Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002
Ég hitti aldrei Halldór Lax-ness. Ég heyrði bara afhonum. Þar með er égþess fullviss að hann hafi
aldrei verið til, og þá meina ég í
þeirri mynd sem sögurnar lýstu
honum. Um hann spunnust nefni-
lega sögur af goðsögulegum toga;
maðurinn sem vann Nóbelinn,
gekk í klaustur, skáldaði sér milli-
nafn og átti Jagúar var svo stór og
frægur að hann var á stundum
eins og hálfguð. Fáir urðu senni-
lega til þess að þekkja hann í raun
og veru, því þannig er það um
fræga menn. Margir þykjast, en
ekki allir vita.
Þess vegna ætla ég ekki að
fjalla um persónuna Laxness
nema í þeirri goðsögulegu mynd
sem hún sneri að mér, aumri ut-
anbæjarstúlkunni, þegar ég var
að alast upp á slóðum þeirra
hrokapésa sem á sínum tíma
kærðu fyrir snærisstuld Jón
nokkurn Hreggviðsson frá Rein á Akranesi.
Þegar ég var lítil hafði Halldór Kiljan Lax-
ness sömu stöðu í mínum huga og tveir afar
frægir menn sem ég sá stundum í sjónvarpinu.
Annar þeirra var Charlie Chaplin. Þetta þarfn-
ast sennilega skýringar, en það var einfaldlega
þannig að ég hafði séð myndbrot af Laxness í
sjónvarpi og þau voru yfirleitt svarthvít og að
því er virtist sýnd á of miklum hraða. Laxness á
sprangi um hæðir og holt, í skrýtnum fötum og
jafnvel með prik í hendi eins og flakkarinn. Í
nærmynd var Halldór líka eins og Charlie, hló
og hugsaði á víxl, snöggur í hreyfingum; rosa-
sniðugur. Sagður snillingur. Ég dáði myndir
Chaplins og fannst synd að ekki hefðu verið
gerðar fleiri um Laxness. Ég var tíu ára.
Hin heimspersónan sem mér fannst einhvern
veginn standa jafnfætis Laxness var John F.
Kennedy, nafntogaður forseti í útlöndum.
Hann lést að vísu löngu fyrir minn dag, en lifði á
skjánum. Á Íslandi var enginn maður sem vísað
var til með skammstöfun sem allir skildu strax,
nema HKL. Þess vegna var hann af sama kalí-
beri og JFK. Betur get ég ekki útskýrt líkindin,
mér fannst þeir tveir ásamt Chaplin einfaldlega
merkilegustu menn sjónvarpsins. Líklega var
mér svipað farið og Álfgrími litla í Brekkukoti;
ég vissi lítið út fyrir kálgarðinn heima og endi-
mörk heimsins voru við krosshliðið.
Þegar þarna var komið sögu hafði ég enn
ekki lesið neitt eftir Laxness og fannst það eig-
inlega utan minnar seilingar, bækur eftir jafn-
frægan mann voru varla ætlaðar sálartetrum á
útnesjum. En ég var kát yfir því að mín litla
þjóð ætti heimsþekktan rithöfund og hlakkaði
til þess að verða únglingur til þess að geta farið
að leita að þessum skógi sem hann hafði gert
ódauðlegan í ljóði.
Þannig að, ef spurningin hér snýst um það
hvort Halldór Laxness hafi verið áhrifavaldur
minnar kynslóðar er hægt að segja í það
minnsta þetta: hann jók manni lífsgleði, jafnvel
áður en maður byrjaði að lesa
nokkuð eftir hann.
Ég ætla þannig ekki að halda
því fram að ég hafi (eins og mér
virðist lenska meðal skrifandi höf-
unda og ég rengi þá alls ekki)
byrjað að lesa Laxness snemma.
Að ég hafi fengið Sjöstafakverið í
sumargjöf ’79 eða bráðnað ofan í
Vefarann meðan aðrir voru að
horfa á Skonrokk. Ég byrjaði
seint að lesa bækur eftir HKL og
sé ekkert eftir því. Skammast mín
ekki einu sinni fyrir það.
