Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 3 F YRIR rúmu ári mætti ég á for- eldrafund í Grundaskóla á Akranesi. Umræðuefnið var samræmd próf í tíunda bekk. Auðheyrt var á sumum foreldr- anna að þeir kviðu þessum próf- um og óttuðust að börnum sín- um vegnaði ekki nógu vel. Dálítið var spurt um möguleika á aukatím- um, stuðningskennslu og hvernig hægt væri að halda unglingunum að verki að hjálpa þeim að búa sig sem best undir samræmdu prófin. Nú er kunnara en frá þurfi að segja að það er erfitt að stjórna fimmtán ára unglingum. Það sem fólk á þessum aldri hefur mestan áhuga á að læra er að standa á eigin fótum og taka sjálfstæðar ákvarðanir og þetta verður víst varla lært með eintómri auðsveipni. Til- raunir foreldra til að halda tíundubekkingum að námi bera því vægast sagt misjafnan ár- angur. Er þá ekkert sem foreldrar geta gert til að börnum þeirra vegni vel í skóla og nái t.d. góðum árangri á samræmdum prófum? Börn eru misjöfn og foreldrar enn misjafnari svo það sem er gerlegt í einni fjölskyldu er kannski ógerlegt í annarri. Alhæfingar um þessi efni orka því ætíð tvímælis. Samt ætla ég að slá fram tveimur almennum staðhæf- ingum um áhrif foreldra á nám barna sinna. Önnur staðhæfingin er að foreldrar geta miklu fremur haft áhrif á börnin meðan þau eru enn á forskólaaldri heldur en þegar þau eru orðin stálpuð eða jafnvel hálffullorðin. Hin er að börn mótast meira af því sem þau sjá foreldra sína gera en því sem þeir segja að fólk eigi að gera. Þessar staðhæfingar styðjast við niður- stöður allmargra rannsókna og ég gæti vitn- að í lærðar bækur um uppeldisfræði máli mínu til stuðnings. Árangursríkasta leiðin fyrir foreldra til að kenna börnum sínum að forðast vímu- og fíkniefni er að vera sjálfir allsgáðir. Feður sem vilja koma í veg fyrir að synir þeirra fari sér að voða með glannaskap þegar þeir fá bílpróf gera það best með því að aka sjálfir gætilega og fylgja umferðarregl- unum. Kannanir og rannsóknir sýna veru- lega fylgni milli bóklestrar á heimilum og velgengni í skóla. Svona má lengi telja. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og for- eldrarnir eru mikilvægustu fyrirmyndirnar.  Samfélagsbreytingar undanfarinna ára eru á þann veg að velgengni í skóla hefur sí- fellt meiri áhrif á stöðu fólks á vinnumarkaði. Atvinnulífið gerir líka í auknum mæli kröfur um að fullorðið fólk sé sífellt að læra. Mér finnst trúlegt að á næstu árum og áratugum verði enn víðar litið á það sem eðlilegan hluta af daglegu lífi á heimilum að allir fjölskyldu- meðlimir, börn jafnt sem fullorðnir, verji töluverðum tíma til náms. Fjölskyldur sem tileinka sér þetta viðhorf nú þegar temja börnum sínum um leið hugsunarhátt sem lík- lega stuðlar að velgengni í skóla. Ef foreldrar lesa bækur og ræða efni þeirra, sækja nám- skeið samhliða vinnu, eru forvitnir og gleðj- ast yfir tækifærum til að læra eitthvað nýtt þá verður krökkunum leikur að læra. Ég efast um að það hafi jafn góð áhrif að reka börn sín til að læra, án þess að hafa sjálfur neinn áhuga á námi. Hvað fleira geta for- eldrar gert til að bæta námsárangur barna sinna en að vera sjálfir duglegir að læra? Ég held að eitt af því mikilvægasta sé að lesa fyrir þau meðan þau eru enn nógu ung til að vilja hlusta. Fyrir utan forvitni, jákvætt viðhorf til náms og iðjusemi veltur velgengni í skóla trúlega mest á því að hafa gott vald á ritmáli: að geta gert letur á bók eða upplestur á bandi að lifandi myndum, fylgt þræði í texta, flakkað fram og aftur í tíma og rúmi og hopp- að parís inn í viðtengingarhátt og þáskil- dagatíð, snúið við í hausnum og stokkið til baka í veruleikann hér og nú. Flest börn læra þetta fremur áreynslulaust ef einhver nennir að lesa fyrir þau. Barnabókmenntir eru heillandi heimur og þeir fara mikils á mis sem aldrei komast í kynni við Einar Áskel, Jón Odd og Jón Bjarna, Blikabæ og drekann í Furðufjalli, Múmínsnáðann og Snorkstelpuna, krakkana á Griffindor-vistinni, Línu langsokk, Þjóð- hildi gömlu og krókófílana eða Pétur og Brand. Þetta er allt saman jafnskemmtilegt fyrir fullorðna eins og börn og ekki bara skemmtun heldur líka menntun. Þeir sem líta svo á að hlutverk skóla sé ein- göngu að framleiða tæknimenn og sérhæft vinnuafl eiga ef til vill bágt með að skilja menntagildi lista og skáldskapar. Þeir eru svo sem ekki einir á báti. Menningarvitar og listunnendur eiga líka erfitt með að festa hendur á gildi hugðarefna sinna. Sjálfur er ég líklega einhvers konar blendingur af tæknimanni og menningarvita og skil ekki nema í mesta lagi svona rétt til hálfs hvaða gildi það hefur umfram skemmtanagildi að lesa sögur og skáldskap fyrir