Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 13 DANSKA hönnuðinum Violise Lunn voru á miðvikudag veitt Carlsberg-fingurbjargarverð- launin. En verðlaunin, sem nema rúmum tveimur milljónum króna, eru árlega veitt í tengslum við dönsku tísku- og hönnunarvikuna sem hefst eftir helgi. Lunn hefur í gegnum tíð- ina vakið athygli fyrir líflega hönnun, m.a. pinnahæla unna úr þúsundkrónaseðlum, lífstykki úr pappamassa og brúðarkjóla skreytta lifandi blómum. Verðlaunin voru afhent af Brian Mikkelsen, menningar- málaráðherra Dana. „Það er nokkuð öruggt að þeir sem reyna að fylgja tískunni eru alltaf tveimur skrefum á eftir,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. „Því meiri ástæða er líka til að verðlauna þá hönnuði sem skapa fallega og frumlega hönnun.“ Mikkelsen notaði enn fremur tækifærið og tilkynnti að heiðursverðlaun og viðurkenningar á borð við þessa yrðu eftirleiðis skattfrjálsar í Danmörku. Listin skilgreint of vítt Whitney-tvíæringurinn sem hald- in er í New York fær ekki góða dóma hjá bandaríska dagblaðinu New York Times að þessu sinni. Í umsögn blaðsins segir að þótt vissulega megi segja tvíæringinn virðingarverðan, örlátan og allt- umvefjandi þá gefi verkin sem þar sé að finna heldur vonleys- islega mynd af bandarískri myndlist – mörg verkanna séu of einhæf, næf og einangruð. „Sterkustu áherslurnar eru dimm herbergi, lýsandi skjáir, dularfull hljóð og það nýjasta í uppsetningum safna – eyrnatól. Fá málverk og ljósmyndir eru á sýningunni, og lítið um liti yf- irhöfuð. Satt best að segja er list- in skilgreind svo vítt á þessari sýningu að hún allt að því hverf- ur. Þess í stað er þessi samruna tvíæringur samsettur af lista- mönnum sem vilja skemmta sér, sýna sig og sjá aðra eða koma þjóðfélagsmálum á framfæri,“ segir í umsögn blaðsins. Þótt gagnrýnin sé hörð telur New York Times skipuleggj- endur tvíæringsins við Whitney- safnið engu að síður eiga hrós skilið. Sýningarnar geti jú verið misjafnar frá ári til árs, en ekki verði vikið frá þeirri staðreynd að þær veki gesti sína til umhugs- unar. Vinddýrkandinn NAUE Sächsische Kunstverein- safnið í Dresden hýsir þessa dag- ana verk þýska listamannsins Veit Hofmann. En að mati Hof- manns er listin einstakur leikur og hefur hann til að mynda á fyrri sýningum sínum átt það til að gera sýningarrýmið í heild sinni að listaverki, þar sem borð, stólar, hurðir og aðrir fastamun- ir salarins eru látnir tilheyra verkinu. Sýningin í Dresden nefnist Der Traum von Fliegen, sem útleggja má sem Draumur um flug. Verk- um sínum kýs listamaðurinn að líkja við „anemophiles“ – gríska orðið fyrir vinddýrkendur og er í daglegu tali notað til að lýsa þeim plöntum sem fjölga sér með því að dreifa fræjum sínum með vindinum. Túlkun Hofmanns býður sýningargestum hins veg- ar upp á bjartan mannmótaðan helli þar sem listaverkin eru látin flögra niður af himni ofan. Minn- ir þetta að mati þýska dagblaðs- ins Frankfurter Allgemeine einna mest á verk Kurt Schwitt- ers, sem og ljóð Eduard Mörike. Lunn veitt Carlsberg- verðlaunin ERLENT NÁTTÚRAN er samnefnari þriggja myndlist- arsýninga sem opnaðar verða í Gerðarsafni í Kópavogi í dag kl. 15. Á sýningu í austursal sýnir Guðrún Einarsdóttir olíumálverk, í vest- ursal sýnir Ína Salóme textílverk og á neðri hæð safnsins sýnir Brynhildur Þorgeirsdóttir skúlptúra. Myndun Sýning Guðrúnar hefur fengið nafnið Mynd- un. Guðrún segir að nafnið hafi verið hug- mynd safnstjórans, Guðbjargar Kristjánsdótt- ir, og sér hafi þótt það saklaust, – það feli í sér allt sem myndast. „Ég vinn myndirnar mínar út frá náttúrunni eða náttúruöflum, en ég er líka að vinna efnið sjálft, olíuna, eins og ég hef mögulega getað hverju sinni. Ég nota olíuna sem efnivið til að byggja myndirnar upp, og geri úr henni eins konar landslag. Þess vegna er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu myndir af lands- lagi, heldur eru þær sjálfstætt landslag eða náttúra í sjálfum sér.