Mér var enda ráðið frá lestri
þessa fræga skálds af mér eldri og
vitrari; sagt að stafsetningin hans
gæti skaðað tilfinninguna fyrir
réttritun, að hann talaði illa um
bændur, veðrið, stjórnvöld og gott
ef ekki kaupfélögin líka, að hann
hefði skipulega farið um landið til
þess að nótera hjá sér orðfæri
fólks – hann hefði sko alls ekki
kunnað öll þess orð sjálfur! Þessir
heimildamenn mínir höfðu sennilega fátt lesið
sjálfir eftir hinn meinta skáldvarg, kannski ekki
einu sinni stafkrók, ég sé það núna. En þegar
ég svo loksins fór að lesa Laxness – þá gerðist
eitthvað. Ég get hins vegar ekki lýst því al-
mennilega, þið fyrirgefið.
Höfundarverk Laxness er svo mikið að vöxt-
um og ríkt af umhugsunarefnum að það endist
okkur ævina, sum verkin hafa ólíka merkingu á
mismunandi aldursskeiðum, sumt þarf að
glugga í og láta gerjast, og svo framvegis. Þetta
er a.m.k. mín kenning, og býsna góð kenning,
held ég.
Hún er í fyrsta lagi himnasending þeim sem
fátt hafa lesið eftir manninn og koma sér þar
með í bobba innan um menningarvita. Þeim er
þá velkomið að vitna í mig og segja: „Neei,
þessa hef ég ekki lesið – ennþá – Laxness á jú
að endast okkur ævina, eins og þeir segja…“
Í öðru lagi er þetta áreiðanleg kenning því
hana styðja raunveruleg dæmi. Ég þekki til að
mynda mann sem er snjall penni, vel menntað-
ur og lofandi menningarfrömuður. Hann hefur
ekki lesið Heimsljós. Það er sennilega bara eitt-
hvert klúður, ég veit það ekki, en manninum
þykir svo fyndið að hafa komist þangað sem
hann er án þess að hafa lesið þetta höfuðverk,
að hann hefur ákveðið að lesa ekki Heimsljós
fyrr en hann verður fimmtugur, og það er langt
í að hann nái þeim aldri. Mér finnst þetta snið-
ugt hjá honum; að hafa eitthvað til þess að
hlakka til.
Fyrir kynslóð ungra höfunda liggur þannig
ekki að „skrifa sig frá Laxness“ eins og ýmsir
sem á undan fóru, heldur að „lesa sig inn í
hann“. Og þá er kannski ágætt að hafa aldrei
hitt Halldór Laxness eða verið í hringiðu
stjórnmálaumræðna á hans tíð. Við getum
kynnst textunum í sjálfum sér, kannski til gleði,
kannski til einskis. Í öllu falli eru þeir okkur for-
dæmi um að það er hægt að skrifa merkilega á
íslensku, það má gefa kerfinu langt nef, allt
má … Dagskipunin er einfaldlega að ydda okk-
ar blýanta og vanda okkur. Önnur afskipti hef-
ur Laxness ekki af okkur, unglingunum í skóg-
inum, sem höfundum.
Aftur á móti hefur hann haft sterk áhrif á
okkur sem Íslendinga því hans textar voru þeir
einu sem við lásum af einhverju viti í skóla eftir
að við stálpuðumst. Að frátöldum Íslendinga-
sögunum og fáeinum atómljóðum er Sjálfstætt
fólk til dæmis eina bókmenntaverkið sem allir
mínir vinir lásu sem skylduverk í framhalds-
skóla. Á sama tíma fólst sögukennsla helst í
fræðslu um stórviðburði. Það voru siðaskipti,
Gamli sáttmáli, Þjóðfundurinn, kannski heima-
stjórn og upphaf þilskipaútgerðar, en maður
var litlu nær um hvernig einstaklingarnir hugs-
uðu og hegðuðu sér í sveitum og þorpum. Í þær
eyður fyllti skyldulesturinn úr Laxness. Þess
vegna held ég því fram að hugmyndir minnar
kynslóðar um lífið í þessu landi, hvort sem er á
fyrri hluta 20. aldar, um miðja 17. öld eða þar á
milli, séu undanbragðalaust komnar úr verkum
HKL. Þegar minnst er á klæðaburð, húsakost,
heimsmynd, menntun og lífsmynstur fólks á Ís-
landi fyrir tæpum hundrað árum kemur ósjálf-
rátt upp í hugann bæjarhellan í Sjálfstæðu
fólki. Og engin þekki ég önnur samskipti Ís-
lendinga við Dani á öldum áður en þau sem lýst
er í Íslandsklukkunni. Þetta eru vissulega
skáldaðar sögur, en þær hafa samt greypst í
vitundina sem sögulegur bakgrunnur, heimildir
um líf landans.
