Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 11 Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér eins og tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustrengur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann gengur. (Sjálfstætt fólk, 1934.) Þ ví má ekki gleyma að Halldór Laxness var ekki aðeins sagnaskáld, hannvar einnig ljóðskáld. Þegar Kvæðakver kom fyrst út 1930, vakti það aðsönnu athygli, en ekki óblandna hrifningu að sama skapi, frekar en aðrar bækur hans. En þá mátti ljóst vera að nýrómantíkin var farin að hrekjast í end- urtekningu og jafnvel væmni. Það kallaði á hressilegan viðsnúning og nægir í dæmi Halldórs að minna á eftirmælin eftir vininn sem var alinn upp á trosi og snýtti sér í gardínur. Í Kvæðakveri kvað við nýjan tón í íslenskri ljóðagerð – og ný stefna var tekin. Halldór hefur einnig þá sérstöðu meðal ljóðskálda, að mörg ljóða hans birtast í skáldsögum og eru jafnvel ort fyrir munn sögupersóna, eins og t.d. hin mörgu ljóð Ólafs Kárasonar, þar sem meira að segja má sjá þroskaferil þess skálds í ljóðlist. Og svipuðu máli gegnir um það ljóð sem hér birtist, um frændann, fiðl- una og tóninn. Um það segir Halldór í eftirmála við síðari útgáfur Kvæðakvers, að það hafi verið „ort vorið 1933 á ferðalagi í Húnavatnssýslu undir áhrifum frá húnvesku lagi og skagfirsku ljóði: Ætti ég hörpu hljómaþýða (Friðrik Hansen)“. Í Sjálfstæðu fólki á þetta ljóð sér allt í senn aðdraganda, skýringu og skír- skotun. Það tengist einnig áleitnu þema í lífsverki Halldórs (og kannski mannlífi öllu), þránni, – þránni eftir að brjótast undan kröppum og aðþrengdum lífs- kjörum til að leita að hinu fagra, sanna og góða, – oftlega táknað með tónlist og söng, með leitinni að hinum eina sanna tóni sem er hreinn. Í Sjálfstæðu fólki (31. kafla) ákveður húsfreyjan í Sumarhúsum að sitja sjálf kúna af því það var strok í henni, og hún hefur son sinn, hann Nonna litla, hjá sér. Í yfirsetunni segir hún Nonna litla sögur og syngur fyrir hann. Sögurnar lúta að þrálátum draumi íslensku þjóðarinnar um betra og fegurra mannlíf í aldalöngum þrengingum, sem skýrir um leið hvers vegna reynist svo erfitt að fá þjóðina til að hætta að trúa á tilvist álfa og huldufólks, af því að „huldufólkið hefur aungvar áhyggjur en það leitar hins góða og finnur það“. Má vera að það muni deyja út í allsnægtum okkar nú, en fyrir augum örsnauðs tökubarns opn- ast sælutilvera þegar klettaborgin lýkst upp í álfakirkju („Hann hafði aldrei séð þvílíkt fólk, svo göfugt og sælt, svona er að lifa í friði og saung.“), þar sem ræða prestsins snýst um um það, „hvernig hið góða sigrar að lokum í mannlífinu“. Sem fulltíða maður hefur Nonni litli komist í annan veruleika og „hlustað á saung heimsins“, en þegar hann hugsar til baka „til þessara daga og andlitsins sem ríkti yfir þeim“, þá verður honum ljóst að hann hafði hvílt fullur „lotníngar gagnvart þeirri snilld sem sameinar allar fjarlægðir í fegurð og sorg, svo maður þráir ekki framar neitt, – í ósigrandi mótlæti, óslökkvandi þrá, fann hann að líf- ið hafði samt verið þess vert að lifa því“. – Og svo tekur ljóðið við, án inngangs eða frekari skýringa, enda er það svo, að þegar frásögn er orðin svo upphafin, hlýtur hún að hverfast í ljóð. Þessi unaðssemdarkennd drengsins er eins konar fullkomnun, því hvað er fullkomnun nema það, þegar maður „þráir ekki framar neitt“? Í mínum huga er það móðirin sem syngur þetta ljóð fyrir ungan son sinn og öðlast um leið þá spádómsgáfu að sjá hann í senn hjá sér og langt inn í framtíð hans. Og þegar þessi stund vitjar drengsins löngu síðar, hugsar hann: „Í hennar saung bjuggu hjartfólgnustu og óskiljanlegustu draumar mannkynsins. Þá voru móarnir vaxnir við himininn. Saungfuglar loftsins hlustuðu undrandi á þennan saung; fegursta söng lífsins.