“ Guðrún segir það til- viljun að verk þeirra þriggja tengist öll nátt- úrunni, það hafi ekki verið fyrr en Guðbjörg fór að leita að nöfnum á sýningarnar að nátt- úruþemað kom í ljós. „Það er kannski ekkert skrýtið. Íslensk náttúra býr í hjörtum fólks og hún er sannarlega ekki léttvægt viðfangsefni. Sérstaklega ekki á þessum síðustu tímum þeg- ar við horfum fram á að það er hægt að taka hana í burtu og afmá. Náttúran er ekki lengur eilíf. Þegar við stöndum frammi fyrir því að náttúrunni sé raskað fyrir fyrir virkjunar- framkvæmdir, þá skiptir hún mann enn meira máli. Eyðilegging verður ekki aftur tekin.“ Birta Sýning Ínu Salóme á textílverkum í vest- ursal heitir Birta. Hún sækir hugmyndir, liti og form í íslenskt landslag. Ína Salóme leggur áherslu á að ljósið eignist hlutdeild í uppbygg- ingu myndanna, þar sem gagnsæi litanna á stórum léreftsflötum skapar birtu og dýpt. „Ég handmála verk mín með textíllitum á bómullarefni. Mér finnst að birta og víðátta eigi gjarnan að vera einhvers staðar í mynd- inni, þannig að maður horfi inn í hana og ráði hvert ferðinni er heitið og geti látið hugann reika. Myndirnar eru nafnlausar, þannig að fólk getur farið af stað sjálft og fundið út hvað það er að horfa á. Það kemur oft margt skemmtilegt út úr því, og stundum er fólk að sjá hluti sem ég hafði ekki hugmynd um að væru þarna. Þetta finnst mér alveg frábært, og markmiði mínu er náð þegar áhorfandinn kemst svona af stað sjálfur. Ég byggi verkin upp á litum og formum sem ég sæki í náttúr- una, þar hleð ég batteríin og fæ hugmyndir.“ Víðátta Á neðri hæð sýnir Brynhildur Þorgeirs- dóttir skúlptúr, en sýning hennar nefnist Víð- átta. Hughrif og tilfinningar sem vakna á há- lendi Íslands eru kveikjan að listsköpun Brynhildar að þessu sinni. Innsetning með gólf- og veggverkum úr steinsteypu og gleri mótast af víðáttu, fjallakyrrð og tærri birtu öræfanna. „Ég er hér með fjöll og steina. Ég byrjaði fyrir tveimur árum að vinna þessi verk og var þá að undirbúa sýningu á Vetrarhátíð- inni í Luleå í Svíþjóð. Rýmið var lágt til lofts og engir gluggar, en stigagangur upp á efri hæð. Þar var innsetning með mjög sterkri blárri birtu, – einhvers konar tunglskinsbirta sem kom niður. Þetta var mikil vetrarstemn- ing, og veggverkin í fjarskanum komu vel út í þessu umhverfi. Aðalverkin voru svo þetta par í sparifötunum, sem er að fara í partí í tungls- ljósinu. Hún er í samkvæmiskjólnum sínum og hann er í smóking með glimmeri.“ Hér er Brynhildur að lýsa stólpafólki sem hún hefur skapað, og hjúin eiga það sameiginlegt að vera skrýdd glerdjásnum í höfuðs stað, en Bryn- hildur er nýbúin að koma sér upp eigin gler- ofni. „Ég hef alltaf þurft að fara til útlanda til að búa mér til gler, en nú get ég gert þetta heima hjá mér. Þessi fjöll hérna eru úr gleri sem búið er til í nýja ofninum. Ég er búin að standa á haus við að koma vinnustofunni minni í stand og byggja mér hús utanum hana og hef lifað og hrærst í þessum harða efn- isheimi. Svo þegar ég fór að snúa mér aftur að vinnunni um áramótin þá virtist allt verða mjög fjarlægt og fallegt í höndunum á mér; – mikill blámi og fjöll, rólegheit og stemning, allt laust við þetta veraldlega vesen. En af því að ég er gamall rokkari í mér, þá mátti ég til með að búa til tvær eldflaugar sem þú sérð hér.“ Þrír stórir steinar standa að baki upp- búna parinu. Manngert grjót, en inni í því leynist gler. „Ég er svoddan fjallageit, er að kokka fyrir ferðamenn á sumrin. Þá fer ég oft yfir Sprengisand og sé þessa fjarlægð alla, og það er sú stemning sem ég er að reyna að fanga. Fjöllin í fjarlægð og einn og einn steinn. Svo eru það eldflaugarnar sem koma inn í víðáttuna eins og fljúgandi utan úr geimnum.“ Sýning kvennanna þriggja verður opnuð í dag kl. 15, en Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. ÞRJÁR SÝNINGAR OPNAÐAR Í GERÐARSAFNI Í DAG NÁTTÚRAN Í VERKUM ÞRIGGJA KVENNA Víðátta – Brynhildur Þorgeirsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Birta – Ína Salóme Hallgrímsdóttir Myndun – Guðrún Einarsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.