Ég veit ekki hvað þetta segir, kannski segir
þetta eitthvað um slælega sögukennslu í mínum
skólum, eða mistækan áhuga á námsgreinum.
Ég held þó að þetta segi mest um Laxness sjálf-
an og verk hans. Um það hversu mögnuð verkin
eru, hvað þau áorka miklu í lýsingum á hinu
stóra til hins smæsta, um það hversu þéttri
heimsmynd þau skila.
Verkin eru spegill sem höfundurinn rak upp
að nefi fólks og sagði: svona eruð þið. Við lest-
urinn horfum við í þennan sama spegil og það
hlýtur að veita dýrmæta þekkingu á fólki, sér í
lagi tegundinni Íslendingum. Og það gagnast
ekki bara þeim okkar sem leiðast út í skriftir,
heldur ekki síður þeim okkar sem selja verð-
bréf, lesa fréttir, halda tónleika, hanna hugbún-
að, kortleggja gen og byggja hús.
Það er einkennilegt að fara að gráta við útför
einhvers sem maður hefur aldrei hitt. Ekki síst
ef maður er ekki einu sinni viðstaddur, nema í
gegnum sjónvarp. En ég táraðist þegar Halldór
Laxness var kvaddur; mér fannst sorglegt að
hann skyldi skilja okkur svona eftir, langafi
okkar allra og ólíkindatól nr. eitt, nú yrði eng-
inn til þess að segja okkur til syndanna á jafn-
stórbrotinn hátt. Ég velti því fyrir mér hversu
lengi enn hann yrði á sveimi, líkt og Jón Hregg-
viðsson í Flóanum heima. Og ef ég mætti hon-
um, myndi ég þá þekkja hann?
Ég hef oft mætt Halldóri Laxness síðan og
næstum alltaf þekkt hann, á leiksviði, á prenti, í
frásögnum og tilvitnunum … Ég sé svip hans
líka í nafngiftum aðskiljanlegustu fyrirbæra; í
sjónvarpsþáttunum Sjálfstæðu fólki, veffyrir-
tækinu Atómstöðinni, útgáfufélaginu Heims-
ljósi, snyrtistofunni Silfurtunglinu, bókaútgáf-
unni Sölku og vegfarendum sem heita Bjartur
og Diljá og Snæfríður. Að landnámsmönnum og
fornköppum frátöldum eru fáar vofur sem
ganga jafn ljósum logum á meðal okkar og
Halldór Laxness. Menn kann að greina á um
skrif hans eða meinta snilligáfu, en við virðumst
samt vilja halda nafni hans á lofti enn um sinn.
Skýringin hlýtur að vera sú að okkur þyki
ekki endilega eins skuggalegt og lengi þótti, að
eiga höfund sem gnæfir yfir. Hann er þarna
uppi til að vísa veginn, hann er brennandi viti,
en hann varpar líka ljósi á hvað vegurinn er
langur sem þeir ungu eiga ófarinn, þeir skulu
ekki vera með neinn hroka, þeir skulu ydda sína
blýanta og vanda sig.
En hversu stór sem vitinn kann að vera er
samt óþarfi að hann verði að stofnun. Ef við
ætlum að láta svona mikið með þann gamla skal
það gert í heiðarlegum tengslum við verk hans.
Ef við ætlum að halda áfram að nefna börn og
snyrtistofur eftir skáldsögum hans verðum við
að þekkja þær sögur. Það er líka af þessum sök-
um, sem Laxness er ævilangt verkefni.