“ Sumir halda því fram að skáld yrki jafnan um sjálf sig, líkt og óafvitandi, þótt þau færi efni sitt í allt annan búning. Þess vegna get ég ekki varist þeirri hugs- un að þetta kvæði sem Finna syngur fyrir Nonna litla geti einnig átt við um Halldór sjálfan, litla drenginn í Laxnesi sem ekki bara hlustaði „á saung heims- ins“ heldur söng sjálfur öðrum betur. Og þá kemur mér í hug annað ljóð, sem reyndar var ort fyrr, 1928 vestur í San Francisco, einnig um þrána, sem kallar menn burt en leiðir þá aftur heim. Því ljóði lýkur með þessu erindi: Einsog hún gaf þér íslenskt blóð, úngi draumsnillíngur, megi loks þín litla þjóð leggja á hvarm þér fíngur, á meðan Harpa hörpuljóð á hörpulaufið sýngur. HALLDÓR LAXNESS FRÆNDI, ÞEGAR FIÐLAN ÞEGIR N J Ö R Ð U R P. N J A R Ð V Í K LJÓÐRÝNI Því hlæjum við að óförum annarra? SVAR: Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859– 1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þótt ekki sé nema vegna þess hversu mikil áhrif þær höfðu á alla umræðu um hlátur. Fyrst skal tekið fram að það að hlæja að óförum annarra er yfirleitt ekki skilið þann- ig að við hlæjum að öllum þeim sem gengur illa, heldur á það við þegar við hlæjum að þeim sem hefur gengið vel en ferst svo eitt- hvað illa úr hendi. Annað sem þarf að hafa í huga er það að yfirleitt verður atvik ekki fyndið nema búið sé að fara höndum um það, eða „gera góðlátlegt grín“, eins og sagt er. Það þarf að sviðsetja ófarirnar til að þær verði fyndnar. Grunnkenning Bergsons um hláturinn og hið fyndna, er sú að það sem veki hlátur sé þegar eitthvað vélrænt er lagt yfir það sem er lifandi. Skilgreining Bergsons er afar þröng og nær ekki yfir allar þær fjölbreyttu aðstæður sem skapa hlátur. Engu að síður er kenning hans gagnleg þegar tekið er á viðbrögðum okkar við „óförum annarra“. Hér mætti minna á samspil Charlie Chapl- ins og hins vélræna í kvikmyndinni Nútím- inn (Modern Times), þar sem maðurinn verður hluti af vélinni og þjónustar hana en ekki öfugt. Bergson telur hláturinn vera leiðrétting- arafl samfélagsins. Með hlátri er verið að refsa hinum vélræna einstaklingi og þannig koma í veg fyrir ósveigjanleika hans innan samfélagsins. Hin andstæðu öfl vélar og lífs sem Bergson telur að takist á í hlátrinum samsvara í ritgerð hans tvenns konar and- stæðri hegðun einstaklingsins í samfélag- inu, það er andstæðum ósveigjanleika og sveigjanleika. Það sem okkur finnst fyndið við persónu eða persónutengt atvik, er sú hlið þeirra sem afhjúpar vissa líkingu við vél, eða hreyfingu án lífs. Þessi hlið tjáir eitthvað samfélagslega ófullkomið í einstaklingi eða hópi. Sú ófullkomnun kallar á tafarlausa refsingu, og viðeigandi refsing er hlátur, fé- lagsleg tjáning sem kveður niður það í mönnum og atvikum sem ekki á heima í samfélaginu. Bergson leggur út af skilgreiningu Arist- ótelesar um að maðurinn sé „dýrið sem hlær“, og bætir ennfremur við að maðurinn sé dýrið sem hlegið er að. Samfélagið er því náttúrulegt umhverfi hláturs, en hlátur til- heyrir ekki samfélaginu í heild heldur ýms- um hópum innan þess. Greint er milli þeirra sem hlæja og þeirra sem hlæja ekki (eða hlegið er að). (Á þennan hátt mætti til að mynda skoða viðbrögðin við okkar árlega áramótaskaupi, þá er gjarnan rætt um hverjir hlógu og hverjir hlógu ekki, og einn- ig