börn. En mig grunar þó að sögur kenni börnum ýmislegt sem þau læra ekki jafnauðveldlega með neinu öðru móti. Eitt af því er meðferð tungumálsins, orðaforði og að skilja vísbend- ingar og samhengi í texta. Ég held að það sé miklu auðveldara fyrir unglinga að tileinka sér fræðilegt námsefni af bók ef þeir hafa vanist því frá blautu barnsbeini að rata um hugarheim sem vakinn er af stöfum á blaði. Annað sem börn læra af sögum er að setja sig í annarra spor og hafa samúð með fólki sem er öðruvísi eða tilheyrir öðrum heimi. Þetta er vitaskuld ein af forsendum þess að menn séu húsum hæfir og geti lifað saman í friði. Mig grunar líka að góðar sögur hjálpi börnum að takast á við eigin tilfinningar og semja sig í sátt við umhverfið en þetta er bara grunur og ég hef ekki tök á þeim fræð- um sem þarf til að rökstyðja hann.  Þetta spjall byrjaði á foreldrafundi í tíunda bekk þar sem spurt var hvað foreldrar geti gert til að börnum þeirra vegni vel á sam- ræmdum prófum. Ég hef engin svör við þeirri spurningu hvað foreldrar barna sem orðin eru fimmtán ára geta gert og ég efast raunar um að til sé nokkurt eitt svar sem gildir fyrir allar fjölskyldur. Hins vegar held ég að til séu þokkaleg svör við annarri spurn- ingu sem er: Hvað geta foreldrar fimm ára barna gert til að auka líkurnar á að þeim gangi vel í skóla eftir tíu ár? Þeir geta farið með þeim á bókasafn, fundið góða bók og les- ið fyrir þau. Þeir geta líka hugað að því að skella sér sjálfir í eitthvert nám, byrjað t.d. að blaða í auglýsingum frá námsflokkum og símenntunarmiðstöðvum og spurt sig: Er ekki eitthvað þarna sem mig langar til að læra? BARNABÆKUR, LÆRDÓMSLISTIR OG SAMRÆMD PRÓF RABB A t l i H a r ð a r s o n Ísland er allt undir drifhvítu líni. Sorgin er hvít í austr- inu einsog blómin á kirsuberjatrjánum eystra, þau blóm er kærust þeim er þar búa. Snjórinn er hreinn, hvítur og tær einsog harmur með líkn. Halldór Laxness býr með okkur meðan við endumst. Flest okkar getum við svarað einhverju þegar spurt er: hvað gaf hann okkur? Svarað með orðum frá Halldóri sem við eigum geymd í huga okkar og hjarta. Enginn hefur hjálpað okkur meira að finna því stað og forma innra með okkur orðum það sem býr innst með okkur, þessari þjóð, okkur sem þetta land hefur fætt af sér með arf frá kynslóðum sem oft var varnað máls. Hall- dór hefur farið með okkur um aldir Íslands og látið okk- ur heyra til þeirra sem þráðu að tala en orðin týndust í stríði og miklum fjarlægðum milli manna eða komust ekki útfyrir bæinn verstöðina bátinn, hann hefur hjálp- að okkur að heyra til þeirra sem fóru á undan og skynja hvar við erum stödd í hraðbreytandi heimi. Hann hefur gefið okkur varanlegt veganesti í tilverunni. Í bókum sínum hefur hann gefið okkur jörð til að ganga á og tóm til þess að fylgjast með ferli skýjanna, skugga þeirra á jörðinni sem líður yfir snjóinn núna sem helst hvítur ut- an við daglega umferð, færi að lesa spor fugla, og hafa yfir svo margt úr bókum hans sem gerir okkur til- veruna tryggari, og eykur traust okkar á eigin erindum, hvað sem harki heimsins líður. Þegar maður slóst ung- ur í fylgd með Halldóri og hlítti leiðsögn hans og hann var að opna undrin alls konar fyrir manni þá spurði maður oft, sér hann í gegnum holt og hæðir, heyrir þessi maður grasið gróa? Þegar snjóinn leysir fer allt að vaxa aftur og þá syngur golan í nývöktum stráum og ár og lækir fylla heyrn okkar tónum og kviðum hljóma. Við eigum alltaf Hall- dór Laxness að. Hugleiðing við andlát Halldórs Laxness. Höfundur er rithöfundur. Thor Vilhjálmsson FORSÍÐUMYNDIN er af Antje Jansen í hlutverki Sentu í upphafi 2. þáttar óperunnar Hollending- urinn fljúgandi eftir Richard Wagner sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu 11. maí. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson. Ungskáldin telja sig laus undan ægishjálmi Halldórs Laxness ef marka má erindi þeirra Sigurbjargar Þrastardóttur, Auðar Jónsdóttur og Andra Snæs Magnasonar sem þau fluttu á mál- þingi í apríl. Michèle Roberts er einn áhugaverðasti rithöfundur samtím- ans í Bretlandi. Hún er tvítyngd, af ensku og frönsku þjóðerni, og skrifar iðulega út frá sinni tveggja heima sýn. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hana í London. Yfirlitssýning á verkum þýska listmálarans Gerhards Richters stendur nú yfir í Museum of Modern Art, MoMA, í New York. Hulda Stefánsdóttir segir frá ferli þessa þversagnakennda málara. Kennsla í ritlist er komin í nokkuð fastar skorður við Há- skóla Íslands og Njörður P. Njarðvík pró- fessor lýsir hugmyndunum sem liggja að baki. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.