Mér hefur á síðari tímum þótt hálffyndið að
hafa sett á sama bekk Halldór Kiljan Laxness,
John F. Kennedy og Charlie Chaplin. Ég held
að samslátturinn við JFK nái aldrei lengra en
til þriggja stafa fangamarksins. Samlíkingin við
Chaplin er hins vegar ekki eins fjarri lagi. Það
gerir tragíkómíkin, báðir eru snillingar í að
draga fram hið hlægilegasta, fáránlegasta og
vonlausasta í eðli manneskjunnar; allt er svo
misheppnað að það verður fallegt. Svarthvítt
fær óvæntan lit og það gerist eitthvað, eitthvað
sem hefur að gera með samlíðun og kraftbirt-
ingarhljóm og öll hin stóru, brothættu orðin
sem enginn hefur síðan þorað að nota, orðin
sem þröngva okkur hamingjusamlega til þess
að finna upp nýja orðræðu, okkar eigin stíl, aðr-
ar leiðir … í því felst snilld snillinga og við ung-
lingarnir, sem höldum að heimurinn hafi verið
smíðaður fyrir hádegi, höfum líka gott af því sjá
hvað hugsun á fyrri hluta síðustu aldar gat ver-
ið ótrúlega smart.
Annað var það ekki, svo yddum við okkar
blýanta, tauta ég … og í þeim orðum töluðum
kemur einmitt Chaplin gamli röltandi eftir veg-
inum, párandi í moldina með priki, nei, annars
það er Laxness gamli, ég sé það núna, já mikil
ósköp, að frægðarljómanum slepptum er hann
ekki annað en lítillátur förumaður úr fortíðinni,
hann lagar hattinn, hann er ekki genginn aftur
því hann var aldrei til, eða nei, hann hætti aldrei
að vera til, eða … Hann stendur hérna í fötum
frá annarri öld, hikar í krosshliðinu við Brekku-
kot. Hann biður ekki um neitt, hann biður ekki
um að nafnið hans sé neglt með stórum stöfum
yfir dyrnar, hann biður ekki um annað en húsa-
skjól, rétt eina nótt …
Ég stend hér og mæli með því að það skjól sé
veitt. Ég þekki manninn ekki mjög persónulega
en þó nóg til þess að vita að hann er svalur og
djúpur og vís með að segja okkur sögur þangað
til rökkur leggst yfir Brekkukotið okkar allra.
Og ef okkur þykja þær sögur nokkurs virði er
um að gera að bjóða honum að gista aðra nótt.
CHAPLIN Í KROSSHLIÐINU
SIGURBJÖRG
ÞRASTARDÓTTIR:
Ég þekki til að mynda
mann sem er snjall
penni, vel menntaður og
lofandi menningarfröm-
uður. Hann hefur ekki
lesið Heimsljós.
Fyrir nokkrum árum þekktiég strák sem lagði stund ábókmenntafræði í Háskól-anum. Eitt sinn kom hann
í heimsókn þegar ég var að lesa
Heimsljós – og átti bágt með að
trúa að ég hefði lesið hana nokkr-
um sinnum, og alltaf tárast á
endasprettinum. Hann var einn
margra af minni kynslóð sem
hafði að mestu látið hjá líða að
lesa bækur Halldórs, enda heyrt
einhverjar voðasögur um óþolandi
stafsetningu.
En eftir miklar og hástemmdar
lýsingar á Heimsljósi lét hann til-
leiðast að fá verkið lánað.
Síðan liðu tveir dagar án þess
að ég heyrði frá honum.
En viti menn! Síðla kvölds í
miðri viku hringir dyrabjallan og
á útidyrunum stendur þreytuleg-
ur maður með úfið hár, káta ang-
ist í augunum – og Heimsljós
undir arminum.
,,Ég … mér finnst hérna … þetta er ótrúleg
bók,“ tafsaði hann, spígsporaði fjarrænn – og
bætti svo hraðmæltur við að hann væri á leið-
inni upp í sumarbústað í Hvalfirði, til að dvelja
þar einn í viku og skrifa.
Mér þótti málið hið dularfyllsta
og tókst með herkjum fá hann inn
í kaffibolla. Þegar inn var komið
spurði hann: ,,Er í lagi að ég taki
Heimsljós með mér?“
,,Hva! Ætlarðu að lesa hana
aftur?“ hváði ég.
,,Bara skoða og svona,“ muldr-
aði hann og bætti við að hann
tæki líka með sér nokkrar víd-
eóspólur og gott nesti.