hverjum hlegið var að). Við hlæjum sem sagt oftast að „öðrum" og gerum þá um leið annarlega. Hverjum samfélagshópi fylgir einkennandi tungutak og hegðun (nærtækast er að hugsa sér ákveðnar stéttir, til dæmis lækna, lögfræð- inga og svo framvegis) sem hægt er að gera hlægilega með því að tengja einhverju ann- arlegu, það er vél Bergsons. Einkenni hóps eru þá yfirfærð á vélrænt svið. Hið ann- arlega þarf hinsvegar ekki að vera vél/ vélrænt, það gæti eins verið orðræða sem tilheyrir öðrum samfélagshópi. Samkvæmt kenningu Bergsons hlæjum við þess vegna að óförum annarra í því skyni að refsa þeim og kveða á þann hátt niður það sem ekki á heima í samfélaginu. Við hlæjum að óförum annarra vegna þess að ófarirnar eru merki um ósveigjanleika einstaklingsins. Unnar Árnason bókmenntafræðingur. Hversu stór eru stærstu risaeðlusporin sem hafa fundist? SVAR: Útlimir risaeðlanna voru mjög fjöl- breytilegir. Flestar stóru jurtaæturnar not- uðu alla fjóra útlimina til gangs og voru með sterka og svera fótleggi og breiðar iljar. Hjá flestum þeirra voru þó afturlimirnir stærri en framlimirnir. Flestar ráneðlurnar gengu hins vegar nær eingöngu á afturlimunum (e. bipedal), sem voru miklu lengri en framlim- irnir, en þá notuðu dýrin meira sem griplimi. Afturlimirnir hjá ráneðlunum minntu mikið á afturlimi fugla; voru oftast með þrjár tær með beittum klóm eða hóflaga nöglum. Fótspor eftir risaeðlur hafa fundist á all- mörgum stöðum, en ekki er alltaf ljóst hvaða dýr skildu eftir sig sporin. Í mörgum til- vikum er þó unnt að rekja ákveðin spor til ákveðinnar tegundar. Þegar það er ekki hægt hefur sporunum verið gefin sérstök nöfn á latínu, án tillits til þess hvaða dýr skildi þau eftir sig. Í nokkrum tilvikum hef- ur verið unnt að sjá hvernig risaeðlur ferð- uðust um og fundist hafa spor sem benda til þess að sumar jurtaæturnar hafi haft ung- viðið inni í hring stórra, fullvaxinna dýra. Þá má stundum ráða af sporunum hversu hratt dýrið fór og jafnvel fótlengd þess. Stærstu fótspor eftir risaeðlur, sem unnt er að rekja með vissu til ákveðinnar teg- undar, eru líklega fótspor þórseðlu (Apato- saurus). Farið eftir ilina á afturfæti er 72 cm langt og 55 cm breitt, en á framfæti 40 cm langt og 45 cm breitt. Förin eftir afturfæt- urna eru perulaga og breiðust fremst, en varla sést móta fyrir tánum þótt dýrin hafi fyrst og fremst gengið á þeim, enda voru tærnar á sameiginlegum ilpúða líkt og hjá fílum í dag. Hjá ráneðlunum, til dæmis grameðlu (Tyr- annosaurus), sést vel móta fyrir tánum, en þær voru þrjár og enduðu allar í beittri kló. Fótsporið er þess vegna ekki ósvipað og hjá fuglum sem ekki hafa sundfit. Lengd iljar um miðtá gat orðið allt að því 64 cm og breiddin að minnsta kosti 54 cm hjá gra- meðlu. Leifur A. Símonarson, prófessor í steingervingafræði við HÍ. Á Vísindavefnum má nálgast fleiri svör um risaeðlur eftir sama höfund svo sem hver stærsta risaeðlan var, hvernig fyrsta risaeðl- an varð til, hvað risaeðlutegundirnar voru margar þegar þær voru uppi og hvort ein- hverjar núlifandi dýrategundir séu náskyld- ar þeim? Að undanförnu hafa birst 20–30 svör á viku á Vísindavef Háskóla Íslands, að vanda um margvíslegustu efni. Gestakomur hafa einnig verið mjög margar. Nýlega hefur til dæmis verið fjallað um sullaveiki, ofurraunveru- leika, hver Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa er, hvernig menntun heyrnarlausra hefur verið háttað og hvað jónir séu og hvað þær geri. VÍSINDI ÞVÍ HLÆJUM VIÐ AÐ ÓFÖR- UM ANNARRA?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.