira en það melódrama E F T I R Á G Ú S T G U Ð M U N D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.