Mér létti við að heyra af nest-
inu – var farin að óttast að hann
ætlaði að lifa á Heimsljósi einu
saman í sjö sólarhringa. Og þó,
hugmyndin var ekki svo fjarri
lagi. Í þessari stuttu heimsókn
komst ekkert annað að en Ólafur
ljósvíkingur og hyski hans. Hon-
um varð sérstaklega tíðrætt um
Ólaf og ofurumhyggjusama eig-
inkonu hans, svo mjög að mér var
hætt að lítast á blikuna og byrjuð
að spyrja sjálfa mig hvað ég og sú
kerling gætum mögulega átt sameiginlegt.
En fyrst og fremst vildi hann tala um Ólaf
og upplifun hans af veröldinni. Hann var heill-
aður af honum, svo upptekinn að hann minnti
mig á níræðan Vestfirðing sem ég hafði hitt á
flugvellinum á Ísafirði. Mann sem kunnir heilu
síðurnar í Sjálfstæðu fólki utanbókar og fór
með langar klausur orðréttar.
Eitt var víst: Ljósvíkingurinn hafði hitt vin
minn í hjartastað, eitthvert lengst inn í hjarta-
pípurnar, þangað sem enginn kemst nema
kannski móðir eða börnin manns, jafnvel ennþá
lengra. Hann gekk meira að segja svo langt að
líkja Ljósvíkingnum við Woody Allen, sem er
ekki slæmt þegar forfallinn kvikmyndaáhuga-
maður af X-kynslóð á í hlut.
Eftir dvöl hans í sumarbústaðnum fékk ég í
hendurnar bunka af blöðum til að lesa yfir.
Fyrir þann tíma hafði ég lesið nokkrar
skólasmásögur eftir hann, en þessar skrift-
ir … þær voru öðruvísi.
Þetta voru uppköst, bara svona eins og þau
koma af kúnni – og ýmislegt hefði mátt gagn-
rýna. En í þeim var einræn og sterk tilfinning,
húmor – og skemmtileg afslöppun gagnvart
mannlegum sérvitringshætti.
Þarna einn með Heimsljósi í gömlum sum-
arbústað uppi í Hvalfirði hafði hann ratað
á … ja, kannski óminn af tóninum hreina. Og
þessi brothætti ómur af tóni – hann var ein-
hvern veginn svo réttur.
Nú veit ég ekki hvort vinur minn hefur náð
tökum á tóninum síðan, eða réttara sagt hvort
tónninn hafi náð tökum á honum. En ég hef
grun um hvatann sem fékk hann til að brenna
upp í sumarbústað um miðja nótt með Heims-
ljós, fartölvu og nesti.
Þetta var hvati af sömu ætt og sá sem dreif
mig til Önundarfjarðar á táningsárum mínum
með Heimsljós og Sölku Völku í farteskinu.
Í hormónaráðvillu unglingsáranna var ég
upptekin af þessum bókum og trúði í einlægni
að veruleika lífsins væri aðeins að finna langt í
burtu frá öllu – í næðingssömu sjávarplássi
undir háum fjöllum. Því réðst ég til starfa í
frystihúsi á Flateyri og leigði mér herbergi fyr-
ir ofan þorpsbarinn með föt til skiptanna í
tösku og þessar tvær bækur á náttborðinu. Á
þeim tíma gerði ég mér engan veginn grein
fyrir uppátækinu og hefði ekki geta bögglað
óljósri tilfinningunni í þessi tvö orð: veruleiki
lífsins.
Þaðan af síður rann upp fyrir mér að ég var
stödd á heimaslóðum Ljósvíkingsins í sjáv-
arplássi að hætti Sölku Völku. Ég vissi aðeins
að þessar tvær bækur voru huggun harmi
gegn, einar og sér nægileg ástæða til að af-
stýra heimskulegu sjálfsmorði.
Og í innantómri táningstilverunni vildi ég
skipa mér jafn djúpan sess í lífinu og Salka
Valka, vera jafn raunveruleg og skáldsagna-
persónan. Á sama hátt vildi ég skrifa eins og
HVETJANDI FREMUR EN LETJANDI
AUÐUR JÓNSDÓTTIR:
Hann gekk meira að
segja svo langt að líkja
Ljósvíkingnum við Woody
Allen, sem er ekki slæmt
þegar forfallinn
kvikmyndaáhugamaður
af X-kynslóð á í hlut.
E R I N D I Þ R I G G J A U N G S K Á L D A Á L A X N E S S Þ I N G I